Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Page 7
DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984.
7
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
MITTERRAND RÆÐIR
SAKHAROV í KVÖLD-
VERÐARRÆÐU í KREML
Francois Mltterrand.
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti braut öll fordæmi í
ræðu sem hann hélt í kvöldverðar-
'boði i Kreml í gærkveldi og nefndi
andófsmanninn Andrei Sakharov.
Þótt athugasemdir Mitterrands um
Sakharov hefðu verið kurteislegar
og sýnt fyllstu sáttfýsi telja erlendir
sendiráðsstarfsmenn í Moskvu að
þær muni angra Sovétmenn mjög,
sérlega vegna þess að á undan Mitt-
errand talaði Konstantin Chernenko,
forseti Sovétríkjanna, og varaði
menn við að predika um mann-
réttindi.
I ræðu sinni brýndi Mitterrand
fyrir Sovétmönnum að virða mann-
réttindaákvæði Helsinki-sáttmálans
frá 1975 og bað Sovétmenn skilja til-
finningar Vesturlandabúa vegna
táknrænna mála eins og Sakharov-
máliö er.
Ræða Mitterrands var ekki
skrifuð fyrirfram heldur talaði hann
eftir minnispunktum og búist er við
að sovésk dagblöð prenti í dag endur-
sögn af ræðu hans og sleppi öllum
athugasemdum um Sakaharov.
Konstantin Chernenko hélt ræðu á
undan Mitterrand og sagði þá að
sovéska kerfið tryggði mannréttindi,
svo sem réttinn til vinnu, menntunar
og húsnæöis og bætti síðan við: „Við
munum ekki leyfa neinum að skipta
sér af okkar málefnum.”
Franskir embættismenn sögöu að
Mitterrand vildi ekki að ræða hans
yrði til þess að eyðileggja heimsókn-
ina en hann hefði verið ákveðinn í að
segja það sama í Moskvu og í París
um mannréttindamál og af-
vopnunarmál. 1 ræðu sinni kom
franski forsetinn einnig að öðrum
málum sem valdið hafa versnandi
sambúð austurs og vesturs, innrás
Sovétríkjanna í Afganistan og her-
lagasetningunni í Póllandi.
Sovétríkin:
Vopnabúr springur
Allt að þriðjungi birgða sovéska
flotans af loftvamaeldflaugum kann
að hafa eyðilagst í sprengingu sem
varð í skotfærageymslu nærri
Murmansk-flotastöðinni, segir
bandaríska dagblaðið Washington
Post í dag. I frétt blaösins segir að
sprengingin, sem varð um miðjan
maí í Severomorsk við Barentshaf
um 1450 kílómetra norður af Moskvu,
hafi verið svo öflug að vestrænar
leyniþjónustur hafi í fyrstu talið að
um kjamorkusprengingu væri að
ræða.
Engar siíkar grunsemdir eru nú á
ferðinni en sprengingin kann að hafa
eyöilagt allt að þriöjungi loftvarnar-
flauga sovéska flotans. „Það urðu
mjög miklar skemmdir,” er haft
eftir bandariskum embætiismanni.
„Viö myndum orða það svo að nú
væri ekki hentugur tími fýrir sov-
éska Atlantshafsflotann aö takast á
við bandaríska flotann." Talsmaöur
bandaríska vamarmálaráðuneytis-
ins neitaði að ræða þetta mál við
blaðamenn.
Kolaflutn-
ingar
stöðvaðir
Verkfallsmenn í breskum kola-i
námum stöðvuðu flutninga á kol-
um og koksi til stáliðjuvera í dag og
báðu verkalýðsfélög járnbrautar-
verkamanna og önnur verkalýðsfélög í
vöruflutningagreinum um stuðning í
baráttu sinni gegn fyrirætlunum yfir-
valda um að loka kolanámum og fækka
störfum.
Stáliðjuverin í Ravenscraig í Skot-
landi og Scunthorpe í N-Englandi
fengu engin kol eða koks send með
járnbrautarlestum í gær. En á báðum
stöðunum tókst að koma eldsneytis-
birgðum framhjá verkfallsvörðum
kolanámaverkamanna með vöru-
flutningabifreiöum, meö þöglum
stuðningi verkamanna í stáliðjuverun-
um sem óttast um störf sín, ef málm-
bræðsluofnar kólna.
Kolanámaverkamenn vilja draga
úr stálframleiðslu til að efla baráttu
sína sem staðið hefur í þrjá mánuöi.
Arthur Scargill, leiðtogi námaverka-
manna, varaði verkamenn í stáliönaði
við því að eldsneytisflutningar yrðu
heftir frekar og hugsanlega komið í
veg fyrir flutning á málmgrýti ef þeir
sættu sig ekki viö minnkun í stálfram-
leiðslu.
Fundur með leiðtogum námaverka-
manna og verkamanna í flutninga-
iðnaði lýstu því yfir í gærkveldi að
flutningar til stáliðjuveranna yrðu tak-
markaðir þar til samkomulag næðist
við samtök stáliöj uverkamanna.
Forstjóri hinna ríkisreknu bresku
kolanáma, Ian McGregor, reyndi í gær
að telja verkamenn á aö hætta við
verkfallið. I bréfi sem hann skrifaði
verkfallsmönnum sakaði hann Scargill
um að afvegaleiða félagsmenn sína
varöandi fyrirætlanir stjórnvalda og
sagöi einnig að ef verkfallið stæði til
ársloka yrði að loka 20—30 námum,
sem reka mætti meö hagnaöi, vegna
skemmda sem á þeim yrðu vegna van-
ræsklu. McGregor varaði við því að í
þessari deilu gæti enginn unniö en
aöeins tapað. McGregor sagöist vonast
eftir góöum viðbrögðum frá náma-
verkamönnum sem ekki vildu taka
þátt í verkfalli en óttuðust verkalýðs-
félögin. ið»tlfðlta{áiittílöjid
Gaddafi, leiðtogi Lfbýu, er iðinn við að koma andstæðingum sinum fyrir
kattarnef.
Grikkland:
Andstæðingur
Gaddafis myrtur
Líbýskur innflytjandi í Grikklandi
var skotinn til bana í miðborg Aþenu
í gær. Er talið að morðinginn sé út-‘
sendari Muammars Gaddafis,
leiðtoga Libýu.
Samkvæmt heimildum lög-
reglunnar varð hinn látni Mohamed
Saleh Buzeit Sapiti fyrir fimm
skotum. Moröinginn forðaði sér á
mótorhjóli aö loknu ódæðinu. Sapiti
hafði búiö í Aþenu í tvö ár. Hann var
50 ára og rak verslun í miðborg
Aþenu.
Lögreglan telur að Sapiti hafi
veriö andstæöingur Gaddafis en ekki
er vitað nánar um ástæður mann-
drápsins.
Fyrr í þessum mánuöi handtók
gríska lögreglan 31 árs gamlan
Líbýumann sem starfaöi hjá líbýska
flugfélaginu í Aþenu. Var hann
grunaður um skotárás á líbýskan
innflytjanda sem einnig rak verslun í
Aþenu. Sá hafði selt í búð sinni tíma-
ritsemer andstætt stjómGaddafis.
Morðiö á Sapiti kemur á sama
tíma og utanríkisráðherra Líbýu, Ali
Abdel-Salam Al-Tureiki, er staddur í
Grikklandi í opinberri heimsókn. A
hann þar fundi með Andreas
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands, og utanríkisráðherr-
anum Toannis Harlalambopoulos.
Snúast viðræðurnar um viðskipta-
tengsl ríkjanna og einnig samvinnu á
sviðihermála.
Fjórir Irananna sneru heim
Fjórir af Irönum þeim sem lentu í
Frakklandi fyrir skömmu og báðust
hælis sem pólitískir flóttamenn
sneru heim til Irans í gær. Sam-
kvæmt heimildum lögreglunnar voru
þrír mannanna í herklæðum en einn
virtist vera óbreyttur borgari.
líj't’í v-v T;
Enn eru f jórir Iranir í Frakklandi
og bíöa þeir þess að ákvörðun verði
tekin um þaö hvort þeim verður veitt
hæli sem pólitískum flóttamönnum.
Ekki er vitað hvar þeir eru niður-
komnir en talið er að þeir séu i haldi
einhvers staðar í Bordeaux héraöi.
Walter Mondale.
Mondale íhugar
svertingja í vara-
forsetaframboðið
Walter Mondale, líklegastur fram-
bjóðenda til að hljóta tilnefningu
demókrata til forsetaframboðs gegn
Ronald Reagan, ræddi í dag viö Tom
Bradley, borgarstjóra í Los Angeles og
er Bradley þannig fyrsti svertinginn
sem alvarlega kemur til greina sem
varaforsetaefni annars stóru flokk-
anna í bandariskumstjómmálum.
Eftir að þeir höfðu ræðst við í rúma
þrjá klukkutíma á heimili Mondales í
Minnesota sagöi Mondale aö Bradley
væri „mikilhæfur leiðtogi”. Mondale
sagði fréttariturum einnig aö hann
teldi að bandarískir kjósendur væru
komnir langt á undan stjórnmála-
mönnum hvað varöaði viljann til þess
að kjósa svertingja til embættis.
Annar demókrati sem er á höttunum
eftir tilnefningu demókrata til forseta-
framboðs, Jesse Jackson, sakaði
Mondale nýlega um að hugsa ekki í
alvöru um að velja svertingja eða konu
til framboðs með sér.
Bradley, sem þrívegis hefur veriö
kjörinn borgarstjóri Los Angeles,
næststærstu borgar Bandaríkjanna, er
ekki á sama máli og Jackson og segir
Mondale taka framboð sitt of alvar-
lega til þess að leika sér að varafor-
setaembættinu með auglýsingabrell-
um.
Mondale sagði við fréttamenn að
hann vildi ekki valdalausan varafor-
seta, heldur varaforseta sem tæki þátt
í ákvörðunum, í utanríkis- og innan-
ríkismálum og væri reiöubúinn til þess
að taka að sér forsetaembættið fyrir-
varalaust.
Indland:
Átök í Bombay
Atök áttu sér stað í Bombay á Ind-
landi á miili uppreisnarmanna og
stjórnarhersins í fyrrinótt. Indverska
fréttastofan PTI segir að einn hafi
látist og 17 hafi særst þegar stjórnar-
herinn skaut á uppreisnarmenn.
Ekki gat fréttastofan þess hversu
margir tóku þátt í uppþotinu en í
fréttum sagði að herinn hefði fulla
stjórn á borginni. I síðasta mánuöi
létust um 260 manns í blóðugum götu-
bardögum i Bombay á milli
múhameöstrúarmanna og hindúa.
Samkvsemtfréttum-fró.’indiandi er.
nú allt með kyrrum kjörum í Punjab
héraði. öflugur hersveitir eru nú í
Punjab og ganga þær fylktu liði um
götur þar í því skyni að endurvekja
traust íbúanna á stjórn landsins.
Mörgum af musterum sikka í Punjab
hafði verið lokað vegna þess að upp-
reisnarmenn úr röðum sikka höfðu
leitað þar skjóls. Samkvæmt opin-
berum fréttum er nú búið að opna öll
musterin, að einu undanskildu. Er þaö
gullna musterið í Amritsar þar sem
hörðustu átökin fóru fram.