Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984.
Lir Neytendur Neytendur Neytendur
Burknar eru ákaflega mikil prýði i
görðum. Það færist í aukana að
hafa mikið af grjóti og plöntum i
görðum en minna gras. Burknar
kosta um 250 krónur.
DV-mynd Bj.
einkum í sjávarplássum, þar sem
trjágróöur þrífst ekkí. Stykkiö af
bláhjálmi kostar 40 krónur. Sama verð
er á randagrasi sem breiðir mikiö úr
sér.
Plöntulisti og
leiðbeiningar
Gróörastöðin Mörk gefur viðskipta-
vinum sinum leiöbeiningarbæklinga.
I öörum eru listar yfir erlend og ís-
lensk heiti trjáa og blóma. Þar er einn-
ig gefin út nákvæm lýsing á hverri
plöntu, sagt hvort hún er viökvæm, þol-
ir skugga eða annað slíkt.
Hinn bæklingurinn inniheidur ýmsar
upplýsingar sem viö kemur starfsemi í
göröum. Þaö er tekið fyrir hvenær á að
gróðursetja, vökvun, klipping, undir-
búningur jarðvegs, umhirða gras-
bletta, gróðursetning og hvernig viö
veljum réttar plöntur. Ýmis góð ráð
eru gefin, til dæmis bent á að gróður-
setja ekki lítil tré við sólstétt eöa stofu-
glugga þar sem þau koma til með aö
varpa skugga þegar þau stækka.
Rósir til að hafa i görðum kosta frá 200—300 krónur. Þær minnstu fara vel
hvort sem er ihengipottum eða blómakerjum.
DV-myndir GVA.
Þá stendur meðal annars í um-
ræddum bæklingi að vafningsplöntur
henti vel til aö lífga upp á stóra stein-
veggi og girðingar. Bestar eru vestur-
og norðvesturhliöar. Bergfléttu þarf
ekki að binda upp en verð á vafnings-
plöntum er frá 180—200 kr. Þá eru
einnig upplýsingar um úðun trjáa,
klippingu og undirbúning fyrir vetur-
inn. Þess skal að lokum geta að garð-
plöntur í pottum og fjölærar jurtir er
hægt að gróðursetja allt sumarið, en
greni og furu er best að gróðursetja
áður en þær taka að vaxa eða i lok
sumars þegar þær eru hættar að vaxa.
-RR
krónur. Fleiri ungar limgerðisplöntur
má nefna svo sem alaskavíði, brekku-
víði og viöju, sem eru fárdegar á flest-
um gróðrarstöðvum. Plöntumar em
2ja til 3ja ára, hæð þeirra frá 25-80 cm,
þær eru á verðbilinu frá20—25 kr. -Fer
verðið nokkuð eftir greinafjölda.
Reynir og ösp
Margar em gerðirnar af reyni, ilm-
reyni, úlfareyni og fleiri gerðum.
Plöntumar eru af stærðinni frá 1 metra
í 11/2, verðið f rá 150 krónum í gróörar-
stöðinni Mörk og í 400 krónur í Alaska,
Breiöholti. Algengasta verðið á reyni
er f rá 2—300 krónur.
Stærðin á ösp er allt frá 50 cm í 150
cm, víðast er verðið um 100 krónur, en í
gróörarstöðinni Mörk er öspin á verð-
bilinu frá 50-300 kr. ' Algengur
aldur á ösp er 3—5 ára þegar henni er
plantað út.
Berjatré
Alaska, Hraunbrún, Grænahlíð og
gróðrarstööin Lundur eiga tii sólberja-
og rifsberjatré. Þau fyrmefndu kosta
frá 70 krónum í 130 krónur, en rifs-
berjatrén kosta frá 90 krónum í 190.
Fer það eftir stærð. Ef hugsað er um
að nýta berin á trjánum er ráðiagt að
hafa 130-150 cm á milli þeirra þegar
plantaö er út. Ef ætlunin er aö hafa þau
sem skjólvegg er ágætt að hafa 1
metra á milli.
Rósir
Runnarósir eru harðgerðar plöntur
sem geta staöiö einar sér eða margar
saman í röð sem limgerði eða skjól-
girðing. Ber þar að nefna rúgrósateg-
undir svo sem „hansa”, síðan fjalla-
rósir, skáldarós, gullrós og meyjarrós
sem jafnframt er klifurrós en getur þó
staðið ein. Runnarósir kosta víðast
hvar um 200 krónur og hæð þeirra er
um 70 cm. Agræddar rósir, svo sem
domrósir, eru viðkvæmar og þurfa
helst að standa í skjóli.
Sígrænar trjáplöntur
Að sögn Péturs Olasonar og Mörthu
Bjömsson, eigenda gróðrarstöðvarinn-
ar Mörk í Stjömugróf, þá selja þau
ekki blágreni fyrr en það er orðið 7-8
ára gamalt. Þá er það selt í pottum á 3-
400 krónur stykkið. Hæöin er um hálfur
metri. Fura er á 2-300 krónur í potti en
hægt er að fá furuungplöntur sem eru
þriggja til fimm ára gamlar, þó ekki
nema um 15-20 cm háar. Þær kosta 30
krónur. „Plöntur þessar era teknar
upp á haustin eða vorin, látnar í potta
og seldar þannig aö unnt er að um-
planta þeim fram eftir sumri,” sagði
Pétur. Þá kvaðst hann ávallt taka
besta hlutann af ungplöntunum og
fleygja þeim minnstu.
Aðspurður hvaða plöntur fólk
kaupir aðallega sagði hann að það vildi
mikla fjölbreytni í skrautrunnum,,
meiri en áður hefði tíökast. Fólk er
mikiö að taka gamla garða í gegn, ungt
fólk kaupir gömul hús og gefur þá
garðinum nýjan svip með tilfæringum
og endumýjun. Eitthvað er um að það
sé verið að skipuleggja nýjar lóðir, en
það fylgir þó byggingarhraða, oftast er
garðurinn gerður síðast eða þegar hús-
in eru komin vel á veg. —RR
öll sumarblóm eru á veröbilinu frá
12—14 krónur, það eru stjúpur, og
margar fleiri gerðir. Sumarblóm í
pottum, eins og daliur og tóbakshorn,
eru á verðinu frá 50—70 krónur.
Fjölærar plöntur eru á verðbilinu frá
40 krónum í 60 og 80 krónur. Stærri
plöntur eins og tófugras kosta 90
krónur og útiburknar frá 110—250
krónur. Fjölærar plöntur eru til háar
og lágar, í beð og steinhæðir, fyrir
skuggsæla staði og sólrika.
Grænmetisplöntur eru á verðbilinu
frá 8—10 krónur. Það er blómkál, græn-
kál, hvítkál, salat og rófuplöntur en
þær kosta 3 krónur. Tómatplöntur
kosta 70 krónur og jaröaberjaplöntur,
sem eru fjölærar, kosta 100 krónur.
Tvær til þrjár gerðir eru til af jarða-
berjaplöntum. Þá er stærðarmunur á
berjunum og einhver bragðmunur.
Ösp er stofntré sem er bert að neðan og leyfir þvi undirplöntur. Fremst á
myndinni er Htil ösp, ca 5 ára gömul, en „talsvert" eldri ösp hefur vaxið
upp fyrir húsið.
Martha C. Björnsson og Pétur N. Ólason, eigendur Gróðarstöðvarinnar
Mörk, við fjölæra jurt sem nefnist gulvöndur og er í þann veg að fara að
blómstra.
DV-myndir GVA.
Toyota Starlet árg. 1980.
Blazer árg. 1977, 8 cyl., dísil,
Bíll i sérflokki.
AMC Eagle 4 x 4 árg. 1980.
ÆOJBS
M. Benz 250 árg. 1978. Bíll með
öllu.
0P|Ð A LAUGARDAGA
KL. 9-19.
KL. 10-18.
BORGARTUNI 24.
SIMAR 13630 - 19514 - 23718.
Mazda 323 G.T. árg. 1982.
Honda Accord árg. 1980.
Mazda 323 st. 1,4 árg. 1979.
Cordoba árg. 1978.
Oldsmobile Cutlas L5.
Dodge Omni árg. 1980.