Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Qupperneq 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNl 1984. 3 Fiskkör Sæplasts hf. — Skotar vilja nú kaupa 60 stykki. SKOTAR VIUA KAUPA FISKI- KÖR ÚR PLASTI Mál þýsku fálkaeggjaþjófanna: Málflutn- ingur á föstudaginn — ólíklegtað dómurinn verði þyngdur Mál Miroslav Peter Baly og konu hans Gabriele Uth Baly veröur tekiö fyrir hjá Hæstarétti á föstudag og má búast viö dómi um miöjan júlí, sam- kvæmt upplýsingum DV. Eins og sagt hefur veriö frá hér í blaöinu, fékk Gabriele aö fara úr landi eftir aö úrskurður sakadóms lá fyrir gegn tryggingu, og ekki síður gegn því aö hún áfrýjaöi ekki dómnum til Hæstaréttar. Hún var þó varla fyrr komin til síns heima í Köln en hún skrifaði verjandi sínum, Guömundi Jónssyni hdl., bréf þar sem hún sagðist hafa skipt um skoðun og vildi áfrýja. Guðmundur Jónsson kom þeirri beiöni hennar á framfæri viö ríkissaksóknara sem féllst á aö leyfa henni aö áfrýja. En skyldi dómurinn yfir skötuhjú- unum veröa þyngdur fyrir Hæstarétti í ljósi nýjustu fregna? Þeir sem blaöið ræddi við áttu ekki von á því aö flótti Miroslav Peter réöi þar einhverju um. Dómurinn væri þegar oröinn sá þyngsti af þessu tagi sem kveðinn heföi verið upp á Islandi. .KÞ — Sjá nánar bls. 2 — Tvö norðlensk plastfyrirtæki sýna nú framleiðslu sína á sjávarútvegs- sýningu í Aberdeen í Skotlandi og hafa þegar borist kauptilboö. Þegar á fyrsta sýningardegi sem var 20. júní kom tilboð frá aðila í Skotlandi um kaup á 60 fiskkörum sem fram- leidd eru af Sæplasti hf. á Dalvík. Einnig munu kassabretti frá sama aöila hafa vakiö mikla athygli sem forráðamenn fyrirtækisins binda vonir við. Sæplast hf. var stofnað í vor meö stuöningi Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar. Mun framleiöslan hafa gengiö mjög vel og verið unniö dag og nótt. Hitt fyrirtækið sem sýnir í Skot- landi er Plasteinangrun hf. sem þeg- ar stundar umfangsmikinn útflutn- ing á vörum fyrir sjávarútveg. I Skotlandi sýnir fyrirtækið trollkúlur, netahringi og fiskkassa. Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri sagöi aö þetta væri fyrsta tilraun til aö komastá Bretlandsmarkaö. Samkvæmt upplýsingum frá Ot- flutningsmiðstöð iðnaöarins hefur Sæplast fengiö pöntun á 100 plastkör- um aö verömæti um ein milljón króna. JBH/Akureyri. Stærsta varmadæla landsins í notkun Fjórði ársfundur Sambands islenskra hitaveitna veröur haldinn á Akureyri dagana 28. og 29. júní næst- komandi. Varmadælur veröa megin- viðfangsefni fundarins. Sem kunnugt er flytja þær orku úr einu formi yfir í annaö, þannig aö unnt er t.d. aö vinna háan hita úr volgu afrennslisvatni. Stærsta varmadæla landsins verður tekin í notkun á Akureyri á síöari degi fundarins. Einnig mun Iðnaöar- ráöuneytið leggja fram skýrslu meö nýju mati á orkuverði og samanburði hinna ýmsu hitaveitna. -EA. SÍS flutti út 277 íslenska hesta ásíðastaári: BULLANDITAP Á HESTAÚT- FLUTNINGI „Eg neita því alfariö að SlS hafi svínaö á þessum norska hesta- kaupmanni,” sagði Magnús Friðgeirs- son hjá Búvörudeild Sambandsins í framhaldi af frétt DV á laugardag þar sem sagði frá norskum hestakaupmanni og samskiptum hans viðSambandiö. Hestakaupmaðurinn, Sveinn Svart- haug, kom hingaö til lands með sér- búin hestaflutningabíl og keypti 8 hesta í Skagafirðinum. Fyrir þá greiddi hann 66 þúsund norskar krónur, 8 þúsund norskar í frakt en svo tók Sambandið 12 þúsund norskar fyrir það eitt að útfylla út- flutningssk jöl fyrir kaupmanninn. „Við tökum ekki sjálfir nema 2/3 af þessari upphæð,” sagði Magnús Friðgeirsson, „þriðjungur gjaldsins fer í tryggingar og upprunavottorð þannig að það eru aðeins um 30 þúsund krónur sem koma í okkar hlut fyrir þessa vinnu. En henni fýlgir að við verðum að tryggja gjaldeyrisskil og annast innheimtu fyrir umbjóðendur okkar. Sannast sagna höfum við verið að basla í hrossaútflutningi svo árum skiptir og undanfarin ár með bullandi tapi. Við erum ekki að bregða fæti fýrir keppinauta okkar, það er af og frá,” sagðiMagnús. Sambandið flutti út 277 hross á síöasta ári og skiluðu þau viðskipti ekki hagnaöi. -EIR. Tæknitónlist á Kjarvaisstöðum Raf- og tölvutónleikar verða haldnir á Kjarvalsstöðum dagna 26.- 30. júní. Þar verður kynning og sögulegt yfirlit yfir íslenska tæknitónlist. Flutt verða verk eftir tónskáldin Gunnar Reyni Sveinsson, Helga Pétursson, Kjartan Olafsson, Lárus Grímsson, Magnús Blöndal Jóhanns- son, Snorra Sigfús Birgisson, Þorkel Sigurbjörnsson og Þorstein Hauks- son. Tónleikarnir verða haldnir á tveimur stöðum í húsinu, annars vegar í málverkasalnum þar sem gestir geta notið málaralistar um leið og tónlistar og hins vegar í litlum sal þar sem tónlistin mun hafa óskipt völd. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn þann 27. júní, fimmtudaginn 28. júní, föstudaginn 29. júní kl. 17.00 og endurteknir kl. 20.30 og síöan á laugardaginn 30. júní kl. 15 og kl. 17. Ný efnisskrá verður á hverjum degi. Þorsteinn Hauksson tónskáld hefur undirbúið tónlistar- dagskrána. -ás. SÉRVERSLUN í BÍLA- .. —T . VIÐSKIPTUM RAT í FARARBRODDI VIÐ ERUM MÖRGUM SKREFUM Á UNDAN ÖLLUM ÖÐRUM Hverjir eru söluhæstir á landinu?................. Hver býður minnstu útborgunina?................... Hver býður bestu kjörin?.......................... Hver býður jafnvel enga útborgun í notuðum bílum? Hver býður lán í allt að 12 mánuðum?.............. Hverjir gera öllum kleift að kaupa notaðan bíl?... Hverjir taka engin sölulaun af notuðum bílum?..... Hverjir geta státað af 55 ára sífeildri þjónustu?. Hver býður upp á lán í milligjöf í skiptiverslun?. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. FIATUMBOÐIÐ. HVER ANNAR BÝÐUR UPP Á ALLT ÞETTA EÐA JAFNVEL EITTHVAÐ MEIRA EN EV-SALURINN - FIATUMBOÐINU - FIATHÚSINU. 1929 BILAURVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGI TIL DAGS. notodir bílor í eigu umbodssins *J$i EGILL, T TTT T TT K T 1 T T TT' MUNIO EV-KJÖRIN VILHJALMSSON HF zss 1984 Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 AÐ ÓGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.