Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Síða 8
KOO r tr/T’Tr nr> rr DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Perú: 50 látast í skærum Um 50 manns, þar á meöal a.m.k. átta lögregluþjónar, hafa látist í fjögurra daga sókn maóískra skæru- liða í Perú. Aö sögn yfirvalda í Perú er þetta mesta sókn skæruliða Sendero luminoso-hreyfingarinnar á þessu ári og upplýsingamálaráöherra Perú, Luis Percovich, sagði blaðamönnum að samkvæmt upplýsingum öryggis- lögreglunnar ráðgerðu Sendero luminoso skæruliðarnir bylgju morðtil- ræða sem ná skal til allra svæða í Perú. Sendero luminoso hreyfingin hefur haft sig í frammi í Ayacuchohéraði í suðurhluta Perú og barátta hreyfing- arinnar gegn stjóm Fernande Balaunde Terry forseta hefur staðiö í fjögur ár. Meira en 3000 manns hafa látist í átökum á þeim tíma. Bretland: TIMES, BINGÓ Hið viröulega breska dagblað, Times, býður lesendum sínum nú að taka þátt í einskonar bingó-keppni, og er það liöur í ‘ilraunum blaðstjómar til þess að auka útbreiöslu blaðsins. En Times er vii fulegt blað, og venjulegt bingó er ekki þtð sem blaðið býður les- endum sínuri upp á. Þess í staö er hér um einskonar kauphallarleik að ræða. Lesendur blaðsins fengu plastspjöld meö síðasta helgarblaöi og á spjaldinu voru tölur sem svara til hlutabréfa sem verslað er með á hlutabréfa- markaði í London og Times getur um í f jármálafréttum sínum. Þeir sem em heppnir og hafa fengið hlutabréf sem stíga í verði geta síðan unnið til verölauna. I breska blaðaheiminum grínast menn nú meö þaö, að þetta gæti leitt til uppnáms við morgunveröaborö em- bættismanna og bresku valdastétt- arinnar almennt sem gæti reynst hættuleg. Rupert Murdoch, eigandi Times, hefur notað verðlaunasamkeppnir áður til að auka útbreiðslu annarra blaöa. HART OG MONDALE A SÁTTAFUNDI Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaöur hefur tekið að sér hlut- verk sáttasemjara og komiö á fundi með þeim Walter Mondale og Gary Hart. Munu þeir hittast í New York í dag og ræða leiðir til að sættast eftir harða og langa kosningabaráttu. Aðstoðarmenn Mondales tóku skýrt fram að hann myndi ekki fara þess á leit við Hart aö hann drægi framboð sitt til baka þó Mondale hefði nú tryggt sér meirihluta þing- fulltrúa. Þá muni Mondale ekki biðja Hart um aö verða varaforsetaefni sitt. Blaðafuiltrúi Mondales sagði að á fundinum myndu þeir ræða leiðir til þess aö efla einingu demókrata. Fundurinn mun fara fram á heim- ili eins stuðningsmanna Mondales en það var Edward Kennedy sem kom því í kring að fundurinn færi fram. Hann lýsti í gær yfir fullum stuðningi við Walter Mondale. Hann ræddi einnig hugmyndir sínar um leiðir til að efla einingu flokks þeirra og hringdi síðan í Hart og afhenti Mond- alesímann. Þessi fundur kemur í kjölfar yfir- lýsinga beggja aðila sem bentu til þess að friðarumleitanir væru í að- sigi. Hart lýsti yfir að hann myndi ekki kæra kosningu 700 landsþings- fulltrúa sem lofað hafa Mondale stuðningi sínum og Mondale lofaði aö styðja tillögur Harts um breytingar á kosningafyrirkomulagi við kjör fulltrúa í framtíðinni. Báðir aöilar tóku skýrt fram að þessar yfirlýsing- ar væru á engan hátt tengdar. WalterMondale. Gary Hart. Um 2000 manns gengu um götur Manila, höfuðborgar Filippseyja, i siðustu viku og mótmæltu hækkandi verðlagi. I fararbroddi fóru húsmæður sem slógu saman pottum og pönnum. Einnig mótmælti fólkið stjórn Ferdinands Marcosar. í mótmælunum tóku meðal annarra þátt ættingjar stjórnarandstöðuleiðtog- ans Benigno S. Aquino, sem myrtur var á dögunum. Verðlag hefur hækkað mjög á Filippseyjum að und- anförnu í kjölfar lækkandi gengis gjaldmiðils landsins. Jackson áKúbu Jesse Jackson, frambjóðandi í forkosningum demókrata í Banda- ríkjunum, kom til Kúbu í gær. Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, tók á móti Jackson á flugvellinum í Havana og er það sjaldgæfur heiður fyrir mann sem ekki ber þjóðhöfðingja- tign. Jackson kom frá E1 Salvador þar sem hann átti viðræður við Duarte forseta og einnig fulltrúa skæruliða. Castro var spurður hvers vegna hann hefði boðið Jackson til Kúbu og svaraði hann að það „væri vegna vinskapar Kúbu og Banda- ríkjanna. Mér þykír heiöur að heimsókn Jacksons,” sagði Castro ennfremur. Khargeyja: Eiga írakar alls kostar við írani? Njósna- fræðingur vill hitta Treholt John Barron, rithöfundur og rit- stjóri, frægastur fyrir bók sína um KGB, er nú staddur í Osló og vildi helst af öllu fá að hitta Ame Treholt aö máli. Hefur hann sótt um leyfi til þess aö heimsækja Treholt í fangelsi og er reiðubúinn aö hlíta öllum skil- yröum sem yfirvöld vilja setja fyrir þeirri heimsókn. Barron vinnur nú aö nýrri bók um KGB og mun meöal annars halda aeminar í Osló fyrir njósnaskáld- sagnahöfunda. Hann hefur mikinn áhuga á að hitta Ame Treholt að máli en ekki er enn ljóst hvort Tre- holtvillhitta Barron. John Barron. ísrael: Leiðtogi öfgahóps handtekinn Shimon Barda sem talinn er vera leiðtogi öfgahóps gyðinga í Israel og kærður er fyrir aðiid að tilraun til þess aö sprengja A1 Aqsa moskuna i Jerúsalem var handtekinn í gær. Hann hafði fariö huldu höfði eftir að fjórir meðlimir hóps hans vom handteknir í yfirgefnu húsi fyrir utan Jerúsalem. Tilraunin til þess að sprengja A1 Aqsá'iíiðskúnál lóft uþp míistókst þeg- ar arabískur vaktmaöur kom að tilræðismönnum þar sem þeir voru að klifra yfir vegg nærri moskunni með sprengiefni á bakinu. A1 Aqsa moskan er næsthelgasti staöur múslima á eftir Kaaba, í Mekka. Lögregluþjónar segja að Barda hafi verið handtekinn í Natanya, bæ við Miðjaröarhafsströndina, skammt fyrir Orrustuþotur íraska flughersins kunna að hafa fundið leið framhjá vörnum frana við Khargeyju en þaðan flytja Iranir mestalla olíu sína út. Iranir þurfa á öllum olíuútflutnings- hagnaði sínum að halda til þess aö reka stríðið gegn Irak. Erlendir sendiráðsstarfsmenn í Teheran segja að frásagnir af árás Iraka á olíuskip við Khargeyju á sunnudag bentu til þess að skipið hefði veriö lagst að bryggju. Skipið hefði komið til Khargeyju snemma á laugar- dag, sólarhring áöur en árásin var gerð, og það tæki rúmlega sólarhring að fylla skipið af oh'u. Iranskir em- bættismenn vilja ekkert um málið seg ja annað en aö slík árás sé ólíkleg. Khargeyja er mikilvægasta höfn Irana og hafa þeir hugaö mjög vand- lega að loftvörnum þar. Er sagt að eyjunni hafi verið breytt í óvinnandi virki með loftvamarflaugum og öörum hefðbundnum loftvömum. En sendiráðsstarfsmenn í Teheran segja að hugsanlega hafi ekki unnist tími til þess að beita þessum vörnum hafi írösku flugmennirnir skotið Exocet- flugskeytinu sem skemmdi gríska olíuskipið Alexander meðan flugvélar þeirra voru utan sjónmáls frá Kharg- eyju. Al-Tawra, opinbert málgagn íraskra stjórnvalda, segir að Irakar geti eyðilagt oliuhöfnina á Kharg og önnur mikilvæg írönsk mannvirki ef íranski herinn hefur nýja sókn á víg- stöðvunum við Persaflóa. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Stærstu bankar Bandaríkjanna hækkuðu vexti í gær um hálft prósent og eru vextirnir nú 13 prósent. Tals- maður Hvíta hússins, Larry Speakes, sagði á fréttamannafundi í gær að þessi ákvörðun bankanna væri ó- skiljanleg og engin ástæða væri til hækkunarinnar. Hann sagöi að bankamir neituðu aö viðurkenna þann mikla árangur sem náðst hefði í bar- áttunni gegn verðbólgu í tíð ríkis- stjórnar Ronalds Reagans. Fjármálasérfræðingar sögöu í gær að vaxtahækkunin væri afleiöing af hinum mikla fjárlagahalla í Banda- Bandaríkjanna, sagði nýlega í Washington að hann byggist nú við stórárás íranskra herja yfir landa- mæri ríkjanna innan skamms og að þar gætu orðið fótgönguliösorrustur sem yrðu jafnmannskæðar og verstu orrustur fyrri heimsstyr jaldar. rík junum og einnig þeirrar miklu sam- keppni sem væri um lánsfé í landinu á mUli ríkisins og einkageirans. Sér- fræðingar töldu að mikil gróska í efna- hagslifi Bandaríkjanna að undanfömu væri ein meginástæða hækkunarinnar. Bankarnir væm með þessu aö stemma stigu við of mikilli þenslu sem leitt gæti til vaxandi verðbólgu. Hörð viðbrögð bámst frá leiðtogum ríkja i latnesku Ameríku þegar til- kynningar um vaxtahækkanir bámst frá bönkunum í gær. Kemur þetta sér mjög illa fyrir þessi ríki sem em hlaðin skuldum en flest lán þeirra em reiknuð í dollurum. norðán Tél Aviv. Bandaríkin: Vextir hækka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.