Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI1984. 11 Þýskur ferðahópur taldi sér misboðið: Þjóðverj- amir vildu ekki Hótel Akureyri Þýskur feröamannahópur sem átti neitaði því. Fólkinu fannst sér vera að gista á Hótel Akureyri í síöustu viku misboðið með því þar sem vistar- Haraldur Sigurðsson hótelstjóri: Frekar kvartað undan hávaðanum úti en hótelinu Sóð inn ieitt herbergjanna sem Þjóðverjarnir höfnuðu. „Mér finnst þetta skrítið. Ferða- skrifstofan er löngu búin að taka út þetta hótel og þeir vita vel að hverju þeir ganga,” sagði Haraldur Sigurðs- son hótelstjóri um þá ákvörðun þýsku ferðamannanna, sem komu til Akur- eyrar 14. júní, að gista ekki á Hótel Akureyri. Hann sagði að þetta hefðu reyndar verið aðeins fjórir eða fimm úr hópnum þó allir hefðu farið. Haraldur sagðist vera búinn að vera hótelstjóri í eitt og hálft ár og á þeim tíma hefði ekki komið upp svona mál. „Ég held þvert á móti að fólk hafi farið héðan ánægt. Það kvartar ekki undan hótelinu heldur miklu frekar hávaðanum úti, ” sagði hann. Hluti af þýska hópnum var bókaður á Hótel KEA þessa nótt og taldi Haraldur að það gæti að hluta skýrt óánægju ferðamannanna. Ferðaskrif- stofan tekur sama gjald fyrir báða staöina sem þeir áttu að vera á. Hins vegar sendi Hótel KEA miklu hærri reikning en Hótel Akureyri. „Það væri fróðlegt að vita hvert sá mismunur fer,” sagði Haraldur, „auðvitaö til ferðaskrifstofunnar. Það hefðu örugglega allir verið ánægðir ef þeir Haraldur Sigurðsson hótelstjóri. hefðu fengið að borga það verð sem við setj um upp fyrir gistinguna. ” Haraldur lagöi áherslu á aö allir gerðu sér grein fyrir að fólki væri ekki boðinn fyrsti klassi. „Þetta er ódýrasta hótelverð á landinu. Það er dýrt að reka þetta og ekki hægt að fara neðar. Tveggja manna herbergi er hér á 850 krónur og eins manns á 600 krónur.” Leiðsögumaöur Þjóðverjanna, Þorgerður Bergmundsdóttir, var mjög óánægð með þau herbergi á Hótel Akur- eyri sem hún sá. Þar á meðal var her- bergið með rúmunum þremur. „Við notum það í hallæri,” sagði hótelstjóri. „A sumrin er þar haft svefnpokapláss og ekki búið um. I þessu tilfelli var þó búið um.” Þegar biaðamaður DV fékk að líta þar inn viku eftir að Þjóðverjarnir sneru frá bjuggu þar svefnpokagestir. „Það var nýbúið að setja hand- laugina upp en ég haföi ekki fengið mér þynni til að ná límbandinu af henni,” sagði Haraldur. Límbandið var þar er enn og sófinn óhreini. Fyrir herbergið borgar svefnpokafólkið 240 krónur fyrir nóttina. Annað það sem blaðamaöur sá af hótelherbergjum virtist ekki undir velsæmismörkum og allt að því í mjög góðu lagi. Verið að laga hlutina Hótel Akureyri var hér á árum áður meira áberandi gististaður. Það hefur með árunum dalað verulega. Húsið er byggt 1928 og hefur nokkrum sinnum frá stríðsárum skemmst í eldi. Gisti- herbergi eru á tveimur hæðum, 9 herbergi uppi og 6 niðri. Eigandi hótelsins er Jóhannes Fossdal, frá því 1970. Hótelstjóri sagði að gagngerar endurbætur færu nú fram á húsnæðinu. I herbergjum á efri hæð hafa verið settar nýjar handlaugar, flisalagt kringum þær og settir speglar. Þar á síðan að teppaleggja. Síðan um áramót hafa pípulagnir verið endumýjaðar og raflagnir að sumu leyti. Einnig eftir þessar endurbætur sagði Haraldur að stefnan væri aö halda hótelinu í lægri verðflokkum. „Ég stefni að því að miða verðið áfram við það sem við bjóðum upp á og vera rétt yfir kostnaðarverði. Við höfum reynt að vera jafnvel undir Edduhótelunum ásumrin.” Þorgerður leiðsögumaður nefndi að herbergið sem bilstjóranum var boðið hefði verið geymsia. Hótelstjóri tók undir það og sagði að það væri yfirleitt ekki notaö. Bílstjóranum hefði verið gerð grein fyrir því og hann ekki gert athugasemdir við það. Um það að her- bergi leiðsögumannsins hefði vantað huggulegheit, sagði hann aðeins: „Ja, við bjóðum ekki upp á neinn lúxus.” JBíVAJuirqyri verurnar væru fjarri því boðlegar. Þorgerður Bergmundsdóttir var leiösögumaður hjá hópnum. Hún sagð- ist í samtali við DV telja að hótelið væri ekki boðlegt fyrir hópa sem hér eru á ferð. Hins vegar mætti leigja þar herbergi fyrir þá sem ákveða sjálfir að gista. Verðið fyndist sér samt of hátt, gistingin yrði að vera mun ódýrari en á öðrum hótelum. Þorgerður sagðist hafa séð þrjú her- bergi á Hótel Akureyri. 1 herberg jum á efri hæð hefði vantað allt til aö gera huggulegt. Til dæmis hefði hjónum verið boðið upp á herbergi með þremur mjóum rúmum og einum grútskitug- um sófa. „Hann var svo blettóttur og ógeösiegur að ég hefði aldrei sest í hann. I ööru herbergi var gatslitin ábreiða. Yfirleitt var þetta ekki óhreint, nema vaskamir á herbergjun- um sem voru nýir en höfðu ekki verið þrifnir almennilega. En þetta virkaði allt á mann sem fjóröa eöa fimmta flokks.” Herbergið sem Þorgerður átti sjálf aö fá sagði hún að heföi verið í lagi en ekkert skemmtilegt. „Bílstjórinn sagðist hins vegar hafa fengið einhvers konar geymslu. Rúmið hefði verið í D V-myndir JBH Akureyri. lagi en þar hefði verið gamalt sjónvarp oggamallsími.” I þýska hópnum voru 22 ferðamenn á hringferð um landið. „Þetta er mjög góður hópur,” sagði Þorgerður. „Það eru allir mjög ánægðir með ferðina og hefur ekki verið kvartað neins staöar nema þarna. Eg er búin að vera leið- sögumaöur í sjö ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona. En ég vil iíka taka fram að hótelstjórinn sem talað var við var mjög vinsamlegur og kurteis. Eg hef ekki neitt yfir því að kvarta.” JBH/Akureyri AMSTERDAM borgin sem kemur á óvart Fullyrða má að fáar borgir Evrópu njóta jafnmikilla vinsælda íslenskra ferðamanna og Amsterdam, enda býr hún yfir miklum töfrum og býður ferðamanninum flest það, sem hugur hans gimist, svo sem mikið og fjölbreytt úrval verslana, skemmtistaða, veitingastaða og ekki síst fjölda stórbrotinna listasafna og annarra menningarstofnana. Saga býður marga ferðamöguleika til og frá Amsterdam. Helgarferðir — flug og gisting verð kr. 13.600, Vikuferðir — flug og gisting Flug og bíll — 1 vika, fjórir i bíi. verðkr. 15.900,- verðkr. 11.084,- Ferðaskrifstofan Laugavegi 66. 101 Revkjavik. Simi 28655 ' * »_t ? •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.