Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR26. JÚNI1984. 13 LANDNAM FJÖLÞJÓDAHRINGANNA • „...nú bætast við á ný hugmyndirnar um að hleypa útlendingum, einnig með bein- um hætti, inn í orkuauðlindir landsins.” I eldhúsdagsumræðunum frá Alþingi 15. maí sl. greindi Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra frá áhuga sínum á aö hér yröi komið upp þremur álverum í eigu erlendra auöhringa á næstu árum og um þessa hluti mundi hann ræða við sendimenn þeirra sem væntanlegir væru hingað til lands í sumar. I viötali við DV daginn eftir var eftirfarandi haft orðrétt eftir ráðherranum: „Það er í myndinni núna að ræða við Alusuisse um 50% stækkun í Straumsvík 1988 og aftur 50% 1990— 91. Ef Alcan-forstjórunum líst á Eyjafjarðardæmiö þarf að hafa eitthvað fyrir Alcoa og þá hef ég Þorlákshöfn í huga. Það bíða þrjár virkjanirfullhannaöarsyðra.. . Þetta er allt mikið mál og núna, þegar menn eru famir að tala af viti um orkuverð sem nægi fyrir fram- leiðslukostnaði orkunnar, kemur þetta allt til álita. En þetta er margra ára verkefni og ljóst að fyrst þarf að gera flókna samninga vel úr garði og síðan líöa ár þangað tilnýálverrísa. En það má hugsa sér að hraöa þessu, það kæmi jafnvel til greina að semja við þá um allt saman, bæði orkuframkvæmdirnar og álverin, þótt við höfum ekki hugsað okkur þann hátt á hingað til,” segir Sverrir í þessu viðtali við DV16. maí. Að kvöldi sama dags urðu snarpar umræður á Alþingi um yfirlýsingar ráðherrans. Þar varaði ég mjög eindregið við þessum hugmyndum sem væru tilræði við efnahagslegt sjálfstæði íslendinga og minnti á áætlun INTEGRAL sem Alusuisse kynnti íslenskum stjórnvöldum á árunum 1973 og 1974 og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974—1978 tók undir í ýmsum greinum. Útlendingar í vatnsaflið I þessum umræöum á Alþingi 16. maí sl. fór Sverrir undan í flæmingi og taldi DV hafa greint rangt frá viðhorfum sínum um að semja mætti viö útlendingana „um aUt saman bæði orkuframkvæmdirnar og álverin.” Það er rétt að öllu sé til haga haldiö í slíku stórmáli og því læt ég fylgja hér „leiðréttingu” ráöherrans í DV tveimur dögum síöar, 18. maí. Þarsegir: „Persónuleg skoðun mín er sú að við eigum sjálfir að virkja, reisa orkuverin og reka þau. Þaö má ekki misskilja þá skoðun mína, þótt ég segði frá því að í umræðum manna hafa jafnvel komið fram hugmyndir um aö semja við stóriðjufyrirtækin um þetta aUt,” segir Sverrir Her- mannsson iönaðarráðherra.” I framhaldi af þessu ítrekaöi blaðamaður DV að hugmyndir um að fá stóriðjufyrirtækin tU samstarfs um meira en að reisa og reka stór- iðjuverin hefðu borist í tal við nokkra þá sem f jaUa nú um orkumál og stór- iðju. Af þessum viðtölum báðum og því sem fram kom í umræðum á Alþingi er alveg ljóst að áhrifamiklir aðUar, sem nú ræða við útlendinga um erlenda stóriðju hérlendis, telja vel koma tU greina að erlendir auðhring- ar verði einnig eignaraðUar að orku- vinnslunni í verulegum mæU eins og Alusuisse knúöi á um haustið 1974. SUkar hugmyndir hafa verið viðr- aðar viö Sverri Hermannsson og hann sér fyrst ástæðu til að lýsa fyrirvara af sinni hálfu eftir að vakin var athygli á alvöru málsins á Alþingi. Alcan vill líka eiga orku- verin Þrennt mun einkum valda því að þeir sem kappsamastir voru um erlenda stóriðju hérlendis viðra nú slíkar hugmyndir sem minna okkur á fossamáUn og Títan á öðrum tug aldarinnar og sókn Alusuisse inn í íslenska auðUndalögsögu hin siðari ár: í fyrsta lagi er ljóst að illa fara saman áhyggjur manna af erlendum skuldum islenska þjóðarbúsins og stórfeUd aukning virkjunarfram- kvæmda í tengslum vió álver út- lendinga. í öðru lagi er það kannske að renna upp fyrir mönnum að áhættan af stóriðjurekstri tengist ekki aðeins eignarhaldi á iðjuverun- um heldur ekki síður fjárfestingu í orkumannvirkjum. Erfitt gæti verið að láta þá stóriðjustefnu Sjálfstæðis- flokksins ganga upp „að fleyta rjómann af orkusölu og sköttum” eins og Morgunblaðiö hefur boöað, ekki síst ef menn setja ekki einu sinni það lágmarksskilyrði að fá fram- leiðslukostnaðarverð fyrir raf- orkuna. í þriðja lagi er vitað a.m.k. einn þeirra álrisa sem iðnaðarráö- herra er að reyna að lokka hingað og á að eiga fyrsta boö í Eyjafjörð, þ.e. Alcan, hefur þá almennu stefnu að eiga ekki aðeins álbræðslurnar heldur einnig vatnsorkuverin sem sjá þeim fyrir raforku. Það skyldi nú ekki vera að menn séu þegar farnir að beygja sig í hnjánum frammi fyr- ir slikum skilyrðum af hálfu þessa fjölþjóðarisa áður en forstjórar hans eru stignir á land til að skoða sig um í Eyjafirði. öll eru þessi áform núverandi valdhafa um aukna erlenda stóriðju hin hrikalegustu og nú bætast við á ný hugmyndirnar um að hleypa út- lendingunum, einnig með beinum hætti, inn í orkuauðlindir landsins. Það vakti einnig athygli í umræðum á Alþingi 16. maí sl. að Kjallarinn HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON, ÞINGMADUR FYRIR ALÞÝDUBANDALAGID Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, talaði í hálf- kveðnum vísum um áform iðnaðar- ráðherrans. Gesti ber að garði Franski álhringurinn Pechiney hefur þegar átt viðræður við Stór- iöjunefnd og framundan eru heim- sóknir forstjóra Alcan og Alcoa á fund Sverris Hermannssonar. I því sambandi er rétt að menn hafi í huga orð ráðherrans úr tilvitnuðu blaðaviðtali fyrir mánuði: „Ef Alcanforstjórum list vel á Eyjafjaröardæmið þarf að hafa eitthvað fyrir Alcoa og þá hef ég Þorlákshöfn í huga. Það bíða þrjár virkjanir fullhannaðar syðra.” Það er ekki kotungsbragurinn á íslenskum valdsmönnum á fjörutíu ára afmæli lýðveldisins þegar hina nýju landnámsmenn fjölþjóða- auðhringanna ber að garði. Kannski þjóöin ætti að taka ofan i tilefni gestakomunnar? Hjörleifur Guttormsson. UPPGJOF RÍKISSTJÓRNARINNAR Er von til þess að árangurinn í viðureigninni viö verðbólguna, sem einhliða fómir launþega hafa skilaö, skili okkur betri lífskjörum — betra og réttlátara þjóðfélagi? Margt bendir til að svo verði ekki. — Þvert á móti hefur misréttiö í tekjuskiptingunni og lífskjörum þjóðfélagsþegnanna aukist — auk þess sem ríkisstjómin er að glutra niður þeim ávinningi sem fórnir launþega hafa skilað í hjöönun verð- bólgu. Uppgjöf Ríkisstjómin, sem svo mikils hafði krafist af launafólki, hafði það eitt til málanna að leggja, þegar að henni kom að leggja fram sinn skerf til að treysta undirstööur efnahagslifsins og bætt lífskjör í landinu, að stór- auka erlendar lántökur — yfir 2 þús- und milljónir króna — og skera niður félagslega þjónustu. Ágreiningur hefur komið fram í hverju málinu á fætur öðru hjá stjómarflokkunum á undanförnum mánuðum — og það í málum sem snerta ýmsa grundvallarþætti í ís- lensku efnahagslífi — fjármálastjóm og nauðsynlegum kerfisbreytingum sem era forsenda þess að hægt sé að treysta þann árangur sem hinar miklu fómir launþega hafa skilaö. — Afleiðingin lætur ekki á sér standa. Verðbólgan er að komast á skrið á nýjan leik og árshraðinn nú orðinn yfir30%. Kærleiksheimilið I raun er það einnig svo að ekkert tengir þessa tvo stjórnmálaflokka saman nema sætleiki valdsins og ráðherrastólar. Stjórnarstefnan er gjaldþrota sem lýsir sér m.a. í eftirfarandi: — Nefnd, sem gera átti uppstokkun á spilltu sjóðakerfi, gafst upp við verkefni sitt. — Agreiningi um stefnu og valkosti í húsnæðismálum. — Ágreiningi um einokunaraðstöðu Grænmetisverslunar landbúnað- arins, svo og verðlags-, skatta- og kerfisbreytingar í landbúnaöi. — Varaformaður Sjálfstæðis- flokksins líkir aðgeröum ríkis- stjórnarinnar við litla mús. — Formaður Sjálfstæöisflokksins talar um að gera þurfi nýjan stjórnarsáttmála. — Formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins telur lífsspursmál fyrir íslenskt þjóöfélag, siðferði og heiðarleika aö Framsóknar- flokkurinn sé settur til hliðar i is- lenskum stjómmálum um ófyrir- sjáanlega framtíð. Skörp skil Launafólki er líka æ betur að verða ljóst að aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa leitt til þess aö skörp skil — skarpari en nokkra sinni — era að myndast í tekjuskiptingunni og lífs- k jörum í þjóðfélaginu. Hin skörpu skil varða ýmsa þá grundvallarþætti sem ættu að vera hornsteinn í velferð, réttlæti og jafn- réttiíþjóöfélaginu. I gjöfulu landi, sem á aö geta búið öllum landsmönnum góð lífskjör og afkomu, hefur biliö milli ríkra og fá- tækra vaxið hröðum skrefum. Misréttið í tekjuskiptingunni og lífskjörum er orðið hrikalegt sem rekja má til rangra efnahagsað- gerða, gífurlegra skattsvika, tvö- falds launakerfis og lífsgæðakapp- hlaups samfara fyrirgreiðslupólitík og spillingu í þjóðfélaginu. Samtryggingakerfi hagsmuna- gæslunnar og vilja- og kjarkleysi stjórnvalda hefur komiö í veg fyrir að stungiö hafi verið á þessum mein- semdum. Nú er svo komið að lífs- spursmál er fyrir rétt og velferð þeirra sem undir hafa orðið og við neyðarbrauð búa að umbótaöflin í landinu taki höndum saman um aö- geröir sem duga til að stinga á þess- um kýlum sem grafið hafa undan öllu réttlæti og jafnrétti í þjóð- félaginu. Aðför að velferðarkerfinu A undanförnum mánuðum hefur einnig dregið úr samhjálp í þjóð- félaginu þvi að samhliða mikilli kjaraskerðingu hafa aðgerðir ríkis- stjórnarinnar beinst að því að draga úr félagslegri þjónustu. Nægir þar að benda á stórfellda skerðingu á lífeyri almannatrygg- inga, mikla skerðingu í þátttöku al- mannatrygginga í tannlæknakostn- aði bama og unglinga og á sjúkra- dagpeningum sem sérstaklega bitnar á húsmæðrum og launafólki sem stutt hefur verið á vinnu- markaðinum. Margföldun hefur orðið á greiðsl- um sjúklinga fyrir ýmsa þjónustu í heilbrigðiskerfinu, bæði vitjun til heimilislæknis, til sérfræðinga og ýmsar rannsóknir, svo og lyfjakostn- að, og það í k jölfar mikillar rýmunar kaupmáttar elli- og örorkulífeyris. Sjóðir öryrkja og þroskaheftra urðu einnig fyrir meiri skerðingu en dæmi era til um aðra sjóði við afgreiðslu fjárlaga en þá var Framkvæmda- sjóður fatlaöra skertur um 54%, eða um 70 milljónir króna. Jafnrétti til náms hefur einnig verið stefnt í hættu ef skerða á lán til námsmanna svo aö þau nemi aðeins 60% af f járþörf. Tilfærsla á fjármunum A sama tíma hefur orðið stórfelld tilfærsla á fjármunum frá launþeg- um til atvinnurekenda þegar launa- fólki var með lögum gert að gefa eft- ir þriðjung launa sinna. — Fómir launþega hafa verið miklar. — Sam- kvæmt útreikningum Hagstofu vora heildarmánaöarútgjöld vísitölufjöl- skyldunnar í febrúar 1983 rúmar 30 þúsund krónur en í apríl í ár vora þau 50 þúsund krónur, eða um 66,13 % hækkun. Á sama 13 mánaöa tímabili hafa launin hækkaö um tæp 39%. Samkvæmt þessu eru launþegar 90 klukkustundum lengur á mánuði að vinna fyrir mánaðarútgjöldum vísi- tölufjölskyldunnar en fyrir rúmu ári. Ljóst er því að ríkisstjórnin hefur ekkert taumhald haft á verðlagsmál- um þrátt fyrir mikla kjaraskerðingu iaunafólks. Ekki var látið við þetta sitja hjá ríkisstjórninni heldur var afgreitt hvert frumvarpið á fætur öðra sem JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN færði f yrirtækjum og bönkum skatta- 'ívilnanir svo hundraðum milijóna skipti — og það á sama tíma og skatt- ar voru hækkaðir á launafólki um 433 milljónir króna umfram launahækk- anir miiliára. Skálkaskjól til flótta Skyldu þeir lægstlaunuðu, sem búa við þá neyð að geta varla brauðfætt sína fjölskyldu þrátt fyrir langan vinnudag, geta tekið undir með for- sætisráðherra þegar hann fullyrðir að engin ríkisstjóm hafi gert meira fyrir þá lægstlaunuðu? Komi ríkisstjórnin sér ekki saman um nauösynlegar aðgerðir og kerfis- breytingar á næstu vikum til að treysta atvinnulífið og bæta lífskjör- in ber henni siðferöileg skylda til að segja af sér. Olíklegt verður að telja að hún hafi kjark til þess. — Líklegri niöurstaða er að kjarklaus ríkisstjóm noti sér kjarabaráttu launþega á komandi vetri sem skálkaskjól til flótta frá eigin getuleysi. — Hótanir fjármála- ráðherra nýlega era fyrirboðiþess. Jóhanna Sigurðardóttir. \ * /i <u>i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.