Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUH 26. 'JUNT1984.
íslendingar voru 238.175 1. des. 1983:
Fjölgunin minni en 1982
Islendingar voru 238.175 talsins
þann 1. desember síðastliðinn,
119.859 karlar og 118.316 konur. Ibúar
í Reykjavík voru 87.309 og í öðrum
kaupstöðum 94.036, en alls 56.830
íbúar í sýslum.
Fjölmennasti kaupstaður landsins
utan Reykjavíkur er Kópavogur,
með 14.433 íbúa. Næstur í röðinni er
Akureyri meö 13.745 íbúa, þá
Hafnarfjöröur með 12.683 íbúa og
Keflavík með 6.886 . 5.764 íbúar eru í
Garðabæ, 5.349 á Akranesi, 4.743 í
Vestmannaeyjum, 3.602 á Selfossi og
3.400 á Isafirði. Fámennasti kaup-
staöurinn er Seyðisfjörður með 993
íbúa, en sá nýjasti, Olafsvík, sem
fékk kaupstaðarréttindi i mars 1983,
hefur 1.234 íbúa.
Fjölmennasta sýsla landsins er
Ámessýsla með 6.817 íbúa en þar er
einnig fámennasti hreppurinn, Sel-
vogshreppur, með 14 íbúa. I öðru
sæti er Suður-Múlasýsla með 4.761
íbúa og í þriðja sæti Kjósarsýsla með
4.647 íbúa. 3.577 íbúar eru í Rangár-
vallasýsla, 3.402 í Snæfells- og
Hnappadalssýslu, 3.015 í Gullbringu-
sýslu og 2.966 í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Fámennustu sýslur landsins
eru Norður-Isafjarðarsýsla með 499
íbúa og Austur-Barðastrandarsýsla
með 418íbúa.
Sveitarfélög á landinu eru 224 að
tölu, miðað viö 1. desember 1983, þar
af 23 kaupstaöir (Reykjavík
meðtalin) og 201 hreppur. Sýslufélög
eru23aötölu.
Fjölgun Islendinga varö 1,16% frá
1. desember 1982 til 1. desember 1983.
Er það heldur minna en árið áður, en
þá varðfjölgunin 1,51%. -pá
íþessari viku!
TUR
AF SKA3TSKYLDUM TEKJUM
AF ATVINN UREKSTRI
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar
samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands-
bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6
mánaða reikninga.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts
á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að
þessu sinni er til 1. júlí n.k.
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga
eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir
Hringsjáin í Borgarnesi.
Hringsjáin f Borgamesi:
Vatnstankur-
inn reistur
með
hanaíhuga
Frá Sigurjóni Gunnarssyni, fréttarit-
ara DV í Borgarnesi:
Nú fer sá tími í hönd að landinn
leggst í ferðalög og brunar landshorna
milli til að líta merka staði, skoða f jöll
og klífa. Fingrum er rennt eftir landa-
korti og reynt að finna hvað þessi eða
hinn lækurinn heitir og hvaða fjöll
sjást í fjarska. Landakort eru
nauðsynleg en þó eru til önnur hjálpar-
tæki og það eru hringsjár.
Að sögn Guðmundar S. Finnssonar
verkstæðisformanns eru um það bil 10
ár síðan þeirri hugmynd var hreyft að
setja upp hringsjá í Borgarnesi. Tóku
Lions- og Rotarymenn höndum saman
um að hrinda þessu í framkvæmd. I
upphafi var helst litið til Brennuholts
en þegar séð var að reisa átti vatns-
tank í Bjargslandi var stefnan tekin
þangað. Vatnstankur þessi var síðan
teiknaður og reistur með það í huga að
ofan á yrði sett hringsjá.
Sú veglegasta
á landinu
Hjá Jakobi Hálfdánarsyni tæknifraBð-
ingi, er teiknaöi hringsjá þessa,
fengust þær upplýsingar að um 33
hringsjár væru í landinu en líklega
væri sú í Borgarnesi veglegust. A upp-
hækkun á miðjum tankinum er hring-
laga plata er sýnir dali, sveitir og f jöll.
I miðri plötunni er teinn sem hægt er
að taka mið út frá. Teinn þessi er
einnig hluti af sólúri er sýnir eykta-
mörk. Jakob tók það sérstaklega fram
að ekki bæri aö Úta á sólúrið og stilla
síðan armbandsúrið sitt, en það stæði
þó fyllilega fyrir sínu. Ýmislegt hefur
áhrif á sólúr og nefndi Jakob mismun
sumars og vetrar og að jörðin væri á
sporbraut. Einnig er Borgarnes ekki á
sama lengdarbaug og þeim sem tölvu-
úrin og útvarpið eru stillt eftir. En hér
er ekki öll sagan sögð því út við
handrið vatnstanksins eru skildir er
sýna betur stefnu f jalla og markverðra
staða.
Já, það er svo sannarlega þess virði
fýrir ferðalang að renna við í Borgar-
nesi og líta yfir Borgafjarðarhéruð,
Mýrar og allt vestur á Snæfellsjökul.
Stjómunarfélag íslands:
Tekurviðrekstri
Mímis
Stjómunarfélag Islands mun yfir-
taka rekstur málaskólans Mímis frá og
með 1. júli næstkomandi. Einar Páls-
son skólastjóri hefur selt félaginu skól-
ann og hyggst hann snúa sér alfariö að
fræðistörfum. Einar hefur rekið skól-
ann einn síöan 1954. Skólinn verður
rekinn áfram sem sjálfstæð stofnun
undir nafni Mímis.
Sigurður Helgason hjá Stjómunarfé-
lagi Islands sagði á blaðamannafundi
að félagið væri með þessu að víkka út
svið sitt og jafnframt að styðja við
menntakerfið. Félagið hefur starfað að
endurmenntunarmálum innan at-
vinnulífsins í yfir 20 ár og sagði Sigurö-
ur að flagið væri meö 30 námskeið á
mánuði þegar mest væri. Hann sagði
að yfirtakan á Mími væri eðlilegt f ram-
hald á starfi félagsins að endur-
menntunarmálum.
-pá