Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 34
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JULt 1984. svokölluðu hástarti en þá eru módelin dregin upp með spili á sama hátt og venjulegar svifflugur. I há- starti er keppt í tveim greinum þ.e. tímaflugi og hraðaflugi. I tímafluginu eiga keppendur að halda módelunum á lofti í nákvæm- lega 6 mínútur og ljúka fluginu með marklendingu og eru gefin stig eftir því hve langt frá þessum takmörkum menn eru. Besti tíminn í tímafluginu var nákvæmlega 6 mínútur, en þeim árangri náði Einar Páll Einarsson. I hraðaflugmu eiga keppendur að fljúga módelinu 4X150 metra á sem skemmstum tíma. Mestum hraða náði Guðjón Olafsson en hann flaug módeli sínu þessa vegalengd á 26 sekúndum, en það samsvarar 83 km hraöa á klukkustund. Hraðafluginu lýkur síðan eins og tímaflugi meö marklendingu. 8 keppendur hófu há- startið og 5 luku keppninni. Sigur- vegari varð Einar Páll Einarsson með 5928 stig, annar Erlingur Erlingsson meö 4771 stig og þriðji Jón Pétursson meö 4758 stig. Mótsstjóri var Stefán Sæmundsson. Flugmódelfélagið Þytur þakkar góðar móttökur heimilisfólksins að Velli, en þar gistu þátttakendur meðan á mótinu stóö. Dagana 27.-29. júli verður Norðurlandamót í módelsvifflugi haldið hér á landi við Hvolsvöll og Gunnarsholt. Það er í annað skiptið sem slíkt mót er haldiö hér en það var fyrst 1979, og er það jafnframt eina fjölþjóða flugmót sem haldiö hefur verið hérlendis. Það er einnig flugmódelfélagið Þytur sem stendur fyrir því móti. Guðjón Ólafsson er hér nýbúinn að sleppa sinni vél. Módelin ná allt að 200 metra hæð áður en lin- unni er sleppt. Vænghafið á módelinu er 2,5 metrar og módelið er um 1,5 kg að þyngd. Samskonar stýri eru á svona mód- eli og svif- flugum af fullri stærð. Mynd ÓG. Fjarstýrð módel af ýmsum gerðum hafa átt vaxandi fylgi að fagna hérlendis eins og annars staðar á undanfömum árum. Fjar- stýrð módel eru til af nánast öllum farartækjum sem fundin hafa verið upp, allt frá fallhlifum upp í farþega- þotur, mótorhjólum til skriðdreka og seglbátum í farþegaskip. Til dæmis notaöi Bandaríska geimferðastofn- unin fjarstýrt módel af geimskutl- unni til þess að prófa hvort hún gæti flogiö og hér á Islandi er nú verið að nota fjarstýrðar þyrlur við tökur á nýjustu myndinni um James Bond. En langalgengast er að fjarstýrð módel séu notuö og smíðuð af fólki á öllum aldri því til ánægju og dægra- styttingar. Nýlega fór fram á vegum flug- módelfélagsins Þyts 5. Islandsmótið í módelsvifflugi skammt frá Hvols- velli í Rangárvallasýslu. Keppt var í tveimur greinum, á laugardeginum í hangflugi og á sunnudeginum í hástarti. I hangflugi (hlíðaruppstreymi) er keppt utan í fjallshlíð, áveöurs, þannig að vindurinn ber módelin uppi. Fer keppnin þannig fram aö keppendur eiga aö fljúga 1500 m fram og til baka meöfram hlíðinni án þess að missa hæð á sem skemmst- um tíma. 9 keppendur hófu keppnina og 8 luku henni. Hlutskarpastur varð Einar Páll Einarsson með 3.953,2 stig af 5000 mögulegum. Annar varð Theódór Theódórsson með 3861,8 stig og þriðji Heiðar Hinriksson með 3819,6 stig, en hann er aöeins 15 ára gamall. Á sunnudeginum var síðan keppt í ' * « §m b >. Hér er sigurvegarinn í módelsvifflugi, Einar Páll Einarsson, um það bil er fyrir framan hann og hann stjórnar því með fætinum. Fjarstýringunni að draga módel sitt á loft i tímafluginu. Spilið sem dregur vélina á loft heldur hann á í hægri hendi. Mynd ÓG. íslandsmót í Þeir sem luku keppni i módelsviffluginu um helgina, talið frá vinstri: Jón Pétursson, Einar Páll Einarsson, Guðjón Ölafsson, Erlingur Erlingsson og Heiðar Hinriksson. Mynd ÓG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.