Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Side 2
2 Frá fundinum um nýjan verkefnalista rikisstjórnarinnar sem haidinn var í gær. Frá vinstri: Þorsteinn Páisson, Geir Hallgrimsson, Steingrímur Hermannsson og Friðrik Sophusson. A myndina vantar Halldór Ás grimsson sem einnig var á fundinum. D V-m ynd: Kristján A ri. * tBI Stjórnarþingmenn verjast f rétta af viðræðunum: „Steingrímur þegir fyrír hönd stjómarfíokkanna1 — og fer lett með það, segir Friðrik Sophusson ..Forsætisráðherra þegir fyrir hönd stjórnarflokkanna og fer létt með það,” sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í gær, skömmu áður en fundur um nýjan verkefnalista ríkisstjómar- innar hófst í Stjómarráðshúsinu. Auk Friðriks sátu fundinn Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra og Geir Hall- grímsson utanríkisráöherra. Fundarmenn vörðust allra frétta er DV hitti þá aö máli í stjórnarráð- inu í gær en að sögn Steingríms Her- mannssonar var rætt um ýmis verk- efni stjórnarinnar á næsta ári „ á grundvelli stjómarsáttmálans”. ,,Við stefnum að því að ljúka þessu fljótlega,” sagði Steingrímur. „Þaö er kominn tími til að setja menn í að undirbúa mál sem flytja þarf á þingi íhaust.” Samkvæmt upplýsingum DV munu þessar viöræður standa yfir í að minnsta kosti hálfan mánuö. Fjárlög fyrir árið 1985 eru þar ofar- lega á baugi ásamt stöðunni í sjávar- útvegsmálum. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort rætt væri um aö Þorsteinn Pálsson tæki sæti í ríkis- stjóminni. Þorsteinn sagði í samtali viö DV aö svo væri ekki. ,,Við emm að endurskoða stjómarsáttmálann og vinnum þar að málefnum, en það, hvort ég taki sæti í ríkisstjóminni, hefur ekki veriö til umræðu.” Forsætisráðherra gerði grein fyrir viðræöunum um verkefnalista á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins í fyrradag. Engin ályktun var gerð á fundinum en aö sögn þing- manns sem var viöstaddur var niðurstaðan góð. „Stjómarsamstarf- ið hlýtur að halda áfram enn um sinn,” sagði þingmaðurinn. ,,Menn láta engan bilbug á sér finna í þvi efni, jafnvel þótt sumir séu óánægðir með ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar- innar.” Annar þingmaður Framsóknar- flokksins sem DV ræddi við sagði að margir framsóknarmenn heföu ýmislegt við tillögur Þorsteins Páls- sonar að athuga. „Það er ekki nóg að koma bara með einhvern óskalista. Menn verða aö taka miö af aðstæöum líka.” Sagði þingmaðurinn að erfitt gæti orðið að framkvæma eitt og annaö af því sem Þorsteinn hefur stungið upp á. EA DV. MIÐVlkUÐAGUR 22. AGUST1984. Valinkunnir borgarar skora á sjónvarp: Ekkert popp fyrir fréttir Nokkrir valinkunnir borgarar hafa sent áskorun til sjónvarpsins þess efn- is að það velji íslenska söngva og hljómlist í ríkari mæli en nú er gert á þeim tima er líður á milli táknmáls og kvöldfrétta. Þá segir í áskoruninni: „Auk þess verði leikin sígild lög eða nútímatónlist enda sé kostaö kapps um að vanda val hverju sinni. Þá má einn- ig benda á að vel kæmi til greina að út- varpa ljóða og sagnalestri íslenskra skálda og listamanna á fyrrgreindum tíma. Fjöldi þeirra hefur lesið ljóð, rit- gerðir og sögur á hljómplötur og hljómbönd. Af því má velja. Islensk tunga á við í íslensku sjónvarpi og út- varpi.” Undir þetta rita svo Jónas Kristjánsson handritavörður, Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Þorkell Sigur- björnsson tónskáld, Sigurbjöm Einarsson biskup, Helgi Hálfdanarson, Ámi Kristjánsswi, Hulda Stefánsdóttir, Snorri Hjartarson, Bjöm Bjarnason cand. mag, Tryggvi Emilsson, Áslaug Sveinsdóttir, Olafur Jóhann Sigurðs- son, Hannes Pétursson, Þórhallur Vil- mundarson, Björn Bjamason, Þórar- inn Þórarinsson, Jakob Jónsson pastor emeritus, Þorsteinn Gylfason, Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Pétur Péturs- son þulur. -EIR. Hlýtur að vera á misskilningi byggt — segir Halldór Ásgrímsson um ummæli lögmanns Færeyinga ,,Ég held að þetta hljóti aö vera á misskilningi byggt, aö minnsta kosti stangast það algerlega á við það sem mér hefur verið sagt,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, um ummæli þau sem höfö eru eftir Pauli Ellefsen, lögmanni Færeyinga, í DV í gær. Þar segir lögmaðurinn að þeir muni biðja Efnahagsbandalagið um nýjan loðnukvóta. Það sé af- dráttarlaus stefna landsstjórnarinnar aö biöja um allan þann aflakvóta sem Færeyingum standi til boða. „Eg var að fá skeyti frá Pauli EUef- sen þar sem hann segir að landsstjóm Færeyinga hafi stöðvaö veiðar fær- eyskra loðnuskipa í lögsögu Grænlands þar sem þeir hafi veitt þau 7000 tonn er þeim bar,” sagði Halldór. „Hins vegar munu þeir ætla að sækja um heimildir til að veiða þama á næstu ámm. Þeim hefur veriö sagt að þeir megi veiða þarna 10000 tonn á komandi árum. Eg tel því aö misskilningurinn liggi þar. Þeir ætla sér að sækja um heimild til veiða næsta ár eða þarnæsta en ekki í ár,”sagðiHalldórÁsgrímsson. -KÞ Gæðunum er misskipt. Sunnlendingar vita vart lengur hveraig sólin er á meðan hún skin daginn út og inn austan- og norðanlands. Þessi mynd er tekin á Fáskrúðsfirði í blíðunni þar á dögunum. DV-mynd Æ. Kristinsson. Síðasta kvikmyndatakan vegna Enemy Mine fór fram við risafurumar á Skógasandi daginn eftir að leikstjóranum var sparkað. Síðan hefur ekkrt verið myndað. DV-mynd: Halldór Kristjánsson. Enemy Mine aldrei á hvsta tjaldid? — ekkert verið kvikmyndað frá því leikstjóranum var sparkað í vor Ekki er ljóst hvort gerö kvik- myndarinnar Enemy Mine verður haldið áfram. Frá því forráðamenn 20th Century Fox ráku leikstjórann, Richard Loncraine, i maíbyrjun í vor, hefur ekkert verið kvikmyndað. , J5g átti samtal við forstjóra Fox í London síðastliðinn föstudag. Hann sagði að þetta væri allt mjög óljóst ennþá,” sagði Gísli Gestsson, kvik- myndagerðarmaður hjá Víðsjá, sem var umboðsaðili fyrir erlenda kvik- myndafyrirtækið. Þýski leikstjórinn, Wolfgang Petersen, sem taka átti við stjórn Enemy Mine, er ekki byrjaður á verkefninu. Hann er upptekinn við annaðframá vetur. Sem kunnugt er vora kvikmynda- tökur komnar vel á veg hérlendis þegar upp úr slitnaði. Lagt hafði ver- ið í mikinn kostnað. Dýrar leik- myndir höfðu veriö geröar, bæði í Vestmannaeyjum og á söndum sunn- anlands. Þrátt fyrir aö tökumar hérlendis hafi verið taldar vel heppnaðar telur Gísli Gestsson litlar sem engar h'kur á því að þær verði notaðar í kvik- myndinni, verði hún á annaö borð fullgerð. Komi þar meöal annars til höfundarréttur fyrri leikstjóra. Ráðgert hafði verið aö taka mynd- ina einnig upp í Ungverjalandi. Þar var búið að gera dýra leikmynd. Talað var um að hún hefði kostað 4 til 5 milljónir Bandaríkjadala. Þessi leikmynd hefur nú verið rifin niður án þess að nokkuð hafi verið kvik- myndað þar. Hin óvænta brottvikning leik- stjórans í vor leiddi til þess að flest allt tæknilið sagði upp störfum í mót- mælaskyni. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.