Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Page 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGUST1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Stjórnarandstaðan sameinuð gegn Indiru Indira Gandhi, forsætisráöherra Ind- iands, neitaði í gær aö hafa átt nokkurn þátt í brottrekstri N.T. Rama Rao, aöalráðherra fylkisins Andhra Prad- esh. Sú yfirlýsing dugði þó ekki til að sljákkaði í hinum 19 meginstjórnar- Skattaskuld Ferraro: ENDUR- SKOÐ- ANDINN TÓKÁ SIG SÖK Geraldine Ferraro, varaforsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, varði á tvegg ja tima blaðamannaf undi f jármálastöðu sina og manns síns. Á mánudag kom í ljós aö þau skulduðu meira en 50.000 dollara í skatta vegna þess aö skattaframtaliö þeirra frá 1978 var vitlaust reiknað út. Endurskoðandi þeirra, sem er 73 ára, tók á sig skyss- una. Ferraro þótti koma mjög vel fyrir á blaðamannafundinum og sýna still- ingu og kímnigáfu. Hún spáði því aö ágreiningurinn vegna skatta þeirra hjónanna myndi brátt minnka og að hann myndi ekki hafa áhrif á kosning- arnar í nóvember. Walter Mondale, forsetaefni demó- krata, talaði við Ferraro eftir blaða- mannafundinn og lofaði frammistöðu hennarmjög. andstööuflokkum sem hafa séð sér leik á boröi að sameinast í „aðgerðanefnd” sem hefur kallað til mótmæla á laugar- dag. Nefndin segir aðgerðir sínar vera til bjargar lýðræðinu en margir þykjast hafa séð einræðistilhn eigingar Indiru Gandhi endurspeglast i frávís- un Rama Rao. Nú hafa 25 manns látið h'fið í óeirðum síðan Rama Rao var vikið f rá. Aðalráðherrann er í Nýju Delhi og í gær hitti hann að máli forseta landsins og sannaði fyrir honum að hann hefði á bak við sig meirihluta þingmanna Andhra Pradesh fylkisins. „Kom ekki nálægt þessu,” segir Indira. Forseti hæstaréttar, Þór Vilhjálmsson, á norræna lögfræöingaþinginu, fyrir miðju. Norrænt lögfræðingaþing: Ærameiðmgadómar era ekki teknir alvariega Norrænir lögfræðingar fordæmdu dagblöð á Norðurlöndum fyrir fávisku um réttarfar landanna og htilsvirðingu fyrir lögum, sem banna persónuárásir, á fundi fyrir helgina í Osló. A þessu norræna lögfræðingaþingi kvörtuðu Deng áttræður — segir Kína þurfa bæði sósíalisma ogerlentfjármagn Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, sem á áttræðisafmæli í dag, sagöi i blaöa- viðtali að Kína þarfnaöist hvors tveggja, marxisma og erlendra fjár- festinga. Sagði hann að Kina dafnaði ekki öðruvísi en með sósíahsma en jafn- framt hefði komið í ljós að einangrun landsins, eins og fyrstu þrjátíu árin eftir að kommúnistar komu til valda (1949), hefði ekki verið til göðs. „Ástæða þess að Kína er sögulega á eftir finnst í þessari 30 ára reynslu. Það gengur ekki að byggja upp efna- hagshf að baki luktum dyrum,” sagðiDeng. Hin opinbera fréttastofa Nýja Kína hefur eftir læknum nýlega að Deng sé við hestaheilsu en heyrst hefur þó að hann þreytist fljótt. Hann á reglulega fundi með erlendum gestum og diplómötum. — I siðasta mánuði birti eitt tímarita Kína mynd af Deng á sundi í sjónum. Hann heldur um alla tauma stjóm- sýslunnar en daglegur rekstur kommúnistaflokksins og stjómar- innar er í höndum tveggja samherja hans, Zhao Zlang forsætisráðherra og Hu Yaobang formanns. Um einn mihjarður manna býr í Kína í dag og með svo marga munna að metta veltur á miklu að koma grósku í efnahagslífið. Pekingstjórn- in reynir að laða að erlent fjármagn og stefnir að því að f jórfalda þjóðar- framleiðsluna fyrir næstu aldamót. Deng segir í blaðaviðtalinu að Kína hefði aldrei þrifist undir kapítalisma. — „Það hefðu ekki aUir haft þá ofan i sig aö éta. LitUl hluti þjóðarinnar hefði haft það gott en hinn verið áfram fátækur. — Við urð- um að taka upp sósíalisma. ” Deng Xiaoping er áttræður í dag og rikisfjölmiðlarnir í Kina leggja áherslu á að birta af honum myndir í sundl eða í gönguferðum svo að enginn þurfi að efast um heUsufarið. sumir helstu lögfræðingar Norðurland- anna yfir æsifréttamennsku sem þeir sögðu vera að færast í aukana. Forseti íslenska hæstaréttarins, Þór VUhjálmsson, sagði að hugmyndin um sjálfsögun íslenskra blaöa væri í raun þýðingarlaus. „Það eru kveðnir upp ærumeiðingadómar en blöðin taka þá ekki alvarlega, sektirnar eru of litlar.” Sænskur lögfræðingur kvartaði yfir of mikiUi gagnrýni á stjómvöld sem yrði tU þess að fólk tæki ákvarðanir á röngum grundveUi. SÆFARA SAKNAÐ ÁstraUumenn hafa hafið leit að Bandaríkjamanninum BiU Dunlop sem ætlaði að sigla í kríngum jöröina á níu feta seglbát. Búist var við honum tU Brisbane fyrir 11 dögum. Siöast fréttist af honum á Cook eyjunum í Suöur-Kyrrahafi 23. júní. Flugvél frá ástralska flug- hemum leitar nú að Bandaríkja- manninum og sjómenn á svæðinu hafa verið beðnir að hafa augun hjá sér. Eiginkona sjókappans er í Bris- bane. Hún heyrði síöast í eigin- manni sínum þegar hann var á Cook eyjum. Þá var hann að gera við skemmdir á skútunni. SLYSI SIRKUS I Frakklandi vora 65 manns flutt- ir á spítala eftir að áhorfendapaUur í fjölleikahúsi brotnaði. Margir hinna slösuðu vom böm. AtvUcið gerðist í bænum Manosque í Suður- Frakklandi. Flest vom meiðsUn smávægileg. Stef nuskrá repúblikana: Afskipti af innan- ríkismálum Kína segja Kínverjar Hin opinbera fréttastofa í Kína réðst í dag harkalega á Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum fyrir aö vera með puttana í innanríkismálum Kina. Þessi árás kemur í kjölfar opinberra mót- mæla sendUierra Kína í Washington vegna yfirlýsinga um Taiwan í stefnu- skrá flokksins. Kínverjar halda fram að flokkurinn styðji lög sem viðurkenna Taiwan sem sjálfstætt ríki og sem kveði á um áframhaldandi hergagnasölu tU Tai- wans. Fréttastofan bendir á að samkvæmt samningum eigi Bandaríkjastjóm aö Uta á Taiwan sem hluta af Kína. Kínverjar eru heldur ekki hrifnir af yfirlýsingu repúbUkana þar sem þeir segjast styöja sjálfsákvörðunarrétt Hong Kong búa. Þessi breska nýlenda á að verða hluti af Kína árið 1997. „Þetta er innanríkismál Kína og engin erlend rúcisstjórn eða stjóm- málaflokkur hefur rétt á að hafa af- skiptiaf því,” sagðifréttastofan. Indíánabætur Franskt olíufyrirtæki hefur borgað mdiánum í BrasiUu sem svarar 4,5 mUljónum íslenskra króna í skaöabætur fyrír þá röskun á lífi þeirra sem oUuleit fyrirtækis- ins hefur haft i för með sér. Fyrir- tækið Elf Aquitaine hefur undan^ farin þrjú ár leitað að olíu á hluta Amazonsvæðisins. Indiánarnir halda því fram að f jórir þeirra hafi látið lífið og margir veikst vegna mengunar sem eiturefnanotkun fyrirtækisins olU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.