Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. 11 Fyrr á þessu ári barst okkur í stjórn Landssambands lögreglumanna bréf frá félagsmanni utan af landsbyggð- inni þar sem hann óskaði liðsinnis okkar vegna máls af þessu tagi. Lög- reglumaður þessi kvaðst hafa alið barn í desember á sl. ári. Undanfarin 7 ár hefði hann starfað til jafns við aðra lögreglumenn í vaktavinnu og jafn- framt unnið þá aukavinnu sem bauöst og hefðu laun hans að sjálfsögðu verið í samræmi við það. Hinn 1. september á síðasta ári fer yfirmaður hans þess á leit við hann að hann skipti um starf, öryggis hans vegna, og er hann látinn vinna dagvinnu upp frá því. Við þessa breytingu á vinnutilhögun rýrna laun hans um helming þar sem nú var ekki lengur til að dreifa föstum greiðslum s.s. vaktaálagi, bakvaktarálagi og þeirri aukavinnu sem viðkomandi naut áöur. Auk þess var klippt á greiöslur vegna símakostnaðar, teknir af svo- kallaðir fæðispeningar og réttur til út- hlutunar einkennisfatnaðar. Og til að kóróna allt saman var viðkomandi lækkaður í launum um 4 launaflokka (sem síðar leiðréttist eftir ærna fyrir- höfn.) 6 mánaða meðaltal Síðan gerist það, sem áður hefur ver- ið rakið, þegar barnsburðarleyfi lög- reglumanns hefst að meðaltal auka- vinnu síðustu 6 mánaða er reiknað (eins og lög gera ráð fyrir) og reynist þaö aðeins vera svipur hjá sjón frá því sem það hefði getaö verið ef skjólstæð- ingur okkar hefði haft tök á að vinna við sín reglubundnu störf allt til loka meðgöngu. Þaö er því ljóst að viökom- andi lögreglumaður hefi i orðið fyrir stórfelldu launatapi á síðustu mánuð- um meðgöngu, svo og í barnsburðar- leyfi, vegna þess eins að hann gerðist „sekur” um aö verða þungaður í starfi. Nú skal þaö tekið fram að þama er um einstakt mál að ræða og er hér ekki um að ræða þverskurð í framkvæmd þessara mála hjá hinum ýmsu embætt- um. Oft eru þessi mál leyst á farsælan hátt og sem dæmi má nefna að barns- hafandi lögreglumenn við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík hafa m.a. verið settir í störf við fjarskiptamið- stöð lögreglunnar og missa því í engu í launum. Dæmið sem ég rakti hér er þó sönnun þess að heildarlausn til frambúðar verður að finnast á málefnum barns- hafandi lögreglumanna og verður eitt yfir alla að ganga, hvar sem þeir kunna að starfa á landinu. I mínum huga er meðganga og fæð- ing ekki tímabundin veikindi eða eitt- hvert sjúklegt ástand heldur eðlilegur og óumflýjánlegur þáttur lífsins. En eins og málum er háttað í dag verða lögreglumenn að búa við launalega refsingu á þessu sviði. Það skal að lok- um tekið fram að stjórn Landssam- bands lögreglumanna hefur átt við- ræður við fulltrúa dómsmálaráðu- neytisins varöandi frambúðarlausn þessara mála og er það von okkar aö svo megi verða. Einnig hefur Jafnrétt- isráöi verið kynnt málið þar sem óskað er umsagnar. Ragnheiður Davíðsdóttir. „Radarstöð á Deild eða Stigahlið verður hernaðarmannvirki Bandarikjanna, enda þótt einhver not iandsmanna af stöðinnisóu höfð að yfirvarpi, meðan verið erað koma öllu í kring." Hernámsf ramkvæmdir keppa við undirstöðugreinar Þessa dagana, meðan ríkisstjórn Steingríms kúreka Hermannssonar grefur kerfisbundið undan útgerð og fiskvinnslu í landinu svo nemur við hallæri í sumum byggðarlögum, hug- kvæmist öðrum ráðherra í ríkisstjórn- inni aö biöja Ameríkana um radar- stöðvar í nánd útgerðarbæja. I hinu óháða málgagni DV segir aö hver radarstöð útheimti tíu til fjórtán manns, en aö sögn utanríkisráðherra verður Islendingum nú treyst fyrir rekstri þeirra.' Þó er ljóst að öllu fleira fólk þarf kringum hverja stöð, þegar öll þjónusta er tekin meö i reikninginn, hvaö þá meðan á byggingu stendur. Þetta gerist á sama tíma og fólksflótti er að bresta á í fiskvinnslubæjum vegna ótta um hrun sjávarútvegsins. Samkvæmt Vestfirska fréttablaðinu eru um f jörutíu manns að taka sig upp frá Flateyri einni saman. Hernámsframkvæmdir keppa um vinnuaflið Víða á Vestfjörðum er mikil fólks- ekla í fiskvinnslu, bitist er um vinnu- aflið og húsin rekin með lágmarks- fjölda verkafólks. Þaö munar gífurlega um hvem þann sem hættir störfum við þennan undirstöðuatvinnuveg, enda þótt núverandi ríkisstjórn beri ekki skynbragð á slíkt. Þess vegna er fjölg- un herstöðva og aukin hemaðarumsvif mikill váboði þeim sem standa fýrir út- gerð og fiskvinnslu I landinu þar sem slík starfsemi kemur til með að keppa við undirstöðugreinar um vinnuaflið. Vinnuaflsröskun í kjölfarið Ef til vill rámar einhvem í viðtöl við Olaf Bjömsson, útgerðarmann í Kefla- vík, og fleiri fulltrúa atvinnulífsins á Suðurnesjum, en þau birtust í Helgar- póstinum fyrir um það bil ári. Kom þeim öllum saman um að hernaðar- framkvæmdir á Miðnesheiði hefðu staðið innlendri atvinnuuppbyggingu þar syðra mjög fyrir þrifum, þar á meðal útgerð og fiskvinnslu. Þvi verður það að skoðast sérkennilegt, með tiÚlti til reynslu Suðurnesja- manna, ef Vestfirðingar með sína sjálfstæðu og þróttmiklu atvinnuupp- byggingu telja herstöð í fjórðungnum aufúsugest. Ef fer sem utanríkisráð- herra æskir verða brátt á döfinni um- fangsmiklar hemámsframkvæmdir líklega í nánd Bolungarvíkur, þar sem heimamenn sunnar á Vestfjöröum hafa frábeðið sér herstöð. Slíkt á vafa- laust eftir að draga dilk á eftir sér hvað varðar vinnuaflsröskun horft til feng- innar reynslu á Suðumesjum. Því verður vart trúað að þeir sem ábyrgð bera á atvinnulífinu í bráð og lengd sætti sig við slíka röskun, með því slíkt kann að hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar bæði fyrir atvinnufyrir- tæki, byggðarlög, svo og þjóðarbúið í heild enda þótt hernámsframkvæmdir þjóni stundarhagsmunum einstakra manna. Radarstöð er skotmark I þessu greinarkomi verða ekki tíunduð sérstaklega þau önnur rök sem mæla gegn hemámi Islands og hlut- deild Islendinga í æ vitfirringslegra vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna. Radarstöö á Deild eða Stigahlíð verður hernaðarmannvirki Bandaríkjanna, enda þótt einhver not landsmanna af stöðinni séu höfð að yfirvarpi, meðan verið er að koma öllu í kring. Eins og önnur hemaðarmannvirki verður það kortlagt sem skotmark hjá and- stæðingnum og þannig verða allir landshlutar Islands smám saman skot- mark Sovétmanna í hugsanlegri styrjöld. Jafnvel gætum við orðið fóm- arlömb kjamorkuslyss sem mikil hætta er talin á. Af þessum sökum þjónar radarstöð hvorki vestfirskum né austfirskum byggðum. Hún færir Finnbogi Hermannsson okkur aðeins nær tortímingunni og þeim hörmungum sem hljótast kunna af hamslausu vígbúnaðarkapphlaupi og bregður skugga á mannlíf sem áður var fjarri daglegu samneyti við hem- aðarbrölt stórveldanna. Finnbogi Hermannsson. • „Víða á Vestfjörðum er mikil fólksekla í fiskvinnslu,....er fjölgun herstöðva og aukin hemaðarumsvif mikill váboði þeim, sem standa fyrir útgerð og fiskvinnslu í landinu, þar sem slík starfsemi kemur til með að keppa við undirstöðugreinar um vinnuaflið.” Frjálslyndi flokkurínn íræði, kjarki og þori tókst þeim að soma í veg fyrir að litli maðurinn með bogna bakið færi sér að voða í áfengu 51i. Þeir sögðu að rannsóknir félags- fræðinga hefðu sýnt að bjórinn leiddi Henn ævinlega út í eitthvað sterkara, íil dæmis þau eðalvín sem fjármála- 'áðuneytið selur fyrir heildverslun Al- ierts Guðmundssonar hf. Atkvæðisrétturinn Uti í hinum stóra heimi berjast rjálslynd öfl fyrir því að sérhver borg- *ri hafi eitt og jafnt atkvæöi viö hverj- tr lýðræðislegar kosningar. Sjálfstæð- sflokkurinn hefur ranglega verið iagnrýndur fyrir að framfylgja ekki tessari stefnu á þingi. Við verðum að hafa í heiðri þá grundvallarreglu að réttur eins skerði ekki rétt annars. Hugsanlegt er til dæmis að með jöfnun atkvæðisréttar hefðu frjálshyggju- menn eins og Sverrir, Egill, Haukdal, Blöndal, Pálmi og Þorvaldur Garðar ekki lengur rétt til að setja lög í land- inu. Það væri því mjög misráðið að veita þeim þéttbýlisgemlingum sem búa á suðvesturhorninu fullan atkvæð- isrétt, a.m.k. á meðan engar upplýs- ingar eru fyrirliggjandi um heilbrigð- ar og skynsamlegar skoðanir þeirra á þjóðmálum almennt. Þetta lið gæti allt eins viljað rústa landsbyggðina með einu pennastriki. Bankarnir A síðastliðnum vetri lögðum við bandalagsmenn til að ríkisbankamir, þessar gegnumspilltu gullnámur fjór- flokkanna, yrðu seldir í hendur al- menningshlutafélögum sem væntan- lega samanstæðu af starfsfólki, við- skiptavinum og öðrum almenningi. Þessi tillaga mætti harðri andstöðu. Og hverjir skyldu nú hafa verið helstu andstæðingarnir? Kommarnir? 0, nei, það voru sjálfir fulltrúar einkafram- taksins með formanninn unga í broddi fylkingar, mennirnir sem hingað til höfðu þóst vilja selja allt milli himins og jarðar. Hvemig mátti þetta gerast? Eftir vandlega athugun sáum við þaö auð- vitað sjálfir í hendi okkar. Þessum stofnunum er í dag blessunarlega stjómað af eins frjálslyndum mönnum og hugsast getur. Megnið af þessum mönnum hefur meira að segja dýr- mæta reynslu af trúnaðarstörfum inn- an Frjálslynda flokksins. Sumir eru jafnvel hugmyndafræðingar og vilja báknið burt. Þá er það ekki síður dýr- mætt fyrir frelsið í landinu að hægt sé að koma hinum frjálslyndustu flokks- mönnum nær fyrirvaralaust í banka- stjórastól, ekki síst ef þeir hinir sömu hafa hlotið nokkurra ára þjálfun í að túlka og verja frjálslynd sjónarmið í sölum Alþingis. Við skulum átta okkur á því að ef ríkisbankarnir yrðu seldir gætu þeir hugsanlega lent í höndum vafasamra vinstrimanna sem stefna leynt og ljóst að ríkisrekstri, jafnvel bankakerfis- ins. SJefán Benediktsson. ^ „Við skulum átta okkur á því að ef ríkis- bankarnir yrðu seldir gætu þeir hugsan- lega lent í höndum vafasamra vinstrimanna sem stefna leynt og ljóst að ríkisrekstri, jafn- vel bankakerfisins.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.