Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984, Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Robert Wagner ásamt Stephanie Powers i sjónvarpsþáttunum Hart á móti hörðu. Enda þótt nú sé hætt viö framleiðslu á sjónvarpsmyndaflokknum Hart á mótl hörðu þá nýtur þessi sjónvarps- þáttur óhemju vinsælda í Evrópu. Ro- bert Wagner, sem lék annað aðalhlut- verkið í myndaflokknum, vinnur nú að stórkvikmynd sem byggð er á efni sjónvarpsþáttanna. Wagner sem einn- ig er framleiðandi kvikmyndarinnar hefur fengið til liðs viö sig heimsfræg- ar stjömur eins og Gina Lollobrigida, Simone Signoret, Peter O’Toole og Bri- gitte Bardot, en það veröur Stephanie Powers sem leikur hitt aöalhlutverkið á móti Wagner, eins og í sjónvarps- þáttunum. Myndin verður frumsýnd í Evrópu og veröur síðan sýnd í Banda- ríkjunum. Bandarisku stórstirnin tvö, Michael Jackson og Diana Ross, hafa nú ákveðið að leika saman i kvikmynd sem gerð verður fijótiega. Þau hafa áður leikið saman i kvikmynd ,, Galdrakarlinn i Oz " og ætia sumsó að taka þann þráð upp að nýju. Annars eru þau Michael og Diana periuvinir og hafa stutt hvort annað i gegnum þykkt og þunnt. Þau tai- ast við í sima klukkustundum sam- an um það sem þeim býr í brjósti, Diana hefur verið nokkurs konar verndari Michaelsá tónlistarsviðinu frá þvi að hann varþriggja ára gam- aii. í væntaniegri kvikmynd leika þau Diana Ross og Michaei Jackson systkin og það sýnist ekki óiikiegt því að Michaei Jackson er ekkert ósvipaður Diönu eftir sið- ustu andlitsaðgerðir. HVER SKAUT BOBBY ÍDALLAS? LEIKBRUÐUR AÐ LEIK VIÐ HÖLLINA Ferðamenn i London leggja gjarnan leið sina að konungshöllinni, Bucking- ham Paiace, og eiga jafnan leynda von íbrjósti að sjá einhvern úr konungs- fjölskyldunni. Sjaldan verður þeim að ósk sinni og hugðust því leikbrúðu- ieikarar bæta ferðamönnum upp vonbrigðin. Þeir brugðu sér íþessi ágætu gervi og löbbuðu um haiiarsvæðið og heiisuðu ferðamönnunum með virkt- um. Fremst á myndinni eru þau Diana og Karl með Vilhjálm litla á milli sín, við hliðina á þeim er Margrót drottningarsystir. Bak við þau er Andrew prins, Elisabet drottning og FiUppus drottningarmaður. Þáttaröðin af Dallas, sem sýnd var á síðastliðnum vetri í Bandaríkj- unum og víðar, endaði þannig að ein- hver skaut Bobby Ewing. Eftirvænt- ingarfullir áhorfendur vita ekki enn- þá hvort Bobby lifir skotárásina af, hvort hann var skotinn í misgripum fyrir J.R. eða hver það var sem vildi ná lífi annars hvors þeirra. Nú f er aö' líða að því aö ný þáttaröð hefjist og hulunni verði svipt af þessum leynd- ardómum. Breskir sjónvarpsáhorfendur, sem eru þekktir fyrir að veöja um hvaðeina, hafa hleypt lífi í veðmála- starfsemina þar í landi og veðja nú grimmt um það hver tilræðismaður- inn sé. Flestir veðja á þaö aö stúlkan Katherine, sem hefur verið vonleys- islega ástfangin í Bobby, hafi framið verknaðinn en næstflestir veðja á að óvinur J.R., Edgar aö nafni, hafi skotið. Aðrar persónur Dallas sem þykja koma til greina eru Cliff Barnes, af því að J.R. kom honum á hausinn, Sue Ellen sem er mikið í nöp við eiginmanninn J.R., fyrrver- andi, og eiginkona Bobbys, hún Pam- ela, þykir einnig koma til greina eins og Lucy og J.R. sjálfur en margir veðja einnig um þaö að Bobby hafi skotiðsigsjálfur. Hámarksveðupphæð er um 2100 krónur en meðalframlög eru um 2— 300 krónur. „Eg held aö það sé eng- inn að þessu til þess að verða ríkur,” sagði eínn veðmangarinn. „Þetta er bara til þess aö auka spennuna og gamanið um leið.” JACKSON OG ROSS SAMAN í KVIKMYND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.