Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Síða 27
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. 27 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Stœðln standa nú öllum opin. Því fleiri þeim mun vitlausari Nýframkomnar tillögur á- fengisvarnanefndar eruþeg- ar farnar að njóta mikilla vinssida hjá almenningi. Þykja þær snaggaralega fram settar og vel til þess fallnar að stórauka neyslu sterkra drykkja meðal lands- manna. Það þóttu þvi ákaflega raunsönn ummæli, sem Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra lét hafa eftir sér, aðspurður um til- lögurnar. Hann sagði að þær bæru þess giögg merki að þsr væru komnar úr fjölmennri nefnd. Staðreyndin værl nefnUega sú að eftir því sem fleiri sætu i nefndum þeim mun vitlausari yrðu tU- löguruar sem frá þeim kæmu. t áfengisvarnanefnd eru nitján hausar. Reglur sem duga t kjölfar þeirra afreka á- fengisvarnanefndar, sem getið er hér að framan, spruttu upp öflug samtök. Bera þau nafnið Samtök áhugamanna um áfengis- neyslu annarra (SAÁA). Þau hafa nýverið sent frá sér tU- iögur um áfengisvarnir sem hnykkja heldur á framlagi sjálfrar nefndarinnar. t tiUögunum er m.a. lagt tU að áfengi verði einungis af- greitt gegnum lúgur á útvegg i útsölum rikisins. Skyndi- lokunum verði beitt, myndist langar biðraðir, og áfengi verði gert skráningarskylt. EftirUt með sykursölu i verslunum verði stórlega hert og pUsner og aðrir svipaðlr drykkir ekki af- grelddlr nema viðskipta vinur geti sannað að hann eigi ekki og hafi ekki aðgang að klára- víni. Með siðustu greininni berja svo samtökin endanlega niður brennivíns- berserki þessa lands. Hún er nefnUega þannlg: „Ger fáist ekki afgreltt út úr búð, nema viðskiptavlnurinn hafi með sér deig og verði þá gerið sett beint í deigið að kaup- manninum ásjáandi.” Nóg stæði DV blrti á dögunum mynd af bUastæðum alþingis- manna. TUefni birting- arinnar var það, að stæðln þau arna höfðu staðið umgirt öflugum slám í sumar á sama tíma og þingmenn voru viðs fjarriífrUsínu. A meðan endasentust ai- mennir borgarar um ná- grennlð, sveittir undir hönd- unum og orðnir aUtof seinir tU allra hluta af því að þeir fundu engln bUastæði. LUslega hefur myndbirt- ingin í blaðinu orðið tU góðs eins fyrir þessa hrjáðu bUeig- endur. Skömmu seinna voru viggirðlngarnar kringum stæðin nefnUega numdar á brott. Og nú getur hver sem er lagt við Alþingishúsið og rekið erlndi sin í nágrenninu. Rýr uppskera Skólagarðar þykja núorðið hið mesta þarfaþing. Börnin fá þar ákveðið verkefni tU að vinna að. Eins læra þau heU- mikið um ræktun og umhirðu grænmetis sem auðvitað er af hinugóða. En ekki hefur þó aUs stað- ar tekist jafnvel tU. Foreldr- ar á Seltjarnarnesi eru tU að mynda heldur stúrnir yfir skólagörðunum þar. Ungir Seltirningar drifu sig, eins og •jafnaldrar þeirra annars staðar, og settu niður græn- meti í vor. En síðan hefur ekkert gerst. Segja foreldrar að ekkert hafi verið gert tB að hjálpa krökkunum tU að hirða um reltina sína. t skóla- görðunum sé því ekkert ann- að að finna nú en ónýtt græn- meti og að sjálfsögðu heUing af arfa. Uppskeran verði því enginihaust. Þyklr foreldrunum þetta harla súrt í brotið, ekki sist þar sem þeir hafi borgað tU- skUdar upphæðir i vor tU þess að börn þeirra fengju að vera með sinn reit í görðunum. Umsjón: Jóbanna Sigþórsdóttir. Albert Guðmundsson: Steingrímur óstöðvandi — eins og rigningin sunnanlands Stærsta viðskipta- sýning hérlendis — segja skipuleggjendur alþ jóðlegrar sjávarútvegssýningar sem haldin verður í Laugardal í september „Þetta verður langstærsta sýning sem haldin hefur verið hérlendis,” sagöi Þórleifur Olafsson blaöamaður um Islensku sjávarútvegssýninguna 1984 sem verður í Laugardal dagana 22. tU 26. september næstkomandi. Breskt fyrirtæki, Industrial & Trade Fairs International, skipu- leggur sýninguna. UmboðsaðUi þess hérlendis er nýstofnað fyrirtæki, Al- þjóðlegar vörusýningar hf., sem Þór- leifur Olafsson stendur að ásamt Eiríki Tómassyni lögfræðingi og Pétri J. Eiríkssyni, starfsmanni Flugleiða. ..Sennilega munu taka þátt í sýningunni um f jögur hundruð fyrir- tæki, þar af um þrjú hundruð erlend,” sagöi Þórleifur. Undir allan þennan fjölda þarf þrefalt meira innanhússrými en er undir þaki LaugardalshaUarinnar. Stór sýningarskáU, 95 sinnum 25 metrar að grunnfleti, verður reistur austan við HölUna. Tjald, 35 sinnum 25 metrar, verður sett upp. Þá verður einnig sýnt á stóru útisvæði. Búist er við fjölda erlendra gesta á sýninguna. Þórleifur nefndi að leiguflugvél kæmi með hóp frá Norður-Noregi. Þá væri von á 'stórum hópum frá Færeyjum og Nýfundnalandi. „ÖU hótel í borginni eru fullbókuð á þessum tíma,” sagði Þórleifur. Enda þótt sýningin sé alþjóöleg viðskiptasýning fyrir þá sem starfa við sjávarútveg verður hún opin öUum. Hún stendur yfir í fjóra daga og verður opm miUi klukkan 10 og 18. -KMU. Örn Þorsteinsson, Margrét Zophaniasdóttir, Björg Þorsteinsdóttir og Valgerð* Bergsdóttir eru í sýningarnefnd friðardaganna frá Friðarsamtökum listamanna. Þær Björg og Valgerður halda á mUli sin mynd eftir Nils Stenqist. DV-mynd Bj. Bj. Friðardagar byrja „Það er viöburður að þetta fólk sýni hér í einum hópi,”sagði Jóhanna Boga- dóttir, en hún er í sýningarnefnd grafíksýningar sem verður opnuö í Félagsstofnun stúdenta í dag og kall- ast Friðardagar í Félagsstofnun. Sýningin er í tengslum viö ráðstefnu sem verður haldin á Loftleiðum nú um helgina á vegum Friðarsambands Norðurhafa. I Félagsstofnun hafa Friöarsamtök listamanna séð um upp- setningu og grafíksýningar eUefu nor- rænna listamanna sem sýna verk sín til stuðnings baráttu gegn kjarnorku- vopnum. Meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru NUs Stenq- ist, Pentti Kaskipuro, PaUe Nielssen og Outi Heiskanen. Enginn íslenskur grafíker er í hópi sýnenda að þessu ídag sinni, og sagði Jóhanna að þau hefðu vUjað leggja áherslu á að hafa ný verk á þessari sýningu sem ekki hefðu séet hér á landi áður. Sýningin mun standa til sunnudagskvölds og verður opið hús á kvöldin í Félagsstofnun þar sem listamenn og gestir á ráðstefnunni munu koma fram. Meðal þeirra sem munu koma fram eru dr. Jan WiUiams lífeðlisfræðingur, sænski leikarinn Jan Bergquist flytur einleiksverk sitt „Síð- asta viðtaUð” og Kolbeinn Bjamason og PáU Eyjólfsson munu leika á flautu og gítar eftir ýmsa þekkta höfunda. Aðgangur að sýningunni og blönd- uðu dagskránni er hundrað krónur sem gUdir alla daga á meðan á sýningunni stendur. SJ Partur af gömlu skipi kom i troll rækjubátsins Sandafells frá Breiðdalsvík á unum. Var það hluti af byrðingi með leifum af langböndum og fleiru sem neglt hafði verið saman með trénöglum. DV-mynd S. Melsted Er gullskipið f undið? Rækjubáturinn SandafeU frá Breið- dalsvík fékk part af gömlu skipi í troll- ið á dögunum. Er ýmislegt sem bendir til að skip það sé ævafomt og því spyrja menn sig: Er guUskipið fundið? Það var hluti af byrðingi með leif um af langböndum og fleiru sem neglt hafði verið saman með gömlum tré- nöglum sem kom í troll SandafeUs. Ekki er enn vitað hversu gamalt skíþið er en kunnugir hafa sagt að hætt hafi verið aö nota trénagla skömmu upp úr aldamótunum 1800. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.