Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984.
3
Hvað segja bændur í Þykkvabæ:
„Núverandi sölukerfi er
forglatað og steinrunnið”
Jens Gislason, kartöflubóndi á Jaöri i Þykkvabæ, varð fyrstur til að riða á vaðið og hefja sölu á kartöflum
beint tilkaupmanna. DV-myndBj.Bj.
„Það er aö sjálfsögöu hagur minn
aö geta selt uppskeruna mína sem
fyrst en þaö er ekki meginástæðan
fy rir því aö ég ræðst út í þetta. Þaö er
staðreynd aö kartöfluneysla hefur
farið minnkandi undanfarin ár og
kaupmenn hafa ekki áhuga á aö selja
kartöflur frá Grænmetisversluninni.
Það eru ekki bara viö, kar-
töflubændur, sem erum óánægöir
með þetta kerfi. Þaö eru einnig
kaupmenn.”
Sá sem þetta mælir er Jens Gísla-
son, kartöflubóndi í Þykkvabæ, sem
tók af skariö og byrjaði aö selja
kartöflur beint til verslunarinnar
Hagkaups. Það hefur reyndar tíök-
ast af og til aö kartöflubændur hafi í
einstökum tilfellum selt kartöflur
beint til kaupmanna en með þessu
framtaki Jens hefur hann komið
opinberlega fram og sniðgengiö
Grænmetisverslun landbúnaöarins.
En eins og kunnugt er hefur
Grænmetisverslunin heildsöluleyfi á
sölu kartaflna og allar kartöflur hafa
þurft aö fara í gegnum þá stofnun.
Nú hefur þaö komiö í ljós aö þaö sem
Jens geröi, og einnig nokkrir aörir
kartöflubændur, er í samræmi við
islensk lög og því ekki lagabrot eins
og margir hafa álitiö.
I gær brugöum við okkur í
Þykkvabæ og hittum nokkra
kartöflubændur. I Þykkvabænum
starfa um 50 bændur sem hafa
kartöflurækt sem aðalstarf. Þeir
bændur sem viö ræddum viö höföu
mismunandi skoöanir en það var eitt
sem allir viömælendur okkar voru
sammála um. Þaö var að Græn-
metisverslun iandbúnaöarins stæöi
hagsmunum þeirra fyrir þrifum og
þaö þyrfti annaðhvort aö gera
miklar breytingar þar á eöa aö aðrir
fengju leyfi til aö selja kartöflur í
heildsölu.
Andsnúnir Grænmetis-
versluninni
„Eg er vissulega til í að selja
kartöflur beint til kaupmanna. Nú-
verandi sölukerfi er oröiö úrelt og
þaö væri mjög ánægjulegt ef það ætti
eftir aö breytast. Eg vil aö þaö veröi
komiö til móts viö neytendur og aö
þeir geti valið þær kartöflur sem þeir
vilja,” segir Sighvatur Hafsteinsson,
bóndi á Mel, en hann er ekki enn
byrjaöur að selja kartöflur beint til
kaupmanna.
Tryggvi Skjaldarson, bóndi á
Norður-Nýjabæ, var spuröur aö því
hvort hann hefði áhuga á þvi að selja
kartöflur beint til kaupmanna.
,,Ég hef bara áhuga á því að selja
kartöflur og hef alltaf haft það. Eg
hef lýst því yfir árum saman að nú-
verandi sölukerfi sé forglatað og
steinrunniö fráupphafi tilenda, frá
Atilö.”
,,Ég er búinn aö selja kartöflur
beint til verslunar í Reykjavík sein-
ustu daga. Eg hef verið mjög
ánægöur meö þau viðskipti og þaö er
mun betri nýting á kartöflunum en ef
þær heföu farið gegnum Grænmetis-
verslunina,” segir Siguröur Daníels-
son, bóndi á Mel.
Guöni Guðlaugsson, bóndi á Borg
og formaður Félags kartöflubænda á
Suðurlandi, er ekki hlynntur því aö
kartöflubændur fari út í þaö aö selja
kartöflur sínar beint til kaupmanna.
Hann hefur áhyggjur af því hvernig
fer fyrir þeim fyrirgreiöslum, sem
bændur hafa fengið fram aö þessu
og telur óvíst aö Seölabankinn sé
tilbúinn að lána út á slíka frum-
skógaverslun sem nú viðgengst. En
Guöni fer ekki dult meö þaö að hann
er ekki ánægöur með núverandi
fyrirkomulag á Grænmetis-
versluninni. ,,Ég er mjög óánægður
meö stjómunina á Grænmetis-
versluninni. Eg vil það veröi lífleg og
kurteis verslun sem býöur upp á allt
þaö sem viö f ramleiöum en þaö vant-
armikiðuppáþað.”
Páll Guðbrandsson, bóndi í Há-
varðarkoti, var spuröur aö því hvort
sölukerfiö á kartöflum væri aö
hrynjatil grunna.
,,Ég tel að þaö geri þaö með þess-
ari hentisemi þegar verslanir geta
keypt kartöflur af bændum og greitt
þær niöur eins og Hagkaup viröist
gera.”
— En ert þú ánægöur meö
sölukerfið eins og þaö er nú?
„Gagnvart okkur bændum er
greiðslufyrirkomulagið á kartöflum
mjög gott hjá Grænmetisversl-
uninni. En ég vil aö lögð veröi meiri
áhersla á sölumennsku hjá Græn-
metisversluninni því okkar lífsaf-
koma byggist á því að fólkið kauDÍ
kartöflur.” -APH.
Veitum einirá islandt
20.000KRÓNA
staðgreiðs/uafslátt
ar onum nýjum Nissan og Subaru bílum
sé bfllinn greiddur innan mánaðar.
2ja ára ábyrgð á vél, gírkassa og drifi.
Árs ábyrgð á öllu öðru.
m m m a k
Hjá okkur er fjölbreytnin mest - og kjörin best
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.