Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 23. ÁGUST1984. 13 á skoðanamyndun fólks. síðasti geti vissulega óbeint skipt þar miklu máli, þaö er haft áhrif á út- breiðslu og þar meö áhrif fjölmiðilsins. Með fréttabirtingu og umfjöllun um daglegt líf getur voldugur fjölmiöill haft gífurleg áhrif á skoðanamyndun fólks. Hann getur hafið fyrirtæki, félög og menn til skýjanna, verðskuldaö og óverðskuldað, og hann getur á sama hátt rakkað þessa aðila niður, án þess þeir komi miklum vörnum við. Hann getur myndað múgsef jun sem verður svo sterk aö hinn almenni borgari krefst breytinga á ríkjandi ástandi, strangari dóma fyrir tiltekin afbrot, nýrra laga frá hálfu löggjafans, breyttra aðferða og hertra aðgeröa framkvæmdavaldsins. Auðvitað er ekki rétt að nota orðið múgsef jun um öll slík tilvik, þau eru miklu færri en þegar heiðarleg umf jöllun hefur áhrif á skoðanamyndun, en dæmi um hana eru því miöur of mörg. Einkenni hennar eru hávaði og fordómar, ein- hliða framsetning efnis þannig aö al- menningur hrífst meö og dæmir meö fjölmiðlinum án þess að skoða málin niður í kjölinn. Eitt nærtækasta dæmið um slíkt hérlendis varð fyrir tæpum áratug, þegar tókst aö telja stórum hluta þjóðarinnar trú um aö einn al- heiðarlegasti stjómmálamaður henn- ar héldi verndarhendi yfir glæpa- mönnum og jafnvel að aðeins væri tímaspursmál hvenær hann yrði svipt- ur frelsi. Hvernig er því bertt? Það er því ljóst að vald fjölmiðla er mikið og miklu máli skiptir að vel sé á því haldið. Og hvernig hefur til tekist hérlendis? Ég held að íslenskir fjölmiðlar al- mennt gæti miklu meira hófs í meðferð mála sem snerta hinn almenna borg- ara beint, „litla manninn” í þjóð- félaginu. Þeir velta sér sem betur fer ekki upp úr persónulegum harmleikj- um á sama hátt og fjölmiðlar ná- grannaríkja okkar sumir hverjir gera. Mun þó ýmsum á stundum þykja nóg um. Mér finnst stærsti gallinn á um- fjöllun íslensku dagblaðanna um fréttir og raunar á vali frétta og upp- setningu þeirra einnig vera hinn sterki pólitíski keimur sem af þeim er. Eg er þarna ekki að tala um hin beinu pólitísku skrif blaðanna, forystu- greinar og umfjöllun ritstjórnar um bein pólitísk mál, heldur fréttir og „hlutlausa” umfjöllun um þær, sem því miður er oftast nær sterklituð af pólitískum viðhorfum starfsmanna og eigenda blaðanna. Ég held að aðeins eitt íslenskt dagblað, Þjóðviljinn, sé svo heiðarlegt að viðurkenna að póli- tísk viðhorf hafi áhrif á fréttamat og umfjöllun, en ég leyfi mér að fullyrða að þau hafi mikil áhrif á öllum blööun- um. Þá er einnig mjög áberandi hvernig miklir hagsmunir hafa oft sterk áhrif á fréttaval og uppsetningu. Hin opna b/aðamennska Það var vissulega mikil framför í íslenskri blaðamennsku þegar dag- blöðin tóku að birta greinar frá póli- tískum andstæðingum og öðrum sem héldu fram skoöunum, sem stönguðust á við þær sem blaðið hafði sett fram. En ég held að því miður sé þessi opnun á stundum notuð sem sauðargæra. Það er útlátalítið og mjög algeng regla hjá ritstjórn blaðs, sem hefur vegið harka- lega að fyrirtækjum, félögum eða ein- staklingum að svara því til að þeim sé heimilt rúm til að mótmæla. En hverj- um dettur í raun í hug að þau mótmæli vegi jafnþungt og umfjöllun blaðsinsá útsíðum og ef til vill í forystugreinum? Það þarf meira en meðalhálfvita til að trúa slíku. En ritstjórnin þykist hafa sitt á hreinu, hún leyfði mönnunum að mótmæla. MáttlitJar siðareglur Það var vissulega einnig mikil fram- för þegar blaðamenn settu sér siða- ! reglur og komu siöareglunefnd á fót. En því miður hefur ekki orðið það gagn að störfum hennar sem hefði getað orðið vegna þess laumuspils sem er í kringum störf hennar. Mér heyrist for- maður blaöamannafélagsins nú vera á þeirri skoðun að birta eigi dóma hennar og er það vel. Þá verður miklu meira gagn af störfum þeirra ágætu manna sem í henni eru. I raun og veru virðist ákaflega tak- markað gagn að dómum hennar nú. Ekki verður séö að ákúrur sem hún veitir blaðamönnum hafi nein áhrif á störf þeirra og starfsferil. Dóma henn- ar má ekki birta opinberlega. Engu að síöur er þeim f jölmiðli sem ákúrur fær frá nefndinni frjálst að gera bragar- bót. Það er góður prófsteinn á heilindi hans og virðingu fyrir störfum nefnd- arinnar að fýlgjast með hvort hann gerir slíka bragarbót þegar dómur hefur fallið. Ég held aö þvi miður hafi öll dagblööin fallið á slíku prófi. Magnús Bjarnfreðsson. Regturum Ijósabúnaö bifreiða „Það er dálítið skrýtið að bíleigendum skuli vera gert að sanna fyrir bifreiðaeftiriitinu, að einn ákveðinn búnaður bílsins sé i lagi og það búnaður sem slitnar ekki og breytist ekki nema bíllinn verði fyrir tjóni." virðast ekki ná tilætluðum árangri Nýlega hefur verið auglýst aðal- skoöun bifreiða í Hafnarfirði, Garða- kaupstað og Bessastaðahreppi, og er sú auglýsing sjálfsagt ekkert frá- brugðin auglýsingum um aðalskoðun annars staðar á landinu. I auglýsing- unni er sérstaklega tekið fram, að sýna beri skilríki fyrir því, ,,að bif- reiðin hafi veriö ljósastillt eftir 1. ágúst sl.” Kvöð þessi er án efa sett í þeim tilgangi einum að tryggja sem best öryggi vegfarenda. Gallinn við hana er hins vegar sá, aö hún virðist alls ekki ná tilætluðum árangri og leggur þar að auki kostnað og fyrir- höfn á herðar fjölda Meigaida, sem síst skyldi. Tímabært er að taka þetta mál til rækilegrar endurskoð- unar og kanna, hvort ekki megi fara aðrar leiðir, sem tryggi betur gott ástand ljósabúnaöar bifreiða og það allt árið en ekki aðeins, þegar skoöun fer fram. Krafa um Ijóastillingarvottorð hefur ekki lagastoð? Það er dálitið skrítiö, að bíleigend- um skuli vera gert að sanna fyrir bif- reiöaeftirlitinu, að einn ákveðinn búnaður bílsins sé í lagi og það bún- aður, sem slitnar ekki og breytist Kjallarinn GÍSLI JÓNSSON PRÓFESSOR ekki nema bíllinn verði fyrir tjóni. Mætti ekki alveg eins hugsa sér, að næst verði bíleigendum gert aðkoma með vottorð um að hemlar séu í lagi, að stýrisbúnaður sé í lagi, að útblást- urskerfi sé í lagi o.s.frv. Bíleigendur fengju þá að fara á milli verkstæða og safna slíkum vottorðum saman, áður en farið væri með bílinn í skoð- un. Staðreyndin er sú, að skv. bif- reiðalögum ber að færa bíla til skoð- unar með vissu millibili og er það hlutverk bifreiðaeftirlitsins að ganga úr skugga um það, hvort ástand bíls- ins sé í lagi. Sýni bifreiðaeftirlitið fram á, að eitthvað sé í ólagi, ber bíl- eiganda aðkoma því í lag. Mikið um eineygða bfla í umferðinni Ekki þarf að aka lengi um götur höfuöborgarsvæöisins til að sjá ein- • „Tímabært er að taka þetta mál til ræki- legrar endurskoðunar og kanna, hvort ekki megi fara aðrar leiðir, sem tryggi betur gott ástand ljósabúnaðar bifreiða og það allt árið en ekki aðeins þegar skoðun fer fram.” eygöan bíl. Sl. vetur sá greinarhöf- undur á leið sinni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur 15 eineygða bíla. Slíkt ástand getur ekki talist eðlilegt. Það er augljóst, að löggæslan þarf að beina spjótum sínum að þeim, sem í umferðinni eru með augljóslega ólöglegan ljósabúnað í stað þess að reka menn árlega á verkstæði með nýlega bíia, sem ekkert hefur komið fyrir til að fá sannprófað, að ljósin séu í lagi. Greinarhöfundur, sem er með 5 ára gamlan bíl, sem ekkert hefur komiö fyrir, hefur öll þessi ár mátt greiða fullt ljósastillingargjald fyrir að fá mælitækinu rennt upp aö ljósunum augnablik. Þar við bætist svo fyrirhöfnin og tíminn, sem oft fer í aö bíða eftir því að fá ljósastillingu. Hvað skal gera? Það er flestum ljóst og þá einkum þeim, sem kynnst hafa umferðar- menningu í nágrannalöndum okkar, að Islendingar eru afar frumstæðir á því sviði. Á þaö bæði við um öku- menn, gatnamálayfirvöld og lög- gæslu. ökumenn böðlast áfram hver í kapp við annan, gatnamálayfirvöld hafa ekki ennþá lært aö setja upp viö- vörunarmerki við vegatálmanir og löggæslan virðist takast á við aðeins eitt verkefni í einu og reynir þá að komast hjá því að sjá önnur lögbrot, svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan er svo afburða góður árangur, ef ekki heimsmet, í árekstrum, einkum aftanákeyrslum. Það er tímabært að gera bílstjóra ábyrga fyrir ástandi bíla sinna allt áriö í stað einu sinni á ári. Er hér að lokum varpað fram hugmynd um það, hvernig standa mætti að eftirliti með ljósabúnaði bifreiða á þann veg að gera ökumenn ábyrgari en nú er. Lögreglan stöðvi alla þá bíla, sem augljóslega eru með ólöglegan ljósa- búnað. ökumanni verði, að viðlagðri sekt, gert að mæta með bílinn í skoð- un hjá bifreiðaeftirlitinu innan ákveðins, stutts frests eða að sýna þar eða á næstu lögreglustöð vottorö um að ljósabúnaðurinn hafi veriö skoðaður á löggiltu verkstæði og sé í lagi. Lögreglan haldi skrá yfir þá bíla, sem stöðvaðir hafa verið og komi í ljós ítrekuð athugasemd á t.d. 12 mánaða tímabili, verði beitt sekt- um. Hér er að sjálfsögðu aðeins um hugmynd að ræða, sem gæti orðið umræðugrundvöllur. Það ástand, sein í dag rikir í þessu máli, er ófremdarástand, sem brýnt er að bæta úr. Gísli Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.