Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984. 5 Lánskjaravisitalan 920 stig í september: Hef ur hækkað um 17 prósent f rá f sept. ífyrra Seðlabankinn hefur reiknaö út láns- kjaravísitöluna fyrir september og er hún 920 stig. I september í fyrra, 1983, var hún 786 stig. Þetta er 17 prósenta hækkun. Lánskjaravísitalan fyrir ágúst var 910 stig. Hækkunin nú á milli mánaða er því 1,1 prósent sem gerir 14 prósent hækkun miðað við heilt ár. Hækkun lánskjaravísitölunnar síð- ustu þrjá mánuði rejoidist vera 3,95 prósent. Miðað við heilt ár er það hækkun upp á 16,8 prósent. -JGH Bandalagið vill brjóta auðhringinn Bandalag jafnaöarmanna hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tilefni þeirra viðræðna sem nú eiga sér stað miili stjórnarflokkanna um nýjan verk- efnalista fyrir ríkisstjórnina. Eru lagðar þar fram einar tíu hugmyndir og hvatt til þess að þær verði settar á framkvæmdaskrá. Má nefna sem dæmi hugmyndir um að leggja niður niðurgreiðslur og út- flutningsuppbætur á landbúnaðaraf- urðir, svo og almennan tekjuskatt. Að alþingismenn verði teknir út úr nefndum, ráðum og stjórnum fram- kvæmdavaldsins, og að ríkisvaldið komi hvergi nærri samningum á hinum almenna vinnumarkaöi. Einnig er hvatt til aö ríkisbankamir verði seldir í hendur almenningshlutafélögum og að unnið verði að gerð strangrar lög- g jafar gegn einokun og hringamyndun, „löggjafar sem meðal annars brjóti upp SlS-auðhringinn og sölusamtök í sjávarútvegi”, eins og segir í frétt Bandalagsins. EA INNLÁNIN 22 MILUARDAR Innlán í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum kaupfélaga voru 21.724 milljónir króna í júnílok. Þar af spariinnlán 16.989 milljónir, en af þeim var um helmingurinn á venju- legum sparisjóðsbókum. Veltiinnlán, á tékkareikningum, námu 3.559 milljónum króna. Spari- innlán sem fyrr segir 16.989 milljón- um. Af spariinnlánum voru 8.411 milljónir á almennum sparisjóðsbók- um, sem nú bera 17 % vexti. Á vísi- tölubundnum reikningum voru 3.446 milljónir, öðrum bundnum reikning- um eða vaxtaaukareikningum 2.084 milljónir og í innlánsskírteinum lágu 1.938 milljónir króna. Innstæður i innlánsdeildum kaup- félaga voru 439 milljónir króna. HERB Skuldaskipin: Enginn hamar yfir Björgúlfi Togarinn Björgúlfur EA 312 er ekki í hópi þeirra skipa, sem fullveösett eru fyrir skuldbreytingu útgerðarfyrir- tækja nú. Hann var á lista yfir 18 skip, sem DV birti fyrir skömmu, og talinn var því sem næst skrá yfir skip sem væru veösett fyrir 9Ö% af tryggingar- verðmæti eða meira. Björgvin Jónsson hjá Útgerðar- félagi Dalvíkinga hf. sagði aö skuld- breyting vegna Björgúlfs hefði þegar farið fram. Togarinn er búinn með kvóta sinn og mun nú veiða fyrir annaö fyrirtæki um sinn og landa í Sandgerði. Eins og getið var í fréttaskýringu þeirri þar sem skrá yfir skuldugustu skipin var birt, hafði hún ekki fengist staðfest og mikið leynimakk reynst vera í kringum máliö. Sem sagt, Björgúlfur átti þar ekki heima. Aðrar leiðréttingar á skránni hafa ekki bor- ist. HERB OXSMÁ í Safari Stórrokkhljómsveitin Oxsmá mun halda tónleika í Safari í kvöld, fimmtu- dagskvöld 23. ágúst. Þessa skemmti- legu hljómsveit skipa sem fyrr: Keli stórsöngvari, Seli gítarleikari, Kommi • trommi,SkariSaxi og Sgrímur bassi. Meðal verka á efnisskránni eru „Maöurinn á bryggjunni”, „La mafia”, „Rokksúpan” og fleira. Eins og þeir sem fylgst hafa með hljóm- sveitinni vita má hafa ótrúlega skemmtan af tónlist hennar. ás Allra síðustu bílana af Skoda '84 bjóðum víð tíl mánaðarmóta á eínstökum greíðslukjörum. Og að sjálfsögðu á sama frábæra verð- inu. Dæmí: Skoda 105, verð kr. 143.900.- Útborgun__________kr. 59.900,- Lán tíl 6 mán. kr. 84.000.- Þóra Dal, augiýsingastofa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.