Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 23. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog úfgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRlSTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SIÐUMÚLA 33. SÍMlí Í27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 2ST^<r. Þetta erbara áfangasigur Margir kartöflubændur og kaupmenn eru nú að feta í fótspor Hagkaups og Jens Gíslasonar á Jaðri og hefja beina sölu kartaflna án milligöngu hinnar illræmdu Grænmetisverzlunar landbúnaðarins. Eiga neytendur því í mörgum verzlunum kost á ódýrari kartöflum en ella. Mikilvægt er, að neytendur sýni nú samstöðu og beini viðskiptum sínum til aðila, sem verzla utan hins gamla einokunarkerfis. Þeir kaupi kartöflur, sem ekki eru á vegum Grænmetisverzlunarinnar, alveg eins og þeir kaupi egg og kjúklinga, sem ekki eru á vegum Iseggs og Isfugls. Neytendur hafa af þessu strax beinan hag, því að kart- öflur Jens í Hagkaupi eru 14% ódýrari en kartöflur frá Grænmetisverzluninni. Um leið gera þeir lífið léttara hjá kartöflubónda, sem hefur með framtaki sínu tekið tillit til hinna oft gleymdu hagsmuna neytenda. Þetta geta neytendur raunar gert á fleiri sviðum. Þeir geta líka verðlaunað stóru eggjabændurna, sem hafa haldið niðri eggjaverði á undanförnum árum. Neytendur geta keypt egg frá þeim í stað þess að kaupa egg frá gælu- dýri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Ar þetta verður minnisvert í verzlunarsögu landsins. I tveimur áföngum hefur með haröfylgi tekizt að rjúfa kartöflueinokun Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, fyrst á innfluttum kartöflum og raunar öðru grænmeti í vor og síðan á innlendum kartöflum núna. Um leiö og neytendur fagna þessum áfanga er rétt að muna, að tiltölulega fáir einstaklingar í stétt heildsala, kaupmanna og bænda ruddu braut hinu aukna verzlunar- frelsi. Kerfið hopaði undan áhlaupi þeirra, en ekki af því að neytendur væru spuröir ráða. Neytendur hafa fengið áfangasigur upp í fangið, en eng- an endanlegan sigur. Því fer enn fjarri, að kartöfluneyt- endur hér á landi njóti sama réttar og kartöfluneytendur annarra landa. Baráttunni um verzlunarfrelsið er ekki lokið og áfram mun reyna á samstööu neytenda. Þeir munu væntanlega geta á næstunni valið um fleiri stærðarflokka kartaflna, fleiri afbrigði þeirra og fleiri framleiðendur. Jafnframt geta þeir væntanlega forðazt kartöflur, sem úðaðar hafa verið thiabendazoli til að auka geymsluþolið fram eftir vetri. En ný vandamál munu koma upp, þegar haustneyzlu lýkur og íslenzku kartöflurnar hætta að vera nýjar. Upp úr áramótum hlýtur að koma að þeim tímamótum, að gamlar, íslenzkar kartöflur verða orðnar lakari en ný uppskera frá öðrum löndum. Hver verður réttur neyt- enda þá? Talið er, að í haust verði til tveggja ára birgöir af ís- lenzkum kartöflum. Spyrja má, hvaða ábyrgð neytendur beri á því ástandi. Og enn frekar, hver hafi rétt til að neita þeim um nýjar kartöflur á ofanverðum næsta vetri. Á Framleiðsluráð þá að fá að kúga? Skylt vandamál kom upp í sumar, þegar fyrstu íslenzku kartöflurnar komu á markað og kostuðu þá 56,75 krónur. Þá vildu landbúnaðarráðuneytið og Framleiðsluráö hindra neytendur í að geta valið milli þessara kartaflna og innfluttra á 21 krónu kílóið. Baráttunni fyrir rétti neytenda lýkur ekki fyrr en þeir geta á öllum árstímum valið milli nýrra kartaflna og gamalla, dýrra og ódýrra, úðaðra og ekki úðaðra, frá mörgum innlendum og erlendum framleiðendum. Og hið sama gildir um rétt neytenda á öðrum sviðum matvæla- kaupa. Jónas Kristjánsson VALD FJÖL- MIÐLANNA Á einhverri samnorrænni ráðstefnu lét forseti Hæstaréttar Islands falla ummæli í þá veru að íslenskum blaða- mönnum þætti verra að borga sektir fyrir ranglát ummæli heldur en aö hafa haft rangt fyrir sér. Þessi ummæli hljóta að vekja mikla umræðu, enda talar hér enginn ómerkingur, forseti Hæstaréttar, æðsta dómstóls Islands, og einn af þremur handhöfum hins íslenska for- setavalds. Ummæli hans lýsa einnig miklum kjarki, hvað sem annars verður um þau sagt. Fjölmiðlar eru sívaxandi afl í þjóðfélögum Vesturlanda og Island er þar engin undantekning. Það fólk sem við þá starfar og býr þá til daglega, hefur því í raun geysimikil völd, ekki síst ef því finnst aö sér vegið og viU slá frá sér sem samstilltur hópur. Kannski er rétt að líta aðeins á þessi miklu völd og hvernig þeim er beitt. Fjórða valdið Víða erlendis eru menn farnir að tala um fjölmiðla sem f jórða valdið í stjóm- kerfi ríkja. Þaö er með öðrum orðum sett við hlið löggjafarvalds, fram- Kjallari á fimmtudegi MAGNLIS BJARNFREÐSSON kvæmdavalds og dómsvalds. Hvernig má það verða að vald geti þannig „orðið til” án þess að það hafi í raun viljandi verið markvisst myndað? Þar sem ritfrelsi er getum við í raun skipt efni dagblaða (og raunar einnig útvarps og sjónvarps) í þrennt. I fyrsta lagi eru fréttir af atburðum liðandi stundar, sem fastráðnir starfs- menn vega og meta, matreiöa og birta. I öðru lagi er umfjöllun um þessa at- buröi. Sú umfjöllun fer bæði fram hjá fastráðnum starfsmönnum og utanað- komandi aðilum. I þriðja lagi er svo það sem ég kalla hér einu nafni af- þreyingarefni, en getur verið með öllu mögulegu móti og heitið því notað í miklu víöari merkingu en þegar það er til dæmis notað í umf jöllun um ríkis- fjölmiðlana. Það eru fyrstu tveir efnis- flokkamir sem skipta máli beint í sambandi við áhrif og völd, þótt hinn • „Mér finnst stærsti gallinn á umf jöllun ís- lensku dagblaðanna um fréttir og raunar á vali frétta og uppsetningu þeirra einnig vera hinn sterki pólitíski keimur sem af þeim er.” Frelsi og helsi .í’relsi — jafnrétti — bræðralag, þessi þrjú orð voru ákaft notuð í stjómarbyltingu þeirri sem hófst 14. júlí 1789 suður í Frakklandi. Þrenn- ing þessi myndar á vissan hátt eina órofa heild sem ekki verður slitin, rétt eins og grundvöllur stjómskip- unar fjölmargra landa, þar sem rík- isvaldið skiptist í þrjá afmarkaða staði: lagasetningarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Eitt atriði tekiö út úr samhengi við önnur verð- ur því ærið ófullkomið og óljóst, visið og veiklulegt, jafnvel rotið og skemmt. Undanfarin ár hefir félagsskapur nokkurra manna sem kennir sig viö frelsi og frjálshyggju verið allfyrir- ferðarmikiU hér á landi. Telja má að að öUu leyti séu sjónarmið og viðhorf þau sem félagsskapur þessi byggir tilveru sína á, komin úr kenningum nokkurra spekinga erlendra sem fengist hafa við hagspeki og útUst- anir á því tengdu. Kenningar þessar hafa verið afar umdeildar meðal fræðimanna og leikmanna en mikið kapp hefir verið á lagt að koma þeim tU vegs og virðingar hérlendis, án þess að aðlaga þær íslenskum að- stæðum og atvinnuháttum. Spek- ingum þessum er meinUla við allt sem tengist velferð þjóðfélagsþegn- anna, — opinbera þjónustu eigi t.d. að stórminnka með öUum tiltækum ráðum og draga á úr menntun þjóð- félagsþegnanna eftir því sem tök eru á. Þaö á í það minnsta ekki að leyfa meiri umræður og menntun en sem kemur þeim öflum að gagni sem aö baki þessum félagsskap standa. Frelsi, — þetta litla tveggja at- kvæða orö hefir mikið verið notað. En hvað merkir það og hver eru tak- mörk þess og umfang? Ljóst er að enginn getur vænst fullkomins frelsis því jafnan eru einhver takmörk þar á. Þjóðfélagið setur þegnum sínum vissar háttsemisreglur til að fara eftir. Reglur þessar eru í margskyns formi, t.d. réttarreglur settar af lagasetningarvaldi, trúarreglur og siðgæðisreglur sem eru ævagamlar og mjög áhrifamiklar o.s.frv. Til- gangur þessara reglna er auðvitað sá aö halda uppi góðri reglu meðal þjóðf élagsþegnanna, viröa rétt þeirra minnimáttar og „tempra óspaka” eins og segir á einum ágætum stað. Óheft frelsi blasir víða við Þrátt fyrir aö frelsinu séu sett viss takmörk er víða sem „frelsið” blasir við. Ég undirritaður vil eindregið benda á nær glórulaust „frelsi” þeirra sem þurfa að koma söluvöru sinni eöa þjónustu á framfæri. Hvar- vetna veöur þetta auglýsingafargan yfir eins og versta farsótt: fjölmiðlar eru troðfullir af þessu upp á hvern dag sem guð lofar, — alls staðar smýgur þetta innfyrir hvers manns dyr án þess að nokkuö verði að gert. Alþjóð er svo gjörsamlega vamar- laus gagnvart áróðri af þessu tagi að undur er að ríkisvaldið sjái eigi ástæöu til afskipta. Aö vísu munu vera til gömul og ófullkomin lög um vamir gegn óréttmætum verslunar- háttum sem kveða á um ýmsar reglur til varnar neytendum m.a. um vissar skorður við að gefa villandi upplýsingar um vörur, notkun hæp- inna fullyrðinga um gæði vöru og villandi orðagjálfur og skrum í aug- lýsingum. A þessu sviöi er frelsi a ug- lýsandans mikið. Með ýmsu móti er unnt að sneiða framhjá fyrirmælum þessara öldnu lagareglna og sífellt er verið að brydda á nýjungum í aug- lýsingatækninni, þannig að sjálfan áróðursstjóra nasistastjórnarinnar á Þýskalandi í dentíð hefði sjálfsagt hryllt við slíku og kallaði hann þó ekki allt ömmu sina í þeim efnum. Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIOSLUMAÐUR Oheft frelsi á þessu sviöi viðskipta og verslunar veldur því ógnvekjandi helsi meðal þorra alþýðufólks á ls- landi. Margir fánýtir og aumkunar- verðir hlutir eru keyptir fyrir til- stuðlan auglýsingaáróöurs í stað þess að takmörkuðum fjárráðum þorra þjóðarinnar um þessar mundir sé varið til verðugri hluta. Það er t.d. brýn nausyn að jafna viðskiptahall- ann við útlönd, greiða skuldir og þ.h. og þaö verður eigi gert ööruvísi en að takmarka á einhvern hátt innflutn- ing á fánýtum hlutum og margskyns rusli sem hér hefir verið búin til eftirspum, meö lævísum auglýs- ingum. Áhangendur svonefndrar frjáls- hyggju hafa haft stórkostleg áhrif, sum góö en því miöur allt of mörg ill, hér á landi. Forsenda fyrir viðgangi frjálshyggjunnar hefir verið linnulít- il kaupþrælkun þeirra sem minnst mega sín og er það nægileg ástæða til að hafna speki sem þessari. Að lokum vil ég benda á að það er al- mennur veikleiki mannlegs eðlis, aö hafa takmarkalausa trú á sumum hlutum sem þeir hvorki sjá né þekkja, og láta stjórnast óhæfilega af þeim. Guðjón Jensson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.