Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984. Að /okinni vígslunni var stiginn dans fyrir utan kirkjuna. Brúðhjónin fremst. ■ Um 600 manns komust fyrir i griðarstóru tjaldi sem reist var i tilefni veislunnar, en alls tóku um 800manns þátt i fagnaðinum. JUGÓSLAVNESKT Nokkrir Zakuta-búar. Mikið var dansað og sungið i veislunni. Júgóslavneskir þjóð- dansar voru einna mest áberandi en einnig mátti kenna þar samkvæmisdansa, skottis, ræl, polka og vals. Júgóslavía er kjörin til giftinga. í>aö sannaðist svo ekki veröur um villst þegar þau Milunka Kojic og Karl Aspelund gengu í heilagt hjónaband í Serbíu á dögunum. Athöfnin fór fram í sveitahéraöinu Zakuta helgina 11. til 12. ágúst. Mikiö fjölmenni var í veislunni sem stóö í rúma tvo sólarhringa og er talið að um 800 manns hafi tekiö þátt í fögnuðinum þegar mest var. Gestirnir komu víöa aö, flestir úr nágrenninu en einnig úr öörum héruðum Júgóslavíu. Þrjátíu manna hópur Islendinga lagöi leið sína í veisluna, svo og nokkrir gestir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Austurríki og Þýskalandi. Bændur í Zakuta sáu aö mestu um framkvæmd hátíðahaldanna fyrir hönd foreldra Milunku, eins og siöur er þar í sveit. Tveimur dögum fyrir veisluna slátruöu þeir tuttugu svínum, nokkrum lömbum og nauti og steiktu á teini yfir opnum eldi. Heilu bílfarmana af drykkjarföngum þurfti aö bera inn í hús og reisa stórt tjald þar sem matast var, drukkið og dansað. Fimm manna hljómsveit sá um aö halda mönnum á hreyfingu og voru júgóslavneskir þjóö- dansar stignir inni í tjaldi, uppi á boröum og úti á túni á meðan á veislunni stóö. Stemmningin var oft og tíðum með ólíkindum. Milunka Kojic er dóttir hjónanna Guðrúnar Oskarsdóttur og Milutins Kojic, ræðismanns Júgóslavíu á Is- landi. Milutina er ættaöur úr Zakuta og býr þar ásamt fjölskyldu sinni á sumrin, en á veturna hafa þau aðsetur í Reykjavík. Karl Aspelund er sonur Kolbrúnar Þórhallsdóttur og Erlings Aspelund, framkvæmdastjóra hjá Flugleiöum. Karl og Milunka veröa við nám í London á vetri komanda. KB SVEITABRÚÐKAUP — 800 manna veisla sem stóð í tvo sólarhringa Þessibar fram heitt Silivóvitch á kvöldin. Brúðhjónin fóru akandi i hestvagni i og úr kirkju. steiktu yfir opnum eldi á hlaðinu hjá Kojic-fjölskyldunni. íslendingarnir lágu i sólbaði á meðan skammt frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.