Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 23. ÁGUST1984. Andlát í gærkvöldi í gærkvöldi Falleg sjónvarpsauglýsing Það fer um mig eins og marga aöra að ég glepst til aö skrifa um sjónvarps- og útvarpsdagskrána sem ég hvorki horfi né hlusta á. Og þó. Ég slysaðist til að berja sjón- varpið augum rétt um hálfníuleytiö þegar auglýsingamar voru. Þó að auglýsingar séu lítil hvíld fyrir skyn- færin þá brá út af venjunni þegar dýralífsmynd frá Búnaðarbankan- um birtist á skjánum. Eg er einatt síðbúin aö hrósa auglýsingum fyrir fegurð og smekk en þessi auglýsing var hvort tveggja; falleg og smekk- leg. Mig langaði bara að geta þess því að það er óvenjulegt að auglýs- ingar séu prýddar þessum kostum. Nú, nú. Mér gafst stund milli stríða í gærkvöldi og gat tyllt mér niður til að horfa á mestan part þáttarins um friðdómarann og það var ágætur þáttur. Þar eru kynntar fyrir manni fjöldinn allur af kúnstugum persón- um. Undir háttatíma voru Samstæður Gunnars Reynis Sveinssonar á dag- skrá útvarpsins, undurgott verk og gaman að fá aö kynnast því. Er það ekki til á plötu? Svona undir lokin má ég fara fram á það við tónlistardeild ríkisútvarps- ins að góður maður eða kona verði fenginn til þess að leika sem flestar túlkanir á tumaríunni í Tosca. Eins og flestir vita er þetta gullfallegt verk og allir albestu óperusöngvarar heimsins hafa spreytt sig á því. Mér þætti fengur að slíkum þætti. Þórunn J. Hafstein. Vilhjálmur Einarsson: Gagnrýni á sjón- varp oft óréttmæt Eg verð að játa það að ég er býsna iðinn sjónvarpsglápandi. Eg horfi yfirleitt alltaf og finn oftast eitthvað við mitt hæfi. Mér finnst sú gagnrýni sem sjónvarpiö verður oft fyrir órétt- mæt. Því er ætlað að þjóna frétta-, fræðslu- og skemmtihlutverki og mér finnst í dagskránni takast að ná nokkuð farsælu jafnvægi milli þess- ara þriggja þátta. Þó finnst mér einnig að hækka mætti afnotagjöldin og leggja meira í gæði dagskrárinnar, aðallega í sambandi við kaup á erlendu efni. Eg horfði á írska þáttinn í gærkvöldi þó ég hafi nú ekki fylgst vel með hon- um. Mér fannst hann ágætur því hann sýndi á gamansaman hátt sam- band milli húsbænda og hjúa. Þáttur- inn úr safni sjónvarpsins var einnig ágætur. Otvarpsdagskráin í gær- kvöldi var aö mínu mati dæmigerð. Þar voru til fyrirmyndar þættir á borð viö kvöldvökuna, útvarpssög- una og Aldarslagur. Ingibjörg Árnadóttir, Lokastíg 23 Reykjavík, verður jarösungin í dag 23. ágúst kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Þorbjargar Guðmundsdóttur og Ás- geirs Jónssonar. Áriö 1929 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Oskari Gissurarsyni. Þau eignuðust fjögur böm. Sigurður H. Friðriksson, Unnarbraut 13 Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 23. ágúst, kl. 10.30. Sigurður Haraldur fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1939, sonur hjónanna Friðriks Sigurössonar og Laufeyjar Þorsteinsdóttur. Hann hóf framreiðslunám í veitingahúsinu Nausti og lauk námi þar 1961. Starfaði hann í Nausti með stuttum frávikum allt til ársins 1983, um árabil sem yfir- þjónn. Árið 1968 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni Valborgu Bjarnadóttur. Þau eignuöust tvo syni semerulOoglðára. Jón Hliðberg, Leifsgögu 12 Reykjavík, andaðist í Eili- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. ágúst. ^ Aðalheiður Pálsdóttir, Seglbúöum, sem andaðist á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 20. ágúst, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Birgir Ásgeirsson lögfræöingur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Ólafur Sigurðsson, Framnesvegi 15, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Jón G. Guðjónsson, fyrrverandi kenn- ari, Hátúni lOb, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju Föstudaginn 24. ágúst kl. 10.30. Þrír óskilahundar Á Dýraspítala Watsons í Víðidal eru þrir óskilahundar. Eigendur eru vinsamlegast beðnir um að vitja þeirra strax. Upplýsingar á Dýraspítaianum Víðidal, simi 76620. Skjalataska fannst Skjalataska með ljósmyndum og fleiru fannst í Austurbænum. Upplýsingar veittar í síma 32122. 60 ára er í dag Eyjólfur K. Sigur- jónsson endurskoðandi. Hann og eigin- kona hans, Unnur, taka á móti gestum í dag kl. 17—19 í Lionsheimilinu Sigtúni 9. 60 ára er í dag, 23. ágúst, Pétur Guðjónsson rakarameistari. Hann tekur á móti gestum heima hjá sér aö Grundarlandi 10 kl. 16—19. 75 ára er í dag, 23. ágúst, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bryti, á Hrafnistu í Reykjavík. Hann og kona hans, Anna Elíasdóttir, taka á móti gestum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag, inngangur um suðurdyr, og í sal á 5. hæö. VEXTIR BANKA OG SPARISJÓÐA ALÞÝÐU BANKINN BÚNAÐAR BANKINN IÐNAÐAR BANKINN LANDS BANKINN saiWInnu BANKINN ÚTVEGS BANKINN VERSLUNAR BANKINN SPARI SJÓÐIR Innlán SPARISJÓÐSBÆKUR 2ja mán. uppsögn 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 18,0% 4ra mán. uppsögn 19,0% 20,0% 20,0% 19,0% 19,0% 19,0% 19,0% 20,0% 5 mán. uppsögn 20,0% 6 mán. uppsögn 22,0% 12 mán. uppsögn 24,5% 23,0% 23,5% 18 mán. uppsögn 23,5% 21,0% 21,0% 21,0% 23,0% 24,0% SPARISKÍRTEINI 6 mánaða 24,0% VERÐTRYGGÐIR REIKN. 3ja mán. uppsögn 23,0% 23,0% 23,0% 23.0% 23,0% 23,0% 23,0% |6 mán. uppsögn 2,0% 0,0% 0,0% 4.0% 2,0% 3,0% 2,0% 0,0% SAFNLÁN, HEIMILISLÁN 3-5mánuðir 4,5% 2,5% 6,0% 6,5% 4,0% 6,0% 5,0% 5,0% 6 mán. og lengur 19,0% 20,0% STJÖRNUREIKNINGAR 11 5,0% 21,0% 23,0% KASKÓREIKNINGAR21 TÉKKAREIKNINGAR Ávísanareikningar 15,0% 5,0% 12,0% 9,0% 7,0% 7.0% 12,0% 12,0% Hlaupareikningar 7.0% 5,0% 12,0% 9,0% 7,0% 7,0% 12,0% 12,0% GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 9,5% 9.5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% Sterlingspund 9,5% 9,5% 9,5% 9.5% 9,5% 9,5% 9,5% 9.5% Vestur þýsk mörk 4,0% 4,0% 4,0% 4,0% 4;0% 4,0% 4,0% 4,0% j Danskar krónur 9.5% 9,5% 9.5% 9,5% 9.5% 9,5% 9,5% 9,5% Útlán ALNIENNIR VlXLAR ;lforvextir) 22,0% 22,0% 22,5% 22,0% 22,5% 20,5% 23,0% 23,0% VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 23,0% ALNIENN SKULDABRÉF 24,5% 25,0% 25.0% 24,0% 26,0% 23,0% 25.0% 25,5% VIÐSKIPTASKULDABRÉF j 28,0% HLAUPAREIKNINGAR Yfirdráttur 22,0% 21,0% 22,0% 21,0% 22,0% 26,0% 23,0% 22,0% VERÐTRYGGÐ LÁN [Allt að 2 1/2 ári 4,0% 9,0% 7,0% 8.0% 8,0% 8,0% 8,0% Állt að þrem árum 7,5% Lengri en 2 1/2 ár 5,0% 10,0% 9,0% 10,0% 9,0% 9,0% 9,0% Lengri en þrjú ár 9,0% FRAMLEIÐSLULÁN |V. sölu innanlands 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% V. sölu erlendis 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 10,0% 1) SljörnufBÍkningaf Alþýðubankans eru fyrir yngri en 16 ára eða eldri en 64 ára, verðtryggðir. 3á Hjá Sparisjóði Bokingarvíkur eru vextir á verótryggðum innlánum með 3ja mánaða uppsögn 2) Kaskó reikningar Verslunarbankans tryggja með tilteknum hætti hæstu innlánsvexti i bankanum hverju smni. 4_q% 0g moð 6 mánaða uppsögn 6,5%. Dráttanrextir eru 2.75% á mánuði eða 33.0% ó éri. Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33,0% á ári. Málverkasýning í Hátúni 10C Mánudaginn 20. ágúst opnaði Oskar Theó- dórsson málverkasýningu í Hátúni 10C. Hann sýnir 35 myndir unnar með pastel, akrýl, vatnslitum og tússi. Sýningin er opin daglega frá kl. 8-16.30. Tilkynningar Námskeið Námskeið fyrir píanókennara og nemendur. Dagana 27,—31. ágúst nk. mun próf. Edith Picht-Axenfeld frá tónlistarhá- skólanum í Freiburg, V-Þýskalandi, halda námskeið fyrir pianókennara og lengra komna píanónemendur á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Viðfangsefni námskeiðsins er Vínar- klassík (píanótónlist eftir Haydn, Mozart, Beethoven og Sehubert) og fer það fram í sal Menntaskólans við Hamrahlíð daglega frá 9- 12og2-5. Námskeið sem þetta krefst mikils undir- búnings þeirra sem koma fram sem virkir þátttakendur, þ.e. leika hin ýmsu klassísku verk fyrir áheyrendur. Hafa um 18 nemendur verið að undirbúa sig fyrir þetta námskeið aö undanfömu, en alls munu þátttakendur lík- lega verða um og yfir 100 manns. Námskeið þetta er ekki síður gagnlegt fyrir þá sem taka þátt sem áheyrendur og fylgjast með kennsl- unni. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Tón- listarskólans í Reykjavík. Sýningar Flóamarkaður Framhaldssumarflóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra verður haldinn um næstu helgi 25. og 26. ágúst. Opið verður frá kl. 14— 18 báða dagana. Þiggjummeð þökkum það sem fólk þarf að losna við. Sækjum heim ef óskað er. Upplýsingar gefur Stella í síma 11822 á daginn og í síma 32601 á kvöldin. „Frjálsu kartöflurnar": Mikill áhugi kaupmanna og neytenda „Því er ekki að neita að eftir að frétt- in birtist í gær hafa margir bændur haft samband við okkur og einnig veit ég um að þeir hafa haft samband við kaupmenn beint,” sagði Haukur Hjaltason, framkvæmdastjóri hjó Dreifingu, en í gær var sagt frá því í DV að fjölmargir kaupmenn og bænd- ur væru nú byrjaðir að hafa viðskipti sín án milligöngu Grænmetisverslun- arinnar. Fyrirtækið Dreifing hefur séö um að útvega bændum viðskipti í Reykjavík. Hann sagði að miöaö viö viöbrögö fólks væri greinilegt að það væri þetta sem hefði vantaö. Það vill velja hvaða kartöflur það kaupir og einnig geta valið um stærðir á þeim. APH BELLA Síðasta ár fór ég til Cannes og fylgdi regluuum: Ferðastu nú — borgaðu seinna. í ár er ég komia í síðari hlutann og er að borga. Afmæli I Tapað-fundið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.