Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Page 4
4 DV. FÖSTUDAGUR7. SEPTEMBER1984. __ Virkir hf. og Orkustof nun: Tilboð i jarðhita- rannsóknir í Jemen Þekking sú sem Islendingar búa yfir á sviði jarðhitanýtingar er verðmæt útflutningsvara sem sóst er eftir. Virkir hf., sem er samstarfsfyrir- tæki tólf íslenskra verkfræðistofa, hefur í samvinnu við Orkustofnun gert tilboð í jarðijitaverkefni í Norður-Jemen semerríkiásunnan- verðum Arabiuskaga við Rauðahafið. Sérstaklega var óskaö eftir þvi við Islendinga að þeir byöu í þetta verk- efni sem er stjómun og umsjón meö jarðhitarannsóknum í landinu. Fimm öðrum aðilum, á Nýja-Sjá- landi, Italíu og í Bandaríkjunum, var einnig boöið að gera tilboð. „Þetta er griðarlega stórt verk- efni, fyrir á aðra milljón dollara,” sagði Andrés Svanbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Virkis. Aætlað er aö rannsóknirnar standi yfir i þrjú ár. Ef Virkir og Orkustofnun fá verkið myndu tíu til fimmtán íslenskir sérfræðingar starfa viö það meira eða minna. Sér- fræöingarnir kæmu frá Orkustofnun, Háskóla Islands og verkfræðifyrir- ■tækjum. Virkir hefur þegar hlotið reynslu við jarðhitaverkefni erlendis. Það stærsta er gufuaflsvirkjun í Kenýa í samvinnu við breska aðila. Virkis- menn tóku einnig þátt í virkjun Kröflu. -KMU. Toga upp stálþilið úr Skeiðarársandi — fullkominn segulmælir og loftpúði fengnirí leitina að gullskipinu „Við erum bara aö toga upp þetta jám. Við erum komnir vel af stað,” sagði Kristinn Guðbrandsson sem þessa dagana er á Skeiöarársandi ásamt f jórum öðrum viö að ná upp stálþilinu sem rekið var niður í fyrrasumar umhverfis skipsskrokk þann sem menn töldu vera gull- skipið. „Við höfðum ekki rétta tækið fyrr en um helgina. Þá fengum við uppdráttarhamar sem við leigðum frá Bretlandi. Vonandi ljúkum viö ^-----------------------4K „Ég aatla ekki aldeilis að gefast upp," segir Kristínn Guðbrands- son. Myndin vartekin við stálþilið i fyrrasumar áður en Ijóst varð að guiiskipið var ekki undir. Loftpúðaskipið sem notað verður við gullskipsleit á Skeiðarársandi. DV-mynd Bj. Bj. þessu í mánuðinum,” sagði Kristinn. Leicin að gullskipinu mun halda áfram. „Eg ætla ekki aldeilis að gefast upp,” sagðiKristinn. „Það hefur verið svo mikiö vatn á sandinum að það hefur ekkert þýtt aö leita. En það er farið að sjatna,” sagði hann. Til leitarinnar hefur nú veriö fenginn betri tækjabúnaður. Loftpúði bíður þess að verða sendur úr Björgun, fyrirtæki Kristins, austur á Skeiöarársand. Þá hefur verið keyptur fullkominn segulmælir frá Bandaríkjunum. Sá mælir er næmur á jám. -KMU. Skólagjöld Verslunarskólans: Hækka um tæp80prósent J Skólagjöld í Verslunarskóla Is- lands hafa hækkað um 78 prósent frá í fyrra. Þá voru þau 3.000 krónur en erunú 5.350 krónur. „Þessi hækkun er nú ósköp svipuö og áður hefur verið hækkað á milli ára. Stundum hefur þaö meira að segja verið meira,” sagði Þorvarður EUasson, skólastjóri Verslunarskól- ans, í samtali við DV. Hann sagöi að gjöld þessi væru til þess að standa undir eflingu skólans almennt, svo sem að standa straum af kostnaði við tækjabúnað og af ýmsum rekstrarliðum sem ekki væru greiddir af ríkinu, en eins og kunnugt er er Verslunarskólinn að hluta tileinkaskóli. ______________________-KÞ Gosmyndir í Húsavíkurbás Víkurblaðsmenn á Húsavík gerðu sér ferð í Mývatnssveit í fyrrinótt, stuttu eftir að gos hófst á Kröflu- svæðinu. Arnar Bjömsson, einn Víkurblaðs- manna, sagði aö þeir hefðu verið komnir á svæðið um klukkan 00.30 og hefðu trítlað um þar til klukkan 4 og tekið f jölda fallegra litmynda. „Ætlunin er að koma þessum myndum í Húsavikurbás heimilis- sýningarinnar í Laugardalshöll,” sagði Arnar. „Hver mynd er 20 x 25 cm að stærð og mun myndin verða seld á 500 krónur í ramma. ” Jl Dagskráin er ekkifelublað Forráðamenn Dagskrárinnar, blaðs sem gefið er út á Selfossi, vilja í framhaldi af ummælum Einars Gíslasonar rútubílstjóra í DV á mið- vikudag taka fram að blað þeirra sé ekki felublað. Það sé gefið út í þrjú þúsund eintökum sem dreift sé út um alla sýsluna. Spamaður í skóla- haldi ekki látinn ná til Reykjavíkur A sama tíma og skólum á lands- rekstri samþykkir menntamálaráðu- stunda frá í fyrra í Reykjavík. byggðinni er gert að spara 2,5 prósent í neytið 9,4 prósent fjölgun kennslu- Þetta kemur fram í gögnum sem nefnd sveitarstjórnarmanna á Norður- landi kynnti á nýloknu þingi Fjórðungssambands Norðlendinga. Þar er einnig sýnt fram á mikla mis- munum á skólahaldi í Reykjavík og á Akureyri. Fjöldi vikustunda á nem- anda er um 12 prósent meiri í Reykja- vík en á Akureyri. Ástæðan liggur í deildarskiptingu. Á Akureyri er grunn- skólalögum fylgt og miðað við 28 nem- endur í deild en í Reykjavík aðeins um 23nemendur. Til að leiðrétta þennan mismun þyrfti að fjölga um 13 stöðugildi kenn- ara á Akureyri eða 385 stundir. Að öðrum kosti fækka um 1852 stundir í Reyk javík eöa 62 stööugildi. Stjórn Bandalags kennara á Norður- landi eystra samþykkti á fundi á þriöjudaginn mótmæli við fjölgun kennslustunda í Reykjavík á sama tíma og menntamálaráðuneytið ítreki kröfur um 2,5 prósent niðurskurð. Einnig er mótmælt niðurskurði á sér- kennslu í umdæminu úr 449 í 145,5 stundir. Það þýðir aö 37 af 62 bömum fá ekki þá sérkennslu sem reglugerð gerir ráð fyrir. Á sama tíma hafi verið samþykktur sérkennslukvóti fyrir Reykjavík sem svari tii að 99 böm á Noröurlandi eystra njóti slíkrar kennslu. JBH/Akureyri Mjólkurfram- leiöslan minni íágúst — en hef ur þó aukist á árinu öllu Mjólkurframleiðslan minnkaði um 3 prósent í ágúst miöað við sama mánuð í fyrra. En það sem af er þessu ári hefur mjólkurframleiðslan aukist um 4,30 prósent. Þessi sam- dráttur í ágústmánuði bendir hins vegar til að þessari þróun hafi veriö snúið við. Ef um áframhaldandi samdrátt verður að ræða það sem eftir er árs má búast við að heildar- framleiðsla verði sú sama og í fyrra eða 106 milljón lítrar. En fram að þessu hefur framleiðsluspáin hljóðaö upp á 112 milljónir lítra. Að sögn Agnars Guðnasonar, blaðafulltrúa bændasamtakanna, eru líklegar ástæður fyrir þessum samdrætti í mjólkurframleiöslunni áhrif frá auknum kjamfóðurskatti sem lagður var á í sumar. Einnig hefur burðartími kúa breyst og þá hefur veðurfarið einhver áhrif. Veðurfarsáhrifin eru þó ekki einhlít því'að á Akureyri var samdrátturinn mestur. APH Unnið að stækkun Fossnestís á Selfossi. Á annarri hmð á að vera funda- og samkomusalur og í risi er gert ráð fyrir bar. Selfoss: Fossnesti með bar og veitingarekstur Verið er að bæta 320 fermetra hæð ofan á Fossnesti á Selfossi þar sem vera á funda- og samkvæmissalur. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Fossnestis, sagði að nýja viðbyggingin yrði tekin í notkun í j anúar á næsta ári. Salurinn verður leigöur út fyrir fundi og einkasamkvæmi og einnig verður hann notaöur sem almennur dans- staður. „Meiningin er að sækja um vín- veitingaleyfi eftir opnun,” sagði Guðmundur og er gert ráð fyrir tveimur börum, öðrum í risi hússins og hinumísal. „A Selfossi hefur vantað slíka aðstöðu. Tryggvaskáli hefur verið sá eini sem leigt hefur út saU en hefur ekki verið starfræktur sem dansstaöur eða haft vínveitingaleyfi,” sagði Guðmundur. „ A vetuma er mjög líflegt á Selfossi í sambandi við árshátiðir, þorrablót og annaö félagslif svo að við kvíðum ekki aðgerðaleysi,” sagöi Guðmundur. Bifreiðastöð Selfoss hf. rekur Fossnesti og er starfsemin fjórþætt: leigubílar, bensín, veitingar og verslun. .jj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.