Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984. 5 Pósturogsími: Stöðvarstjórar fá kauphækkun Stöðvarstjórar hjá Pósti og síma hafa fengið k jarabót. 1 gærmorgun var undirritað samkomulag milli fjár- málaráðuneytis og Félags isienskra símamanna sem felur í sér að um helmingur stöðvarstjóra hækkar um einn tii tvo launafiokka. Hækkunin kemur einkum til þeirra stöðvarstjóra sem hafa verið í lægstu launaflokkum. Viröast fulltrúar ríkis- valdsins hafa fallist á það sjónarmið að störf þeirra hafi að einhverju leyti veriö vanmetin. Laun stöðvarst jóra eru mismunandi eftir umfangi starfseminnar. Við röðum þeirra í launaflokka hefur verið notað stigakerfi. Gefin eru stig út frá veltu útibús, ibúafjölda og póstmagni. Samstarfsnefnd símamanna og fulltrúa ríkisvaldsins hefur að undan- förhu verið að endurskoða stigakerfið. Þessi endurskoðun hefur nú meöal annars leitt til þess að lægstlaunuðu stöðvarstjóramir hækka úr 13. launa- flokki upp í 15. launaflokk, úr 16.398 krónum á mánuði upp í 17.566 krónur eða um 1.168 krónur á mánuöi. „Þetta er ekki til að hrópa húrra fyrir,” sagði Ragnhildur Guðmunds- dóttir, formaður Félags simamanna. „Það er verið að leiðrétta fimm ára gamla skekkju. Tölur um umfang stöðvanna eru frá 1979. Þær hafa breyst mikið síðan,” sagði Ragnhildur. 68 stöðvarstjórar af 90 eru í Félagi símamanna. Hinir eru í Póstmanna- félagi Islands. Búist er við að það félag undirriti sams konar samkomulag á næstu dögum. -KMU. Starfsmonn Gísla J. Johnson og fulltrúar IBM fagna því aö 100 töh/ur hafa núþogar varið afhontar. Hundraðasta IBM einkatölvan seld BVKO keypti 100. IBM einkatölvuna af Gísla J. Johnsen fyrr í vikunni. Gísli J. Johnsen sf. hefur haft IBM umboðiö á Islandi í tæpt hálft ár og hafa tölvum- ar hlotið mjög góðar viðtökur. Fjölmargar pantanir liggja fyrir frá skólum, stofnunum og fyrirtækjum um kaup á IBM tölvubúnaði. Fyrirtækið afhenti nýlega Háskóla Islands tölvur, en fyrirhugað er að Háskólinn kaupi tæpar 50 IBM tölvur á árinu. Einnig hefur verið gerður samningur við Innkaupastofnun ríkisins um söiu á tölvum og viðhaldi og þjónustu við þær. Nýtt dótturfyrirtæki Gísla J. Johnsen, Tölvubúnaður sf., markaðs- setur hugbúnað fyrir tölvur og veitir viðskiptavinum Gísla J. Johnsen ráðgjöf við uppsetningu og notkun tölvu- og hugbúnaðar. -JI. Menntamálaráðuneytið: Fenemal ekki í „handkaupi” Vegna fréttar Fuglaverndunar- félags Islands i DV frá 22. ágúst sl. undir fyrirsögninni: ,,Arnarstofnmn í hættu vegna eiturútburðar æðarrækt- armanna: Dreifa eitri sem gæti drepið alla Islendinga,” vill menntamála- ráðuney tið að eftirf arandi komi fram. I fréttum Fuglaverndunarfélagsins stendur m.a.: „Mesta hætta sem nú steðjar að erninum er eiturútburður æðarræktarmanna. Undanfariö hafa 217 aöilar keypt í handkaupi hjá Lyf ja- verslun rikisins 300 kg af fenemali sem nægja myndi til þess að drepa alla Islendinga. Þetta er gert með leyfi menntamálaráðherra og samþykkt af formanni eiturefnanefndar.” Menntamálaráöuneytið vill að fram komi að Lyfjaverslun rikisins hefur aldrei selt neinum fenemal „i hand- kaupi”. Samkvæmt reglugerð skal Lyfjaverslun ríkisins afhenda eig- endum og umráðamönnum æöarvarpa fenemalskammta gegn skírteinum sem gefin eru út af viðkomandi lög- regluyfirvaldi að fengnum méðmælum eiturefnanefndar. Utlát Lyfjaverslunar ríkisins á fenemali til einstakra „æðarræktar- manna” var „undanfarið,” eða frá árinu 1974, 38,350 kg í 165 afgreiðslum og hafa þessar afgreiðslur farið til samtals 86 einstaklinga. A tímabilinu 1976—1983 afhenti Lyfjaverslun ríkisins 179,5 kg af fenemali til veiðistjóra Búnaðarfélags Islands sem ekki er taliö með af- hendingum til einstakra „æðarræktar- manna.” Ráðuneytinu þykir miður að Lyfja- verslun ríkisins verði fyrir aðkasti fyrir að fara í hvívetna eftir reglu- gerðum sem menntamálaráðuneytið hefur sett. -Ji. Afhending skírteina fer fram sem hér segir: í Tónabæ kl. 3-5 og Æfingastöðinni, Engihjalla 8, kl. 6-8 laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. sept. í Mosfellssveit, félagsmiðstöðinni Bóli, föstudaginn 14. sept. kl. 11-13 en þar verður kennt á laugardögum. SÍMI4R71Q VERIÐ VELKOMIN. KOLBRÚN AÐALSTEINSDÚTTIR islandsmeistarinn, Stefðn Baxter, kennir break. Athugið: Síóustu innritunardagar eru laugardag og sunnudag. Annors flokfts lambokjöt er fyrsta ftokks motur' Lambakjöti er skipt í flokka eftir þyngd, útliti o.fl. Kjöt í öðrum flokki er jafn bragðgott og yfirleitt fitu- minna en kjöt úr dýrari flokkum. Og svo er það ódýrara! Framleiðendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.