Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 32
STONES - REWIND:
Spólað til baka — en ofstutt
Er hægt að segja eitthvað annað en
fallegt um safnplötu frá Rolling Stones
sem spannar þrettán ár? Hefur því
ekki verið haldið fram með nokkrum
sanni að Stóns sé besta rokkhljómsveit
veraldar, — og þó víöar væri leitað?!
Aukinheldur er því haldið fram hér á
plötukápu að þetta sé „the best of
Rolling Stones”; eigum við að ve-
fengja það?
Já, hiklaust. Þannig er nefnilega
1 mál með vexti að þó platan spanni
þrettán ár vantar á þessa plötu
gullaldarár Rollinganna, frá 1965 til
1971. Frómt frá sagt hafa Stóns verið
hálfvankaðir þetta tímabil sem platan
spannar, — og sýnilega stórum lakari
en fyrri hluta ferils síns. Að sönnu hafa
Rollingarnir tekið spretti og árið 1978
sýndu þeir klæmar með einhverju
eftirminnilegasta lagi síðari ára: Miss
You. Þrjú lög frá þessu sama ári eru
enda hér á Rewind, auk Miss You eru
hér: Beast of Burden og Respectable,
öll í hugljúfari kantinum. Plötunni er
líka skipt upp í tvennt: á fyrri hliðinni
I eru rokklögin og þeirri síðari þau
rólegri, — skipting sem er að minni
hyggju varasöm: menn freistast til
þess að leika aöeins aðra hvora hliöina
eftir því hvort þeim líkar betur við
storminn eða logniö.
Það vantar ekki að fyrri hliöin byrji
vel: Brown Sugar er upphafslagið og
eitthvert besta Stónslagið og síðan
heldur fjörið út alla plötuhliðina: Und-
ercover Of the Night, Start Me Up,
Tumbling Dice, It’s Only Rock And
Roll (But I Like it) og She’s So Cold.
Mjög óh'k lög og misgóð, finnst til
dæmis einhverjum Start Me Up vera
gott lag?
Síðari hliðin er miklu betri og þar
bera af: Miss You og Angie. Hin lögin
eru: Beast Of Burden, Fool to Cry,
Waiting On A Friend og Respectable.1
Þar með vita lesendur hvora hhðina ég
set á fóninn, en ætli það sé ekki til eitt-
hvað sem heitir „the very best of
Rolíing Stones”? Hér eru alténd ekki
bestu lögin.
-Gsal.
SMÆLKI
Sæl nú! Yiö gctuni farið
aö húa i>kkur undir anran
stórsmell fra Wham! I
kjölfar Wake Me Up Be-
fore You Go-Go æöisins.
Nyja lagið keniur út í
Lundúnum í dag og heitir:
Freedom. frelsi. Þeir eru
sumsé komnir a spenann
hja Friedman og féliigum
. . . Ný safnplata frá
Steinum kemur ut í byrjun
næstu viku og heitir: A
slagínu, undirtitill: 12
smeliir. Þar er meöal ann-
ars aö finna lagið: I Love
Funkin’ með hljómsveit aö
iiafiti: Pu/.zle. Ykkur að
segja er uppistaðan i þeirri
sveit strákarnir í Me/./o-
forte. Smeiliö! . . . Viö sá-
um i síðasta Skonrokki
ROGER TAYLOR - STRANGE FRONTIER:
Queen-tromm-
ari e/iifi á ferð
ROGERTAYLOR
j Einhver vinsælasta hljómsveit á
undanfömum árum er vafalitið breska
hljómsveitin Queen. Queen hefur alltaf
haft nokkra sérstöðu. Tónlist hennar
hefur spannað frá sinfónísku rokki til
létts skallapopps. Mest áberandi
meðlima Queen hefur verið hinn
stórtennti Freddie Mercury og hafa
aðrir fallið nokkuð í skuggann af hon-
um.
Roger Taylor heitir trymbill Queen
og hefur hann samið nokkur þekkt lög
sem Queen hefur tekið til meöferðar.
Nýlega sendi kappinn frá sér sólóplötu
sem ber heitið Strange Frontier og inni-
heldur skifan tíu lög, þar af átta sem
Roger Taylor hefur samiö. Að auki
hefur Roger Taylor farið í smiðju til
tveggja snillinga, Bob Dylan og Bruce
Nýjarplötur
Springsteen, með tvö lög.
Þaö er erfitt að ótta sig á því að
Roger Taylor skuii vera ættaður úr
Queen. Tónlist hans á Strange Frontier
verður að flokkast undir þróaða popp-
tónlist þar sem mikið er lagt upp úr út-
setningum. Það sem aðallega greinir
hann frá tónlist Queen er rödd hans.
Hin sérkennilega en samt góða rödd
Freddie Mercury er samnefnari fyrir
Queen meðan rödd Roger Taylor er
frekar veik og finnst mér söngurinn
veikasta hlið Strange Frontier og ger-
ir plötuna ósköp venjulega, þótt sum
laganna séu hin ágætasta lagasmíð.
Bestu lög plötunnar finnst mér Strange
Frontier, ágætur rokkari, og hið
seiöandi lag Killing Time. Racing In
The Street eftir Springsteen og Mast-
ers Of War eftir Dylan verða ósköp
mátth'til í meðförum hans.
I heild er Strange Frontier hin
sæmilegasta rokkplata en verður
nokkuð leiðigjöm ef hlustað er um of á
hana. -HK.t
hvernig Elton John fórnaöi
sér fyrir listina og lagiö
sitt •Passengers rneö því
aö kasta sér i sjoinn. Hun-
urn mun hafa orðiö meiiit
af volkinu . . . Bov Geotge
ug Marilyu munu hafa sæst
ug meira að segja fariö
sainan í sumarfrí til
Jámaiea. Þar voru þeir á-
samt Keith Kiehard úr
Kolling Stones ug bresku
blöðin segja hann aldrei
úfriöari hafa veriö:
andlitiö á honum er eius og
upphleypl landakort!...
Andy Sununers úr Poliee
ug Koberl Fripp ur King
( rimson hafa gefiö ut aöra
pliilu sína i félagi: Be-
witehed . . . Aórar nýjar
pliitur frá þekktum flytj-
endum: Kefleetion frá
Kiek James ug þaö er
safnpiata. Donua Sumtner;
( ats Without Oaws, Floek
Oí Seagulls: The Story Of
A Youug Heart og smáskíf-
ur frá: UB40, Tom
Robinson.XTU og General
Publie . . . Lagió nieö
ELBOW BONES AND THE RACKETEERS - NEW YORK AT DAWN:
Engum ætti að
leiðast
Tímabil stóru danshljómsveitanna
(Big Bands) hefur verið mörgum
hugleikið á síðari árum þótt fjörutiu ár
séu frá því þær voru upp á sitt besta.
Glenn Miller og Dorsey-bræður voru
þá poppstjömur sem tekið var eftir og
eftir hverri nýrri skífu frá þeim var
beðið með eftirvæntingu.
Elbows Bones And The Racketeer
er hljómsveit sem ég veit satt að segja
engin deili á en hefur svo sannarlega
kannað swing-timabihð eins og plata
þeirra New York At Dawn ber merki.
Þessari hljómsveit hefur á mjög
skemmtilegan hátt tekist að færa Big
Band timabilið inn í nútimann.
Skemmtileg lög og útsetningar ásamt
líflegum söng einkenna þessa ágætu
skífu.
Aðeins breytir um stíl þegar tekur að
líða á seinni hhð plötunnar. Fer hljóm-
sveitin meira út í soul með ekki eins
góðum árangri, en án þess þó að
skemma heildarsvip plötunnar.
New York At Dawn inniheldur níu
lög er virðast sitt úr hverri áttinni en
skapa samt eina heild sem kemur ó
óvart. Elbow Bones And The Racket-
eers er samkvæmt upptalningu á
plötuhlið fimmtán manna band þar
sem lítiö fer fyrir rafmagns-
hljóðfærum en nútíma stúdíótækni
notuð tU fulls til að skapa nútíma áhrif
þótt útsetningar gætu aUt að því verið
fjörutíuáragamlar.
Það er í rauninni ekki hægt að gera
upp á mUU laga á plötunni. Hvert fyrir
sig hefur sinn sjarma. Söngurmn er
ýmist í höndum kven- eða karl-
söngvara eða að dúett er tekinn og er
hinnbesti.
New York At Dawn er í heUd
einhver ferskasta og skemmtilegasta
piata sem undirritaður hefur heyrt
lengi. Aöall hennar er hversu vel hefur
tekist að blanda gömlum tónUstar-
hefðum við hraða nútímans. -HK.
elbow bones AND THE RACKETEERS,
Stevic Woiider, sem trónar
uú a toppi Lundúnalistans
og heitir: I Just Called To
Say I Love You. hefur selst
í s\o stóruni uppliigum i
Bretlandi aö ekkert auiiaö
lag frá Motown slær þvi
við . . . Sala á áleknum
(sem óáteknum) snældnm
hefur aukist gifurlega i
Bandarikjuuum og seim
kémur að því aö þær fari
fram úr piötum í sölu . . .
Látiiin er i Bandarikjunum
blúsistinn Perey Mayfield.
Hann samdi miirg ágæt
blúslög eins og til dæmis:
Hit the Koad Jaek og Hide
Nor Hair . . . Squee/e-
strákarnir Difford og
Tilbrook hafa ekki sést á
sviði frá því Squeeze féll i
ómegiit en hafa nú safnaö
nægum kjarki og troöa upp
á hljómíeikum á iiæstuniii
. . . Góöa helgi!