Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur besta gæðaeftiriitið Notagildi Um aldir hafa ávextir veriö not- aðir til víngeröar. Þeir hafa verið notaöir til sultu- og marmelaðigerð- ar. I ávöxtum er kolvetni sem kallast pektín. Það veldur hlaupmyndun í t.d. marmelaði. Ávextir eru notaðir til skrauts, til að gera mat girnilegri á að líta og, síðast en ekki síst, eru þeir borðaðir beint. Heilsufræöilega séð eru þeir mikilvægir vegna þess aö þeir koma lagi á meltingarkerfiö. Þeir hafa í þessu tilliti tvenns konar áhrif. Annars vegar hafa þeir örvandi áhrif vegna trefjainnihaldsins. Má þar nefna appelsinur. Hins vegar hafa þeir stemmandi áhrif t.d. epli og bláber. Mikilvægastireruþó ávextir fyrir það að þeir eru besti C-vítamíngjaf- inn semtiler. Næringargildi Avextir innihalda mjög lítið eða ekkert af fitu eöa próteini. Hins vegar innihalda þeir mikið af kol- vetnum, þó aö í mjög mismunandi magni sé. Avextir innihalda mikið af kalíum. Sólber og ribsber innihalda nokkuðaf járni. Vítamíninnihald er mjög mismun- andi. Ferskjur og apríkósur inni- halda töluvert af karóten. Flestir vökvamiklir ávextir innihalda nokk- uð af B-vítamíni og mikið af C-víta- mini. Bestu C-vítamíngjafamir eru sólber, appelsinur, jarðarber og sítrónur. Flestir ávextir innihalda ávaxta- sýrur t.d. eplasýru, vínsýru og sítrónusýru. Þessar sýrur virka örvandi á meltingarkerfið og hjá fólki, sem er veikt fyrir í meltingar- kerfinu, valda þær oft niðurgangi. I hýði margra ávaxta finnast efni sem viikja letjandi á meltingarkerfiö og eru þeir þess vegna oft notaöir gegn niðurgangi. Fólk sem finnst eplagrautur of leysandi getur vel þol- að hrá epli meö hýðinu. Vatn er stærsti hluti ávaxtanna eða um 75—90%. Næringarefnin finn- ast uppleyst í vökvanum. Vökvinn hefur þau áhrif að ávextir virka mjög oft mettandi. Hitaeiningamagn er lágt. Geymsla ávaxta Yfirleitt á að geyma ávexti á köldum stöðum, vegna þess að það lengir geymsluþol þeirra. Ávextir eru mjög viðkvæmir fyrir gersvepp- um og myglusveppum. Best er aö geyma flesta ávexti við 0—5°C. Suma ávexti er best að geyma við 6—10°C. Sýndir eru nokkrir ávextir í töflu 1, og einnig viö hvaða hitastig best er að geyma þá. Til þess að ávextir nái því að haldast ferskir og góðir verður að geyma þá við rétt hitastig. 'Upplýsingaseðíííi til samanDurðar á heimiliskostnaði 1 Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- j andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sðmu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks _ Kostnaður í ágúst 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar Sérstaklega er mikilvægt aö ávextir séu geymdir við rétt hitastig í lagerrými og í verslunum. Þetta er eiga ekki að veigra sér við því að láta vita um það sem þeim finnst ábótavant í þeirri verslun sem þeir versla við. Taflal Ávaxtategund Geymsluhitastig Ananas Ö—5°C Appelsinur 0—5°C Apríkósur q___5°c Bananar yfir 12°C Ber 0—5°C Epli 0—5°C Ferskjur 0—5°C Grape 6—10°C Kiwi 0—5°C Klementínur 0—5°C Mandarínur 0—5°C Melónur 6—10°C Perur 0—5°C Sítrónur 6—10°C Heimiíisbókhald DV: 4 þúsund krónur fyrir einn Matarkostnaður einstakiinga í Reykjavík var tæpar tvö þúsund krónur í júlí samkvæmt heimilisbók- haldi DV og á Hellu var kostnaðurinn rúmar fjögur þúsund krónur á ein- stakling. Þetta eru meöal annars nið- urstöðumar í heimilisbókhaldinu síð- asta uppgjörsmánuöinn. Þaö er mikill mismunur á meðal- tali einstaklinga til dæmis á Tálkna- firði og í Kópavogi. Á fyrri staðnum var meöaltalið rúmar fimmtán hundruð krónur og á þeim síðar- arnar mánaðarlega. Við höfum leit- ast við að svara þeim en varla hefur það verið gert svo öllum iiki. Spumingamar em meðal annars, hvemig stendur á því að einstakling- ur í einni f jölskyldu kemst af með um fimmtán hundruð krónur á mánuði fyrir mat og hreinlætisvörur en ann- ar þarf til sömu kaupa yfir fjögur- þúsund krónur eins og var í júlí? Skýringarnar eru auðvitað mis- jafn kaupmáttur, ólíkt lagt upp úr því hvað er á borðum, hvort það er Meðaltal matarkostnaðar — Einstaklingar mikilvægt, bæði vegna þess að neyt- Akureyri Júní Júlí andinn veit yfirleitt ekki hvenær kr. 3.076,- kr. 2.678,- ávöxtunum er pakkað eða þeir koma Blönduós kr. 2.704,- kr. 2.710,- í verslunina. Þetta er vissulega Bolungarvik kr. 3.204,- bagalegt fyrir þann neytanda, sem Borgarnes kr. 2.269,- geymir vöruna sína eitthvað. Hann Egilsstaðir kr. 2.884,- kr. 3.490,- vill síðan borða ávöxtinn sinn en Fáskrúðsfjörður kr. 2.195,- kr. 2.517,- uppgötvar þá að hann er orðinn Garðabær kr. 2.379,- óneysluhæfur. Garður kr. 3.064,- kr. 3.165,- Þaö vill alitof oft brenna við að Hella kr. 3.435,- kr. 4.228,- kaupmenn hugsi ekkert um Hnifsdalur kr. 2.204,- kr. 2.136,- ávextina, eftir að þeim hefur verið Húsavík kr. 1.874,- kr. 1.956,- pakkað í söluumbúðir og leyfi Hvammstangi kr. 3.005,- kr. 3.008,- gerlunum að lifa í vellystingum Höfn/Hornaf. kr. 2.126,- kr. 2.105,- praktuglega, og skemma vöruna. I-Njarðvík kr. 2.646,- kr. 2.231,- Mætti eftirlit starfsfólks í búðum Kópavogur kr. 3.606,- kr. 3.513,- vera mun betra. Neytendur sjálfir Reykjavík kr. 3.253,- kr. 1.986,- eru þó besta gæðaeftirlitið, og er það Selfoss kr. 2.581,- kr. 3.194,- þeirra að fylgjast með þeirri vöru Vopnafjörður kr. 3.008,- kr. 3.306,- sem þeir eru að kaupa. Neytendur Þorlákshöfn kr. 2.685,- kr. 2.378,- Svo sem sjá má á þessum lista hefur orðið mikið „verðfall” hjá höfuðborgar- búanum yfir hásumarið. Matarreikningurinn, sem var 3.253 krónur í júni, lækkaði i 1.986 krónur í júlimánuði. nefnda um þrjú þúsund og fimm hundruð. Frá stærri stööum eru niðurstöð- umar frekar marktækar vegna fjölda upplýsingaseðla sem berast. Frá sumum minni staðanna var að- eins um einn upplýsingaseðil að ræða, því ósanngjarnt að meta neyslumynstur og matarkostnað allra ibúa staðarins eftir einni fjöl- skyldu. En eins og oft hefur verið bent á áður, niðurstöður í heimilis- bókhaldinu eru vísbendingar um heimiliskostnaö og til samanburðar. Misháar tölur í heimilisrekstri einstakra heimila vekja ailtaf upp spumingar, oftast sömu spuming- soöning og grjónagrautur fimm daga vikunnar eða annaökostnaðarmeira. Síöan eru innkaupavenjur manna misjafnar — og aðstæður allar. Þá geta stórinnkaup einn mánuöinn gert strik í reikninginn einn mánuðinn sem jafnast út þá næstu. En hverjar sem skýringamar eru er það staðreynd að hundrað króna seðill er ekki öllum jafnnotadrjúgur — eða ódrjúgur. Við höfum margoft bent á að verðsamanburður við mat- arinnkaup margborgar sig i dag. Með þessum orðum birtum við niðurstöðutölur júlímánaðar um meðaltal á nokkrum stöðum á land- inu. -ÞG Kaupfélagið í Miðvangi: Selur aðeins brauð frá einum aðiia jí Hvers vegna eru bara brauð frá einu bakaríi seld í kaupfélaginu í Hafnarfirði? Þessari spurningu er beint til kaupfélagsins sem er í Mið- vangi. Til okkar hringdi Hafnfirðingur sem sagðist vera óánægöur með það að fá ekki að velja um brauð frá fleiri framleiðendum. Hann taldi að þetta væri ekki nógu gott og nauðsynlegt að gera bragarbót á þessu. Hann sagði að það væri að öðm leyti mjög gott að versia í kaupfélaginu og þar væri yfirleitt boðið upp á fjölbreytt úrvaimatvara. Við höfðum því samband við kaup- félagsstjórann, öm Ingólfsson. Hann sagði að þetta væri vandamál. Málið væri þannig vaxið að þegar verslun- armiöstöðin hefði verið byggð viö Miðvang hefðu verið gerðir samning- ar á milli bakarísins og kaupfélags- ins. Það var kaupfélagið sem var byggingaraðili og gerði samninga við aðra smásala um aðstöðu þeirra í verslunarmiðstöðinni. Bakariið Brauðbankinn geröi þær kröfur að kaupfélagið seldi einungis brauð frá sér og engum öörum. Svo að frá byrj- un hefur þetta verið kvöð á kaupfé- laginu. örn sagði að þetta fyrir- komulag samræmdist ekki sínum hugmyndum um verslunarhætti og hefði hann gert tilraunir til að fá þessu breytt. Hann hefði borið málið undir tvo lögfrasðinga. Niðurstaða þeirra var sú að ekki væri hægt að hnekkja þessu samkomulagi á þeim grundvelli að þessir viðskiptahættir væru ólöglegir. örn sagði að ööru hvoru kæmi upp óánægja hjá viðskiptavinum þeirra, en ekki væri hægt að segja að brauð- salan væri minni hjá þeim en annars staðar. Hann hefði ekkert á móti þessum brauðum en þetta væri ekki í sam- ræmi við hans hugmyndir. I kaupfé- laginu reyndi hann að fyigja þeirri reglu að vera með vörur frá sem flestum aðilum og leyfa þeim að keppa innbyrðis í hillum verslunar- innar. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.