Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984.
Spurningin
Ferðu mikið á
útsölur?
Gyða Hansen húsmóðir: Nei, ég geri
nú lítið af því. Eg efast bara um að það
sé nokkuö hagstæöara.
Adam Jóhannsson leigubílstjóri: Nei,
það geri ég ekki og hef engan áhuga á
útsölum yfirleitt. Eg læt konuna sjá
um þetta.
Kristjana Mooney kennari: Ekki geri
ég það því ég finn sjaldan það sem ég
vil. Orvalið er mjög lélegt.
Rósa Baldursdóttir nemi: Nei, ég geri
ekki neitt að því aö fara á útsölur. Ég
reyni frekar ef ég hef aðstööu til aö
versia erlendis.
Hörður Ingi Sveinsson lagermaður:
Ja, ég fór á eina útsölu um daginn á
Skúlagötunni og ég hef hugsað mér aö
fara á fleiri. Þaö er oft ágætt úrval á
útsölunum.
Barði Guðmundsson netagerðarmað-
ur: Ég geri mjög lítiö að því. Hef
reyndar ekki góða aðstöðu til þess þar
sem ég er utan af landi. Svo er nú
reyndar áhuginn ekki mjög mikill.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Gestur fanga á Litla - Hrauni:
„Fær ekki mat
í heimsókn-
artímanum”
Það eru vist flestir sammála um að fangelsi só hræðilagur staður.
Þessi mynd er úr Síðumúlafangelsinu.
Utanbæjarmaður hringdi:
Þannig er málum háttað að sonur
minn er fangi á Litla-Hrauni og til að
stytta honum stundir reyni ég að
fara í heimsókn til hans eins oft og
leyfilegt er eöa einu sinni í viku, á
sunnudögum milli kl. 10 og 6. Eg legg
af stað heiman frá mér um átta-
leytið á morgnana og er ekki kominn
heim fyrr en um níu á kvöldin. Og
allan þennan tíma, frá kl. 10 til 6, fæ
ég ekkert að boröa. Ekki fæ ég að
boröa meö drengnum því gestum er
óheimilt aö snæöa meö föneunum.
Eg get ekki heldur keypt neinn mat
þarna. Og ef ég tæki með mér nesti
þá yrði ég að boröa þaö í augsýn
fangavarðanna. Það verður aö segj-
ast eins og er að þetta er ekki mjög
uppörvandi hvorki fyrir mig né
drenginn. A öllum öörum stofnunum,
t.d. sjúkrahúsum, fá gestir undan-
tekningalaust hressingu ef þeir óska
þess á meöan á heimsókn stendur.
Mér finnst því þetta vera rétt-
lætismál sem umheimurinn má
gjama vita af. Eg er tilbúinn til að
borga fyrir minn mat og mér finnst
aö þar sem gestir stansa undan-
tekningalaust lengi þá eigi þeir rétt á
mat, vilji þeir fá hann.
DV hafði samband við varöstjóra
á Litla-Hrauni:
Hann sagöi aö hætt heföi verið að
veita gestum fanganna hádegismat
fyrir u.þ.b. þremur árum. Astæðuna
fyrir því sagði hann vera þá aö ekki
heföi verið og væri ekki, aöstaða til
aö taka viö fleiri í mat. Matsalur
staöarins væri tvísetinn og aðstaða í
eldhúsi ekki eins og best væri á kosið.
Einnig hefði þessi þjónusta töluvert
verið misnotuö á sínum tíma.
Hins vegar vegar væri nú föngum
gert kleift að veita gestum sínum
beina á meöan á dvöl þeirra stæði. I
miðri viku gætu þeir sent pöntunar-
lista í kaupfélagið og fengið sendar á
laugardögum þær vörur sem þeir
bæðu um. Fangamir gætu því sjálfir
boðið gestum sínum upp á þær
veitingar sem þeir vildu. Þessi
þjónusta heföi sem sagt komið í staö
hádegismatarins og væri hún mikið
notuð af föngunum.
ATHUGASEMD
ÆÐARBÓNDA
Árni G. Pétursson æðarbóndi skrifar:
Vegna fréttar í DV frá Fuglavernd-
arfélagi íslands 22. ágúst sl. óska ég
eftir aö gera athugasemdir viö
klausuna. „Mesta hætta sem nú
steðjar að erninum er eiturútbúnaður
æðarræktarmanna. Undanfarið hafa
217 aðilar keypt í handkaupi hjá Lyf ja-
verslun ríkisins 300 kg af fenemali,
sem myndi nægja til þess að drepa alla
íslendinga. Þetta er gert með leyfi
menntamálaráðherra og samþykkt af
formanni eiturefnanefndar.”
Þetta finnast mér grófar aðdrótt-
amir í garö æðarbænda, Lyfja-
verslunar, ráðherra o. fl. og engan
veginn sæmandi málflutningur í nafni
félagsheildar. Slíkir sleggjudómar eru
sem betur fer fáheyröir í nútíma
fréttaflutningi og harla loöin er frá-
sögnin. Hvaö merkir undanfariö? Aö
mínum kunnugleika væntanlega 15—30
ár og talan 217 er úr lausu lofti gripin.
Af árlegri sölu hafa um 4—6% gengið
til æðarbænda, hitt til veiöistjóraem-
bættisins sem hefur notaö þaö í þágu
sveitarfélaga, fiskvinnslustööva, veiöi-
félaga og heilbrigöisfulltrúa á Norður-,
Austur- og Suöurlandi þar sem ömum
er ekki talin stafa hætta af. Og er það
samhljóða álit heimamanna aö þaö
hafi gefið tilætlaðan árangur varöandi
fækkun á mávum og hröfnum.
Ég held aö framangreindur mál-
flutningurFuglavemdarfélags Islands
sé arnarfriðun alls ekki til framdrátt-
ar, heldur þvert á móti, og hann geti
nýV.Vk.ViKi; ;'.t;UK.-:..UH.ST ..H
arnarstcfnmníbættu
v«gr»3 aiturátburðar,
liðar r35 ktarmahna;
sem g®ti
drepið alla
— nú eru 115-120
< . < Ml *»'*> •** I
Þl.ss;, aajjaoa cru am » arnar-l
J nagar a« vcrto fteygir á landimi. 37|
I „,,r ,-ru á tamiiiiu sem tiaia helgað serl
I svajði (óftal i. t;m 25 ungar tomust uppl
I úr um 20 hreiðrum. Með vissu er vitaði
I um varp 8 annarra para scm misfórustl
|af cinhvcrjum orsökum. I
Einstaka eruir haia sést á flugi þai)|
■ sem af er pessu ári frá Gullbringusýslul
Itil Húnavatnssjsiu. aft Strandasýslul
luEuinnskiiinni. Af þéssurn 25 unguml
uniiist s uíigar upp á ■fvæfti scm "n!l
rrpti ckr.i á íyrir lá árum. Tvó arnar-j
l'nne íundust sjurckm.
Greinin sem Árni vitnari.
hleypt illu blóöi í margþreytta æöar-
bændur, sem orðið hafa fyrir arnar-
plágu í varpstöð sinni og tekið tjóni
með þögn og þolinmæði. Því þaö má
Fuglaverndarfélag Islands vita aö hafi
æöarbændur hug á þá er auðvelt aö
gjöreyöa emi á Islandi.
r
a
Bjarai hringdi:
Það vakti óskipta athygli mína aö
Háskóli tslands bauö Milton
Friedman hingað til lands í félagi viö
Stofnun Jóns Þorlákssonar.
Guömundur Magnússon háskóla-
rektor, sem situr í stjóm stofnunar-
innar, upplýsti í viðtali að Háskólinn
hefði borgaö um 10 þúsund krónur í
þessu skyni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Háskólinn, og þá nánar tiltekið við-
skiptadeild hans, hefursamvinnu við
pólitiskt áróðursfélag. Fyrir tveimur
árum kom hingaö Friedrich Hayek,
peningahyggjumaöur hálfu öfga-
sinnaðri en Friedman, á vegum
hennar í félagi viö Félag frjáls-
hyggjumanna.
Hins vegar hefur ekki einum ein-
asta fræöaþul af vinstri kanti
stjómmála verið boðið hingaö af
þessari merku deild svo Lengi sem
elstu mennmuna.
Rithöfundur sagöi i viðtali viö eitt
dagblaöanna nýverið aö þaö heföi
sannarlega oröið uppi fótur og fit ef
deildin hefði hoðið marxískum fræði-
manni í samvinnu viö Fylkinguna.
Við þetta má bæta að viðskipta-
deild Háskólans hefur enn frekar
stutt tilgátuna um að hún sé virkur
þátttakandi í trúboði hægriafla með
því aö neita hagfræðingnum og
marxistanum Emst Mandel um aö
tala í húsakynnum Háskólans.
I raun og veru er allt í lagi að bjóöa
Friedman og Hayek hingað en hins
vegar er þaö forkastanlegt aö gera
þaö í samvinnu viö pólitísk baráttu-
félög og eins vegna þess að engum
öðrum en hægrisinnuðum öfgasinn-
umerboöiö.
já, daunillt er í Danaveldi.
Fyrirspurn til
sjónvarpsins
Helgahringdi:
Mig langaöi aöeins til aö þakka sjón-
varpinu fyrir aö sýna hina frábæru
þætti „Aðkomumaöurinn” sem sýndir
hafa verið á þriðjudögum að undan-
fömu. Einnig langar mig til aö vita
hvort einhverjir fleiri þættir hafi verið
gerðir í sama myndaflokki og ef svo er
hvort sjónvarpið muni sýna þá.
MYNBOND MILLI
TÁKNMÁLS OG FRÉTTA
Nemiskrifar:
Eg er ekki nokkrir góðkunnir borg-
arar heldur aðeins einn menntaskóla-
nemi. Þó ætla ég aö gerast svo djörf aö
mótmæla þessu mgli um aö hafa
sinfóníutónlist milli táknmáls og
frétta. Það er miklu betra aö hafa tón-
list sem hægt er að hlusta á. Þessir
borgarar eru vafalaust þeir sömu og
höfðu gaman af ruglþættinum sem
lengi vel var á miðvikudagskvöldum.
Eg vona aö ykkur líki þátturinn um
heimskautafarana sem er ábyggilega
algert skemmtiefni miðað viö dráps- gömui og hafa verið sýnd í Skonrokki
þáttinn Berlín ^Alexanderplatz. Nei, fyrir löngu. Það ætti varla að vera dýrt
Heimskautafaramir er ábyggilega of og svo er nú sjónvarpiö tU aö horfa á
alþýðlegur þáttur fyrir þessa borgara. þuö.
Eg man nú ekki hverjir þessir
flipparar eru en án gríns, var þetta
ekki bara gabb? Það gctur enginn
veriö svona langt niðri.
Aftur á móti er ég algjörlega
fylgjandi þeirri hugmynd aö sýna
myndbönd milli táknmáls og frétta.
Það mættu vel vera myndbönd sem eru
Hér held ég aö ég hætti en ætla í
lokin aö láta nokkrar góðkunnar
hljómsveitir fylgja meö sem mér
finnst aö mætti vera f jallað um í helg-
arpoppi. Depeche Mode, Queen,
David Bowie, Frankie goes to
Hollywood og Spandau Ballet.
Þessu er hér meö komið á f ramfæri.
DV hafði samband viö Elínborgu
Stefánsdóttur hjá sjónvarpinu: Hún
sagöi aö ekki heföu veriö geröir fleiri
þættir um „Aðkomumanninn” en þeir
sem sýndir voru hér. En af væntanleg-
um framhaldsmyndaflokkum nefndi
Elínborg þættina um njósnarann
Reilly sem þegar væru hafnar sýning-
ar á og framhaldsþætti um Marco Polo
sem vakiö hafa heimsathygli.
‘W-
,
m
!■
Sjónvarpið mun sýna 12 þætti um
njósnarann Reilly.