Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þýskaland miðstöð fálkaverslunarinnar Flutningar með geislaefni vekja almennan ugg Það varð uppi fótur og fit þegar franska flutningaskipið ,,Mont Louis” fórst við Belgíuströnd eftir árekstur við breska farþegaferju. Farmur skipsins var geislavirk úr- gangsefni. Það var rokið upp til handa og fóta út af geislaeitrunarhættunni og við Ermarsundið beggja vegna stóðu menn á öndinni. Samt sýndu mæling- ar strax að engin útgeislun heföi orð- ið og virtist engin verða á næstu dög- um eftir slysið. Flutningur á geislavirkum efnum landleiðina og sjóleiðina er svo tíður aö það fylgir orðið föstum áætlunum og segja sérfræðingamir að þar sé í hvívetna gætt fyllsta öryggis. Farið ieynt En „Mont Louis” liggur nú á hliðinni á grunnu vatni og minnir menn á að „fyllsta öryggi” getur verið nokkuð afstætt hugtak. Og upp- lýsingamar, sem gefnar voru í fyrstu frá frönskum aðilum, en farmurinn kom frá Frakklandi, voru meö sllkri tregðu að fyllti menn grunsemdum um að einhverju væri þar leynt fyrir almenningi. Það var fyrst eftir nokkra daga sem þaö fékkst opinberlega staðfest að gulu stálkerin á þilfari skipsins innihéldu svonefnt „auðgað úraníum” en það er geislavirkara efni en úran hexaflúóríö sem er milli- stig úrgangsefnis frá eldsneyti kjarnaofnanna. Mönnum stendur meiri stuggur af geislaeitrunarhættu en mörgum öðr- um hættum sem að mannfólkinu geta steðjaö. Bæði þykir hún óhugnan- leg, því að hún er búin til af mönnun- um á hendur þeim sjálfum og eins er hún óáþreifanleg svo að sh'ka vá í lofti er illt að varast. Menn verða einskis varir fyrr en löngu eftir að skaðinn er skeður og um seinan að bregöast viö. Því brenna á vörum manna spurningar um flutningana á geislavirku efnunum og hvort treysta megi fullyrðingum sér- fræöinga, hvað það varðar, að þessir flutningar séu hættulausir. Dagiegir fíutningar Hvern einasta dag eru slík efni send meö bifreiðum, skipum, jám- brautum og flugvélum bæði innan- lands, landa í milli og heimsálfa í milli. Það er um að ræða margvísleg efni. Það eru geislavirkir ísótópar, notaöir til Iyfjaframleiðsiu. Það getur verið úran-málmur frá Kanada. Það getur verið auðgað úran frá Sovétríkjunum. Og það getur verið úrgangsefni frá kjarnorkuverunum sem á að hreinsa eða grafa á öruggum stað. Sumt af þessu er hættulaust. Það stafar ekki meiri geislun frá því en granítgrjóti eða sjálflýsandi vísum Þýskaland er miðstöð ólöglegrar verslunar með fálka og aöra sjald- gæfa fugla, segir þýska blaðið Kölner Stadt-Anzeiger. Að sögn blaðsins er fuglunum og fugla- eggjunum safnað úr ýmsum heims- hlutum, svo sem Kanada og Islandi, og þau flutt til Þýskalands þaðan sem olíuprinsar frá Miðaustur- löndum kaupa þau. En þó heimalönd fuglanna leggi mikla áherslu á aö ná fálkaþjófunum virðist þýska lög- reglan hafa lítinn áhuga á því. „Arabaprinsamir eru sérstaklega áhugasamir um fálka sem eru þjálf- aðir í Þýskalandi,” segir einn fálka- sölumaðurinn. 2000 fugiar á ári Joseph Platt, sem vinnur hjá Sulman-Falken-Zentrum, er einn þriggja þýskra fálkasérfræðinga sem vinna fyrir arabíska þjóðhöfð- ingja. Hann giskar á að 2.000 nýja fugla vanti á hverju hausti. Þessir fálkar koma í staðinn fyrir þá fugla sem tapast um veiöitímann og þá sem er sleppt að vori. Einnig veikjast margir fuglar þegar þeir eru geymdir undir lé- legum kringumstæðum. Ekki komast allir fugiamir, sem stolið er, á áfangastað. Talið er að um helmingur þeirra drepist á leiðinni. Það sama er að segja um eggin. Mafíuaðferðir Alþjóðleg náttúruverndarsamtök inni og hélt af landi brott áður en farmur vélarinnar yrði skoöaður. Vitað er að í flugvél hans var mikið um verömæti og þar á méöal vom ránfuglar. Maður, sem siðar seldi honum fugla, staðfesti að prinsinn hefði keypt fugla áður en hann fór heim. „Útungunarvéiin" og ísland Þessi sölumaður sagði líka að prinsinn hefði aðgang að búgarði þar sem maður á launum frá honum sæi um aö þjálfa fuglana. Annars er ekki víst hvaðan prinsinn fékk fuglana. Þrír aðilar koma til greina og ekki auðveldar það starf lögreglunnar. Heimildar- maður frá Miöausturlöndum heldur því fram aö maður sem þekktur er sem „Utungunarvélin” hafi selt Arabanum fuglana Blaöið segir að íslensk yfirvöld, sem mikinn áhuga hafa á þessum málum, viti af þessum manni og að honum sé ekki lengur hleypt inn í Island. En þýskur fálkaþjófur, sem var í vörslu yfirvalda á Islandi, hefur gefið í skyn að aðrir sölumenn hafi selt prinsinum fálkana. Hann segir að eggin, sem voru í fórum hans, þegar hann var tekinn hér á landi, hafi verið pöntuð af þessum sölu- mönnum sem búa nálægt Köln. Spurningin er hvort „Otungunarvél- in” hafi mútað þessum fálkaeggja- þjófi til aö ákæra aðra um að hafa selt Arabanum fálkana sem hann slapp meö heim, segir blaöið. armbandsúrsins. Annað er hágeisla- virkt og ofan í kaupið baneitraö. Þar mætti setja plúton í efsta sætið, því aö örfá grömm af því duga til að drepa mann. öryggisviðbúnaður er vafalítiö mikill en breytilegur eftir því hvaða efni er á ferðinni. Það eru í gildi al- þjóðlegar reglur um merkingar og meðhöndlun þessara efna. Farmur- inn í „Mont Louis” var geymdur í sérstökum stálgámum sem eiga að þola þrýsting allt niöri á 200 metra dýpi. Með alþjóðlegum táknum voru gámarnir merktir viðvörunum um Franska fíutningaskipið „Mont Louis 'á strandstaö gn þaO slys vaktiað geislakraft og fleira. nýju umræOur um öryggi flutninga moð geislavirk ofni. Á fjöiförnum fíutningaleiðum Það sem augu manna opnast fyrir við þetta sjóslys er sú staöreynd að meirihluti þessara flutninga fer sjó- leiðina og það eftir venjulegum siglingaleiðum. „Mont Louis” hafði siglt Ermarsundið þar sem er ein- hver mesta skipaumferð í heimi. Og' siglingu „Mont Louis” bar raunar upp á þá helgina sem vænta má mestrar umferðar um Ermarsund. Hollenskum, belgískum og þýskum yfirvöldum hafði ekki verið tilkynnt um þessa sérstæðu skipsferð. Ekki heldur dönskum eða sænskum en skipið ætlaði þó um Eyrarsund til Riga í Lettlandi. Eyrarsund er ámóta flöskuháls í skipaumferð og Ermarsund. Areksturinn hefði alveg eins getað orðið við kálgaröa ná- granna okkar á Norðurlöndum. Alþjóðlegt samstarf í kjarnorku- iðnaðinum er orðið mjög víðtækt. Það þykir ekkert merkilegt lengur þótt úran-auðgunarver í Sovétríkjun- um fái aðsent hráefni frá Frakklandi og selji framleiöslu sína til Belgíu eða Bretlands. Eða að franskt hreinsunarver taki við kjarnorkuúr- gangi frá Svíþjóð. Hið opinbera sofandi Hitt þykir mönnum ótraustvekj- andi hvað opinber yfirvöld kjarn- orkulandanna vita lítið um hvað er á ferðinni og að það skuli þurfa meiri háttar slys til þess að vekja þau af svefninum. Töluverðar umræður hafa orðið um þessi mál í Bretlandi og orku- málastofnun Breta varði 1,6 milljón- um sterlingspunda til sérstakrar til- raunar í júlí í sumar til að prófa. styrkleika flutningagáma sem nota skal undir geislavirk efni. Mannlaus eimreið var send á mikilli ferð á einn slíkan gám sem fékk þó ekki nema smádæld við áreksturinn. Gámamir verða einnig að þola að ienda í eldi eða sökkva niður í djúphafsþrýsting. Breska orkumálastofnunin segir að það hafi aldrei orðið geisla- eitrunarslys þar í landi, þótt 7000 sinnum hafi slíkir farmar verið flutt- irmeðjámbrautumþarsíðan 1982. Arabaprins moð veiðifáika. Þoim finnstgott að láta þjáifa þá iÞýskaiandi. hafa skorað á vestur-þýsk yfirvöld að mynda sérstaka lögregludeild, sem hafi flugvélar til ráðstöfunar, til að leita uppi þá sem stunda það að smygla viUidýrum mUli landa. Einn þýskur lögreglumaður segir aö máUð sé ekki svo einfalt. Þýsku smyglaramir noti svipaðar aðferðir og bandarískir mafíubófar. Þeir helU lögsóknum yfir ytirvöld og rannsóknarmenn þangað til rannsóknirnar dragist svo á langúin að það svari vart lengur kostnaði að halda þeim áfram. „AlUr fá algeran leiða á því að halda þessu áfram og hinir ákærðu komast í burtu með því aö borga einhverjar smásektir,” segir lög- lögreglumaðurinn. Lögreglan þarf líka að búa við aö utanríkisráðuneytið hafi puttana 1 málunum. Einn Arabaprins, sem var grunaður um smygl, virtist vera. undanþeginn lögum. Lögreglu var skipað að láta hann vera. Utanríkisráðuneytið gekk ekki lengra en svo að þaö bað prinsinn að leyfa að Júmbóþota hans yrði skoðuð áður en hann flygi frá KöUiarflug- velUnum. Prinsinn neitaöi umsókn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.