Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Qupperneq 19
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984. 31 N’óttir íþróttir Lánlausir Valsmenn — léku stórvel gegn Fram en tókst ekki að knýja fram sigur— Jafntefli, 1-1, og bæði mörkin úr vítaspyrnum Lániö lék ekki við Valsmenn þegar þeir gerðu jafntefli, 1—1, við Fram á Fögruvöllum í Laugardal í gærkvöld í 1. deild. Valsmenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og það þó einum Valsmanni, Grími Sæmundsen, væri vikið af velli á 60. min. eftir að hafa slegið mótherja, sem brotið hafði á honum. Heldur sorg- legur endir á leikferli hins geðuga leik- manns sem nú heldur til læknisnáms í London með íþróttameiðsl sem sér- grein. Bæði lið skoruðu eitt mark og voru þau bæði skoruð úr vítaspyrnum. Vítið var raunverulega eina opna færi Fram í leiknum, Valsmenn fengu mörg færi til að skora. Fórum oft illa að ráði sinu við mark Fram. Það voru erfiðar aðstæður þegar leikurinn fór fram. Völlurinn blautur og glerháll en þó sáust merkilega góöir hlutir þar sem Valsmenn gáfu tóninn nær allan leikinn með Hilmar Sighvatsson sem langbesta mann á vellinum og léku þó margir vel. Guðmundur Baldursson, mark- vöröur Fram, varði fast skot Hilmars áður en Valur fékk víti á 19. mín. þegar Þorsteinn Vilhjálmsson handlék knöttinn. Hilmar skoraði örugglega. Þremur mín. síðar fékk Fram víti, þegar Guömundur Kjart- ansson braut á Guðmundi Torfasyni innan vítateigs. Guömundur Steinsson skoraöi (sjá mynd). Valsmenn sóttu mun meira allan fyrri hálfleikinn. Valur Valsson skaut framhjá í dauða- færi og Viðar Þorkelsson bjargaði á marklínu Fram frá Guðmundi Þor- björnssyni. Á 60. mín. braut Hafþór Svein- jónsson á Grími Sæmundsen sem missti augnablik stjórn á skapi sínu. Sló Hafþór. Honum var vikið af velli en Hafþór bókaður. Sóknarlotur Vals voru oft hættulegar. Valur Vals spyrnti knettinum í hliðarnet í dauðafæri, Hilmar spyrnti rétt framhjá og Valur Vals beint á Guðmund markvörð úr allgóðu færi. Fram náði af og til snöggum sóknarlotum en fékk varla færi. Helst þegar Guðm. Steinsson spyrnti knettinum en Þorgrímur komst fyrir skotið og bjargaði í horn. Liðin voru þannig skipuð: Fram. Guðmundur B, Þorsteinn Þ., Trausti, Hafþór (Steinn), Sverrir, Kristinn, Viðar, Guðm. Steinss., Guðm. Torfa, Þor- steinn v., Ómar (Örn), Valur, Stefán, Þor- grímur, Guðm. Kj., Guðni, Grímur, Ingvar, örn Hilmar, Valur, Guðm. Þ., Bergþór. Dómari Þóroddur Hjaltalm. Maður leiksins Hilmar Sighvatsson, Val. -hsím. GARBARM- N Á EFTIR erpool, væntanlegá markað s. komum okkur heim — en í leiknum tókst okkur að ná jafntefli og urðum síðar meistarar á síöasta ári Bob Pais- ley hjá Liverpool. Eg man eitt sinn aö í Marbella á Spáni vorum viö ásamt þýska liðinu Bayer Leverkusen á móti fyrir keppnistímabiliö. Bæði lið á sama hóteli. Þar var mikill munur á hjá Þjóðverjunum og okkur í Liverpool. Þeir æfðu á morgnana, komu síðan í morgunmat og voru aftur komnir í rúmið áður en hitinn varð sem mestur. Viö slöppuðum hins vegar af við sundlaugina, fengum okkur einn eða tvo bjóra og síðan — eftir hádegis- matinn — var fariö á barinn til af- slöppunar. Þýski þjálfarinn trúði ekki sínum eigin augum. Ennþá siður þegar liö hans tapaði fyrir Malaga en við unnum Betis og komumst í úrslit. Hann þoldi það illa og mælirinn var fullur hjá honum þegar viö fórum beint á barinn eftir sigurinn á Betis. „Undir- búa öll ensku Uðin sig þannig?” spurði hann stóreygður. Við töpuðum úrshta- leiknum eftir vítaspyrnukeppni við Malaga en ég hef oft velt fyrir mér hvað varð af hinum þýska þjálfara og æfingaplönum hans,” skrifarSouness. -hsím. iróttir (þróttir (þróttir (þróttir (þróttir Guðmundur Steinsson sendir knöttinn í mark Vals úr vítaspymu, óverjandi fyrir Stefán Amarson. DV-mynd Brynjar Gauti. Gróttu-strákarnir í Þýskalandi: Sigurvegarar á tveimur mótum og unnu 14 leiki af 16 f ferðinni „Þetta var ákaflega vel heppnuð ferð, móttökur í Þýskalandi eins og best verður á kosið. Þá spillti árangur strákanna ekki fyrir. Þeir léku sextán leiki í f erðinni, unnu 14, gerðu eitt jafn- tefli og töpuðu einum leik og vom mót- herjar þeirra þá eldri,” sagði Gauti Grétarsson, þjálfari 3. flokks Gróttu í handknattleiknum. Strákamir héldu til Þýskalands 17. ágúst sl. og sá Jó- hann Ingi Gunnarsson, þjálfari Kiel, um undirbúning í Þýskalandi. Gróttu- strákamir vom tvær vikur í Þýska- landi, hina fyrri í Kiel. Fyrst léku þeir æfingaleik við 2. flokk Altenholz og var jafntefli 16—16. Síðan var mót 3. flokks í Grebenstein og þar vann Grótta alla sína leiki eða sex. Skoraði 64 mörk gegn 31. Urslit. GróttaWolfsanger 12—4 Grótta—Beveringen 12—4 Grótta—Grebenstein 8—7 Grótta—Dente 10—4 I undanúrslitum lék Grótta við Al- feld og sigraði 13—6. Vann síðan Esch- wege-Jest í úrshtum 9—6. Þá var ann- að mót í Alfeld og aftur vann Grótta aila leikina. Urslit. Grótta—Deilingsen Grótta—Woltor Grótta—Alfeld 2 Grótta—Alfeld 1 15-3 14-3 13—4 6-4 Þá léku Gróttu-strákamir einnig fimm vináttuleiki. Sigruðu í fjórum en töpuðu einum, — fyrir 2. flokki Ham- eln. hsim. Þrjú landslið til Skotlands — Stúlkurnar leika í Edinborg Það verða þrjú knattspyrnulandslið frá Islandi sem fara til Skotlands í október. Island leikur gegn Skotlandi í HM-keppnlnni á Hampden Park í Glas- gow 17. október. 21 árs landsliðið, sem tekur þátt í Evrópukeppninni 21 árs landsliða, mætir Skotum í Motherwell 16. október og þá mun kvennalandslið Islands leika vináttulandsleik gegn Skotum í Edinborg 15. október. -SOS Gróttu-strákamir í Þýskalandi. TveimurHM- leikjum sjón- varpað beint f rá íslandi Tveimur leikjum verður sjónvarpað beint frá tslandi næsta sumar. Það era HM-leikir íslands gegn Spánverjum og Skotum. Sjónvarpsstöðvar á Spáni og í Skotlandi hafa haft samband við KSÍ og sjónvarpið í þessu sambandi. Þá hafa auglýsingafyrirtæki haft sambaud við KSt og óskað eftir að kaupa auglýsingarétt á leikjunum — þ.e.a.s. að vera með auglýsingaskildi á Laugardaisvellinum. -SOS. Fannst íslands- ferðin dýr Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DVíBelgíu: — Það stóð til að stór hópur stuðn- ingsmanna Beveren færi til íslands til að sjá Beveren Ieika Evrópuleikinn gegn Skagamönnum á Laugardals- vellinum 19. september—og var ferðin auglýst sérstaklega hér í Belgiu. Þegar verðið á ferðinni var ákveðið hættu nær allir við að fara. Ferðin til islands (fimm dagar) kostar kr. 13.000 íslenskar. Stuðningsmönnum Beveren fannst hún dýr því að fyrir sama verð geta þeir farið til Spánar og verið þar í góðu yfirlæti í þrjár vikur. Einn rekinn af velli og mark- vörður rotaðist Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni DV á Suðumesjum. Njarðvík tapaði á heimavelli í 2. deild fyrir FH í gærkvöld, 2—3, í hörku- spennandi leik þar sem einn leikmaður Njarðvíkiu- var rekinn af velli og annar rotaðist. FH fékk óskabyr jun í leiknum þegar Karl Hjálmarsson skoraði fyrir FH eft- ir aðeins 20 sekúndur sem mun vera met á vellinum. Markvörður Njarðvík- ur missti knöttinn og eftirleikurinn var auðveldur. Njarðvíkingar voru þó ekki á því að gefa upp vonina að komast í 1. deild, tókst að jafna á 15. mín. Her- mann Hermannsson skoraði með föstu skoti, stöng inn. I byrjun s.h. léku Njarðvíkingar mjög vel og tókst að komast yfir. Haukur Jóhannsson skallaði í mark á 51. mín. og litlu munaöi að hann bætti við öðm marki rétt á eftir. Átti skot í marksúluna. En síöan fór að halla undan fæti hjá Njarðvíkingum. SkúU Rósantsson meiddist og á 70. min. var Jón Hall- dórsson rekinn af veUi. Þremur mínút- um síðar jafnaði Ingi Bjöm Albertsson fyrir FH. SkaUaöi í mark af stuttu færi úr þvögu. A 77. mín. lenti markvörður Njarövikur, öm Bjarnason, í sam- stuði. Hann rotaðist og kom varamað- ur í hans stað. Þremur mín. fyrir leiks- iok innsiglaði Hörður Magnússon svo sigur Hafnarf jarðarliðsins. emm. Bikardráttur á Englandi í gær var dregið tii annarrar um- ferðar i Milk Cup á Englandi en i þeirri umferð hef ja liðin úr 1. deUd keppni. í þessari umferð er leikið heima og að heiman. Af einstökum leikjum má nefna að Stockport dróst gegn Liverpool, Ever- ton gegn Sheff. Utd, Man. Utd, gegn Buraley og Tottenham gegn Halifax svo aðeins nokkrir leikir séu nefndir. AUur drátturinn verður síðan birtur. Leikirair eru 32 eða 64 lið sem leika í 2. umferð. hsírn. (þróttir (þrótti (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.