Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Fatnaður
fyrir
fatlaða
og
hreyfihamlaða
Hafinn er innflutningur á fatnaði
sem er sérhannaður fyrir fatlaða og
hreyfihamlaða.
Hér er um að ræða hvers konar
fatnaö, slár, pils, kjóla, blússur,
svuntur og buxur, allt sérstaklega
hannaö fyrir hreyfihamlað fólk. Einnig
loðfóðraður fatnaður, vesti, húfur,
ökupokar og sokkar.
Ein nýjungin á þessu sviöi eru tau-
stígvél sem vakið hafa mikla athygh.
Stígvélin eru gerð úr popplíni en fóðruð
meö einangrunarefni. Þau halda mjög
vel hita á lömuðum fótum. Stígvélin
hafa verið viðurkennd í Finnlandi og
Svíþjóð og eru því ókeypis þar fyrir þá
semþauþurfa.
Einnig er fluttur inn til landsins
fatnaður fyrir fatlaða íþróttamenn. Þá
eru aukarennilásar á skálmum og
ermum svo auðveldara sé að komast
úr og í.
Arlega eru kynntar nýjar gerðir af
fatnaði fyrir hreyfihamlaða og sífellt
leitast við að bjóða vörur í hágæða-
flokki.
Fatnaöurinn er fluttur inn frá
sænska fyrirtækinu Bekváma kláder.
Umboðsmaður þess á Islandi er Kol-
brún Sæmundsdóttir sjúkraliöi.
Pöntunarsími hennar er 27924. Ætlunin
er að hún heimsæki stofnanir með
sýnishorn sé þess óskað.
-JI.
Blaöamönnum var sýndur fatnaður fyrir fatlaða. Hér er stúlkan að máta stígvél
úr popplíni sem eru fóðruð með einangrunarefni. DV-mynd GVA.
Misskiln-
ingur um
myndavélar
A neytendasíöu DV 13. nóvember
birtist grein um samanburð nokkurra
vörutegunda annars vegar í Fríhöfn
Keflavíkurflugvallar og hins vegar í
verslunum í Reyk javík.
Sagt var að verð á Canon F-1 Body í
Fríhöfninni væri 13.665,30 og í verslun í
Reykjavík væri það 34.146,00.
Verslunarstjóri Týli hafði samband
við DV og sagði hann að svolítill mis-
skilningur hefði þama verið á ferðinni.
Hætt er að framleiða þessa gerð af
myndavélum og er farið aö framleiöa í
staðinn gerð sem ber nú nafniö Canon
F-1 New og verðið á þeim er 34.146
krónur hér í bæ.
Hins vegar í lista þeim sem
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli gefur
út er verðið á Canon F-1 Body 13.665,30
en verðið á nýju myndavélinni, Canon
F-1 New, er rúmlega 21.000 krónur.
-JI.
Inngangur
Oft er það sagt aö engin jól séu án
hangikjöts. Þaö lýsir liklega best
hvaða sess hangikjötið hefur í hug-
um fólks hér á Islandi.
Vinnsla hangikjöts felur í sér
tvenns konar meðferð. Annars vegar
er um að ræða söltun og hins vegar
reykingu.
Reyking
Sú vinnsluaöferð að reykja kjöt
barst hingað til lands með landnáms-
mönnum og hefur verið helsta að-
ferðin viö aö rotverja kjöt allt fram á
þessa öld.
I dag er megintilgangurinn með
því að reykja kjöt að fá fram hið sér-
staka bragð og lykt sem einkennir
reyktar afurðir. Upprunalegi til-
gangurinn, rotvörnin, skiptir litlu
máli vegna annarra einfaldari
geymsluaðferða sem hafa leyst reyk-
inguna af hólmi, t.d. kæling og fryst-
ing.
Til þess að fá fram reykinn er not-
aður viður og helst er notaður harð-
viður (sag). En til að ná fram hinii
sérstaka hangikjötsbragði er notað
sauöatað ásamt viðnum.
Kofareykt hangikjöt er oft sagt
besta hangikjötiö. Slfkt hangikjöt er
búið til á þann hátt að kjötið er hengt
upp yfir þeim stað þar sem þéttastur
er reykurinn og látið hanga í nokkrar
vikur. Notað sag og tað við reyking-
una.
Hitastig við reykingu hangikjöts er
haft á milli 20 og 30°C.
Söltun
Eftir að innflutningur á salti hófst
hingað til lands á síöustu öld var far-
ið að salta kjötið fyrir reykinguna.
Jók söltunin enn meira á geymsluþol
kjötsins en verið hafði.
Algengustu söltunaraðferðimar
eru þrenns konar. Þurrsöltun: Hún
felur í sér að salti er dreift yfir kjöt-
iö. Smám saman myndast pækill úr
Engin jól án hangikjöts.
HANGIKJÖT
safanum sem leysir saltiö. Oft er
þessi aöferð notuö fyrst og síðan
pækilsaltaö. Þetta er algengasta
söltunaraðferðin sem notuð er við
söltun hangikjöts.
Vngri aðferð, sem farið er aö fram-
kvæma nokkuð hér á landi, er svo-
kölluö sprautusöltun. Hún hefur þaö
fram yfir hinar aðferðirnar að
söltunin gengur mun hraðar fyrir sig
auk þess sem söltunin verður jafn-
ari. Eftir sprautusöltun er síðan
pækilsaltað i 12—15 klukkustundir.
Annars þarf pækilsaltað kjöt að
liggja 2—3 daga í pæklinum ef það er
ekki sprautusaltaö.
Matur og
hollusta:
Gunnar Kristinsson
matvælafrædingur
Ef nin sem notuð eru eru salt bland-
að með 0,4—0,6% nítriti.
Nítritið gengur í samband við
vöðvarauðann og myndar þannig
rauða litinn (roði) sem einkennir
allar nítratsaltaöar afurðir.
Áhrif söltunar og reykingar
á næringargildi kjötsins
Þau næringarefni sem tapast við
söltunina eru prótín (um 1,5%) og B-
vítamín (þíamín um 25—30% við
pækilsöltun og 12—15% við þurrsölt-
un). Fara þessi næringarefni út í lög-
inn.
Reykingin sjálf virðist ekki eyða
næringarefnum svo nokkru nemi.
Til þess að gæðin haldi sér og
geymsluþolið aukist þarf að geyma
hangikjöt eins og alla aðra matvöru í
kæli.
Munur á pækilsöltuðu og
sprautusöltuðu kjöti
Munurinn er sá að sprautusaltað
hangikjöt verður safaríkara vegna
þess að rýrnun verður minni. Má
gera ráð fyrir aö hvert kló af
sprautusöltuðu hangikjöti þurfi
minni suöu en hefðbundið hangikjöt.
Eða um 1/2 klukkustund fyrir hvert
1,5 kíló. Best er að sjóða hægt en
gæta verður þess þó að suða sé á all-
an tímann. Látið síðan kólna í pottin-
um.
Ef kjötið er látið sjóða of lengi
rýmar allt hangikjöt mjög mikið og
verður þurrt.
Því miður em merkingar á hangi-
kjöti ekki nógu góðar og verða því
neytendur að spyrjast fyrir um það
hvers konar k jöt þeir eru með í hönd-
unum séu þeir í vafa. Ef suðutími er
gefinn í merkingum er neytendum
eindregið bent á að fara eftir þeim.
Lokaorö
Hér hefur veriö fjallað lítillega um
hangikjötsframleiðslu. Líklegt er að
aðferðin við vinnslu þessarar vöm
eigi eftir að breytast í þá átt að þau
efni sem felast í reyknum nái ekki til
vömnnar. Einnig er liklegt að notkun
á svokölluðum gervireyk (reykur
leiddur ofan í vatn og hægt er að
fylgjast með samsetningunni) verði
við framleiðslu hangikjöts í framtíð-
inni vegna þess að með honum er
hægt að koma í veg fyrir að óæskileg
efni komist að kjötinu. En þama er
komin upp spumingin um það hvort
smekksatriöi neytandans á aö ráða
eða sú aukning á hollustugildi sem
fylgja myndi nútímaaðferðum við
reykingu. Úr þessu verður framtíðin
auðvitað að skera. En eitt er vist aö
hangikjötiö verður ómissandi þáttur
í jólahaldinu um ókomin ár.