Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 53
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984.
53
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Andrew er
iðinn við koiann.
Nýtt hneyksli h já
bresku konungs-
fjölskyldunni
Andrew prins hefur ekki setiö auðum
höndum í kvennamálunum síöan hann
yfirgaf Koo Stark. Nú er lýðum oröiö
ljóst aö prinsinn á vingott viö fyrirsætu
að nafni Vicky MacDonald. Samband
þeirra hefur lengi fariö leynt. En fyrir
fáum kvöldum birtust þau í samkvæmi
öllum að óvörum. Fáum sögum fer af
hegðun þeirra í samkvæminu öörum en
aö vel hafi farið á meö þeim. Daginn
eftir sáust þau enn saman á veitinga-
stað sem Vicky á hlut í. Þar fór allt
boröhald úr skoröum viö komu þeirra
en hjónaleysin létu sér fátt um f innast.
Mikill fjöldi blaöamanna hefur haft
af því fulla atvinnu síöustu daga aö
grafa upp allt um samband Andrews
og Vicky. Uppskeran er þó næsta fá-
tækleg. Trúlega rætist ekki úr fyrr en
Sviösljósið skerst í leikinn. Hörð hríð
hefur veriö gerð að mæðrum þeirra en
þær verjast allra frétta. Ástæðan fyrir
þögninni er örugglega sú að þær vita
ekkert. Drottningin lét þó þau orö falla
aö hún væri alls ekki ánægö meö uppá-
tæki stráks. Norma, móöir Vicky, er
af tur á móti hin ánægöasta.
Kunnugir menn segja aö af þessu
máli muni spinnast löng saga. Er því
jafnvel haldið fram að ástarsaga
þeirra Andrews og Vicky ryöji öllum
helgisögnum úr vegi nú um jólaleytiö.
Allir
dást
aO Vicky
— nema
Breta-
drottning.
CIA
stöðvar Liv
Bandaríska leyniþjónustan CIA
stöðvaöi Liv Ullman á leiö hennar til
Colombíu fyrr í þessum mánuöi. „Eg
var að fara um borö þegar fluginu var
aflýst. Meira má ég ekki segja,” sagði
Liv, stuttu eftir aö hún varö frá aö
hverfa. Ferðin til Colombíu átti að
vera á vegum Barnahjálpar Samein-
uöu þjóðanna. Að sögn talsmanna CIA
var Liv meinað að fara til Colombíu
vegna hins ótrygga ástands þar. Sam-
tök eiturlyfjasmyglara eru í óopinberu
stríði við bandarísk yfirvöld. Samtökin
hafa m.a. hótað aö drepa einn Banda-
ríkjamann fyrir hvern af þeirra mönn--
um sem bandarisk yf irvöld handtaka.
SMÁAUGLÝSINGADEILD
Þverholti 11, sími27022,
VERÐUR OPIN
um jólahátíðina:
Föstudag 21. des. kl. 9—22,
laugardag 22. des. kl. 9-14.
LOKAÐ: OPIÐ:
Þor/áksmessu, Fimmtudag
aðfangadag, 27. des.
^ jóiadag og ki. 9—22.
L . annan í jólum.
glboi^gJÓL\
þ* ■
Jólagjöf sem getur
skipt sköpum
Sölustaðir:
Flest apótek, Hjálparsveitir skáta um land allt,
Skátabúðin Snorrabraut og ýmsar sérverslanir.
LANDSSAMBAND
HJÁLPARSVEITA SKÁTA