Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 47
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. 47. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Svipaður kostn- aður Nú eru Danir búnir að fá sína rás 2 í sjónvarpinu. Upp- setning hennar mun hafa kostað um 36 milljónir ís- lenskra króna. Áhugamenn um f jölmiðlun velta nokkuð vöngum yfir þessari upphæð. Ástæðan er sú að rás 2 í íslenska útvarp- inu kostaði einnig um 36 milljónir þegar hún var sett upp. Nú þykir víst að upp- setning sjónvarpsrásar eigi að kosta öllu meira en tilurö útvarpsrásar. Dæmið þyldr því hafa snúist við hjá RUV, auk þess sem rúmt ár er nú liðlð síðan rás 2 tók til starfa. Fannfergi Davið Oddsson borgar- stjóri þykir sprellfyndinn þegar hann vill það við hafa. Sagan segir að nýlega hafi nokkrir útlenskir flugum- ferðarstjórar verið í léttu hófi hjá borgarstjóra. i ávarpi sem bann fluttl gestum sínum ræddi hann meðal annars um erfiðleika þá sem hrjáðu ís- lenska flugið. Taldi Davíð snjóinn þar verstan af öllu vondu. Sagði hann, að fann- fergið á landinu yfir vetrar- tímann setti verulegan svip á samgöngur, svo og þjóðlif ailt. Til marks mætti nefna að vegamálastjórinn á Islandi (Snæbjöm Jónsson) héti „Snowbear”. [ læknisleik Skipan læknismála á Kópa- skeri og í nágrannabyggðum hefur þótt með eindæmum furðuleg. Eins og Dagur á Akureyri greinir frá er for- saga málsins sú að læknishér- aðið á Kópaskeri var auglýst laust til umsóknar. Um það sótti Sigurður Halldórsson iæknir, sem er heimamaður. Heldur þótti það dragast hjá ráðherra að skipa eða setja Sigurð i embættið. Var það einkum talið stafa af mót- mælum lækna viö sjúkra- húsið á Húsavík. En læknis- staðan á Kópaskeri hefur heyrt undlr þá stofnun. Það varð því úr, að Sigurður sótti um Raufar- hafnarlæknishérað, og fékk. Hann býr hins vegar á Kópa- skeri og þjónar báðum stöðum. Það virðist því gilda sama lögmállð um læknismálin þaraa og vegi Guðs. Hvort tveggja er órannsakanlegt. Sameinaðir stöndum vér... Sameining vinstrl flokk- anna hefur verlð nokkuð til umræðu að undanförau. Efldist sá söngur tlitakanlega við formannaskiptin i Alþýðu- flokknum. Hefur til að mynda heyrst að á nýafstaðinni stórsam- kundu í Aiþýðubandalaginu hafi komið f ram tillaga um að samelna umræddar fylkingar á skjótan og einfaldan hátt. Samkvæmt henni áttu alþýðubandalagsmenn að ganga allir sem einn i Alþýðu- flokkinn. Það herfylki gengi síðan óskipt i Bandalag jafnaðarmanna. Kvennalistlnn var ekki talinn með í þessum samruna þar sem menn vildu melna að hann væri hvorki til hægri né vinstri. Bletturinn fundinn? Margir hafa velt vöngum yfir G-blettinum margum- rædda og þvi hvar hann sé aö Hann skyldi þó akJrei vera þarna...? finna. Bletturinn sá araa á nefnilega að geta auklð enn á hamingju islensku þjóðar- lnnar, eða að minnsta kostl stórs hluta hennar. Er það út af fyrir sig spuraing hvort nokkurt gustukaverk sé að trukka upp þjóð sem þegar hefur slegið heimsmet i hamingju samkvæmt skoðanakönnun. En árvakrlr þykjast nú hafa fundið blettinn. Blasi hann vlð augum almennings alla daga, og sé melra að segja rækilega merktur. Og vitanlega er þetta hamíngju- tákn komið frá bændum, svo sem fieira gott. Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandi myndar, sem skýrir sig sjálf. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Menning Menning Menning Plata ^ ársins Hljómplata mað semballeik Heigu Ingólfsdótt- ur. Verkefni: Johann Sebastian Bach: Forleikur afl frönskum hœtti í h-moll, BMW 831; Konsert í ítölskum stfl í F-dúr, BMV 971; Frönsk svfta nr. IVÍES-dúr, BMV815. Tónmeistari: Bjami Rúnar Bjamason. Prossun: Teldec Hamborg, platan er beinskor- in = DMM. Útgefandi: Fólkinn hf. FA 047. Einn stærsti viðburður Listahátíð- ar í Reykjavík á því herrans ári nítj- án hundruð áttatíu og f jögur var leik- ur Helgu Ingólfsdóttur semballeik- ara í Krístskirkju i Landakoti. Hér er óþarfi að endurtaka lýsingar frá þeim atburöi en um þá tónleika dugir eitt orð til lýsingar — stórkostlegir. Ég hygg að mörgum sé farið eins og mér að vilja helst treysta á eigiö minni til varðveislu minninga um stórviðburöi og hafa þá viðmiðun aö það sem maöur ekki muni sé manni ekki meira virði en svo að ekki taki að varðveita það í hugarfylgsnum. Sumir tónleikar standa manni ijóslif- andi fyrir hugskotssjónum, rétt eins og maður hafi heyrt þá í gærkvöldi, meöan aörir falla í gleymsku. En svo mikið er víst að tónleikum Helgu Ingólfsdóttur í Kristskirkju í júní gleyma fæstir þeirra sem á hlýddu í bráð. Þegar tæknimaðurinn gerist meðleikari Líkast til hef ég tönnlast einum of oft á þvi að niðursoðin geti tónlistin aldrei náð þeim sama glansi sem í lifandi flutningi og því sé mér kær- ara að hlýöa á misgóðan tónleik en úrvalsgóða plötu. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að ég fái dáðst aö góðu handverki viö upptöku og eftirvinnu. En einmitt þessi plata lætur unnendum tæknivinnunnar nóg til að dást að. 1 fyrsta lagi ber þar að nefna upptöku Bjarna Rúnars Bjamasonar. Þegar svo vel er unnið sem hér er upptökumaðurinn ekki lengur hinn ópersónulegi „tekno- krat” sem stýrir hnöppum og hand- föngum heldur meðleikari músik- antsins sem hann er að taka upp. Bjarna Rúnari hefur ekki einungis tekist að skila sérstæðri heyrð Garðakirkju á Alftanesi heldur einn- ig, sem ekki er minna virði, hinum Hljómplötur Eyjólfur Melsted einstæða karakter hljóðfæris Helgu Ingólfsdóttur. Kjörgripur í réttum höndum Einhverjum kann að koma það spánskt fyrir sjónir að árinni sé hrós- að ekki síður en ræðaranum. En semball Helgu, smíðaður af meist- ara Mark Stevenson, er einstakur gripur. Eg held að það sé alveg ein- stakt að heyra sembal sem flytur svo kröftugan bassa og býr yfir svo ein- stöku samræmi hljómsins jafnt á djúpum sem háum tónum. Hann er gripur sem hæfir svo snjöllum semballeikara sem Helga er. Gott hljóðfæri er lítils viröi nema í hönd- um þess sem kann með það að fara og hér er slíkur kjörgripur í réttum höndum. Bachtúlkun Helgu er einstök. Hún hefur skapað sér sterkan, persónu- legan stil og á færni hennar og kunn- áttu þarf vart að minnast. Seinni hlið plötunnar, með Italska konsertinum og Frönsku svítunni númer fjögur, er með léttara yfirbragði og aðgengi- legri til áheymar þeim sem ekki eru beinlínis innvígðir barok-og sembal- aðdáendur. En það er meðferð Helgu á Franska forleiknum sem er toppur- inn á þessari plötu að mínum dómi. En hér er það sem oftar að fáránlegt kann aö virðast að láta sér þykja einn tindur öðrum fegurri í stórfeng- legum fjallgarði. Við hverja hlustun finnur maður eitthvað nýtt og áhuga- vertíleikHelgu. Það má fleira flytja út en saltan fisk Mér þykir allundariegt hversu hljótt hrfur verið um þessa frábæru hljómplötu. Því er líkast að útgef- andinn geri sér enga grein fyrir því hvern dýrgrip hann hefur undir höndum — eða er það goðgá og óþarfi aö auglýsa annaö en poppið? Eg tel fyllstu ástæðu til þess að vekja athygli á því aö hér er ekki aðeins um að ræða frábæra plötu miðaö við íslenskar aðstæður heldur er þetta plata sem gæða sinna vegna í öllu til- liti á fullt erindi á alþjóðlegan mark- að. Það sakar kannski ekki að reyna aö koma öðrum þjóöum í skilning um aö menning okkar Isiendinga felst i fleiru en vel varðveittum skinnhand- ritum? Kannski er til of mikils mælst að mönnum skiljist að menning geti verið útflutningsvara ekki síður en saltfiskur. En iátum stóru draumana bíða og höldum okkur við túnfótinn heima að svo stöddu. I raun hefði mátt þjappa allri umfjöllun um hljómplötu þessa í eina setningu: Þetta er plata ársins — hugsanlega er plata Bachársins þegar komin undirnálina. EM af Ný sending TISKV SKOM 670 Kr Kr. 670,- Kr. 990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.