Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1984.
Muggsmyndin líklega rifin í fætlur:
fíkniefnakaup
Maðurinn sem uppvís hefur oröið
að því að stela Muggsteikningunni af
yfirlitssýningunni á Listasafni ASI
mun trúlega hafa ætlað að fjár-
magna fikniefnakaup með myndinni.
Maöurinn, sem er Reykvíkingur á
þrítugsaldri, stal myndinni siöastlið-
inn föstudag. Skömmu siðar var
hann tekinn til yfirheyrslu grunaður
um þjófnaðinn. Honum var sleppt
aftur eftir að hafa neitað allri aðild
að málinu. I gær fékk Rannsóknar-
lögreglan svo upplýsingar um að
þessi sami maður hefði boöið öðrum
manni myndina til kaups, en sá hafn-
aöi henni. Var þá haft uppi á mannin-
um aö nýju. Játaði hann þá að hafa
stolið myndinni og eftir aö honum
hafði ekki tekist að koma myndinni í
verð hafi hann rifið hana í tætlur.
Umræddur maöur mun hafa kom-
iö eitthvað við sögu fíkniefnalögregl-
unnar.
-KÞ
W n
s
Forystumenn flokkanna um svar Bandaríkjanna:
Jón Baldvin
Hannibalsson:
Einfeldnings-
legt svar
,,Því var fyrir löngu yfirlýst að
NATO svaraði ekki grunsemdum eða
ásökunum um tilvist kjarnorkuvopna á
tilteknu svæði þar sem slíkt er
hernaðarleyndarmál. Svar Banda-
ríkjastjórnar skiptir því engu máli,”
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins.
„Ef spurt er bjánalegrar
spurningar fær sá hinn sami einfeldn-
ingslegt svar,” bætti hann við.
-KMU.
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir:
Hæpið að
treysta þeim
„A rneðan Atiantshafsbandalagiö
hvorki játar né neitar því hvort skjöl
eru fölsuð eða sönn er auðvitað um
engin svör frá því að ræða,” sagði Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir, Kvenna-
lista.
„Utanríkisráöherra hefur í raun
engin svör fengið við spumingum sín-
um, aöeins viljayfirlýsingu frá Banda-
ríkjastjóm, og mér finnst harla hæpiö
að treysta slikum yfirlýsingum frá
mönnum sem ekki geta sagt já eða nei
við því hvort eitthvaö sé satt eöa log-
ið.” -KMU.
Stefán Benediktsson,
Bandal. jafnaðarmanna:
Geireinsog
skóladrengur
„Eg er ekki sammála utanríkisráð-
herra aö svar Bandaríkjastjórnar sé
fullnægjandi. Geir Hallgrímsson
bregst við eins og skólastrákur sem
slegið hefur verið á finguma á og sagt
við: „Svona gerir maöur ekki.” Það
virðist nú allt útlit fyrir að Bandaríkja-
menn ætli að hafa sína hentisemi með
kjarnorkuvopn ef og þegar til
styrjaldar kemur,” sagði Stefán Bene-
diktsson.
-EIR.
Atvinnuleysingjar á Akureyri:
Vildu ekki vinnuna
Atvinnulausir Akureyringar viröast
margir hafa lítinn áhuga á vinnu.
Vinnumiölunarskrifstofa Akureyrar
hafði í síðustu viku samband við 20—30
manns sem þar voru á atvinnuleysis-
skrá og bauð upp á vinnu hjá fyrirtæki
í bænum. Samkvæmt reglum má bjóða
atvinnulausum hvaða vinnu sem er
hafi þeir verið án atvinnu í fjórar
vikur.
Hafni þeir vinnunni detta þeir af
skrá næstu fjórar vikumar.
I þetta skipti skiluðu sex manns
læknisvottorði vegna þess að þeir gætu
ekki stundaö þá vinnu sem í boöi væri.
Hún væri það ólík vinnunni sem þeir
höfðu.
Aðeins fimm mættu til
vinnunnar en átján höfnuðu henni, að
minnsta kosti á þessu stigi.
-JBH/Akureyri.
,, Veðrid verður ekkert verra en þetta, ” sagði Bragi Jónsson, veður-
frœdingur á Veðurstofu, l samtali við DV á níunda tlmanum í morgun.
,, Við reiknum með vestanátt og allhvössum hryöjum i dag og má búast
við 7 vindstigum í verstu hryðjunum.” Þetta þykir þeim á Veður-
stofunni ekkert óveður svo landsmenn geta andað léttar þrátt fyrir
óveðursspá í veðurfregnum ígœrkvöldi.
-KÞ/DV-mynd GVA.
LOKI
Þeir eru margir einfeldn-
íngarnir
Ólga meðal fimmta árs nema í læknisfræði:
FA EKKERT SUMARFRI
Nemendur á fimmta ári í læknis-
fræði fá lítið sumarfrí á næsta ári þvi
að vegna fjölda þeirra hefur verið
ákveðið aö kenna þeim næsta sumar.
, ,Ástæða þessa er einfaldlega sú aö
fjöldi læknanema á fimmta ári er
meiri en við ráðum við. Við höfum
hvorki sjúklinga né aðstöðu til að
kenna þessu fólki eins og ætlast er til
af okkur nema að taka upp samfellt
skólaár,” sagði Sigurður S.
Magnússon, forseti læknadeildar, i
samtaliviðDV.
Læknanemar á fimmta ári eru 62
talsins og er það mesti fjöldi sem
verið hefur á því ári hingað til. Sjötta
árs nema eru mun færri og einnig
þeir nemendur sem eru á fyrstu
fjórum árunum. Þessi ráöstöfun á
því einungis við um fimmta árs
nema. En er þetta breytta fyrir-
komulag ekki dýrt?
„Jú, þetta er óhemju dýrt, en við
munum reyna eins og við getum að
halda kostnaðinum niðri. Eg veit
ekki enn hvað þetta kemur til með að
kosta, en það verður mikið. Þetta er
hins vegar eina leiðin sem við sjáum
færa án þess aö lengja námið hjá
þessu fólki.”
— Hvernig taka nemendur þessu?
„Þeir eru óhressir, en það er bara
ekkert við þessu að gera,” sagði
Sigurður S. Magnússon.
Ekki náöist í formann Félags
læknanema vegna þessa máls. En
samkvæmt heimildum DV hafa
nemendur haldið mikla og stranga
fundi vegna þessa máls. Meðal
annars komu þeir fram með móttil-
lögu vegna þessarar ákvörðunar
kennaranna er fólst meðal annars í
því að stytta jóla- og páskafri, hafa
fyrirlestra á laugardögum og lengja
þann tima sem þeir eru á hverjum
degi á deildum spítalanna til þess að
fá sumarfrí sitt og geta þannig aflaö
tekna yfir sumartímann. Þessari til-
lögu var hins vegar hafnað af
kennurum deildarinnar.
-KÞ