Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. Verkstjórar — Verkstjórar Muniö jólatrésfagnaðinn 28. desember. Miöar afgreiddir á skrifstofunni. Verkstjórafélag Reykjavíkur. ÚTSÖLUSTAÐIR Vörumarkaðurinn Ármúla Fjarðarkaup Hafnarfirði Kjöt og Fiskur Breiðholti Valgarður Breiðholti Kaupgarður Kópavogi Matvörubúðin Grímsbæ JL húsið Hringbraut Kjötmiðstöðin Laugalæk Garðakaup Garðabæ Verslunin Brynja Laugavegi Mosraf Mosfellssveit Sendum í póstkröfu um land allt llI.ISÍ.OSlll'82fö5 i qo nákværn baðvog ímaheim'iTölvustyr . t og vönduð jolagpf. Séra Hannes Guðmundsson reit grein í Morgunblaðið þann 3. nóv. sl.: „Hvað játar kirkjan?” Orðabók Menningarsjóðs — sem óhætt þykir að vitna til — hefir þetta samt á annan veg: að játa elnhverju — ekki að játa eitthvað. En kannski þaö sé líka villa? Séra Hannes hefir a.m.k. sína Biblíu á hreinu. Hannritar: „Villutrúarstefnur — I stuttri blaðagrein yröi of langt mál aö rekja öll kenningaafbrigði í boðun kirkjunnar á þessum tíma (þ.e. í frumkristninni), en hér skulu aöeins nefndar fjórar villutrúar- stefnur, sem ýmsir gáfaöir og mikils metnir menn voru höfundar að eða tengdustmeðeinhverjumhætti...” Séra Hannes velkist ekki í neinum vafa um hvað séu „villitrúar- stefnur” og hvaö ekki. En „villu- trúarstefnur” að hverra mati? Að dómi hins rómverska keisara og arftaka hans, páfans. Að dómi páf- ans var einnig lúterskan „villutrúar- stefna”. Mótmælendur hafa afneitað únl*' >4 * * * la ij i\' .Sv4|j % 1. j! Okunnum guði óskeikulleika páfans. Er þaö þá mis- skilningur aö séra Hannes sé lúterskur prestur? Guösmaöurinn sker nú Docetisma, Gnostíkina, Ebjóíta og Manikea ásamt með Aríusar-kristninni niður við trog. Vér fávísir höfum heyrt fæstra þessara stefna getið fyrr. A.m.k. eru þetta ekki brennandi spurningar dagsins i dag. Þaðkemur síðar fram — eins og séra Hannea sjálfur tekur fram — að tilefni greinar hans er alit annað en að fetta fingur út í orðalagsbreytingar á trúar- játningunnL Heimspeki Samt vissi ég fyrir aö Gnostík var ein merkasta heimspeki og trúar- stefna sem uppi var í fornöld. Til voru bæði kristnir og heiðnir gnostíkerar — þ.e. stefnan spannar greinarmun heiöni og kristni. En slíkt („syncretismus”) hlýtur að teljast meira en lítið varhugavert að dómi hins hálf-kaþólska Hannesar. Skoöanaágreiningur Aríusar- kristninnar og hinnar verðandi kaþólsku (þ.e. hinnar almennu) kirkju snerist aðallega um persónu Krists — hvers eðlis hún heföi verið. Aríusar-menn voru um tíma svo voldugir að þeir hefðu getaö orðið ofan á. Hefði svo orðiö væri „villutrú- ar”-listi séra Hannesar allt annar en raunbervitnL Eðli guödómsins hefir fram að þessu ekki legið á lausu. Eöa eru vegir þess ekki órannsakanlegir? Eins og Nýja testamentið ber vitni um höföu postularnir á þessu ýmsar skoðanir. Nú hefir greiðzt úr spumingunni um eðli guðdómsins og persónu Krists — austur í Landsveit. Séra Hannes vitnar til Níkeu- trúarjátningarinnar. I borg þessari var haldiö hiö fyrsta viðurkennda kirkjuþing. Það var kallað saman og haldið undir fundarstjóm rómversks, hálf-heiðins keisara — eins af Konstantíusum þeim er ríktu yfir hinu rómverska keisarádæmi. Frændur þessir sátu ekki á neinum friöarstóli, heldur brugguðu hver öðrum launráð. Þegar Konstantíus sá er kallaði saman kirkjuþingið í Níkeu 325 lézt framkvæmdi herinn fjöldamorð á ættingjum hans að því er talið er að fyrirmælum hans sjálfs. Þannig var hans kristni varið. Kristni af hentistefnu Rómverskir keisarar snerust til kristinnar trúar af pólitískum og hreinum hentistefnusjónarmiðum (þótt einnig mega finna a.m.k. einn sann- kristinn mann meðal rómverskra keis- ara). Þetta gerðist þá fyrst þegar þeir sáu fram á að þeim myndi aldrei takast að brjóta kristna menn undir veldi sitt. Slíka kauða velur séra Hannes til að dæma um persónu og guðdómlegt eðli JesúKrists. Ja,sveL 8KÚLI MAGNÚSSON JÓGAKENNARI Konstantíus sat í forsæti og krafðist þess að biskupamir kæmust að einhverri niðurstöðu. Það er nú almennt viðurkennt (nema í Land- sveitinni) að þeir verr menntaðri hafi ráðið ferðinni. Þannig var trúar-' játning kristinna manna bömuð. En klofningurinn var þar með ekki úr sögunni. Taliö er að sértrúar- hópar lúterstrúarmanna einna skipti hundruðum. Og allir álíta þeir sig byggja á Nýja testamentinu. Hvemig væri að séra Hannes tæki á sig rögg og tíndi hafra frá sauöum á þam guðsakri sem nær liggur vorum tíma en fjórða öldin e.Kr.? Hverjar eru „villutrúarstefnur” samtímans? Hverju skulum vér trúa og hverju ekki? Spyr sá semekki veit. Séra Hannes fjallar um „annariegar kenningar, sem áttu það eitt sameiginlegt að eiga sér enga stoð í ritum Nýja testa- mentisins” (feitletrun Hannesar). Telja ekki allir sértrúarhópar kristninnar að kenningar þeirra eigi ein- mitt stoð í Nýja testamentinu? Vitna jæir ekki allir í bak og fyrir í Biblíuna? En hver sker úr? Vantar oss máski rómverskan fjöldamorðingja til að greiðaúrflækjunni? Hvaö er Nýja testamentið? En hvað er Nýja testamentið og hvað ekki? Um það mun ég fjalla litiö eitt síðar. Og hvaða texti þess er réttastur? Og hvaða skilningur — þótt textinn sé fundinn? Og í hvaða aamhengi? Og hvaö um mótsagn- irnar? Og hvemig skal heimfæra uppá nútímann? Þaö verður annríkt íLandsveitinni. „Eln Páll stóð á miðri Aresarhæð (í Aþenu) og tók til máls: Aþenumenn, þér komið mér svo fyrir sjónir (heiðingamir; ath.s min, SM), að þér í öllum greinum séuð miklir trúmenn, því er ég gekk hér um og skyggndist eftir helgi- dómum yðar, fann ég meðal annars aitari, sem á var ritað: „Okunnum guði”. Það sem þér nú dýrkið óafvitandi, það boða ég yður...” (Postulasagan, 17. kafli, vers 22 og áfram). Hvað hefði séra Hannes sagt og gert í sporum Páls postula? Hvaö gerir „heiðingjatrúboðið”? En séra Arelíus gæti ég mætavel hugsað mér í sporum Páls. Og hann vex enn af. Þurfum við aö þrátta um eðli og persónu hins „Okunna guðs”? Væri slíkt möguleiki? Hinn „Okunni guð” er einnig órannsakanlegur. „Við altari kristinnar kirkju, við blótstall hins heiðna hofs.” Miðaldamennirnir í islenzku þjóð- kirkjunni tóku þennan „blótstall” þjóðskáldsins brott úr sálmabókinni og trúarlífinu. Þar sneru þeir baki við Páli postula á Aresarhæð. Þar réði hinn hálfkristni og al-heiðni rómverski keisari með morðin á samvizkunni. Séra Hannes rær ekki einn á báti i hinni miðaldalegu, ís- lenzku kirkju Anno Domine 1984. — Þvímiður. Vísum hinni rómversku Níkeu- játningu alfarið burt úr kirkjunni. Hættið þessu stagli sem hljómar sem aðhlátursefni í eyrum hinna frjálslyndu Islendinga. „Píndist” undir þessum eða hinum á einhverjum tUgreindum tíma: Þrugl og vitleysa. Guð þjáist aUtaf alls staðar (þó ekki væri nema fyrir þröngsýni og heimsku þjóna sinna). Annars — væri hann hvaða Guð? Hann grætur enn yfir sinni heimsku, hálf-kristnu, hálfheiönu Jerúsalem núáþessumjólum. Hreinsum hjörtun af Níkeu- játningunni. Skúll Magnússon „Eöli guðdómsins hefir fram að þessu ekki legið á lausu. Eða eru vegir þess ekki órannsakanlegir? Eins og Nýja testamentið ber vitni um höfðu postularnir á þessu ýmsar skoðanir. Nú hefir greiðzt úr spurningunni um eðli guðdómsins og persónu Krists — austur í Landsveit.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.