Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984.
7
Neytendur Neytendur
Púströraþjónusta
fast verð
Maður einn sem lét skipta um
Wjóðkút á bíl sínum fyrr í vikunni
hafði samband við DV og spuröist
fyrir um taxta bifvélavirkja. Hann
þurfti að skipta um aftari hljóökút-
inn og kostaði hann 2.850 kr., sem var
í sjálfu sér í lagi. Hins vegar tók
vinnan við að láta hljóðkútinn undir
um 20 mínútur og hljóöaði sá reikn-
ingur upp á 475 krónur, þannig aö
klukkutíminn gerir um 1000 krónur á
púströraverkstæði samkvæmt þessu.
DV hafði samband við Fjöðrina
þar sem vinnan var innt af hendi og
var þar sagt aö púströraþjónusta
færi ekki eftir tímanum sem vinnan
tæki heldur vinnunni sem unnin væri
og væri visst gjald fyrir að skipta um
Wjóðkút sem er 475 krónur fyrir aft-
ari hljóökút á til dæmis Daihatsu. En
einmg er mismunandi verð eftir teg-
undumbifreiða.
Pústþjónustan í Skeifunni 5 hefur
einnig fast verð fyrir þjónustu sem
þessa og fer verðið ekki eftir mínút-
um sem verkið tekur.
Hjá Pústþjónustunni kostar 550
krónur að skipta um aftari Wjóðkút á
Daihatsu en það tekur aðeins fáeinar
mínútur.
Jónas Þór Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambands-
ins, sagði að útseld vinna væri mjög
mismunandi.
Verkstæöistaxtar 220 til 250 krónur
á tímann en taxtar eru mismunandi.
Til er sérstök ákvæðisvinna og svo
eru til verkstjórataxtar. Vinna
manns sem hefur 100 krónur á tím-
ann selst á 225 krónur. Innifaliö í þvi
er 40 króna álagmng sem Verölags-
stofnun hefur ákveöiö. Síðan eru alls
kyns launatengd gjöld sem ríkið og
sjóðir leggjaá.
Síðasta hækkun var 6. nóvember
og hækkaði verkstæðisþjónusta um
14 prósent.
JI
Neytendur eru einnig á bls. 24 og 25
DÖNSK HÖNNUN, DÖNSK GÆÐI XS
MARGAR GERÐIR OG STÆRÐIR KÚNÍGÚND E OE
ðe'3 . v^ndað.'I
fett <* **