Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. Spurningin Ferð þú í kirkju á jólunum? Elinborg Sigurðardóttir húsmóðir: Eg fer stundum í kirkju á jólunum, annaö- hvort á aðfangadag eða jóladag. Mér finnst alveg sjálfsagt að fara í kirkju yfir jólin. Súsanna Halldórsdóttir simastúlka: Nei, ég fer ekki í kirkju á jólunum. Ætli aö það stafi ekki fyrst og fremst af framkvæmdaleysi. Anna Gránz kennari: Já, ég reikna með að fara í kirkju um jólin. Eg hef alltaf fariö í kirkju einhvem tima um jólin. Þórhallur Arason framkvæmdastjóri: Auðvitað fer ég í kirkju á jólunum. Eg fer á aðfangadagskvöld i Grensás- kirkju eins og ég hef alltaf gert. Slgurður Guðmundsson kennari: Nei, ég fer ekki í kirkju um jólin og það verður engin breyting þar á um þessi jól. Inga Gunnarsdóttir húsmóðlr: Nei, ég er hætt að fara í kirkju á jólunum nú- orðið en ég fór alitaf með foreldrum mínum þegar ég var bam. Ástæðan fyrir því að maður fer ekki lengur er bara framkvæmdaleysi. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Afsláttur af utanlands- hringingum NAHskrifar: Mér þykir harla undarlegt að ekki skuli vera afsláttur af kostnaði viö hringingar tii útlanda eftir einhvem ákveðinn tíma á daginn, til dæmis eftir lokun skrifstofa. Simanum ætti að vera kappsmál að dreifa álaginu þannig að einkasimtöl til útlanda færist yfir á kvöldin og helgar. Þetta tíðkast erlendis. Gjöld vegna simtala við útlönd hafa nú hækkaö geysilega. Miklu ódýrara er að hringja hingað frá útlöndum en þangað — hvers vegna þessi skattlagning á Islend- inga? Þá vil ég spyrja hvers vegna síma- kerfið er í sÚkum ólestri? Til dæmis eru iðulega aukahljóð á línunni og varla unnt að ná út á land nema endrum og eins. Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi Pósts og sima: „Það hefur ekkert veriö um það rætt að veita afslátt af símtölum til útlanda einhverja ákveðna tima dagsins. Viö eigum eins og er nokkuð erfitt um vik i þessu máli vegna aðildar okkar að norræna síma- kerfinu og ég get því miður ekki sagt um hvenær úr þessum málum gæti ræst. Hvað varðar gjald á simtölum til útlanda þá er þaö mishátt eftir því til hvaða landa er hringt. Astæðan fyrir því að í mörgum tilfellum er ódýrara að hringja hingaö frá útlöndum en að hringja út liggur m.a. í því að mörgum þjóðum tekst að nýta símakerfi sitt betur en okkur. Þar af leiðandi geta þau boðið upp á ódýrari símaþjónustu.” Bréfritara finnst dýrt að hringja tí! útlanda. Hvað varðar seinustu fyrirspurn- ina þá kom það fram hjá Brandi Hermannssyni, deildartæknifræðingi Póstsog síma, hér á lesendasíðunni fyrir skömmu að erfiðleikar við að ná símasambandi út á land væru bundnir ákveðnum svæðisnúmerum. Nefndi hann sérstaklega svæðis- númerið 99 í þessu sambandi. Brandur baiti ennfremur á að oft gengi erfiðlega að ná sambandi út á land eftir kl. 7 á kvöldin þegar aöeins þarf aö greiða hálft gjald fyrir símtal. Stöðugt er verið að vinna að úr- bótum í símamálum hérlendis og hafa svæðin 99, 96 og 93 þar sérstaklega verið höfð í huga. Aðalbjörn gerir ratsjárstöðvar að umræðuefni i bréfi sinu. Myndin er frá ratsjárstöðinni á Reykjanesi. „Endurreisn ratsjár- stöðvará HeiðarfjaHi” rErugyðing- arekki líka menn?’ Jútta Anna Friðriksdóttir hringdi: Eg ætla hér að láta i ljósi vanþóknun mína á skrifum einhvers Loga sem birtust á lesendasíðunni á mánudaginn var. Þar gerir hann aö umræðuefni jólaljós og segir orðrétt: „I staðinn hafa komið sjöstjakaljósin frá Israel og eru þau nú í hverjum glugga eða svo til. Það er ekki furða þótt útlendingar haldi að hér búi gyöingar í meiri- hluta.” Þessi grein undirritaðs kom mér vægast sagt í mikið uppnám. Mér er spum: Er ekki sama hvaðan ljósin koma svo lengi sem þau lýsa upp? Þessi Logi gerir lítið úr gyðingum eins og kom fram hér á undan. Eg sé ekki tilganginn í sliku. Eru gyðingar ekki líka menn? Astæðan fyrir því að ég tek þessi skrif svo nærri mér er sú að ég er fædd í Þýskalandi og var þar í stríðinu. Eg get því ekki tekið svona ummælum þegjandi og hljóðalaust. Áað standa uppí strætd? „Ein nöldurskjóða” skrifar: Mig langar til að kvarta undan ókurteisi fuilorðins fólks í strætó. Eg var aö koma úr skólanum um daginn og sat dauðþreytt eftir erfiðan dag. Þá ber að konu nokkra sem skipar mér að standa upp fyrir sér. Eg spyr hana hvers vegna ég eigi aö standa upp og þá segir hún við mig að það sé vegna þess að hún sé fuilorðin en ég bam. Geta böm ekki verið þreytt eins og aðrir? Aðalbjöm Arngrímsson skrifar: I blaðinu Degi birtist miðvikudaginn 7. nóvember grein um væntanlega rat- sjárstöö í Heiðarfjalli. Einmitt þar. dvaldi vamarliðið meðan það haföi aösetur á Langanesi á sínum tima. Ég kynntist vamariiðsmönnum allvel þau ár sem þeir sáu um vörslu á Heiðar- fjalli í gegnum starf mitt sem flug- vallarstjóri en flugvöll minn notuðu þeir mikiö og var góð samvinna okkar í miili. Þess vegna kemur okkur á óvart þegar Dagur telur þær undirbúnings- athuganir, sem geröar voru í rústum gömlu varnarstöðvarinnar, hafaverið gerðar gegn vilja flestra héraðsbúa. Hygg ég að þar sé málum blandað og jafnvel snúið við. Sannleikurinn mun hins vegar vera sá að mikill meirihluti þeirra lýðræðissinna sem að málum hyggja munu óska að taka þátt i vömum landsins og öryggisvörslu þeirri sem endurreisn ratsjárstöðvar á Heiðarfjalli feiur í sér. Blaðiö telur ennfremur að þeir sem komu að máli við mælingamenn þá sem þama unnu hafi veriö fjárleitar- menn á nýjum sauöfjárslóöum og sem slíkir tilkynnt mæiingaliöinu aö hafa sig á brott úr sauðfjárhögum sínum. Eg hygg aftur á móti að mælingamenn þessir hafi starfað þama með fullu leyfi hinna raunverulegu landeigenda og leigurétthafa sem með langtíma- samningi hafa mikinn hluta fjallsins á leigu. Ennfremur er sagt í nefndri grein, og haft eftir fjárleitarmönnum, að almenn andstaða sé rikjandi meðal héraösbúa gegn endurreisn ratsjár- stöðvar á Heiðarfjalli. Þar hygg ég að málum sé einnig illa blandað. Eitthvað hefur komiö til tals að umrædd ratsjárstöð verði reist á Gunnólfsvíkurfjalli sem óneitanlega hefur marga góöa kosti upp á aö bjóöa. En frá sjónarhóli leikmanns hefur Heiðarfjall það umfram aö þangað upp liggur sæmilegur vegur. Þar er til staöar rafmagn og gömlu grunnar húsanna svo og aðstaða til vatnsöfl- unar og frárennslis. En svo aö aftur sé vikið að greininni í Degi er þar sagt að mælingamönnum hafi verið neitað um nauðsynleg tæki til rannsókna. Hiö rétta er að þeir fengu það hjálpartæki sem þeir óskuöu eftir. Það tæki var hins vegar tekið úr öðru verki og reyndist fremur afkasta- lítið. Því var annað tæki fengið frá Húsavík. Góð Grafík Guðrún, Ásta, Heiða og Hrönn skrifa: Við erum héma 4 stelpur sem viljum lýsa yfir hrifningu okkar á flutningi hljómsveitarinnar Grafík í Glugganum ó dögunum. Þar flutti hún lagið „Þúsund sinnum segðu já". Lagið var bæði skemmtilegt, vel flutt og framkoma hljómsveitarmeðlima lýtalaus. Því langar okkur til aö vekja athygli á því hvort ekki væri mögulegt aö endursýna þessa mynd, t.d. í Skon- rokki. Það yrði vel þegiö. Unglinga- þáttí sjónvarpið Þórunn Elfn Pétursdóttir skrifar: Mig langar að kvarta yfir sjónvarpinu. Það er hryllilega lélegt. Sjónvarpið má sleppa þessum kínversku og sovésku myndum sem enginn horfir á nema kannski fáeinir sérvitringar. Hins vegar má sýna meira af tónleikum með t.d. Duran Duran, Wham! Limahl og fleiri! Það mega líka vera fleiri unglingaþættir en Skonrokk sem mér og fleiri finnst að mætti vera á dagskrá einu sinni í viku. Nú er barnaefni sýnt á hverjum degi. Getur sjónvarpið ekki sleppt því og haft unglingaþátt einu sinni i viku? Það finnst mér ekki of mikið. Vinkona min var úti i Englandi i sumar og þar sá hún þátt þar sem nokkrar poppstjömur áttu að gera eitt- hvað spaugilegt. Boy George átti t.d. að leita að hlutum með bundiö fyrir augu og Simon Lebon átti aö klofa yfir brothætta hluti með bundið fyrir augu. Væri ekki hægt að sýna einhverja svona þætti í sjónvarpinu hér? Þórunn vill að sýnt verði meira af hljómleikum i sjónvarpi. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að von só á einum slíkum þætti með Duran Duran íþessum mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.