Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áskriftarvarð 6 mánuði 330 kr. Varð i lausasölu 30 kr. Halgarblað 35 kr. Skerðing húsnæðislána? Á boröi félagsmálaráðherra liggja tillögur um stórkost- lega skerðingu húsnæðismálalána. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra hefur oft sagt, að Islendingar „byggi of stórt”. Hann hefur nú fengið á borð sitt tillögur um algera byltingu í þessum efnum. I tillögunum felst, að þeir einir fái full lán, sem fyrir 2— 4 manna fjölskyldu byggi ekki stærra hús en rúmlega 120 fermetra, eða 30 fermetra á hvern mann í fjögurra manna fjölskyldu. Fari menn lengra í fermetrafjölda, komi til veruleg skerðing. Ennfremur verði lánin skert, ef menn hafi áður fengið lán frá húsnæðismálastjórn. I þessu felst bylting á afstööu til húsnæðislána. Hingað til hefur verið gerður munur á, hversu stórt menn byggðu, miðaö við f jölskyldustærð. Þó hefur að undanförnu gilt sú regla, að fólk hefur fengið full lán, miðað við staðalíbúð, þótt það hafi byggt stærra. Samkvæmt hinum nýju reglum mundi meðalf jölskylda, sem byggði íbúð um 200 fermetra ekki fá neitt lán. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra mundi, ef hann samþykkir tillögurnar, skera geysilega niður lán til allra þeirra, sem byggja stærra en áðurnefnd mörk. Þetta er geysimikil breyting. Islendingar hafa á síðustu árum streitzt við að byggja æ stærra húsnæði fyrir fjöl- skyldur sínar. Mörgum finnst of langt gengið. En ríkisvaldið getur ekki leyft sér að skerða lánamögu- leika þessa fólks með einu pennastriki. Margir þeir sem standa í húsbyggingum munu verða að þola mikil skakkaföll, ef félagsmálaráðherra skrifar nafn sitt undir þessar tillögur. Jafnframt má ætla, að þær taki líka til lána vegna kaups á eldra húsnæði. Þetta þýðir í raun, að lítið mun seljast af íbúðum nema um það bil tveggja herbergja íbúðum. Þarna er stefnt að byltingu á húsnæðismarkaðnum. Að vísu mun í ráði, að slík regla nái ekki til þeirra, sem sóttu um lán fyrir fyrsta febrúar síðastliðinn. En fjölmargir aðrir eru komnir af stað með samninga og húsbyggingu. Af ummælum félagsmálaráðherra mætti ætla, að þessi umbylting sé honum að skapi. En við erum ekki reiðu- búnir til að taka við þessu. Skyndileg setning slíkra reglna mundi koma mörgum húsbyggjendum á vonarvöl. Ef til vill má færa rök fyrir því, að Islendingar byggi of stórt, miðað við aðstæður. En engin rök má færa fyrir því, að í skyndingu megi breyta því kerfi, sem ríkt hefur. Stjórnvöld gætu lagt drög aö því, að þegar til lengdar lætur megi reyna að minnka stærð íbúða. Þetta má ekki ná til þeirra íbúða, sem verða byggðar á þessu ári. Tillögurnar nú eiga ekki erindi. Þær eru gerðar í framhaldi af margendurteknum ummælum ráðherra um að minnka þurfi íbúðarhúsnæði. En þær mega ekki koma aftan aö fólki. Haukur Helgason. Fasteignamat í Vestmannaeyjum Hinn 13. febrúar siðastliðinn birtist hér í blaðinu grein eftir Guð- mund Þ.B. Ólafsson, iþróttafulltrúa i Vestmannaeyjum. í þeirri grein kem- ur fram sá skilningur greinarhöfundar að misræmi, sem er á fasteignamati einstakra eigna i Vestmannaeyjum, sé tilkomið vegna vanrœkslu Fasteigna- mats rikisins. Að mati FMR er nauðsynlegt að leiðrétta misskilning, sem fram kem- ur i greininni og er greinilega tilkom- inn vegna vanþekkingar. Þessi ókunnugleiki höfundar kemur reyndar nokkuð á óvart þvi að sögn á Guömundur sæti i bæjarstjórn Vestmannaeyja. Óaamræml í fastefgnamatí Ósamræmi, sem fram kemur i fasteignamti einstakra eigna i sama sveitarféiagi, og teljast áþekkar, stafar oftast af þvi að einhverjar þeirra hafa gamalt mat en aðrar eign- ir hafa verið metnar nýlega. Fasteignamat rikisins stefnir að endurmati allra eigna, sem metnar eru með gömlu mati. Með gömlu mati er átt við mat, sem framkvæmt var 1976 og fyrr og var ekki tölvu- unnið. Mat þeirra fasteigna, sem falia i þennan flokk er allajafna of lágt og hækkar því oftast við endurmat. Einstök sveitarfélög og FMR hafa haft um það samvinnu á undanföm- um árum að endurmeta þessar eignir. Flestöll stærri sveitarfélög landsins hafa unnið markvisst að þessari lag- færingu siðustu árin. Nú eru um 78% alls ibúðarhús- næðis á landinu metin með sam- ræmdu tölvumati. Það er þó breytilegt eftir sveitar- félögum hversu iangt þetta endurmat er komið. Lög og reglur kveða nefnilega svo á það sé algjörlega háð sveitar- félaginu sjálfu hvernig verkinu miðar. Sveftarfólagið hefur frumkvæói Endurmat fasteigna fer fram að frumkvæði sveitarfélagsins. Það gerist á þann hátt að sveitarfélagið sendir teikningar og stærðarútreikn- inga af þeim eignum, sem mats er óskað á, til FMR ásamt upplýsingum um rétta eigendur. Byggingarfulitrúi sveitarfélagsins annast oftast þessi samskipti af þess hálfu. Starfsmenn FMR skoða siöan eignina og meta hana til fjár. Við matsreikninga á ibúöarhúsnæði hefur FMR frá fyrstu tið beitt nýj- ustu tækni, þ.e. tölvuvinnslu. Hún tryggir betra samræmi i mats- störfum en unnt væri að ná með handavinnu auk þess aö allur fram- reikningur mats á milli ára verður auðveldari. Endurmati hefur miðað misjafn- lega langt i einstökum sveitarfélögum og fer það eftir þvi hversu þunga áhersiu sveitarfélagið sjálft leggur á þennan þátt. I töflunni hér á eftir eru talin nokk- STEFÁN INGOLFSSON DEILDARVERKFRÆÐINGUR HJÁ FASTEIGNAMATI RÍKISINS ur af stærstu sveitarfélögum lands- ins. Hún sýnir hversu stór hluti af ibúðarhúsnæði í hverju sveitarfélagi er tölvumetinn, þ.e. með samræmdu mati. Reykjavik 99% Kópavogur 98% Akureyri 84% Hafnarfjörður 72% Keflavík 97% Garðabær 83% Akranes 79% Vestmannaeyjar 59% Selfoss 96% Seltjarnarnes 71% fsafjörður 61% Vestmannaoyjar Eins og taflan hér að framan ber með sér eru Vestmannaeyjar ekki mjög ofarlega á lista hvað endurmat fasteigna varðar. Rúmlega 40% ibúðarhúsnæðis i bænum er með gamalt mat, sem FMR telur ófull- nægjandi. I Vestmannaeyjum þarf enn að endurmeta 400—500 íbúðir tii þess aö fasteignamat verði svipaö á vegi statt þar og i hliðstæðum sveitar- félögum. Ekki þarf þvi að koma á óvart þó hús ,4 sama ásigkomulagi, séu metin hvort á sinn mátann.” Þegar það er haft i huga, sem sagt er hér að framan um frumkvæði sveitarfélagsins til að táta endurmeta hús, kemur sú staöhæfíng bæjarfull- trúans mjög á óvart „að bæjaryfirvöld i Vestmannaeyjum telji iitlar Ukur á að samræmi fáist i þessi mál.” Hér er örugglega um misskilning hans að ræða. Reglur um þetta atriði hafa verið óbreyttar i meira en átta ár, lögin, sem kveða á um þessi sam- skipti, eru niu ára (94/1976) og reglu- gerð sjö ára (406/1978). Fastefgnamatog brunabó tama t Sú hugmynd Guömundar að nota brunabótamat i staö fasteignamats hefur stundum áður skotið upp koll- inum. Fyrir nokkrum árum var flutt þingsályktunartillaga á Alþingi um þaö efni. Hún hlaut itarlega meö- höndlun en var ekki talin raunhæf. Þar kemur margt til. Fjöldi fast- eigna hefur til dæmis ekki brunabóta- mat og ekki er unnt að safna skrám brunatryggingafélaganna saman i eina skrá nema með meiriháttar breytingum. í skrám FMR eru aftur á móti allar fasteignir, sem hafa brunabótamat. Af þeim sökum er auðveit fyrir FMR aö leysa brunabótamatiö meöfram fasteignamatinu. En hér kemur fleira til: Lögum samkvæmt tekur fasteigna- mat mið af lfklegu gangverði fasteigna á frjálsum markaði. Brunabótamat tekur hins vegar mið af efnislegum verðmætum í fasteign- inni. _ Sá er þetta ritar þekkir ekki dæmi þess að tryggingamöt séu notuð i neinu landi sem gjaldstofn fyrir eignaskatta, þar á meðal fasteigna- skatta. Fasteignamat og brunabóta- mat eru víðast á landinu ólikar stærð- ir. Þaö stafar einfaldlega af því að þegar komiö er út fyrir höfuðborgar- svæöiö seljast eignirnar ekki fyrir efnislegum verðmætum. í grein Guömundar er gefíö i skyn að i Vestmannaeyjum seljist fasteign- ir fyrir brunabótamati. Því miður er það ekki rétt. Söluverð ibúðarhús- næðis var ekki hátt á siðasta ári i Vestmannaeyjum frekar en í ýmsum öðrum hliðstæðum sveitarfélögum. Fasteignamatið endurspeglar þvi markaðsaðstæöur en brunabótamat- ið endurspeglar aftur á móti byggingarkostnað. Lokaorð Vonandi hafa þessar linur skýrt það fyrir einhverjum fasteignaeig- endum i Vestmannaeyjum hvernig mat eigna er á vegi statt i bænum. Ef til vill eru þeir einnig fróðari um verkaskiptingu bæjarfélagsins og FMR þegar fasteignamat eigna er annars vegar. Fyrir nokkrum árum komu öðru hverju fyrir skrif í landsmálablöðum og bæjarblöðum þar, sem FMR sætti gagnrýni fyrir frammistööu sina við endurmat í ákveðnum sveitar- félögum. Mikið af þessum skrifum komu til vegna ókunnugleika greinarhöfunda, sem ekki höfðu áttað sig á þeirri verkaskiptingu, sem er á milli FMR og sveitarfélaganna. Hin siðari ár hafa þessi mál hins vegar falliö i fastan farveg i flestum stærri sveitarfélögum og sveitar- stjórnarmenn hafa flestir gott yfirlit yfir þau. Þess vegna heföi Guðmundur Þ.B. Ólafsson, bæjarfulitrúi i Vestmanna- eyjum, átt aö vita að FMR á „að fá gögn fré Vestmannaeyjum áður en það getur gert eitthvað”, eins og hann segir 1 greininni. Þangað til þessi gögn berast verða húseigendur að sitja með sárt ennið og greiða koivitlaus gjöld”, svo enn séu notuö orð bæjarfulltrúans. „Söluverð ibúðarhúsnæðis var ekki hátt á síðasta ári í Vestmannaeyj- um frekar en í ýmsum öðrum hliðstæðum sveitarfélögum." • „Fasteignamat og brunabótamat eru víöast á landinu ólíkar stærðir. Þaö stafar einfaldlega af því aö þegar komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið seljast eignirnar ekki fyrir efnislegum Verðmætum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.