Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. 3 Víkingur og Sjávarf réttir í hart saman: Keppinauturinn kæröur til RLR Forráöamenn sjómannablaösins Víkings hafa kært Sjávarfréttir til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Er kær- an lögö fram í kjölfar auglýsingar Frjáls framtaks á timaritinu Sjávar- fréttum. Upphaf málsins var þaö að Frjálst framtak auglýsti Sjávarfréttir „sem fjórum sinnum útbreiddara en nokkurt annaö blað á sviði sjávarútvegs. ’ ’ Forráðamenn Víkings kærðu máliö til verðlagsstofnunar. Við athugun kom í ljós að gömul filma með um- ræddri auglýsingu hafði í ógáti verið tekin til notkunar. Að þeim skýringum fengnum lét Verðlagsstofnun málið niöur falla. „Eg hreinlega skil ekki svona vinnu- brögð,” sagði Sigurjón Valdimarsson, ritstjóri Víkings, við DV. „Þarna er birt fullyrðing sem engin stoð er fyrir og er beinlínis gerð til að selja auglýs- endum auglýsingagildi sem ekki er til. Að mínu mati er þetta þjófnaður og hann verulegur”. Sigurjón sagði að eina rannsóknin sem lægi fyrir á útbreiðslu blaðanna benti til þess að Sjávarfréttir hefðu nær helmingi minni útbreiðslu en sjómannablaðið Víkingur. Væri þar um að ræða upplagskönnun Hagvangs sem gerð hefði verið fyrir tveim árum. „Ég get því ekki sætt mig við annað en opinbera rannsókn á útbreiösiu blaðanna tveggja svo hægt sé að bera auglýsingagildi þeirra saman,” sagði Sigurjón, „ég hef því beðið lögfræðing blaðsins um að kæra málið til Rann- sóknarlögreglu ríkisins.” -JSS Verðlagsstofnun: Varar við megrunartei Verölagsstofnun varar við sannleiks- gildi áhrifa grenningartes sem auglýst hefur veriö undanfarið. Það er fyrir- tækið Póstval sem auglýsir og í auglýsingum er fullyrt að teið geti gert marga hluti. Neyslu þess fylgi ekki sultur, ekki þurfi að breyta matarvenjum, engar æfingar þurfi að gera og ekki séu aukaverkanir. Verðlagsráð vísar til þess að sænsk neytendayfirvöld hafi nýlega komist að þeirri niðurstöðu að enn hafi ekkert megrunarefni á markaðinum sýnt fram á þá eiginleika sem lofað er í auglýsingum. Bent er á þá staðreynd að enginn verður grennri nema hann minnki t.d. viðsigfitu-eðasykurát. APH „Eins og að vera í stofufangelsi” eitt stærsta háhýsi höf uðborgarsvæðisins lyf tulaust Slæmt ástand er nú í einu háhýsi borgarinnar eftir að lyfta brann yfir þar í húsinu. Nokkrir sjúklingar eru í húsinu og hafa þeir veigrað sér við að fara út eftir að þetta gerðist. Það var um síðustu helgi, að eldur kom upp í lyftunni í Engihjalla 19 í Kópavogi, sem er átta hæöa hús. Brann mótor sem keyrir lyftuna áfram. Hefur ekki tekist að gera við hann ennþá og ekki útlit fyrir að það verði gert á næstunni þar sem langan tíma tekur að gera við hann. „Þetta er allt í lagi fyrir fullfrískt fólk,” sagði einn íbúi í húsinu í samtali við DV. „Verra er það fyrir þásjúklinga semhéreru.” Hann sagði að nokkrir íbúanna ættu við hjarta- og kransæða- sjúkdóma að stríða og fleira í þeim dúr. „Þetta fólk veigrar sér við að fara út. Þaö er í lagi þegar það gengur niður stigana en á afskap- lega erfitt eða ómögulegt með að komast aftur upp. Þetta er líkast því að vera í stofufangelsi,” sagði hann. -KÞ Algeng sjón i Engihjalla 19 þessa dagana. í stigunum er oft þröng á þingi þvi i húsinu býr mikill fjöldi fólks. Á innfolldu myndinni er slökkviliðið á staðnum. DV-myndir GVA og S DMSKU SUMARHUSIN Herzlich willkommen in Bayern! segja Gerlinde og Horzt Roth, þýsku hjönin í sumarhúsunum í Oberall- gau. Einstök gestrisni og hlýtt viðmót þýsku gestgjafanna skapar heimilis- legt andrúmsloft á þessum frábæra orlofsstað, og þeim til aðstoðar í sumar verður íslensk stúlka, Rut Gylfadóttir. Oberallgau er í bæjersku sveit- inni með skógi vöxnum hlíðum, gam- aldags þorpi, værðarlegum kúm á beit og sumarblíðu. í boði eru 131 íbúð, eins til fjögurra herbergja, þ.e.a.s. 2-6 manns í íbúð. í þeim eru öll heimilisþægindi fyrir kröfu- harðasta fólk, eldhús með eldavél, ísskáp og borðbúnaði, baðherbergi eða sturtubaði, rúmfatnaður og sími. Einnig er hægt að fá hálft eða heilt fæði og fullkomna hótelþjónustu. Oberallgau býður upp á matsölu- $tað, bar, ölstofu, spilastofur (keilu- spil), saunabað, sólbaðslampa, heilsunudd tvisvar í viku, tennisvöll, innisundlaug, barnaleikvöll, reið- hjólaleigu, hljómleika, grillveislur, skoðunarferðir, kvikmyndasýningar, barnagæslu, dans og margt fleira. Á svæðinu er verslun, sem selur allar nauðsynjar. Mjólk, rúnnstykki og morgunblöoin fær maður á dyra- pallinum alla morgna. Örstutt er í smáborgina Missen-Wilhams, en þar er banki, fjölbreyttar verslanir, pósthús, hestaleiga og margt fleira. Kynnist Oberallgau og Suður- Þýskalandi. Njótið þess að „rúnta“ um sveitirnar eða yfir til Sviss, Liech- tenstein og Austurríkis. Flug, bílaleigubíll og gisting fyrir fjóra í íbúð, verð: í viku Kr. 15.524 pr. mann, í tvær vikur: Kr. 18.925 pr. mann. Hringið í síma 28133 og fáið énn nánari upplýsingar. FERÐAMIÐSTODIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.