Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. Treholt hifh mange- j millioetær. Mörgum finnst umfjöllum norskra blaða um Treholt-málið og önnur einkennast af fullmikilli trúgirni á allt það sem yfirvöld láta frá sér fara. Gleymist kannski að maður er saklaus þangað til sekt er sönnuð. FjölmiðlaríNoregi: KLAPPLH) LÖGREGLUNNAR? Framganga fjölmiðla í Treholt- málinu hefur vakið ýmsar spurning- ar um hlutverk þeirra í svona saka- málum hér í Noregi. Margir eru farnir að spyrja hvort þeir séu hlut- lausir miðlar upplýsinga eða bara klapplið lögreglu og yfirvalda. I dag- blöðum hefur, síðan Treholt var fyrst handtekinn, verið gengið frá því sem visu aö engin spuming sé um sekt Arne Treholts. Virðast blaðamenn þar hafa farið algerlega eftir frétta- tilkynningu ríkissaksóknara, lagt áherslu á mismunandi atriði hennar, spunniö í kringum þekktar staðreyndir og skáldað og hugsað upphátt í eyðurnar. Einn ritstjóri blaösins Dagen í Björgvin hefur skorið sig mjög úr hvað þetta varðar. Hann hefur allan tímann neitaö að birta nafn Treholts og hann birtir mynd af honum með þykkt, svart strik yfir andliti hans. Það er ritstjómarstefna blaðs hans að birta ekki nöfn fólks fyrr en það hefur verið dæmt og við hana stendur hann. Hann segir galvaskur að ekki komi til greina að birta nafn Arne Treholts og flestir blaðamenn blaösins styðja hann. Háværar umræður Allt þetta hefur orðið til þess að tvær sögur hafa rifjast upp fyrir mönnum hér og um allt málið hafa nú skapast háværar umræður i Noregi. Annað máliö er frá því fyrir tveimur árum. Þá fundust tveir strákar myrtir. Kom í ljós að þeir höfðu verið skotnir af nýnasistum. Reyndar voru það tveir félagar strákanna sem höföu skotið þá. Þeir höfðu allir fjórir brotist inn í vopna- geymslu hersins. Þeir ætluðu að stela vopnum til að byggja upp eigin her. Tveir þjófanna, sem voru harðsvíraðir nýnasistar, skutu svo félaga sína, sem voru nær því að vera bara ótíndir glæpamenn, eftir að hafa framið glæpinn. Morðingjarnir tveir viðurkenndu síðar við yfirheyrslur að hafa framið glæpinn en sögðu að höfuðpaurinn í öllu saman væri maöur að nafni Espen Limd. Sá maður var sonur manns sem á stríösárunum haföi veriö í liði með Þjóðverjum. Nasistar eru enn mjög hataðir eftir styrjald- arárin og hernám Þjóöverja. Dag- blöðin komust í málið og krossfestu Lund og þótti lesendum liklega flestum það af hinu góða. Ofsóknir Espen Lund var dæmdur í fang- elsi. Þar hefur hann verið í tvö ár og þar er hann enn. Nú kemur hins veg- ar í ljós að hann hefur fjarvistar- sönnun sem sýnir aö hann hafi verið heima hjá sér þegar morðið var framiö. Yfirlýstu morðingjarnir tveir segja nú að hann hafi ekki verið viðriðinn morðið. Sá grunur gerir mörgum í Noregi órótt að ofsóknir og fyrirfram dómur blaöanna hafi ekki hvaö síst átt sinn þátt i að koma Lund í fangelsið. Lund reynir nú að fá mál sitt tekið upp aö nýju en samkvæmt norskum lögum er það ekki sérlega auðvelt. Þó bendir ýmislegt til að það fáist hjá honum, enda er að verða ljóst að maöurinn kom ekki nálægt moröunum. Dagblööin öll viðurkenna nú að hafa skrifað rangt um málið og að hafa látiö kappið hlaupa með sig í gönur. Var saklaus Hitt málið varðar mann sem hóf söfnun til að stofna barnaheimili. Þessi söfnun var fyrir það sem hann kallaði Nordisk Barnefond. Hún fór fram um öll Norðurlönd. Fyrir peningana stofnaði hann siöan barnaheimilin. Síðan fór að kvisast út að ekki væri allt með felldu á barnaheimilum hans. Lög- regla komst í málið og lak þvi öllu í blöðin sem hungraöi eftir slíkum fréttum. Fólk fór að taka börn sín af barnaheimilunum. Fór svo að lokum að maðurinn varð að leggja þau niður og hætta við allt saman vegna blaöaskrifanna. Hann hafði þegar verið dæmdur í blööunum og gat ekki haldiö áfram. Síðar kom í ljós að maöurinn var fullkomlega saklaus. Ekkert hafði gerst á barnaheimilunum sem varðaði við lög. En starfsemin hafði verið eyðilögö. Allt bendir til að lögreglan hafi vísvitandi lekið grunsemdum sinum í blöðin til að byggja upp málið gegn manninum. Þegar síðan kom í ljós aö ekkert hafði verið hæft í þeim grun hefðu blöðin, sérstaklega Dagblaöiö og Verdens Gang, eyðilagt æru hans. Endurskoða fréttamat Nú, þegar kemur í ljós aö sekt Treholts er ekki eins klár og sönnuð og lögregla haföi upphaflega gefið i skyn, eru fjölmiðlamenn farnir að endurskoöa fréttamat sitt og um- fjöllun alla um sakamál. Ritstjórinn á Dagen stendur á þvi fastar en fótunum að hann muni aldrei eyðileggja æru annars manns fyrr en búið er að dæma hann. — ÞóG. Jón Einar Guð jónsson, Osló, skrifar: AUGLÝSIR «115 STÓR- UEKKUN uni KJOTI vegna hagstæðra innkaupa Nautahakk kr. 198,- kg. Nautagúllas kr. 271,- kg. Nautasnitsel kr. 289,- kg. Nautabuff kr. 319,- kg. Nautalundir / og hryggvöðvar kr. 349,- kg. Nautabógsneiðar kr. 198,- kg. Framhrygg jarsneiðar kr. 239,- kg. Verð þetta bjóðum við meðan birgðir endast. n Tilboð helgarinnar jia Pizza stór kr. 155,- Jl! Pizza lítil kr. 119,- Knorr-súpur verð frá kr. 17,40 Kynning í dag kl. 15-19 á Egils-sykurlausum juice. Kynningarverð kr. 74,35 brúsinn. jp|g Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.