Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Page 6
6 DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. Neyfendur Neytendur Neytendur Neytendur Öta/ réttir úr hökkuðu kjöti Hægt er að búa ótal rétti til úr hökk- uöu kjöti. Þaö geta bæði verið hvers- dagsréttir og einnig réttir sem hægt er að nota spari. Nægir að nefna pínu- bollur sem oft er boöiö upp á í kokkteil- boðum. 1 kjötbúöum erlendis er hægt aö fá kjötið hakkað á meöan viðskiptavinur- inn horfir á. I kjötbúðum höfuðborg- arinnar eru á boöstólum margar tegundir af hökkuðu kjöti og er þaö mjög misjafnt eftir verslunum. Reynið eftir megni aö foröast allt of feitt kjöt sem er ekki heppilegt í neina rétti og auk þess bæði óhollt og allt of fitandi. Gott ráö til að drýgja rétti úr hökk- uðu kjöti er að setja hakkaðar soönar kartöflur saman við deigið. Það drýgir og mýkir kjötdeigiö. Einnig má nota haframjöl sem gerir svipað gagn. Hakkað buff með rifnum osti 500 g hakkaö kjöt 3 dl rifinn ostur legg 2 msk. kartöflumjöl 2 dl vatn l/2tsk.salt smjör/smjörlíki salt, pipar. Hræriö kjötdeigið saman. Búið til tíu buffkökur úr deiginu. Bræðið smjörlíki í ofnskúffunni viö 250°C í ca 3 mín. Raðið buffunum í og steikið kjötið í ca 5 mín. Takið ofnskúffuna þá út og snúiö kjötstykkjunum og steikið áfram í 10 mín. Boriö fram með kartöflustöppu og soönu korni. Hakkað buff með sinnepi 500 g hakkað kjöt 2 msk. sinnep 1 tsk. karrí 1 dl fíntskorinn púrrulaukur 2 dl mjólk eða vatn 1 tsk. salt legg 2 msk. kartöflumjöl salt og pipar Hrærið kjötdeigið saman. Búið til tíu buffkökur sem eru steiktar í feiti á pönnu í ca 3—4 mín. á hvorri hliö. Boriö fram með soönum kartöflum og hrásalati, t.d. rifnum rófum með sítrónusafa og rúsínum. Kjötbollur Þessi kjötbolluuppskrift er sænsk- ættuð en þar í landi búa menn alltaf sjálfir til kjötfarsið sitt. Okkur vit- anlega er kjötfars eins og við þekkjum í búðunum hér ekki algengt á erlendum vettvangi. 500 g hakkað kjöt 1 lítill gulur laukur 2 msk. kartöflumjöl 1 dl vatn eða mjóik legg 11/2 tsk. salt pipar smjör/smjörlíki Flysjið og hakkið laukinn smátt. Búið til kjötdeigiö. Formið fremur litl- ar bollur, — þær geta orðið þrjátíu og fimm talsins. Steiking í ofni Bræöiö feitina í ofnskúffunni við ca 250°C í 3 mín. Látið bollurnar í MOKKA FYRIR HÁTTINN Það getur verið gott að fá sér eitthvaö heitt þegar komið er heim úr heilsubótarkvöldgöngunni. Heitt mokkakaffi hljómar mjög vel. Blandið saman 1 hluta af sterku kaffi, 1 hluta af kakói eöa kókómjólk. Hitið varlega að suðupunkti, ath., ÞETTA MÁ EKKISJOÐA. Bragðbætiö meö sætuefni og berið fram strax í stórum bollum. Látið eina skeið af ís- köldum þeyttum rjóma ofan á og stráið súkkulaðispónum eða kókómaltdufti yfir. Nammi namm. -A.Bj. FRELSISSTYTTA Á FLAKKI! Það var á síðastliðnu hausti að fréttist til höfuð- staðarins að eitthvað mikið væri að gerast fyrir austan — nánar tiltekið á Seyðisfirði. Þar var unnið að upp- töku á nýjustu Stuðmannamyndinni, „HVÍTIR MÁFAR", sem frumsýnd verður á næstunni. VIKAN sýnir í tveimur opnum hvernig tveir dagar við tökurnar liðu á Seyðisfirði í haust. „ÉG GET VEL SETIÐ MORGUN- STUND ÁN ÞESS AÐ TALA UM PÓLITÍK" — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hér er brugðið upp mynd af Þorsteini í viðtali, að sumu leyti annarri en birtist vanalega i fjölmiðlum. En pólitíkin er ekki langt undan. STOR-HVIT PEYSA MEÐ FJÖRLEG- UM RÖNDUM. Hvítur litur á fatnaði er mikið í tisku um þessar mundir. Því birtum við uppskrift að hvitri peysu sem skreytt er fjörlegum röndum. GÖNGULEIÐIR í BLÁFJÖLLUM Fyrir nokkru birtum við yfirlitsmynd af skiðasvæðinu í Bláfjöllum. Við látum ekki deigan siga og birtum nú kort af Bláfjöllum og nágrenni þar sem dregnar hafa verið inn nokkrar gönguleiðir. Enn sem fyrr er auglýsingín ódýrust í Vikunni. — Getum veitt aðstoð við uppsetningu auglýsinga. Vikan, auglýsingar, sími 68-53-20. Misstu ekki VIKU úr lífi þínu! 'kí r/Mi' lUfMílV* NEYTANDINNIAMERIKU: MOTSPYRNA í BANKANUM Óskar Magnússon, DV, Washington: Amerískt bankakerfi er ótrúlega þungt í vöfum. I þessu landi frjálsrar samkeppni og blómstrandi viðskipta getur verið erfitt að skipta pundum í dollara svo ekki sé meira sagt. Bankarnir eru svæðisbundnir. Al- mennt talað hafa bankar ekki heimild til að hafa útibú út um öll Bandaríkin. Þannig tilheyra flestir bankar bara ákveönu ríki eða jafnvel enn þrengra svæði. Og þegar matvöruverslunin er opin allan sólarhringinn þá þarf maður að vanda sig verulega til að hitta á bankann opinn. I stórum dráttum eru þeir opnaðir á skikkanlegum tíma á morgnana en er langfléstum lokaö klukkan tvö á daginn. Sumir eru opnaðir aftur síödegis einn dag í viku. Þegar lokað er geta menn aö vísu tekið út peninga úr peningavélum eins og Iðnaðarbankinn hefur komiö sér upp. Ávísanareikningar kosta Til að sleppa við gjöld af ávísana- reikningi má inneignin ekki fara niður er að ætla sér aö borga hvar sem er með ávísun. Ævinlega þarf að fram- vísa persónuskilríkjum. Sums staöar dugar ekkert annaö skilríki en amerískt ökuskírteini. Á því virðist vera tekið meira mark en öðrum skil- ríkjum. Vonlaust er að veifa íslensku vegabréfi. Mótspyrna Um daginn gerði ég tilraun til aö skipta gyllinum, pundum og pesetum í bankanum minum. Ég mætti umsvifa- lausri mótspyrnu. Mér var tjáð aö bankinn stæði ekki í slíkum viðskipt- um. Með því aö brúka munn og segjast vera digur viðskiptavinur var loks fallist á að reyna að skipta. Síðan hófust hringingar í alla menn dauða og lifandi nema Reagan forseta. Loks var fallist á að skipta pundunum og gyllin- unum. Gengiö á pesetanum haföi stúlk- unni ekki tekist að fá upp. Við frekari könnun kom í ljós aö það er aðallega einn banki hér á Stór- Washington svæðinu sem skiptir erlendum gjaldeyri. Bankinn er sjaidan opinn og þjónustan þung í vöfum. DV-mynd HS fyrir 20 þúsund krónur. Þeir sem treysta sér ekki til aö eiga alltaf 20 þúsund standandi á ávísanareikningn- um verða aö greiöa fyrir hverja færslu á reikningnum og fá auk þess enga vexti. Vextir koma svo til ef inneignin er nægilega há. Vaxtafóturinn er þá misjafn eftir innstæðu. Sjálf ávísanaheftin eru ekki dýr. Þau geta menn fengið í ýmsum litum að eigin vali. Þeir sem vilja geta líka keypt ávísanahefti með landslags- myndum eöa þvílíku. Slík hefti eru venjulega til styrktar einhverri góð- gerðarstarfsemi. Nafn reikningshafa og heimilisfang er prentaö á eyðu- blöðin. Varkárni Ávísanir eru notaðar meö allt öðrum hætti hér en á Islandi. Þýöingarlaust Til að reyna máliö til þrautar var trommað þangaö meö sams konar beiðni. Þar voru menn sæmilega sjóaðir. Vissu til dæmis að pesetinn væri ættaður frá Spáni. Hins vegar sögðust þeir aldrei skipta meira en sem svaraði 10 þúsund krónum á einu bretti. „Koma bara aftur á morgun”. Þá versnariþví... En komi maður með ávísun á amerískan banka versnar í því. Ekki má leggja slíka ávísun beint inn á reikninginn sinn. Fyrst þarf aö kanna bakgrunn hennar vandlega. Það tekur venjulega 9 daga, ef ávísunin er í doll- urum. Sé hún hins vegar í pundum eöa öörum gjaldmiðli, er hún takk fyrir send til bankans sem hún er gefin út af. Þaö tekur 4 til 6 vikur. Á meöan naga menn innan úr appelsínuberki og drekka kranavatn. óm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.