Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. • Larry Bird og fólagar i Boston Caltics standa vel að vigi i NBA- deíldinni. Hér svífur hann í átt að körfunni í leik gegn Houston Rock- Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir • Patrik Sjöberg stekkur 2,38 m í Vestur-Berlin. Hátt yfir. > Dietmar Mögenburg stekkur 2,39 m í Köln og þar mátti HATT OG HÆRRA —tvö heimsmet íhástökki innanhúss Hátt stökk Sviinn — hœrra stökk Þjóðverjinn. Tvö heimsmet innanhúss í hástökki, tveir sólarhringar milli afrekanna. Fyrst stökk Svíinn Patrik Sjö- berg 2,38 m ó móti i Vestur-Berlin sl. föstudagskvöld. Sigraði þá ólympíu- meistarann Ditmar Mögenburg, sem einnig reyndi þar við heimsmetshæð- ina en tókst ekki að stökkva yf ir. Það undraverða við árangur Svíans var að hann bætti sinn besta árangur um fimm sentímetra og þegar hann setti heimsmetið var hann vel yfir ránni. Hún hefði ekki hreyfst þó hún heföi verið í 2,39 m hæð á okunum eöa jafnvel ofar. Samt sem áður átti Vestur-Þjóöverjinn Mögenburg síð- asta orðið. Á móti í Köln á sunnudags- kvöld bætti hann heimsmet Svíans, stökk 2,39 m og nýtti þar hvem einasta millimetra. Straukst yfir rána. Jafnaöi þar með líka heimsmet Kínverjans Zhu Jianhua utanhúss. Eldra heims- metið innanhúss átti Carlo Thrán- hardt, Vestur-Þýskalandi, 2,37 m. Það er greinilegt að það verður gaman að fylgjast með þeim Mögen- burg og Sjöberg í keppni í sumar. Þjóð- verjinn 23ja ára — Svíinn tvítugur. Frábær árangur Báðir eiga þessir kappar frábæran árangur að baki. Mögenburg þó mun merkari enda eldri. Sautján ára gam- all stökk hann 2,32 metra og varð sigurvegari í Evrópubikarkeppninni. Það var árið 1979. Hann varð Evrópu- meistari 1982 og sigraði á ólympíuleik- unum í Los Angeles í fyrrasumar. Hafði þar yfirburði. Jafnaði heimsmet- ið, 2,35 m, 1980. B-keppnin í Noregi: Stef nir í mikið tap eða sem nemur4,4 milljónum íslenskra króna Fré Jóni E. Guðjönssyni, frótta- manni DV í Noregi: Þafl stefnir í milljón króna tap hjá Norðmönnum á B- keppninni. Vegna slakrar frammistöðu norska liðsins í keppninni hefur aflsókn ekki orðifl sú sem reiknafl var mefl. Framkvæmdanefndin hafði byggt fjárhagsáætlanir sínar á góflri aðsókn. Sú von hefur brugðist. „Ef okkur tekst að minnka tapið um helming eða í 500 þúsund krónur (norskar) hefur engin kata- strófa skeö. Við reiknuöum meö tapi, keppnin er svo umfangsmikil, en ekki þessu hruni í aðsókn. Verra er að keppnin hefur ekki orðið sú auglýsing fyrir handbolta, sem við reiknuðum með. Um það bera tómir áhorfendabekkir vitni,” sagði fjármálastjórinn, Frode Kyvág, i samtali við eitt norsku blaðanna. Kyvág viðurkenndi að fram- kvæmdanefnd keppninnar hefði ekki tekið nóg tillit til þess að vetraríþróttir eru enn mjög á dag- skrá í Noregi, HM í skauta- hlaupum, HM í ísknattleik (bandy) og Holmenkollen. Vetraríþróttir eiga hug Norðmanna allan og slakt, norskt handknattleikslið getur þar engu breytt. Eftir fyrstu umferðimar í milliriðlunum eru þó litlar líkur á að framkvæmda- nefndinni takist að minnka tapiö. 1 fyrstu umferð þeirra voru 1300 færri áhorfendur en reiknað hafði verið með. hsím. Fimmtán ára gamall stökk Sjöberg 2,07 metra. Setti síðan aldursflokka- met 16 og 17 ára gamall, sem bæði hafa verið slegin síöan. Stökk 2,21 m 16 ára — 2,26 17 ára. Þegar hann var 18 ára stökk hann 2,33 m á Bislet-leikvangin- um í Osló. Á þar aldursflokkametið ásamt Vladimir Jasjtsenko, Sovétríkj- unum. Síðan kom nokkur lægð hjá Sjö- berg vegna meiðsla. Varð í 11. sæti í heimsmeistarakeppninni í Helsinki 1983 og sjöundi á Evrópumeistaramót- inu i Gautaborg 1984. Á ólympíuleikun- um í LA hlaut hann silfrið og hefur verið mjög sterkur innanhúss í vetur. > Patrik varð tvítugur 5. janúar sl. I keppni hefur 13 sinnum verið stokkið yfir 2,36 metra. Besti árangurinn lítur þannig út: 2,39 — Zhu Jianhua, Kína 2,39—D. Mögenburg, V-þýsk. 2,38 — Zhu Jianhua 2,38 — Patrik Sjöberg. Svíþ. 2,37 —Zhu Jianhua 2,37 — C.Tranhardt, V-Þýsk. 2,37 — Valery Sereda. Sovét. 2,37 — Carlos Thranhardt 2,36 — Gerd Wessing, A-Þýsk. 2,36 — Igor Paklin, Sovét. 2,36 — Sergei Zasimovitsj, Sovét. 2,36 — Carlos Thránhardt 2,36 — Dietmar Mögenburg -hsím. Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Enskir punktar: Senior undir smásjánni Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fróttamanni DV i Englandi: — Tottenham, West Ham, Watford og Crystal Palace eru nú ó höttunum eftir hinum marksækna Trewor Senior hjá Reading. Það hefur jjó ekkert formlegt tilbofl komifl í Senior. • GARY ROWELL, fyrrum leikmaöur Sunderland, sem leikur nú með Norwich, lenti i bílslysi i gær. Hann slapp með minni háttar meiðsli. • Allt bendir nú ttl að BRENDON BATSON, fyrrum leikmaður WBA, sem varð að leggja skéna á hilluna vegna meiðsla, taki við framkvæmdastjórastööu Cambridge. -SigA/-SOS. Vörubflstjór- inn veitir Gomes keppni Frá Árna Snævarr, fráttamanni DV i Frakklandi: Portúgalski leikmaðurinn Fem- ando Gomes hefur örugga forustu i keppninni um gullskó Adidas og nafnbótina „markakóngur Evrópu 1985". Gomes hefur skorafl 26 mörk i 19 leikjum mefl Porto. Vörubílstjórinn Martin McGaughey hjá írska liðinu Lingfield kemur næst- ur á blaði — með 23 mörk í 18 leikjum. Þess má geta að MeGaughey hefur skorað 44 mörk fyrir Lingfield í vetur þegar mörk í bikarkeppninni og ýms- um leikjum eru talin meö. Þessir tveir kappar eru lang- markahæstir í Evrópu um þessar mundir. 1 Leighton varð fyrir f lösku- kasti — í Sevilla. Skotar ætla að kæra hegðun áhorfenda Frá Sigurbirni Aflalsteinssyni, fróttamanni DV i Englandi: — Skoska knattspyrnusambandið hefur ákveflið afl kæra framkomu spánskra áhorfenda i leik Spánverja og Skota i Sevilla í HM, en þeim leik töpuflu Skotar, 0—1. Ástæflan fyrir kærunni er afl Jim Leighton, markvörflur Skotlands, varfi hvafl eftír annafl fyrir aflkasti — og nokkrar tómar flöskur höfnuðu inni í vitateig Skota. Fyrst við erum byrjaðir að ræða um landslið Skotlands þá má geta þess að þriðji leikmaður skoska liðsins fékk flensu í gær. Það er Alan Hanen, miðvöröiu- Liverpool. Aður höföu félagar hans, Kenny Dalglish og Steve Nicol, veikst og er óvíst hvort þessir þrír snjöllu leikmenn leiki með Liverpool gegn Nottingham Forest á laugardaginn. Eins og útlitiö var í gær voru litlar líkur á því að þeir lékju gegn Forest. -SigA/-SOS. • Jim Leighton, markvörflur Skota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.