Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 16
16 Spurningin Ef þú gætir ferðast hvert á land sem væri, hvert færir þú? Auður Pétursdóttir sölumaður:Ætli ég færi ekki til Bandaríkjanna til að ferðast og skoða mig um. Kristín Eyjólfsdóttir húsmóðir: Ég mundi fara til Austurríkis, geri ég ráö fyrir, þá jafnvel á skíöi. Snorri Halldórsson bankamaður: Það væri gaman að ferðast um Evr- ópu, akandi á bíl. Rósa Halldórsdóttir skrifstofumær: Tja, fara til Hawaii eða eitthvað svo- leiöis, liggja í sólinni og hafa það gott. Benedikt Benediktsson kennari:Ég hef nú alltaf verið heillaður af menn- ingu Hellena, ætli Grikkland sé ekki efst á óskalistanum. Hulda Hannesdóttir gæslukona: Það væri nú margt, en fyrst til Grikk- lands, alveg tvímælalaust. DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. Bannlistinn ísfirðingur hringdi: Mér finnst þaö skjóta skökku við aö á bannlista Kvikmyndaeftirlitsins yfir myndbönd þau sem nú er bannað að leigja út skuli vera myndir sem þegar hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum í Reykjavík við miklar vinsældir. Að sjálfsögðu ætti að vera samræmi milli þess sem bannaö er aö sýna í kvik- myndahúsum og leigja út á myndbönd- um. Fólk hefur talað um að lítil börn komist í myndböndin en ég tel að það sem þurfi leiðréttingar við í slíkum til- vikum sé uppeldi foreldranna á börn- unum og óréttlátt er aö landslýður þurfi að gjalda þess á þennan hátt. Það getur líka verið varhugavert að dæma allar þessar myndir eftir þeim úrklipp- um sem voru sýndar Barnaverndar- nefnd o.fl. þar sem atriöi voru tekin úr samhengi við söguþráö myndanna. Málefni beitinga- manna í ólestrí Margir eru þeirrar skoðunar að Ís- lendingar eigi nú að leggja aðal- áherslu á fiskirækt til að skapa landinu útflutningstekjur. Góður staðurtil fiskiræktar Kristján Jónsson skrifar: Ég vil koma þeirri skoöun minni á framfæri aö Kleifarvatn sé hinn besti staöur til fiskiræktar. Það er hægt að fá heitt vatn í kerin og allar aðstæður fyrir laxeldisstöö þar eru eins og best verður á kosiö. Ég þekki þetta svæöi af eigin raun sem veiðivörður þarna um nokkurra ára skeið (Lukku Láki). Óngþveitií umferðar- málum Lesandi hringdi: Mig langaöi til að vekja athygli á nokkru stórfurðulegu sem kom fyrir mig. Það er bíll búinn að standa í göt- unni hér fyrir utan húsiö mitt undan- farnar vikur og hefur honum ávallt verið lagt í bílastæði öfugt við aksturs- stefnu. Ég lét loks lögregluna vita af þessu en fékk það svar frá lögreglu- þjóninum, sem svaraði í símann, að þeir í lögreglunni hefðu annaö aö gera en svara slíku kvabbi. Síðan skellti hann á. Ég hringdi þá í Bjarka Elías- son yfirlögregluþjón og sagði honum frá þessu. Hann var hinn kurteisasti, bað afsökunar á framkomu lögreglu- þjónsins og lofaði að senda einhvern til að athuga málið. Stuttu seinna kom lögregluþjónn akandi á mótorhjóli hérna eftir götunni en fór án þess að gera nokkuö í málinu. Þetta finnst mér alveg dæmigert. Það er alveg eins og lögreglan sé hætt að skipta sér af umferðinni. Bílar standa orðið þvers og kruss um bæinn, þeim er lagt upp á gangstéttir eöa öf- ugt viö akstursstefnu og menn komast upp meö alls konar lögbrot í umf'erð- inni. Ég er alveg sannfærður um að umræða um þetta mál er einungis af hinu góða og þess megnug að ýta við þeim sem hlut eiga að máli. Það ætti að vera kappsmál allra, bílstjóra og lög- reglu, að umferöarlögin séu haldin. Þannig minnkum við mest slysahættu í umferðinni. a) Stéttarfélagsgjald eða vinnuleyf- isgjald, en menn verða að vera skráðir í stéttarfélag til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. b) Tryggingariðgjald til Trygginga- stofnunar ríkisins vegna slysa- tryggingar o.þ.h. c) Iðgjald til Atvinnuleysistrygging- arsjóðs. Menningarleg dráp og pyntingar? Ö.R.P. skrifar: Þá er byrjuð enn ein vitleysan. Þór- hallur nokkur Már hneykslast yfir sýn- ingu sjónvarpsins á Hjartarbananum síðla kvölds 23. febr. síðastliðinn. Hjartarbaninn en margföld verðlauna- mynd, séð af milljónum manna um all- an heim, en Þórhallur Már lýsir henni sem hámenningarlegri kennslustund í pyntingartækni sem ætti heima á svo- kölluðum bannlista Kvikmyndaeftir- litsins. Samkvæmt lýsingum f jölmiöla höfða kvikmyndirnar á bannlistanum til mjög fámenns hóps, enda um að ræða kvalalosta af verstu tegund, afbrigöi- legar hvatir sálsjúks fólks og sögu- þráður myndanna er yfirleitt enginn. Ég býst ekki við því aö fólk hafi tekið Hjartarbananum sem kennslustund í drápstækni og pyntingaraðferðum, eins og Þórhallur hefur gert, og því síð- ur að fólk sjái samhengi milli Hjartar- banans og bannlistamyndanna. Hvar hefur þú, Þórhallur minn, lært um „hámenningarleg” dráp og pynt- ingar? Þetta er ljóta bulliö hjá þér. Þú mátt ekki ofkeyra þig á kvikmynda- náminu. Taktu það nú rólega í ein- hvern tíma og horfðu á Húsið á slétt- unni áður en þeir þættir verða settir á bannlistann. Eitthvað fleira hlýtur að vera við þitt hæfi að auki í sjónvarpinu. Þó vara ég þig við fréttunum, þær eru oft svona, eins og þú mundir orða það, „hámenningarlegur” en blákaldur sannleikur. Þú vilt kannski fá þær á bannlistann? 9--------------- „Horfðu á Húsið á sláttunni," segir Ö.R.P. m.a. i bréfi sinu til Þórhalls Más. VEXTIR HINS OPINBERA Kona hringdi: Ég var að fá orkureikning frá Raf- magnsveitunni og er þar rukkuö um vanskilavexti vegna þess að ég greiddi síöasta reikning of seint. Vegna of hárrar áætlunar átti ég hins vegar inni 2.000 krónur hjá Rafmagnsveitunni allt síöasta ár og viö endurgreiðslu fæ ég enga vexti ofan á þá upphæð. Þessu er eins farið meö skatta fólks og getur engan veginn talist sanngjarnt. Þorsteinn Ragnarsson, innheimtu- stjóri hjá Rafmagnsveitunni: Inneignir viðskiptamanna eru til- kynntar á orkureikningum sem sendir eru út og eru þær lausar til greiðslu hvenær sem viöskiptamaður óskar þess. Oftar en ekki er um smáupphæð- ir að ræða sem ganga upp í greiðslu næsta tímabils. Við höfum ekki greitt vexti af þessum inneignum en látum fólk vita af þeim um leið og þær mynd-. ast og eru þær þá þegar lausar til greiðslu. Konráð K. Björgúlfsson skrifar: Ég hef starfað sem beitingamað- ur á vertíðum undanfarin ár og í því starfi oröið var við margvíslegan misskilning á milli vinnuveitenda, stéttarfélaga og þeirra sem vinna að beitingu. Engin heildarlög viröast vera til um beitingu, þess jafnvel dæmi að beitingamenn séu ekki skráðir í stéttarfélög og þar af leið- andi ótryggðir að störfum hjá vinnu- veitanda. Ég hef heldur ekki fundið nein lög um stéttarstöðu beitinga- manna á útilegu (hvar eigi að skipa akkorðsvinnu á sjó í launaflokk) né ákvæöi um beitingavélavinnu, upp- sagnarfrest og veikindafrí í akkorðs- beitingu, verkaskiptingu eöa verk- skil á tengdri starfsemi. Svo mætti lengi telja. Sjómannafélög hafa nú þegið stétt- arfélagsgreiðslur beitingamanna í heila öld eða síðan beiting hófst upp sem sérstök starfsgrein hér á landi. Það hefur því gefist einhver tími til að vinna að málum beitingamanna. Vil ég skora á sjómannafélögin að ræða þessi mál viö viðsemjendur þeirra. Að lokum langar mig að spyrja nokkurs. Þar sem akkorðsbeitinga- menn eru ólögskráöir landmenn og njóta af þeim sökum skattafrádrátt- ar hafa þeir þá ekki rétt til að skrá sig atvinnulausa hjá sjómannafélög- unum í þessu verkfalli? Þaö ætti að teljast eðlilegt þar sem ekkert hefur heyrst um að verið sé að semja fyrir þá. Eins fýsir mig að vita hver lífeyr- isréttur minn væri ef ég hefði ekki verið skráöur í stéttarfélag né lífeyr- issjóð síöastliðin ár. Fengi ég at- vinnuleysisbætur og slysabætur greiddar? Málefni beitinga- manna í ólestri Rætt var við þá Hafþór Rósmunds- son hjá Sjómannasambandinu, Bárö Jensson frá Verkalýðs- og sjómanna- félaginu Olafsvík, Eyjólf Jónsson hjá Tryggingastofnun ríkisins og Þóri Daníelsson hjá Verkamannasam- bandi Islands. Kom fram í máli þeirra allra að málefni akkorðsbeit- ingamanna eru í miklum ólestri. Samningar um þessa vinnu eru ein- ungis í gildi hjá tveimur verkalýðsfé- lögum á landinu, í Olafsvík og Kefla- vík, og eiga menn ekki von á að sam- ræmdir samningar verði gerðir um hana í náinni framtíð. Slíkt sé hins vegar mjög æskilegt. I sumum tilvikum líta atvinnurek- endur á akkorðsbeitingamenn sem verktaka og skjóta sér þannig undan allri ábyrgð á launþeganum. Hann þarf þá sjálfur að greiða öll gjöld af vinnu sinni en er réttindalaus ef hann gerir það ekki. Umrædd gjöld eru m.a.: Æskilegast er að sjálfsögðu fyrir þá sem vinna við akkorösbeitingu að ganga þannig frá samningum við vinnuveitanda að þeir séu launþegar og félagar í verkalýðsfélagi. Vegna atvinnuleysisbóta í yfirstandandi verkfalli eiga menn að snúa sér til verkalýðsfélagsins á hverjum staö Beitingamaður að störfum. Svo virðist sem þessi atvinnugrein sé og eins til að koma málum sinum á olnbogabarn i kjarasamningum. þurrt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.