Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985. Bflþjófur: Fimmtán r ara og ölvaður Tveir ölvaðir piltar, 15 og 20 ára, tóku Lada-bifreið traustataki i nótt þar sem hún stóö við Síöumúla í Reykjavík. Oku piltamir víöa um borgina og til Hafnarfjarðar. Lög- reglan kom auga á bílinn viö Silfur- tún og stöövaði hann. Var þá sá 15 ára undir stýri og viö skál. Piltamir viðurkenndu aö hafa meðal annars ekiö þvert yfir hring- torg og umferöareyju. Sá eldri var fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar en sá yngri dvaldi á Upptökuheimilinu í Kópa- vogi í nótt. -EH. Bílstjórarnir aðstoða 25Ú5& SZTlDIBÍLnSTÖÐin „Kennarastéttinni til vansæmdar,” segir menntamálaráðherra: Framhaldsskólar lamast „Þeir kennarar, sem sagt hafa upp störfum, gangi úr þeim 1. mars.” Á þessa leið hljóðaöi samþykkt sem gerð var á 300 manna kennarafundi í MH í gær. Það var yfirgnæfandi meirihluti sem ítrekaði uppsagnir sínar. Meö samþykktinni voru 229, á móti 49 og auðir seölar voru 13. Það er því ljóst aö skólahald í all- flestum framhaldsskólum landsins fer verulega úr skorðum frá og meö deginum í dag. Nemendur mættu misjafnlega í skólana í morgun. Skólastjórar höföu ekki ákveöiö til hvaða aðgerða yrði gripiö. I Menntaskólanum í Reykjavík var kennt í 9 af 22 tímum í fyrsta tíma. Guöni Guðmundsson rektor sagöi aö erfitt væri aö fullyrða um hvernig skólahaldiö yrði. Ekki væri ljóst hversu margir kennarar heföu hætt störfum. Sumir þeirra ætluðu að hlíta framlengingu uppsagnarfrests- ins. „Ætli maöur reyni ekki að troða marvaöann fram yfir helgi og sjá hvaö gerist í samningamálum áður en gripið verður til sérstakra ráö- stafana,” sagði Guðni ímorgun. IMS var sama óvissuástandiö. Þar hafa 35 af 68 kennurum skólans sagt upp störfum. 1 MH mættu 9 kennarar af 26. Þar voru eins og vera ber fjölmargir nemendur í reiðuleysi. örnólfur Thorlacius sagöi í morgun að hann heföi átt von á þessu hlutfalli og taldi að það ætti eftir að haldast á meðan þetta ástand ríkti. Hann sagði aö leit- að yrði til ráðuneytisins um til hvers yrði gripið. „Ég tel þessar aðgerðir kennara vera kennarastéttinni til vansæmd- ar, því miður, og nemendum til tjóns. Auk þess gera þær vinnu að lausn málsins mun erfiðari,” sagði Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra í morgun. „Við hér í ráöuneyt- inu höfum lagt nótt við dag til að vinna að hagsmunamálum kennara. Seinast í gær var þeim afhent mjög mikilsverðskýrsla. Hver kennari verður að gera það upp við samvisku sína hvort hann sýnir umhyggju fyrir nemendum sín- um og mætir til skyldustarfa sinna. Uppsagnartíminn er 1. júní.” APH Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fráttaskotum allan sólarhringinn. Pilturinn var fluttur á siysadeild. DV-mynd S. Margbrotinn 15 ára piltur á bifhjóli varð fyrir bil á gatnamótum Langholtsvegar og Álfheima laust fyrir klukkan átta í gærkvöld. Bifreiðinni, sem var af Fiat-gerð, var ekið norður Lang- holtsveg. Ok bíllinn í veg fyrir bif- hjólið sem kom suður Langholtsveg að gatnamótunum. Sagðist bílstjór- inn ekki hafa séð bifhjólið fyrr en hann rakst á það í beygjunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild, lærbrotinn og axlarbrotinn. Bæði ökutækin eru mikið skemmd. -EH. Yfirmenn sömdu en sjómenn gengu út: Vilja þrjátíu þús- Samingur útvegsmanna og yfirmanna á fiskiskipum undirritaður í nótt. Gufljón A. Kristjánsson, for- maflur Farmanna- og fiskimannasambandsins, skrifar undir. DV-mynd GVA. Stakk af afslysstað Ekið var á miðaldra konu viö Norðurfell um áttaleytið í gærkvöldi. Bílstjórinn stakk af af slysstað. Konan féll í götuna og fékk skurð á höfuðið. Talið er að hún hafi verið ölvuð. Konan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar og fékk hún síðan að fara heim. Lög- reglan leitaði bílsins í gærkvöldi og nótt en án árangurs. -EH. Samingurinn frá því í gærkvöldi verður borinn undir atkvæði í félög- um yfirmanna í dag. Búist er við að sáttasemjari kalli sjómenn og út- vegsmenntilnýsfundarídag. KIVIU. Frjálst,óháð dagblað FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. und i kauptryggingu Fulltruar utvegsmanna og yfir- manna á fiskiskipum undirrituðu nýjan kjarasamning um klukkan eitt i nótt eftir 36 stunda samningalotu án svefns. Fulltrúar sjómanna voru hins vegar farnir heim. Samningurinn við yfirmenn var gerður á grundvelli sáttahugmynda Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissátta- semjara sem hann lagði fram klukk- an fimm i gærmorgun. Auk þess var lögð fram yfirlýsing ríkisstjórnar- innar um meðal annars hærri sjó- mannafrádrátt og meiri fæðispen- inga. Kauptrygging hækkar úr um 19.500 krónum upp í 27.000 krónur frá áramótum. Hækkanir síðar á árinu eru eins og í samningi ASI og VSI. „Það er alrangt að við höfum sett fram nýjar og óbilgjamar kröfur í gærkvöldi. Við lögöum fram úrslita- kröfur til að reyna að finna lausn á þessari deilu,” sagði Öskar Vigfús- son, forseti Sjómannasambands Is- lands, í morgun. „Við sættum okkur ekki við það að samninganefnd útvegsmanna ryðji öllum okkar kröfum út af borðinu og bjóði okkur upp á samkomulag sem hún hafði boðið Farmanna- og fiski- mannasambandinu. Við sættum okk- urekki viðþað.” — Hefur deilan harðnað núna? „Eg skal ekki segja það. En ekki hef ur verið liökað f yrir. ’ ’ — Munar miklu? „Það munar miklu ef litið er á þetta frá þeim dyrum að viljinn virð- ist ekki vera mikiUt;il samningagerö- ar við okkur af hálfu LlÚ.” — Hver er ykkar krafa? „Okkar krafa kom fram í lokatil- boði okkar í gærkvöldi um rúma þrjátíu þúsund króna kauptryggingu frá nóvember síöastUðnum og að samiö yrði mn aðrar kröfur, sem aö okkar mati eru sanngjarnar og eiga ekki að vera til trafala ef vilji er fyrir hendi af hálfu okkar viðsemjanda,” sagði Oskar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.