Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. SKÓLASTARF VÍÐAST FARIÐ ÚR SKORÐUM Guðni rektor: í gœr var skólataska í líki hins islenska fána lögð á minnisvarða Jóns Sigurössonar. Athöfnin fór fram á vegum forráðamanna nemenda á Suðurlandi sem eiga nú um sárt að binda vegna kennaraleysis. Þeir vona Jóns Sigurðssonar vegna að heiðri mennta verði áfram haldið uppi. DV-mynd GVA. „Djöfullegt að sjá krakkana hangsa hér" „Ég er ekki búinn að gera neinar ráðstafanir og býst ekki við að hægt sé að gera miklar ráðstafanir. Það er hugsanlegt að reynt verði að færa sam- antima. 1 sumum greinum er alger mann- auðn. Náttúrufræðin viö skólann leggst til dæmis alveg niður og mikið fellur niður af stærðfræðinni. Nú er Ijóst að um 45 prósent kennara hafa lagt niður störf. Það má reikna með því að það sé um 50 prósent af kennslunni sem bendir á þá staðreynd að það eru þeir yngri sem hafa hætt störfum.” Þetta sagði Guðni Guömundsson rektor í MA í löngu frímínútunum í gær. Hann sagði að þrír kennarar, sem áður höfðu sagt upp störfum, hefðu hlítt fyrirmælum menntamálaráð- herra um aö framlengja uppsagnar- frestinn. Guöni sagðist ekkert hafa heyrt frá ráðherra og bjóst heldur ekki viöþví. „Við verðum að keyra þetta í gegn einn dag til að átta okkur á þessu.” Guöni hefur verið í skóia í 54 ár og er því ekki ókunnur skólahaldi hér á landi. „Þetta er auðvitað einsdæmi. En ástandið var þó mun verra í verkfalli BSRB. Ég er nýhættur aö reykja og al- veg steinhissa á því að ég skuli ekki vera byrjaður aftur. En ég hef reyndar neftóbakið,” segir Guðni og fær sér duglega í nefiö úr silf urdósinni. „Þetta er auövitað mikið álag að standa í þessu. En við erum af víkinga- kyni og verðum því að reyna að herða okkurupp.” — En ert þú ekki hræddur um að erf- itt verði að fá góða kennara ef flótti grípur um sig meðal kennara úr stétt- inni? „Það er erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina. Hvað snertir mann- „Við erum af vikingakyni og verðum að reyna að heröa okkur upp." DV-mynd GVA. skap í haust kemur það mjög fljótlega í ljós hverjir ráða sig. Það getur vel verið að við fáum mannskap frá útlöndum. Þetta kemur í pressunni á morgun þar, Reuter var aðhringja.” „Það er auðvitað djöfullegt að sjá krakkana hangsa hérna í skólanum og ekki nema rúmar fimm vikur til prófs.” Það er ljóst að skólastarf í flestum framhaldsskóium landsins hefur farið úr skorðum. DV hafði samband við nokkra þeirra. Menntaskólinn á Akureyri Þar mættu ekki til starfa 20 af 34 kennurum skólans. Tveir kennarar, sem áöur höfðu sagt upp, ákváðu aö fresta uppsögninni. Þar hefur verið ákveðið að fella niöur alla reglulega kennslu. 1 stað hennar hefur verið komið upp bráða- birgöaaðstööu fyrir nemendur til að lesa í skólanum undir umsjón og hand- leiöslu þeirra kennara sem kenna enn við skólann. Skólameistari þar segir að þetta fyrirkomulag geti ekki gengið lengi. Menntaskólinn í Kópavogi Helmingur kennara hefur sagt upp störfum þar og er hættur. Alls eru það 16 kennarar. Tveir hættu við að hætta. Þar er kennt samkvæmt stundatöflu. Nemendur geta hins vegar setið á bókasafni eða sal og lesið skólabækur. Þá hefur verið ákveðið að nemendum og kennurum sé heimilt að gera ákveönar breytingar á röðun kennslustunda, svo fremi að það bitni ekki á annarri kennslu. Skólameistari þar segir aö þetta sé mikil brotalöm og ljóst að skólastarfið leggist niður með þessu áf ramhaldi. Menntaskólinn á ísafirði Þar virðist vera tiltölulega lítil röskun á kennslu. Aöeins þrír kennarar af 10 hafa sagt upp störfum og hætt, einn leikfimikennari og tveir í bóklegu. Fjölbraut í Ármúla Þar standa yfir Árdagar nemenda og ekki komin nein reynsla á hvemig kennarafæðin virkar þar. Þar hafði meirihluti kennara sagt upp störfum. Iðnskólinn í Reykjavík Þar er líklegt að minnst verði röskunin á kennslu. Aðeins 14 kennarar af um 140 hafa sagt upp störfum og hætt. Ástæðan fyrir því er líklega sú að þeir eru í BSRB og tilheyra ekki HlK. Það má því segja að ástandið í skólanum hafi snúist við þar núna miöað við hvemig það var í verkfalli BSRB. Hins vegar ber á það að líta að mesta röskunin er í bóklegu fögunum, s.s. tungumálum, og reyndar einnig iðn- teiknun. Svipað ástand er í öörum iðnskólum. Fjölbraut á Akranesi Þar mættu 22 ekki til starfa í gær af 40 kennurum. Af kennslu er aðeins um einn þriðji hluti i gangi. Þar hafa engar sérstakar ráðstafanir verið geröar. Menntaskólinn á Egilsstöðum Þar hafa allir kennarar skólans, sem eru í HÍK, sagt upp störfum og hætt. Aðeins tveir leikfimikennarar í Kl mættu til starfa. Ákveðið var að fella niður kennslu þar um stundarsakir. I gær voru nemendur að tínast burt úr skólanum til síns heima. Menntaskólinn við Sund „Ástandið er hörmulegt,” sagði Bjöm Bjamason rektor þar í gær. Reynt var að kenna eftir stundaskrá. Þar eru 35 kennarar af 68 hættir. Það munu vera um 60 prósent af kennsl- unni. Einn kennari hætti við að hætta. I ofanálag voru þrír kennarar veikir í gær. Fjölbraut í Breiðholti Þar var skólahald í lamasessi í gær. Nemendur mættu illa tii kennslu. Þar hafa 60 kennarar af 115 hætt störfum. Þrír hættu við að hætta. Þar hefur engin áætlun verið gerð um hvemig bregðast eigi við. Menntaskólinn á Laugarvatni Þar em ekki nema 30 prósent kennara í starfi. I gær var taliö líklegt að kennsla félli niður þar um stundar- „UMHYGGJAN ER EKKI BARA KENNARANNA” „Þetta er mikið ólán sem ekki hefði þurft að koma til,” sagði Sigurlaug Bjarnadóttir, frönskukennari í MH og fyrrverandi alþingismaður sjálfstæðis- flokksins. DV hitti hana aö máli á kennarastofu MH. Hún var ein af þeim kennurum sem ekki sögðu upp starfi. Það voru 10 kennarar sem mættu í gærmorgun til starfa þar. „Mín skoðun er sú að það hefði ekki þurft að koma til þessa ástands. Það var nægur tími til að leysa þessi mál. Það er hart aö þetta skuli vera komiö á þetta stig. Ég dreg heldur ekki dul á að það hef- „Við vonumst til að þetta leysist sem fyrst. Við viljum ekki missa af þessari önn,” sögðu stelpumar í 6. B í MR í gær þegar DV hitti þær í kennslustofunni sinni þar sem þær biðu eftir kennar- anum sem ekki kom. Það er engin furða að þær óttist að tapa niður þess- ari önn. Þær eru nefnilega væntanlegir stúdentarivor. ur ekki verið rétt að þessu staðið af hálfu fjármálaráöuneytisins og menntamálaráöuneytisins. Þetta er ósköp ömurlegt ástand. Það er gefið mál að kennarar gera þetta ekki hlæjandi. Við héma vonum öli að við eigum eft- ir að sjá kollega okkar eftir nokkra daga,” segir Sigurlaug og bætir við: „Það eru fleiri sem þurfa að sýna um- hyggju fyrir skólakerfinu og nemend- um en kennarar. Sú skylda hvílir á fleiri herðum”. APH „Okkur finnst eins og þetta eigi ekki eftir að standa lengi. Guðni hefur að minnsta kosti ekki gert neinar ráðstaf- anir.” Þær sögðu einnig að þetta ástand kæmi misjafnlega niður á bekkjum. Einn bekkur hefur næstum fulla kennslu en annar nær enga. -APH. „Þaö hafur ekki verifl staflið rótt afl þessu af hálfu rófluneytanna," segir Sigurlaug Bjarnadóttir. DV-mynd GVA. „VIUUM EKKI TAPA ÖNNINNI” Stúlkurnar í 6. B óttast að þœr missi af önninni. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.