Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Bitterar Fógatinn i Aflalstrœti er ein vinsœlasta bjórkrá Reykjavikur. Fógetinn í Aðalstræti Bitterar hafa veriö vinsælir í Evrópu frá því á miðöldum og voru þeir þá og eru raunar enn í dag not- aðir sem lyf. Bitter er vínandi eða alkóhól sem kryddaður er með fjöl- mörgum tegundum jurta. Telja má nær öruggt aö þaö hafi verið munkar sem fyrstir fram- leiddu bittera. Ekki þorir Sælkera- siðan aö fullyröa neitt um lækninga- mátt hinna ýmsu bittera en sumir telja þá bæta meltinguna. Þegar Norðurlandabúar fóru að ferðast í stórum stíl til Miðjarðar- hafslanda hafa þeir liklegast margir ekki þolaö mataræöiö og fengiö í magann og þá verið ráðlagt að taka inn bitter — þannig hafa líklegast margir komist á bragðið. Þá hafa Þjóðverjar haft miklar mætur á bitt- erum og eru þeir þar í landi drukknir með bjór. Þekktustu bitterar eru sennilega Femet Branca og Under- berg. Því miöur er Femet Branca ekki til í verslunum ÁTVR. Bitterar eru notaðir í matargerö, kokkteila og ýmiss konar vínblöndur. Þekktustu bitterar hér á landi em Underberg, Jágermeister og Gamm- el Dansk Bitter Dram. dlrr tom *prri»ií 1 DANSKE SPRIWABRlKf8 rÖSK1LDF. KOPENHAOi ■ Farið var að framleiða „Gammel Dansk” árið 1964. I þessum danska bitter em 30 jurta- og ávaxtategund- ir og er hann 38% að styrkleika. Dan- ir drekka bittera sem lystauka fyrir mat og með kaffinu — þá væntanlega í staðinn fyrir líkjör. Neysla á bitter- um hefur aukist nokkuð á siðustu árum Hins vegar hefur neysla kokkteila minnkað og má því álykta að bitteramir hafi að einhverju leyti komið i staðinn fyrir kokkteiiana. „Fógetinn” er ein af hinum nýju bjórstofum borgarinnar. Þessi bjór- stofa hefur náð miklum vinsældum og er í dag ásamt „Gauki á Stöng” vinsælasta bjórstofa borgarinnar. Ekki er Sælkerasíðunni kunnugt um ástæður fyrir hinum miklu vinsæld- um en húsnæðið er mjög aðlaðandi. Lágt er til lofts og húsgögnin passa vel við innréttingamar. „Fógetinn” minnir einna helst á gamla danska sveitakrá. „Fóget- inn” er án efa sú bjórstofa hér í Reykjavík sem einna næst kemst því að geta kallast krá. Þegar matseðill- inn er athugaöur kemur í ljós að hann er einfaldur í sniðum og frekar látlaus og styður því þá skoðun Sæl- kerasíðunnar að „Fógetinn” sé fyrst og fremst bjórstofa en ekki matsölu- staður. Á seðlinum eru ýmsir smá- réttir sem ágætir em með bjómum. Mætti þar nefna 4 tegundir af áleggs- pylsum með grófu brauði, sinnepi og pikles. Þá má mæla með villidýra- paté hússins. Fiskréttimir em fjórir og má benda á gratineruö smálúðu- flök með heitri dillsósu og hnetubök- uöumkarfa. Um kjötréttina er það helst að segja að þeir koma ekki á óvart. Þó var gleðilegt að sjá gamaldags danskt buff með skýsósu og steiktu eggi á matseölinum. Ein ástæðan fyrir vinsældum „Fó- getans” er sennilega sú að maturinn er á góöu veröi. Fiskréttur dagsins með súpu kostar kr. 270,- og flestir fiskréttimir kosta u.þ.b. 290,- krón- ur. 1 stuttu máli er matseðillinn, eins og raunar áður hefur komið fram, stuttur og einfaldur en ekki á nokkurn hátt frumlegur. Það er vissulega kostur að matseðlar eru stuttir því það er því miður alltof al- gengt hér að veitingahúsin bjóði gestum sínum viðamikla matseðla, þar sem nær vonlaust er að hafa alla réttina á boöstólum. Um vínseðil „Fógetans” er lítið hægt að segja. Hann er vægast sagt hálfmisheppnaður og þyrfti að endumýja hann. „Fógetinn” er nýr veitingastaður og því er eðlilegt að um ýmsa byrjun- arörðugleika sé að ræða. Þegar þar að kemur að leyfður verður bjór hér á landi mun „Fógetinn” verða ljóm- andi krá. Eins og áður hefur komið fram hér á Sælkerasíðunni mun áfram verða Fmsjón: Sigmar B. Hauksson haldið að fjalla um bjórstofur borg- arinnar. Hverjum stað verða gefin stig þ.e.a.s. A—B—C—D og er þá A hæsta stigið og D það lægsta. „Fógetinn” fær B fyrir matseðil- inn og C fyrir vínseðilinn. Að lokum óskar Sælkerasíðan eig- endum og starfsfólki „Fógetans” til hamingju með staðinn. I • vm jmm Hvernig vœri afl Bœjarútgerfl Reykjavikur starfrœkti fiskmarkafl í salar- kynnum BÚR. Físklau§ borg Nú fer að verða nær ómögulegt að fá í „soðið”. Sjómannaverkfallsins er farið að gæta, nú og svo er besti fiskurinn fluttur út í gámum. Það er vægast sagt hálfgert ófremdarástand i fisksölumálum borgarinnar. Eina ráðið er auövitað að koma á fót fiskimarkaöi í Reykja- vík. Kjöt er að verða það dýrt að fjöl- margar fjölskyldur hafa ekki ráð á aö kaupa þaö oft i viku. Sama er aö segja um grænmetið. Flestallar teg- undir eru nær ókaupandi og eins og áður hefur komið fram er lítið úrval af fiski á höfuðborgarsvæðinu. Á kreppuárunum sendi Thor Jensen út togara sem fiskaöi fyrir bæjarbúa. Væri ekki verðugt verkefni fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur að strax og sjómannaverkfallinu lýkur, aö einbeita sér að því að afla borgarbú- um góðs neyslufisks. Mætti ekki svo opna vísi að fiskmarkaði í salarkynn- um Bæjarútgerðarinnar? EMOIBAIMR Á seinustu Sælkerasiðu var fjallaö um baunir. Eins og þar kom fram eru baunir ódýr og hollur matur. Smjörbaunir hafa fengist nokkuð FERÐIR MEÐ ERLENDUM FERÐASKRIFSTOFUM Svo sem fram kom greinilega í skrifum fjölmiðla á síðast- liðnu ári getur það verið hagkvæmara og ódýrara að ferðast með Flugleiðum á svokölluðu BT verði og fara síðan með erlendum ferðaskrifstofum á áfangastað. Vegna góðra samninga við erlenda aðila getum við boðið upp á ferðir um London, Glasgow og Kaupmannahöfn eftir því hvað beinast er í flugi. Er þá venjulega hægt að stoppa í þessum borgum á útleið eða bakaleið eftir því hvernig flug standast á. Við getum með stuttum fyrirvara pantað slíkar ferðir en best er þó ætíð að sýna í þessu fyrirhyggju því ekki missir sá sem fyrstur fær. Útvegum og skipuleggjum flugferðir, járnbrautar- og skipsferðir og hótel hvar sem er. Pakkaferðir til Glasgow, London, Kaupmannahafnar og ýmissa annarra staða, viku- eða helgarpakkar. Hag- kvæm verð og góð hótel. fM Feröashrilstola KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 - 104 Reykjavik lengi í verslunum hér í Reykjavík og ættu því margir að kannast við þær. Smjörbaunir má nota í staðinn fyrir kartöflur, það má nota þær í salöt og súpur. Þessar baunir eru matarmikl- ar og passa vel með nær öllum mat. Leggið baunimar í bleyti í 2 sólar- hrínga. Helliö þá vatninu af baunun- um og skolið þær í köldu vatni. Baun- imar eru því næst settar í vatn og þegar suðan er komin upp er froðan sem myndast veidd ofan af. Baunirn- ar eru svo soðnar við vægan hita í 2 klst. Þá eru baunirnar saltaöar og látnar liggja í vatninu í nokkrar mínútur. Ef baunimar eru enn ekki nægjanlega mjúkar eru þær soðnar í 10—15 min. lengur. Þar sem það tek- ur nokkurn tíma að sjóða baunir er um að gera að sjóöa nægjanlega stór- an skammt í einu og geyma svo af- ganginn af baununum í frystikist- unni. Eins og áður hefur komið fram má nýta baunirnar á ýmsa vegu, t.d. eru þær ljómandi með saltfiski. I fisk- búðum borgarinnar má fá saltaðar kinnar. Kinnar eru öndvegis matur. Fiskurinn í kinnunum er sérlega fín- gerður og bragðmikill. Hér kemur uppskrift að ódýrum rétti sem fljótlegt er að útbúa. I rétt- innþarf: 6 saltaðar kinnar, sem eru soðnar og fiskurinn hreinsaöur af beinunum. Blandið svo saman: 1/2 dl af matarolíu 2 msk af sítrónusafa. Hrærið þessa blöndu vel saman og pressið tvö hvítlauksrif saman við. Blandið svo saman fiskinum af kinnunum, 300 g af soðnum smjör- baunum og 1 msk af kapers. Hellið svo leginum yfir og kryddið með svörtum pipar úr kvörn. Salatið er svo geymt í isskáp í 6 klst. Þetta salat má snæða sem forrétt eða ofan á brauö. Smjörbaunir eru mjög góöar meö lambakjöti. Hér er hugmynd að góðu meölæti. Baunirnar eru soönar á venjulegan hátt en eftir 2ja tíma suðu er niður- [sneiddum gulrótum bætt í pottinn og kryddað með lárviðarlaufi og timjan. Baunirnar eru svo soðnar í 20 mín. til viöbótar. Þennan rétt úr smjörbaunum má lauðvitað snæða einan sér og er þá ljómandi að krydda réttinn með sitrónusafa og bera fram ristaö brauð með réttinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.