Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 13
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
13
Þessa
hefmsog
annars
Thorsten Holmkvist
á skyggnilýsingu
hjá Sálarrannsóknaiélaginu
„Því miöur, vinur, engar spurn-
ingar. Eg hef slæma reynslu af
blaöamönnum. Þeir hafa aldrei rétt
eftir. — Nei, bíddu aðeins. Ég sé að
þaö stendur miðaldra kona fyrir aft-
an þig. Hún segir mér að þú hafir
orðið að ljúga þig út úr vandræðum í
10 ára bekk. Er það rétt?”
Nei, útilokaö.
„Allt í lagi, þú manst þaö ekki nú
en bíddu þangað til þú ert kominn
heim og ferð að rifja þetta upp, þá
veit ég að þú manst eftir þessu.
Konan segir ekki ósatt.”
Þannig lauk viöskiptum blaða-
manns við miðilinn Thorsten Holm-
kvist á fundi Sálarrannsókna-
félagsins um síðustu helgi. Þar aö-
stoðaöi miðillinn gesti viö aö rifja
upp liðnar stundir úr lifi þeirra, allt
aftur á blómatíma Míkeumenningar-
innar á Krít.
1 augum efasemdarmanns lítur
skyggnilýsingin út eins og vel skipu-
lagt prógramm. Hraði og viðstöðulaus
svör skipta miklu máli. Eitt já á
réttum stað og næsta spuming á reið-
um höndum. Nei við spumingu
kallar tafarlaust á svariö: „þu vilt
ekki viöurkenna það nú en gefðu þér
tíma tilað hugsa málið. ”—Næsti!
150 manns, ef þeir sýni-
legu eru taldir
En vísindi eru ekki til að hafa í
flimtingum, því vísindi eru það.
Miðilsfundir hafa í áratugi laðað að
trúaða og vantrúaða í leit að sönn-
unum fyrir lífi eftir dauðann. Sú var
tíð að ritstjóri útbreiddasta blaösins,
dáðasti rithöfundurinn og áhrifa-
ríkasti kennimaðurinn lögðust á eitt
um aö kynna forfeðrum okkar hin
nýju vísindi í upphafi aldarinnar. Æ
síðan hefur spíritismi í ótölulegum
afbrigöum verið vinsælasta sér-
viska, og stundum skemmtun, Is-
lendinga.
Fundurinn um síðustu helgi er enn
ein sönnun þess að trúin á lífið fyrir
handan á sér marga fylgjendur. Þar
vöru mættir um 150 manns ef þeir
sýnilegu eru einir taldir. Aköfustu
stjómmálamennimir hafa ekki gert
beturivetur. GK.
Thorsten Holmkvist skyggnist eftir framliönum i hópi gesta.
Fjölmenni var ð fundinum og nœr almenn ðnœgja meö „svörunina" hjð miðlinum.
vERO A LADABIl
LADA 1200 - i
LADA 1500 STsATIÍ
LADA SPORT
LADA STATÍOM
K 213.000
260.000
KR. 408.000
KR 215.000
Goskynjnng
fnl Sanitas
BILASYNING
LAUGARDAG KL. 10-17
SUNNUDAG KL. 13-17
38600 39230
Verkstæði Söludeild
39760 31236
Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf
Suðurlandsbraut 14