Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Blaðsíða 14
I
Hætta er ð þvi að þróunin í framtíðinni verði öfug við það sem sést é þessari mynd. ' Stofurnar og tækin verði æ fínni en við sjálf hins vegar andlegir öskuhaugar.
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
NOKKRAR KANNANIR Á ÁHRIFUM OFBELDIS í KVIKMYNDUM:
VERÐUM VK) Æ
OFBELDISHNEIGÐARI?
Christopher Mahan frá Fairport í
New York dó 2. mars á síðasta ári eftir
aö hafa leikiö sér í rússneskri rúllettu
eins og hann hafði séð í kvikmyndinni
Hjartarbananum (The Deer Hunter
sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu
um síöustu helgi). Hann var einmitt
nýbúinn að horfa á myndina í útsend-
ingu sjónvarpsstöðvar. Atvikið gerðist
í veislu sem Christopher hélt heima
hjá sér þegar foreldrar hans voru ekki
heima. Pilturinn var áhugasamur um
kvikmyndir og leik og að sögn hafði
hann gaman af að horfa á ofbeldiskvik-
myndir. Hann hafði drukkið nokkuð og
fór í svefnherbergi foreldra sinna þar
sem hann fann skammbyssu föður
síns. Hann setti í hana eitt eða fleiri
skot, kom fram og sagðist vera að
leika hjartarbanann. Svo skaut hann
sig.
Hjartarbaninn mun hafa komiö af
stað 35 svipuðum stælingum á atriðinu
í myndinni í Bandaríkjunum sem
leiddu í 31 tilviki til dauða. Allt hafa
þetta verið karlmenn sem hafa skotið
sig og helmingur þeirra hefur verið
undir 18 ára aldri.
Til allrar hamingju hefur sýning
Hjartarbanans ekki haft svipuð áhrif á
Islandi og í Bandaríkjunum enda
andinn kannski annar og feður ekki
almennt með skammbyssur undir
koddanum. En nóg hefur framboðiö og
eftirspumin á ofbeldis- og klám-
myndum verið á íslenskum mynd-
bandaleigum til að Kvikmyndaeftir-
litiö hafi tekið til hendinni og hreinsað
vænan skammt út af leigunum.
Fréttaskjár og...
I kjölfar þeirrar byltingar, að menn
geta leigt sér myndir úti í búð og spilaö
þær heima hjá sér, hefur fylgt mikil
umræða um hver munur sé á
myndum á myndbandi og í kvik-
myndahúsum. Hvaða raunveruleg
hætta stafi af því að hið óæskilega of-
beldis- og klámefni gangi kaupum og
sölum.
Bent hefur verið á að horft er á vídeó
á venjulegum sjónvarpsskjá, þeim
sama og sýnir almennar fréttir, í
faðmi f jölskyldunnar þannig að notkun-
vídeóefnisins er mjög sambærileg við
sjónvarpsgláp almennt. Sumir óttast
að þessi ruglingur hafi sérlega slæm
áhrif á börn sem ekki hafa náö tánings-
aldri.
Algengt er að foreldrar leyfi börnum •
að horfa á kvikmyndir sem koma í
sjónvarpi seint að kvöldi. (Hve mörg
skyldu hafa fengið að horfa á Hjartar-
banann?) Astæða er til að ætla að ákaf-
lega mörg böm fái að horfa á full-
orðinsvídeómyndir með foreldrum
sinum.
Einn möguleikinn í viðbót sem gefst
á vídeóinu heima en ekki í kvikmynda-
húsunum er að hægt er að skoða aftur
og aftur viðbjóðsleg atriði og hugsan-
lega úr öllu samhengi við verkið í
heild. Þaö er eitt sjónarmiðið á bak við
það að vera strangari gagnvart
myndum á vídeóspólum en í kvik-
myndahúsum.
Það hve auðvelt er fyrir böm að
komast i vídeómyndir veldur mörgum
áhyggjum. Bömin eru fljótari að læra
á ný tæki en foreldrar þeirra. Og þau
sem búa í fjölbýlishúsum þar sem er
vídeókerfi geta auðveldlega stillt
vídeótækið þannig að það taki upp
kvikmyndir sem af ásettu ráði eru
sýndar í húskerfinu eftir að þau eru
farin að sofa.
Kannanir
Fjölmargar kannanir hafa verið
gerðar sem sýna slæm áhrif ofbeldis-
og klámmynda. Niðurstöður Victors B.
Cline, sem er vel þekktur bandarískur
sálfræðingur, voru raktar nýlega í
helgarblaömu. Hann segir að næst á
eftir fjölskyldunni séu kvikmyndir og
sjónvarp mikilvægust fyrir þroska
barna. Ef fjölskyldan vanræki hlut-
verk sitt við að ala upp og veita böm-
unum aðhald aukist vægi kvikmynda
og sjónvarps. Hann segir að finna megi
mörg dæmi um það að kvikmyndir hafi
orðið ungu fólki fordæmi til óhæfu-
verka. Hann segir að það sé enginn
vafi á því að sjónvarp og kvikmyndir
kenni oft beinlínis aðferðir við ofbeldi.
Það að barn sé öruggt og elskað þýði
ekki sjálfkrafa aö þaö sé í minni hættu.
Á bak við þá fullyrðingu Cline eru
einföld rök: Ef við teljum jákvæðar
myndir uppbyggjandi hljótum við
einnig að verða að viðurkenna að sora-
myndir brjóta niður. Það sem átta ára
barn sér í sjónvarpi segir Cline skipta
máli bæði samstundis og þegar þaö er
orðið eldra. Til eru margar karmanir
sem styðja það.
Það verða allir fyrir áhrifum sem
horfa á svona efni, segir Cline. Hann
segir aö þaö eigi einnig viö um þá sem
starfa við kvikmyndaeftirlit. Það verði
aö skipta um eftirlitsmenn reglulega.
Hann heldur því fram að hann gæti
vanið hvem sem er við að horfa á
barnaklám með ofbeldisívafi þannig
að hann hefði fljótlega ekkert sérstakt
viö þaö aö athuga. Tæknin er nefnd
flooding og byggir á því að sýna
viðkomandi mikið magn af ákveðnu
efni. Brátt verður hann ónæmur. Þessi
aðferð er notuö til aö lækna fólk af
þráhyggju.
Ein spuming sem Cline varpar fram
er í hve miklum mæli ofbeldisklám leiði
til aukins umburðarlyndis meö ofbeldi
gagnvart konum í samfélaginu.
Cline heldur því fram að reynslu
þeirra sem orðið hafa fyrir áhrifum af
odbeldis- og klámfengnu efni megi
skipta í fjögur stig. Fyrst laðast maður
að efninu, svo verður maður háður því,
þá ónæmur fyrir því og lokastigið er að
framkvæma eitthvað svipað í veruleik-
anum. Cline segir að kynferðisleg
brenglun sé lærð en ekki meðfædd.
Hann segir að myndir af þessari
gerð hafi það alvarlegar afleiðingar
fyrir þjóðfélagið að eölilegt sé að hefta
það nokkuð sem leyft er að sýna. Hann
segir að í kvikmyndum almennt þurfi
nýjar hetjur og fyrirmyndir meö önnur
og jákvæðari viðhorf.
Tilraunir á
fullorönum
Ed Donnerstein og Daniel Linz viö
háskólann í Wisconsin hafa gert
tilraunir á hópum nema úr eigin
háskóla. Þeir hafa sýnt þeim mis-
munandi fjölda ofbeldismynda mis-
munandi lengi og síðan á marga ólika
vegu metið það hve þeir vöndust
myndunum og uröu tilfinningalausir
fyrir þeim. Þeir spurðu nemendur bæði
hve mikið ofbeldi þeir töldu vera að
finna í myndunum og um viðhorf
þeirra til þess. Afstaöa nemanna til of-
beldis í raunveruleikanum var einnig
mæld og það var ljóst af niður-
stöðunum að menn verða greinilega
'smám saman tilfinningalausari af því
að horfa á ofbeldisefni. Donnerstein og
Linz halda þvi einnig fram aö jafnvel
þó svæsnasta ofbeldið og ofbeldis-
klámiö væri hreinsaö út á myndbanda-
markaðnum þá væri enn að finna sama
grundvallarboðskap í mörgum öörum
myndum, í efni sem engum dettur í
hug að hrófla við. Nýjung í rannsókn
þeirra Donnerstein og Linz er sú að
þeir rannsökuðu bæði karlkyns- og
kvenkynsnema. I ljós kom að áhrif
voru mjög svipuö meðal kvenna og
karla með nokkrum undantekningum.
John Wayne — James Bond
Þeir Rowell Huesmann, sál-
fræðingur við háskólann í Illinois, og
dr. Riva Bachrach, yfirmaður
Kibbutz Child & Family Clinic í Tel
Aviv í Israel, hafa velt fyrir sér
áhrifum ofbeldis á böm í mörgum
löndum. Niðurstöður þeirra eru að
árásarhneigð hefur enga eina ástæöu
heldur koma margir þættir til. Hins
vegar er góð ástæða til að telja að of-
beldi í f jölmiðlum leggi sitt af mörkum
til að gera menn ofbeldissinnaöri, ekki
bara samstundis heldur einnig ef til
lengri tíma er litið. Bein áhrif ofbeldis í
fjölmiðlum segja þeir svo greinileg að
liggi í augum uppi. I nútimanum sé
hægt að finna djúptækar hugarfars-
breytingar. Rannsókn sem Huesmann
tók þátt í sýnir að þeir afbrotamenn
sem horfðu mikið á ofbeldi á barns-
aldri hafa að meðaltali mun lengri af-
brotaferil á fertugsaldri en aðrir. Þá
má einnig sjá að börn fólks sem hefur
alist upp við að horfa mikið á ofbeldis-
myndir eru árásargjarnari. Einnig er
það staðreynd að árásarhneigt bam
horfir meira á ofbeldi í fjölmiðlum en
önnur böm og við það verður það enn
ofbeldissinnaðra. Þegar til lengri tíma
er horft er það samt ekki sérstaklega
hið blóðugasta og viðbjóðlegasta of-
beldi sem hefur mest að segja að mati
Bachrach. Heldur eru það stórir
skammtar af hetjutengdu ofbeldi sem
almennt er viðurkennt. Dæmi um það
eru myndir meö John Wayne eða
James Bond-myndir.
Dr. Bachrach segir frá sérstökum
aöstæðum á samyrkjubúum i Israel.
Þar hafa böm varla nokkurt tækifæri
til að sjá nokkurt ofbeldi yfirhöfuð og
eru einnig í félagahópum þar sem
gilda ströng lögmál. Þessi böm sýna
engin áhrif frá ofbeldi í fjölmiölum.
Annars staðar í Israel, utan samyrkju-
búanna eru aðstæður hins vegar aðrar
og þar sýna böm greinilega áhrif. frá
ofbeldi í f jölmiðlunum.
Viðbrögðin við þessu hafa verið að
víðs vegar í heiminum hafa verið
settar hömlur við leigu ákveðinna
vídeómynda.