Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Page 15
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. 15 Eins og mörg önnur fyrirbæri mann- anna þá taka orð einhvers konar tísku- sveiflum. Þessi orð eru þá notuð mjög mikiö í daglegu tali í nokkum tíma. Síðan verður ofnotkun þeirra til þess að merking þeirra slævist og önnur koma ístaðinn. Er þess skemmst að minnast þegar stjómmálamenn fóm að harma alla skapaða hluti í vetur. Enn má nefna orðið alfarið. Það er orðið að nokkurs konar stöðutákni þeirra sem telja sig hafa eitthvaö til málaaöleggja. Hlutir verða þá alfarið góðir eða slæmir og allt þar á milli. Enginn má skilja orð mín svo að þetta sé eitthvað sem menn ættu endi- lega að forðast. Þetta er einfaldlega svona og ekki gott við því að gera. Það er ekkert athugavert þótt menn harmi orðna hluti eða séu alfarið á móti einhverju. Hitt er auðvitað verra ef önnur orð falla í gleymsku vegna þessa. Fjölbreytni í orðavali hefur enda verið talið prýði á góðu máli. Sögnin að pæla í merkingunni að hugsa er t.a.m. gott og gilt orð en ofnotkun þess leiðir af sér að önnur orð týnast. Tískuorð unglinga Oft em þessi orð bundin við ákveðna hópa. Má þar nefna íþróttafréttamenn sem dæmi. Oft og iöulega ganga sömu orðatiltækin aftur í hverri blaðagrein- inni á fætur annarri. Unglingar eiga líka sín tískuorð. Ami Böðvarsson safnaði saman slatta af orðum úr orðaforða unglinga og birti í Samvinnunni árið 1971 undir nafninu Hrifsað úr orðabelg. Á þessum lista kennir margra grasa og eru orðin flokkuð eftir merkingarsviðum. Eg hef gert mér það til gamans að láta nemendur mína sjá þennan lista. Og það kemur á daginn að þeir kannast ekki við nema lítinn hluta þessara orða. Þannig virðast ný orð í orðaforða unglinga hverfa fljótlega þótt sum nái fótfestu og megi teljast sígild. Um tökusagnir Tökuorð í íslensku em að sjálfsögöu fjölmörg. Nýir hlutir og nýjar hug- íslensk tunga Eiríkur Br ynjélfsson skrifar myndir þurfa orð og er þá oft gripið til þess að nota erlent orð í breyttri mynd. Flest þessara orða em sjálfsagt nafnorð, færri sagnir og nokkur lýsingarorö. Reyndar hefur þetta aldrei verið á Islandi en tajningar tökuorða meðal annarra þjóða sýna þessa niðurstöðu. Tökusagnir em því ekki mjög margar. En fleira er athyglisvert varðandi tökusagnir og verður hér f jallað um beygingu þeirra. Sagnimar að brúka og ske em gamlar tökusagnir en fíla, flippa og sniffa em ungar í málinu. Allar þessar sagnir eiga það sam- merkt að beygjast veikt, þ.e. þær bæta við sig -ði í þátíð. Beygjast sem sagt: brúka — brúkaði — brúkað ske — skeði — skeð ffla — fílaði — fílað flippa — flippaði — flippað sniffa — sniffaði — sniffað. Engum dettur í hug að beygja fíla eins og lita: og segja: fíla — feil — filum—filið. Eöa að beygja flippa eins og bresta: flippa — flapp — fluppum — floppið. Samt væm þessar beygingar leyfi- legar samkvæmt málfræðireglum. Tökusagnir em þannig fáar og beygjastallareins. Annað eiga þessar sagnir sameigm- legt en það er að vera taldar óæskilegir gestir í íslensku máli. Yfirleitt virðast tökusagnir eiga erfiðara uppdráttar en aðrir orð- flokkar og ef til vill skýrir það fæð þeirra. Sögnin að ske hefur sérstöðu. Hún virðist hafa unnið sér það helst til óhelgis að enda á -e en það gerir engin önnur sögn í íslensku. I Islenskri málfræði Bjöms Guð- finnssonar stendur þessi setning: Sögnin að ske er útlendur slæðingur og vart rithæf. Þessi útlendi slæðingur nam hér land fyrir að minnsta kosti 400 árum og lík- lega hefur jafnlitil sögn aldrei orðið fyrir jafnmúdu andstreymi. En þrátt fyrir allt er ekki annað aö sjá en aö hún lifi enn góðu lifi. Og þaö sem meira er, hún færir sig upp á skaftið. Nú heyrir maður sagt: Þetta skeði fyrir mig. Að sjálfsögðu em þetta áhrif frá því þegar sagt er: Þetta kom fyrir mig. Svona geta lítil dauöadæmd orð hefnt sin. Laugrarciag frá lcl. 10-4 og sunnudag frá kl. 1-5 bivnclar veröa lybb araeröirnar ai: Mazda 323 Mazda 626 Mazda ESeries Mazda TSeries HnR XmYKlL/ LAjn Mazda 929i Sérstaklega kynnum við nýjan MAZDA 929 EGI með nýrri 120 hestafla vél með tölvustýrðri beinni innspýtingu. Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. Gerið ykkur dagamun og KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA, og auðvitað verður heitt á könnunni. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.