Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Side 19
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
19
*
af haustlömbum. I þessu sambandi má
til gamans geta þess að kafloðnir kettir
eru til á Isiandi. Þeir eru líka til í Nor-
egi og eru þar kaliaðir skógarkettir.
Eins hefur komið í ljós að loðnir kettir
eru algengir í Norðvestur-Rússlandi.
Það má hugsa sér að þessir loðnu kett-
ir hafi verið eftirsóttari en aðrir sem
loðdýr til að taka belgi af þeim. Þetta
er reyndar bara getgáta.
Það er annað sem einkum hefur ver-
ið athugað í sambandi við ketti og upp-
runa þeirra og það er litaf jölbreytni í
þeim. Það eru til nákvæmar lýsingar á
litum á um 400 íslenskum köttum og út
frá þeici má dæma um það hversu al-
gengir erfðavísarnir að baki þessum
iitum eru. Með því að bera saman tíðn-
ina á litaerfðavísum hér á landi og í ná-
grannalöndunum kemur i ljós að ís-
lenski kötturinn er langlíkastur nor-
,ræna kattastofninum. Að visu vantar
enn glöggar lýsingar á litum katta í
Noregi en þær eru til frá Svíþjóð og
Hjaltlandi. Og sænskir kettir og sveita-
kettir á Islandi hafa svo að segja alveg
eins litasamsetningu. lslensku kettirn-
ir eru aftur á móti ólíkir köttum á Ir-
landi og mjög ólíkir köttum á Suður-
Englandi.
Músin
Islenska músin, sem er hagamús,
hefur borist til landsins um landnám.
Hún er deilitegund af evrópsku skógar-
músinni. Rannsóknir á hauskúpum úr
músum benda eindregið til þess að
mýs á Islandi og Hjaltlandseyjum séu
komnar frá Noregi. Þar að auki hefur
verið rannsökuð flóategund sem finnst
á íslensku músinni. Hún er ættuö frá
meginlandi Evrópu. Á Bretlandseyj-
um er annað afbrigði af fló á músum
og það afbrigði hefur ekki fundist hér.
Hænur
Það má að lokum geta þess að árið
1974 var safnað saman víðsvegar að af
landinu siðustu leifunum af gömlum
'íslenskum hænum sem áður voru til
svo að segja á hverjum bæ. I desember
siðastliönum var tekið blóð úr 50 hæn-
um af þessum gamla stofni og rann-
sakaðir af því vefjaflokkar úti í Dan-
mörku.
Ut úr þeim rannsóknum kom sú nið-
urstaða að af íslensku hænunum væru
aðeins 28% með vefjaflokka sem
þekkjast í helstu hænsnakynjum sem
nú eru almennt ræktuð í nágrannalönd-
unum en 72% vefjaflokkanna væru
óþekktir. Þetta sýnir að þessi gamli
stofn er mjög frábrugðinn því sem ann-
ars staöar finnst. Þess má geta að ein
af þessum óþekktu vefjaflokkagerð-
um, sem kom að visu aðeins fyrir í
einni hænu á Islandi, hefur fundist i
mörgum hænsnum i gömlum norskum
stofni. Og önnur óþekkta gerðin — sem
er algeng hér — er lík vefjaflokkagerð
sem líka finnst í þessum gamla norska
stofni.
Þessi niðurstaða er engin sönnun
um uppruna íslensku hænanna en þaö
er óneitanlega freistandi aö imynda
sér að i þessum gamla stofni hér geti
verið erfðaefni sem hafi haldist hér á
landi allt frá því um landnám.
Það sem rakið hefur verið hér um
húsdýrín á Islandi og uppruna þeirra
bendir flest til að þau séu norræn að
líka þessum stóru veiðihundum en þeir
virðast hafa dáið út á síðari hluta 18.
aldar, hugsanlega í móðuharðindun-
um. Við uppgröft á byggðaleifum frá
búsetu norrænna manna á Grænlandi
fundust hundabein sem sýndu að þar
hefðu verið tvær gerðir hunda. Annars
vegar mjög stórir hundar, sem hefur
verið líkt við írska úlfhunda, og hins
vegar mun minni hundar, svipaðir
venjulegum islenskum hundum. Það
er fróðlegt í þessu sambandi að hund-
urinn Sámur, sem sagt er frá í Njáiu og
Olafur pá gaf Gunnari á Hlíðarenda,
kom frá Irlandi en þar er einmitt hiö
fræga stóra írska úlfhundakyn til enn
þann dag í dag. Ur því verður senni-
lega aldrei skorið alveg með vissu
hvaðan stóru dýrhundamir á Islandi
og i norrænum byggðum á Grænlandi
voru ættaðir. En margt bendir til að
þeir gætu verið komnir af írskum úlf-
hundum.
Islenski fjárhundurinn, sem Eggert
Olafsson lýsir og hefur verið hrein-
ræktaður nú á siðustu áratugum, virð-
ist hins vegar vera norrænn. Það kom
fram við blóðrannsóknir á 56 islensk-
um hundum sem gerðar voru árið 1983
að í þeim mörgum kom fyrir sérstök
blóðgerð sem er mjög sjaldgæf i helstu
hundakynjum í Vestur-Evrópu, en
finnst í finnska bjamarhundinum. Sá
hundur er með hringað skott og upp-
rétt .eyru og er ein af mörgum hunda-
gerðum með þessi einkenni sem leifar
finnast af í Skandinavíu, Finnlandi og
Norður-Rússlandi og er almennt talin
hánorræn gerð.
Kettir
Þá er komið aö köttunum. Kettir
munu snemma hafa komið til landsins.
Að visu er óljóst hve mikið heimilda-
gildi sagan um kettina í Vatnsdæla-
sögu hefur, en þar er getið um Þórólf
sleggju sem var bæði þjófur og óspekt-
armaður. Hann átti 20 ketti sem hann
notaði til að verja bæ sinn. „Þeir vom
ákaflega stórir og allir svartir og mjög
trylltir,” segir sagan. Kattbelgir vom
verslunarvara og verðmætir. I Jóns-
bók getur þess að belgur af fressketti
hafi verið jafnverðmætur og þrjú skinn
Stafðn tínir til margar sannanir fyrir því að íslensk dýr sóu af norrænum uppruna.
uppruna. Sú niðurstaða er í algerrí
mótsögn við þá ályktun sem draga
mætti af ABO blóðflokkunum um upp-
runa mannfólksins. Mér finnst þess
vegna ástæða til að kanna vandlega
þann möguleika að ABO blóðflokkamir
sem finnast í Islendingum í dag sýni
ekki rétta mynd af þjóðinni eins og hún
var við landnám.
Eg hef sett fram þá tilgátu að blóð-
flokkatiðni á Islandi hafi breyst frá
landnámi fyrir áhrif af bólusótt. Hún
hafi frekar hlíft fólki í 0 flokki og þar
sé að leita skýringa á því hvers vegna
við erum með hærri O flokk heldur en
Norðmenn.”
— En var ekki líka bólusótt í Noregi?
„Bólusótt var landlæg í Noregi og þá
er hún vægari heldur en þegar hún
gengur yfir sem farsótt með löngu
millibili.”
— En er nokkuð óeðlilegt við að bú-
stofn og búskaparhættir Isiendinga séu
norrænir. Getur þetta ekki bara hafa
verið þannig að norrænir menn komu
með bústofn og búskaparhætti heiman
frá sér en með þræla frá lrlandi. Þeir
hafi síðan blandast irskum kynstofni
en haldið norrænum búskaparháttum,
skepnum og máli?
„Þessu hefur oft verið haldið fram
og ég var spurður að því nýlega í um-
ræðum um þessi mál úti í Noregi. Við
vitum að hingað kom eitthvað af irsk-
um þrælum. Við vitum hins vegar ekki
hvað mikið. En það er lika vitað að hér
var bamaútburöur leyfður í heiðni og
ekki ólíklegt að þýborin böm væra bor-
in út. Þræla mun frekar hafa verið
aflað með kaupum eða hertöku heldur
en með uppeldi og þrælaverslun var al-
geng á Norðurlöndum um það leyti
sem Island byggðist. Mér finnst fullt
eins liklegt að írskir þrælar hafi komið
í meiri mæii til Noregs heldur en Is-
lands á landnámsöld vegna þess að
flestir ríkismenn í Noregi hafa getað
setið áfram að jörðum sínum þegar
Haraldur hárfagri lagöi Noreg undir
sig. Það er líka þekkt aö í fjarðar-
byggðum í Noregi finnast margar
menjar um írska muni frá þessum
tima sem benda til irskra áhrifa þar.
Þess vegna finnst mér að ekki megi
gefa irsku þrælunum of mikið vægi i
umræðum um uppruna þjóðarinnar.”
— Nu hefur þu tekið þátt í litarann-
sóknum á köttum sem gæti rennt stoð-
um undir það að norrænir menn hafi
numið Ameríku?
„Já, það var þáttur i rannsókninni á
uppruna islensku kattanna að bera þá
ekki eingöngu saman við ketti i Evrópu
heldur einnig í Norður-Ameríku. Og í
þann samanburð vora valdir kettir í
Boston. Utkoman úr þeim samanburði
varð einfaldlega sú að kettir í Boston
virtust vera af norrænum uppruna og
því lá beint við að ímynda sér að Leifur
heppni eða aörir norrænir menn sem
gerðu tilraun til landnáms í Norður-
Ameríku hafi flutt með sér ketti þang-
að og þeir síðan lagst út.
Hafi orðið þar til stór norrænn villi-
kattastofn gat hann auðveldlega náð
yfirhöndinni yfir miklu minni aðflutt-
um stofni með því að villtir högnar
eignuðust afkvæmi með tömdum læð-
um í nokkra ættliði. Þessi tilgáta er að
vísu nýstárleg en hún er þess virði að
skoða hana i alvöru. ■'
SGV
Hjólastólaiall
í Laugardalshöll
36 þekktir stjórnmálamenn, íþróttamenn og
hjólastólanotendur keppa á stórkostlegu
hjólastólaralli, sem Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaöra, stendur fyrir í tilefni 25 ára afmælis
síns, í Laugardalshöll sunnudaginn 3. mars.
Keppnin verður sett kl. 14:00 en Lúðrasveitin
Svanur mun leika frá kl. 13:30.
Á milli umferða verður sýndur breakdans,
Rúrik Vignir Albertsson og fél.,
Þjóðlagakvartettinn Frost syngur.
Sjálfsbjörg
landssamband fatlaðra
/