Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 8
8
DV.LAUGARDAGUR30. MARS1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, 5krifstofa: ÞVERHOLTI11. SfMI 27022.
Símiritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SfÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr.
Helgarblað3S kr.
„Frá hinu opinbera”
1 kaflanum „Frá hinu opinbera” í auglýsingum Ríkis-
útvarpsins eru birtar auglýsingar Framleiösluráös land-
búnaðarins um nýjustu aðferöir ráðsins við að færa fjár-
magn frá neytendum og skattgreiöendum til hins hefö-
bundna landbúnaðar og við að víkka valdsvið ráðsins.
Þessi flokkun auglýsinga um kjarnfóðurskatt og fleira
er vel við hæfi. Framleiðsluráð landbúnaðarins er eins og
Búnaðarfélag Islands algerlega á vegum ríkissjóðs, þótt
ríkiö hafi ekkert eftirlit með hinum útlögðu fjármunum
og fái ekki reikningana til endurskoöunar.
Þetta er eins og Grænmetisverzlun landbúnaðarins,
sem er eins konar sjálfseignarstofnun Framleiðsluráðs-
ins, þegar hún hafnar afskiptum ríkisins, en ríkisstofnun,
þegar hún hafnar hliðstæðri skattlagningu og er á fyrir-
tækjum úti í bæ. Þetta er afar sniðugt kerfi.
Þannig ákvað síðasta Búnaðarþing, sem haldið var á
kostnað hins opinbera, að halda sérstakt Búnaðarþing
aftur í vor, einnig á kostnað þjóðarinnar. Markmið auka-
þingsins er að skipuleggja aukinn áróður fyrir landbúnað-
arkerfinu, auðvitað einnig á kostnað skattgreiðenda.
Síðasta Búnaðarþing ályktaði, að Búnaðarfélag Islands
og Framleiðsluráð landbúnaðarins skyldu borga hið nýja
átak gegn „óvinum landbúnaðarins”. Þessar stofnanir
eru eingöngu reknar fyrir fé ríkisins og þar með skatt-
greiðenda. Ríkið ræður þar engu, heldur borgar bara.
Margir ímynda sér, að landbúnaðarkerfið sé á undan-
haldi fyrir gagnrýnendum sínum. Þetta er mesti mis-
skilningur. Þetta krabbamein er þvert á móti í sókn á
mörgum sviðum, svo sem mörg nýleg dæmi sýna. Hinir
svokölluðu óvinir landbúnaðarins mega hvergi sofa á
verðinum.
Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur lagt til, að ríkið
greiði tapið á rekstri Áburðarverksmiðjunnar, því að
annars þurfi hinn niðurgreiddi áburður að hækka um 85%
til bænda. Samt greiðir verksmiðjan aðeins Isalsverð fyr-
ir rafmagn og er þó engin stóriðja.
Þessi stórhættulega verksmiöja, sem er „stöðug ógn-
un” við íbúa höfuðborgarsvæðisins, svo að notuð séu orð
slökkviliðsstjóra, fær niöurgreiðslu á rafmagni og niður-
greiðslu á afurðum, sem nemur 100—200 milljónum á ári
og hefur þó safnað upp rúmlega 300 milljóna tapi.
Þannig stefnir Framleiðsluráð landbúnaðarins að full-
kominni sjálfvirkni í aðild verksmiðjunnar aö hinu sjálf-
virka kerfi framleiðslustjómunar, sem kostar þjóðina
miklu meira en herinn í öðrum löndum og býr til margs
konar fjöll óseljanlegra afurða. Næst verður það fúl-
eggjafjall.
Með niðurgreiðslum á kartöflum til flöguverksmiðja er
búið að stíga 10 milljón króna skref til innflutningsbanns,
sem rekinn verður áróður fyrir í sumar. Þá verður einnig
krafizt innflutningsbanns á heilar kartöflur, svo að bænd-
ur neyðist til að selja til Grænmetisverzlunar landbúnað-
arins til aö njóta niðurgreiðslna — í stað þess að selja
beint. Þannig á að endurreisa einokunina og víkka hefð-
bundna kerfið.
Með möndli í kjarnfóðurskatti er verið að þvinga eggja-
bændur inn í einokunarkerfi, svo að frjálsir bændur séu
ekki að hindra ísegg í að hækka egg um 30% eða „eftir
þörfum” hverju sinni. Allt stefnir því að fleiri auglýs-
ingum um landbúnað undir liðnum: „Frá hinu opinbera”.
Jónas Kristjánsson.
Maimasiðfr á milli-
ríkjasamkomum
— Hér er hún, maður minn! Met-
sölubókin næstu jól!
Eg hallaði mér aftur í stólnum, og
skoðaöi gestinn nánar. Osköp
venjulegur útgefandi, veifandi
próförk. Fölur, magur og yfir-
spenntur, má ekki drekka kaffi, því
það fer svo illa í maga. Maður sem
sveiflast milli rakalausrar bjartsýni
og sjálfsagðrar bölsýni, en er
venjulega bölsýnn lengur í einu.
— Handbók í mannasiðum!
Skrifuð af þingmanni, sem hefur
yfirgripsmikla reynslu af spennu-
hlöðnum augnablikum úr stjórn-
málalífinu, þar sem ekkert nema
miskunnarlaus beiting sjálfsaga og
mannasiöa kom í veg fyrir blóðsút-
hellingar. Meðal dæma sem hann
nef nir er viðkvæmt augnablik á land-
búnaðarmálanefndarfundi, þar sem
tímabært tóbaksboð kom í veg fyrir
hárreytingar, formælingar og
niðrandiættfærslur.
Eg bauð útgefandanum jólaköku
og baö hann segja mér hver hinn
siðvæddi þingmaöur væri. En hann
hélt áfram að tala eins og bókar-
kynning.
— Þingmaöurinn hefur einnig
öðrum mönnum meiri reynslu af fjöl-
þjóðlegum þingstörfum og kann
ýmsar sögur að segja af dónaskap
bakvið tjöldin og framan við þau.
Hann segir dónum til syndanna,
óhræddur, og rekur einnig dæmi
þess, að kurteisi hafi hrifiö í milli-
ríkjaviðskiptum. Enginn maður sem
hyggur á stjómmálaafskipti getur
látið þessa bók framhjá sér fara,
bókin veitú- fágæta innsýn . . .
Eg hrinti honum aftur niður í
stólinn og þóttist góður að hafa kom-
iö í veg fyrir að hann klifraöi upp á
boröiö. Hann þagnaði um leiö og
hann skall í stólinn og sat um stund
eins og vankaöur, starði út í loftið og
tók ekki eftir því, að ég rétti honum
jólakökusneiöina aftur.
— Hver er höfundurinn?
Hann leit snöggt upp og glotti,
eins og götustrákur staðinn aö
hrekkjum.
— Þess verður ekki getiö, hann
óskarnafnleyndar.
— En hver heldurðu nú aö taki
mark á svoleiðis ritsmíðum?
Enginn!
Ólafur B. Guðnason
Hann lifnaöi ögn viö, og var ekki
laust við að færðist roði í kinnar
honum, og röddin titraði dálítið.
— Þessi bók á eftir að hafa
gífurleg áhrif, skal ég segja þér. Og
ekki bara út af köflunum um manna-
siöi í pólitík! Það eru þama kaflar,
sem fjalla um mannasiði undir ýms-
um kringumstæðum! Það er til
dæmis kafli um praktíska mannasiði
fyrir bændur! „Hvemig skal ræða
skoðanaágreining um fjármörk”,
heitir einn kaflinn. Og svo er annar,
sem heitir: „Hvemig þræta skal um
landamerki og girðingar”. Og svo
ætla ég bara að biðja þig aö lesa sér-
staklega vel kaflann „Umgengni við
kvensur á réttardansleikjum”, en
þar er sérstaklega tekiö iýrir undii'
hvaöa kringumstæðum má klípa
konur ogíhvaðalíkamsparta.
Hann þagnaöi og beið greinilega
eftir því, að ég gerði einhverja
athugasemd. En ég var algerlega
orðlaus, svo hann hélt áf ram.
— En það eru kaflarnir um
mannasiði í pólitík, sem eru bestir,
ég viðurkenni það. Þeir em svo
praktískir, því hann gefur dæmi til
að lýsa öllum reglunum. Það er til
dæmis kaflinn: „Hvernig á að tala
við útlendinga á stjórmpálasam-
komum”.I stut'u máli sagt, segir
hann, á að tala dönsku. Og hann
gefur hjálpleg ráð líka. Hann bendir
á að það séu til góðar vasaorðabækur
á dönsku, og ef maður þarf aö fletta
upp í þeim, bendir hann á að einfald-
ast sé að segja vingjamlega:
„Undskyld, men jeg forstár ikke helt
hvad De siger, vil De være sá venlig
at vente lidt medens jeg læser i min
ordbog.”
Ég stundi við, og útgefandinn hélt
að ég ætlaöi aö fara að grípa framí,
og hækkaði sig til muna.
— En hann segir að óft þurfi ekki
aö skilja svo nákvæmlega heldur sé
nóg að kinka kolli, brosa vingjam-
lega og segja: „Pá en mode.” Ef
viömælandi manns fer aö hla:ja,
mælir hann með því að taka undir
hláturinn, og þegar honum er lokiö,
megi síðan aöeins strjúka sér um
augntóttirnar og segja glaðlega:
„Ja.detvarmegetmorsomt.”
Nú þagnaði útgefandinn skyndi-
lega, og ég get ekki lýst svipnum sem
færðist yfir andlit hans, öðmvísi en
sem lymskufullum.
— Hann tekur suma, ónefnda
þingmenn nú aftur úr skaftinu, dá-
lítiö. Það er ekki verra fyrir söluna,
hahaha. Hann segir, aö menn eigi
ekki aðeins aö varast þaö að móðga
einstaka útlendinga, heldur einnig
hópa útlendinga, og jafnvel heilar
þjóðir útlendinga. Hann segir til
dæmis frá því, að einusinni datt upp
úr honum orðatiltækið, „dátt mér í
hug danskur skítur”. En hann var
svo lúsheppinn, að hann var aleinn
uppi á miöri Holtavöröuheiöi þegar
það gerðist, svo þaö heyrði enginn til
hans. Annars hefði hann oröið aö
biðja dönsku þjóðina afsökunar.
Hann hefði auðvitað gert það fús-
lega, en eins og hann segir, það er
alltaf leiðinlegt að vera ókurteis að
óþörfu.
Og útgefandinn stóð upp og
þakkaöi fyrir veitingarnar sem liann
hafði ekki þegið. Eg fylgdi honum til
dyra og kvaddi kurteislega og stóð
lengi í gættinni og veifaði á eftir
honum. Það var ekki fyrr en ég
ætlaöi aö loka dyrunum, sem ég tók
eftir því, að ég hélt ennþá á jólaköku-
sneiðinni.