Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Qupperneq 17
DV.LAUGARDAGUR30. MARS1985.
17
Um mállýskur
íslensk tunga 8
Eiríkur Brynjólfsson skrífar
Menn sem eiga sömu tungu aö
móðurmáli tala ekki allir eins. Þetta
er útaf fyrir sig alls ekki nýr sann-
leikur.
Þaö þarf ekki aö leita lengra en í
biblíuna sem ku vera býsna gömul
bók, a.m.k. Gamla testamentið, en í
því er einmitt aö finna einhverja
elstu frásögn sem ber mállýskumun
vitni. Þannig var að efraímmenn
áttu í stríöi viö gíelaðita og unnu þeir
síöarnefndu frægan sigur. Þegar
efraímmenn ætluðu að flýja heim til
sín eins og siður er sigraðra þurftu
þeir að fara um land óvinarins sem
ekki var á þeim buxunum aö láta þá
sleppa lifandi. En efraímmenn og
gíelaðítar voru frændur og þess
vegna var erfitt fyrir hina síðar-
nefndu að s já hver var hvað.
En þá kom málfræðin þeim aði
góðu gagni. Til að þekkja efraím-i
menn frá öörum létu varðmenn
gíelaöíta vegfarendur segja
Sjibbolet. Ef hinn sagði Sibbolet, þ.e.
með joö-lausum framburði, var ljóst
að hann var efraímmaður og honum
sálgaö á staðnum. Sjálfsagt er þetta
ekki eina dæmi þess að málfar
manna valdi þeim ama og vand-
ræöum en frá þessu segir í Dómara-
bókinni, 12ta kafla, versi 1—7.
Heimildir eru til um að meðal
Grikkja var mállýskum veitt athygli
og skipting grísku og Jatínu í klass-
íska og vulger bera þessu sömuleiðis
vitni.
Aðrar athuganir
En það voru ekki aðeins
ónafngreindir höfundar bókar bók-
anna sem veittu þessu athygli.
Nafngreindir rithöfundar miðalda
gerðu þessu efni einnig nokkur skil.
Að auki hefur almenningur sjálfsagt
tekiö eftir mismunandi málfari
manna sem þó töldust tala sama
mál.
Það er franskt skáld sem hér fær
heiðurinn af því að vera talinn fyrsti
athugandinn á þessu sviði.
Og það er vel því skáld eru höfund-
ar allrar rýnni og málsgreinar eins
og stendur i gömlu íslensku handriti.
Þetta franska listaskáld hét
Bemat d’Auriac og orti á 13du öld.
Hann benti fyrstur manna á þá
grundvallarskiptingu frönskunnar
milli norðurs og suðurs. Til
aðgreiningar notaði hann hugtökin
langue d oil og langue d’oc sem
franskir nota stundum enn þann dag
ídag.
Á Englandi ritaði maður aö nafni
John de Treversa fyrstur um mál-
lýskur. Þetta var á 14du öld. Hann
benti á að menn að austan og vestan
tali likara mál en þeir að norðan og
sunnan. Seinni tima mállýsku-
rannsóknir hafa staðfest þetta álit
Treversas.
Treversa þessi var ekki skáld eins
og d’Auriac heldur prestur í
Berkeley og hafði reyndar verið
rekinn úr mjög virðulegum og fínum
félagsskap, Queens College í Oxford,
fyrir að verðskulda ekki heiðurinn.
Þaö gerðist sjö árum áður en hann
skrifaði athugasemdir sínar um
enskarmállýskur.
Til íslands...
Meira að segja uppi á Islandi
dunduðu menn við að setja niður
athugasemdir um þessi efni. Fyrsti
Islendingurinn á þessu sviði var
reyndar hvorki prestur né skáld
heldur bókaþjóf ur og dómari í kóngs-
insKaupinhafn.
Sá hét Ami Magnússon.
Hann ritaði um málfar, aðallega
orðaforða. Dæmin hér á eftir em úr
grein sem hann nefndi upp á latínu
Voculæ Islandicæ Rariores
Nonnullæ. Dæmin verða hér sýnd
með nútímastafsetningu enda var þá
ekki búið að stofna menntamála-
ráðuneytið til að gefa út reglugerð
um samræmda stafsetningu. Auk
þess hefur Ami sjálfur verið á við að
minnsta kosti eitt menntamálaráðu-
neyti.
Sums staðar tilgreinir hann orð og
segir hvar á landinu þau þekkist.
Þannig er um „eggjadöddur, það
rauða í egginu í Homafirði”. Einnig:
„Nú hefur himinninn hárlag kerling-
ar, segist á Vestfjörðum og víðar”.
Sumt kallar hann mállýskur. Hann
segir til að mynda „grjúpán mál-
lýska í Rangárvallasýslu hjá gömlu
fólki”. Og „hjálmfagur maöur...
mállýska nærri Skálholti”.
Honum verður tíörætt um málfar
Austfirðinga og þá einkum fram-
burðinn e fyrir æ. Þannig verður
lækur að lekur, kæti aö kéti o.s.frv.
Heilög guðsmóðir fékk út af þessu
vonda útreið í framburði Aust-
firðinga um 1700. Eftirfarandi dæmi
tilgreinir Ámi: „María mer, mild og
sker, ann ég dýmst drósa af
dyggðum þér, mér sú merin ljósa í
minnumer”.
Síðasta dæmið hugsa ég að Arni
hafi skrifað með bros á vör en það er
svona: „Hún gekk á reður með
manni, sagði Austfirðingur um kon-
una”.
I Biblíunni
má lesa um
uppruna
ólikra tungu-
mála í
frásögninni
um BABELS-
TURNINN
sem Gust-
ave Doré
teiknaði á
þessa lund.
En i sömu
bók segir
einnig frá
mállýskum
sama tungu-
máls.
þegar vöxturinn er hraður
★ Mjólk: nýmjólk, létímjólk,
undanrenna eða mysa.
Unglingar verða að fá uppbyggilegt fæði vegna
þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum
árum. Þar gegnir mjólkurneysla mikilvægu
hlutverki, því án mjólkur og kaiksins sem í henni er
ná unglingarnir síður fullri hæð og styrk. Komið
hefur í Ijós að kalkneysla unglinga er oft undir því
marki sem ráðlagt er og getur þeim því verið
sérlega hætt við hinum alvarlegu afleiðingum
kalkskorts síðar á ævinni. Sérstaklega eru stúlkur í
hættu því konum er 4-8 sinnum hættara við
beinþynningu en körlum eftir því sem rannsóknir
Mjólk í hvert mál
benda til. Ófullnægjandi mataræði og kalklitlir
megrunarkúrar eru því miður oft einkenni á
neysluvenjum stúlkna í þessum aldursflokki.
Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk-
skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki
býður hættunni heim. Það er staðreynd, sem
unglingar og foreldrar þeirra ættu að festa í minni,
því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur
dýrmætur.
Helslu hetmilcSr: Bækingurinn Kalk og beinþynning eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson og
Nutrition and Physical Fitness, 11. útg„ eftir Briggs og Calloway, Holt Reinhardt and
Winston, 1984.
Aldurshópur Ráðlagðurdag- skarnmtur af kalkl f mg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur glösum (2,5 dl glösf Lágmarks- skammtur f mjólkurglösum (2,5 dl glös)*
Börn 1-10ára 800 3 2
Unglingar 11-18ára 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið 800 ★+★ 3 2
Ófrískarkonurog 1200 ★★★★ 4 3
★ Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk.
★ ★ Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem líkaminn þarf úr öðrum matvælum en mjólkurmat mjólk,
en sllkt krefst nákvæmrar þekkingar á næringarfræði. Hér er miðað við néysluvenjur eins og þær tíðkast
I dag hér á landi.
★★★ Margir sórfræðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tiðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag.
★ ★ ★ ★ Nýjustu staðlar fyrir RDSI Bandarfkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan höp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nær allar aðrar fæðutegundir og
auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri
efni.
Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina
og tanna. Tæplega 1 % er uppleyst f Ifkamsvökvum, holdvefjum
og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun,
vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið
hluti af ýmsum efnaskiptahvötum.
Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem
hann fær m.a. með sólböðum og úr ýmsum fæðutegundum t.d.
lýsi. Neysla annarra fæðutegunda en mjólkurmatar gefur
sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir
ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fæst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk.
*
4
m*
MJÓLKURDAGSNEFND
»JÓNUSTAN - MJÓLK ER GÓÐ