Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985.
„ Innst im
hef ég allt
segir Jonathan Motif eldt, f orsætisrádherra Crænlands
Himinn var heiöskir og úti var svo
hlýtt aö menn fóru úr jökkunum og
brettu upp skyrtuermamar. Dana-
drottning, forseti Islands og aðrir heiö-
ursgestir, sem þama voru aö halda
upp á 1.000 ára afmæli byggðar nor-
rænna manna á Grænlandi, settust niö-
ur á sæti inni í rústum kirkjunnar sem
hafði farið í eyöi 500 árum áöur. Sjór-
inn var næstum spegilsléttur í kringum
eyjuna við suðurodda Grænlands. Jök-
ullinn blasti við í f jarlægö.
Fólk talaði saman í lágum hljóöum,
næstum lotningarfullt, áður en athöfn-
in byrjaði. Það þagnaði þegar inn á
sviðiö gekk ábúöarmikill, kraftalegur
og tignarlegur maður í prestsbúningi
og hóf guðsþjónustuna. Þegar hann tal-
aði, hljómfagurri röddu, lögöu menn
við hlustir. Þegar hann tónaði var aug-
ljóst aö þar var hljómlistarmaður á
ferö. Þegar hann predikaði var
greinilegt aö með mál fór valdsmaður.
Nafn prestsins var Jonathan Motz-
feldt, og hann var ekki bara prestur
heldur líka formaður landstjórnar
Grænlendinga sem hafði veriö sett á
laggirnar nokkrum árum áður og því í
raun forsætisráöherra þessarar
stærstu eyju heims, og nágranna Is-
lendinga, ínúitanna, sem hana byggja.
Stór stund
Einn þeirra sem þama voru í kirkj-
unni var Kristján Eldjám, fyrrum for-
seti Islands.
,,Eg fékk bréf frá honum þegar hann
var kominn aftur til Islands. Hann
sagöi aö þetta hefði veríð ein af stærstu
stundum lífs síns, að sitja í rústum
„Ég var mjög
ánægður með það
að Kristján hafði tek-
ið þátt I þeirri gleði
sem ég fann einnig á
þeirri stundu."
Hvalseyjarkirkju og hlusta á mig
predika bæöi á grænlensku og dönsku.
Og ég var mjög ánægður með það að
Kristján hafði tekið þátt í þeirri gleði
sem ég fann einnig á þeirri stund,”
sagði Motzfeldt þegar ég talaði viö
hann nýlega á hótelherbergi hans á
Hótel Sögu þegar hann dvaldi á Islandi
vegna þings Norðurlandaráös, daginn
áður en hann hélt af staö til Græn-
lands.
Áhugamaður um ísland
Jonathan Motzfeldt hefur verið for-
sætisráðherra Grænlands frá því
Grænland fékk heimastjóm árið 1979.
Hann er sérstakur áhugamaður um Is-
land og þylur upp nöfn íslenskra
stjórnmála- og menntamanna sem
hann þekkir. En fyrst bið ég hann aö
segja mér frá uppeldi sínu.
„Égkemfrálítillibyggðum 60 kíló-
metra norður af Qaqortoq (Juliane-
háb) sem heitir Assiumut. Þar lifðu
foreldrar mínir og þar dóu þeir báðir.
Faöir minn var selfangari. Hann fór á
kajak til veiöa. Hann var einnig organ-
isti. Þaðan hef ég mína tónlistargáfu.’
Sjálfur spila ég mikið á hljóðfæri,
harmóníku, munnhörpu og píanó.
Eg fór í litinn einkaskóla þama til 14
ára aldurs. Þaöan fór ég til Nuuk og
svo lærði ég til prests í Kaupmanna-
höfn. Þar var ég 1960 til 1966. Þá sneri
ég aftur til Grænlands og varð prest-
ur.”
Baráttan byrjaði
„Stjómmálaafskipti hóf ég strax í
skóla í Nuuk. Við vorum þarna nokkrir
„Við vonumst til að
geta séð um okkur
sjálfir, áwi Danmerk-
ur."
vinir sem vildum að Grænland fengi
heimastjóm. Með mér í þessu var til
dæmis Moses Olsen, sem var meö mér
i skóla frá því að ég var 14 ára gamall.
Hann er nú fjármálaráðherrann okk-
ar.
Þar byrjaði baráttan fyrir heima-
stjóminni. Síðan bættist Lars Emil Jo-
hansen i hópinn, en hann er yngri en
við. Svo hugsanir um heimastjóm eru
ekkert nýtt, en á þessum tímum þótti
heldur kræft hjá okkur að koma með
slíkar hugmyndir. En 1973 komst ég í
forystu gamla Landsráðsins fyrir
Grænland. Eg lagði til að kannað yrði
hver áhrif heimastjóm myndi hafa fyr-
'r Grænland, og sú tillaga var sam-
þykkt einróma.
Svo byrjuðu samningaviðræður.
Þeim lauk 1978. Næsta ár var svo þjóð-
aratkvæöagreiösla á Grænlandi um
heimastjómina og hún var samþykkt
með rúmum70 prósentum atkvæða.”
Sjálfstæði
Heldur þú aö Grænlendingar geti
oröið efnahagslega sjálfstæðir og
hvernig þá?
„Þetta er erfiö spuming. Hagfræði-
lega séð eru líklega fáar þjóðir full-
komlega efnahagslega sjálfstæðar.
Þær eru ekki margar. Ekki Danmörk.
Það er jöfnuður í fjármálum okkar og
við höfum engar erlendar skuldir. En
við höfum takmarkað verke&ii okkar
innan marka þess sem við höfum efni
á. Og Grænland skuldar Danmörku
ekkert.
En við fáum fjánnagn frá Dan-
mörku. Verkefni ríkisins í Grænlandi
em fjármögnuð bæði af heimastjóm-
inni og ríkisstjóminni í Kaupmanna-
höfn.”
En er ekki hugsunin að í framtíðinni
verði Grænland óháö Dönum um fjár-
magn?
„Við vonumst til að geta séö um okk-
ur sjálfir, án Danmerkur. Meðal ann-
ars áætlum viö að rannsaka hvort ekki
megi vinna olíu úr jörð á Austur-Græn-
landi, á Jamesonlandi. Það ætlar
bandaríska olíufélagið ARCO að at-
huga í sumar. Og ef við finnum olíu
þama þá hjálpar það upp á efnahag
okkar. En þetta verður ekki að vem-
leika fyrr en eftir um 10 ár. Þaö er olía
þarna, en hve mikil hún er vitum við
ekkL
Þessi olía er á landi rétt hjá Islandi,
og við verðum að tala við stjórn Is-
lands um til dæmis hvort hægt sé að
flytja hana út um Island. Og svo er
nauðsynlegt að gera samning um um-
hverfisvernd við stjórnir Islands og
Noregs. Ef við finnum olíu í þeim mæli
að það borgi sig að bora eftir henni.”
Gott samband
Hvemig er sambandið milli Islands
og Grænlands. Er vemlegt samband
þar á milli?
„Það er gott samband. Nú hef ég
verið aö vasast i stjómmálum á Grsn-
landi undanfarin 15 ár, undanfarin sex
ár sem forsætisráðherra. Sambandiö
hefur alltaf verið gott. Og nú höfum við
nokkra raunhæfa möguleika til sam-
starfs, vegna þess að Grænland hefur
yfirtekið framleiðslu- og útflutnings-
starfsemi þá sem Danir sáu áður um.
Og 1. janúar á næsta ári yfirtökum við
flutningana til Evrópu meö skipum.
Þaö gefur okkur aukiö frelsi til aö tala
við yfirvöld á Islandi. Það er mjög
mikill áhugi beggja aðila á að auka
samvinnuna. Nú i þessari viku höfum
við rætt við forsætisráðherra, utanrík-
isráðherra, sjávarútvegsráðherra og
fleiri um ákveðin verkefni. Og sjávar-
útvegsráðherra okkar hefur haft sam-
„Íslendingar eru
meðal vina okkar.
Það hef ég alltaf
sagt."
band við forstjóra Coldwater og hans
starfsmenn. Þeim höfum við boöiö til
Nuuk í lok marsmánaðar. Eg vona að
út úr þessu komi eitthvað raunhæft og
við getum átt samstarf saman.
Síðan höfum við talað við rikisstjóm-
ina um verkefni við Austur-Grænland.
Það er hafrannsóknarverkefni þar
sem verður kannaö ástand fiskstofna á
svæðinu. Og að lokum getum við
kanski unnið saman i því sambandi.
Þetta gerist í sumar. ”
Grænlendingar í háskóla á
ísiandi
„Síöan eru möguleikar á auknu
menningarsamstarfi. Margir ungling-
ar á Grænlandi tala ensku og það er
viss takmörkun að þurfa að fara í há-
skóla í Danmörku. Ef við getum sent
eitthvaö af unga fólkinu okkar hingað
þá ættum viö að tala um þaö, þannig að
Grænlendingar gætu fengið háskóla-
menntun hér á Islandi.
Margir vinir mínir hafa verið í skóla
á Islandi. Til dæmis sjávarútvegsráð-
herrann okkar, Moses Olsen, og fjár-
málaráðherrann, Lars Emil Johansen,
og einnig borgarstjórinn i Qaqortoq,
Henrik Lund. Mér finnst að við ættum
aö fá fleiri til aö fara í íslenska háskól-
ann.” ^
En hafið þið ekki verið að reyna að
bæta líka sambandiö við ínúitana vest-
an við ykkur, í Kanada og Alaska — og
jafnvel Sovétríkjunum?
„Jú, þetta eru okkar nágrannar. Og
þar búa vinir okkar, ínúítarnir, okkar
fólk. Þeir eru minnihlutahópar á þessu
svæði sem líka vilja viðhalda sinni
... ■ . þó ég værl
sósíalískur forsætis-
ráðherra á Græn-
landi og hann góður
kapitalisti á íslandi,
þá skipti það engu
máli. Við skildum
hvor annan."