Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Qupperneq 26
26 DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. Gaimard táraðist við sönginn Kvæöi Jónasar var prentaö undir- eins og var prentun lokiö daginn eftir i „með fátíðri viðhöfn”, segir Benedikt Gröndal. Þaö var síðan sungiö í veisl- i unni góöu og Páll Melsteð þýddi á lat- ínu fyrir heiöursgestinn. Hann mun hafa oröiö snortinn og jafnvel tárast yfir þeirri vinsemd og viröingu sem hann fann meöal Islendinganna. Og ef marka má eintakiö sem Sigurður i Jónsson líffræðingur fann á Signu- | bökkum hefur hann þá látiö Is- lendingana skrifa nöfn sín og fæöing- arstað og tíma aftast í sitt eigið eintak af ferðasögunni. Þar eru nöfn 33ja Islendinga og má nefna Jónas Hallgrímsson, Pál Melsteö, Þorgeir Guömundsson, Jón Sigurösson, Grím Thomsen, Þorleif Guðmundsson Repp, Jón Hjaltalín og Finn Magnús- son sem var veislustjóri. Páll Melsteö flutti kvæöiö heim og | kenndi Islendingum aö syngja þaö og varö þaö skjótt afar vinsælt, „því það hreif allra huga,” segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl, „enda voru menn annars hugar þá en nú; nú er kvæöiö aö mestu leyti gleymt, eins og flest íslensk kvæði sem nokkuð er við. En enginn efi er á því aö þetta er eitt af þeim kvæöum sem einna mest hafa vakið Islendinga.” En afskiptum Paul Gaimards af Is- lendingum var ekki • lokið. Er hann , lagði upp hingaö til lands í seinna skiptið haföi hann fengið Frakkakon- ung, Loövík Filipus, til aö bjóða tveimur Islendingum út til Frakklands til náms á kostnað krún- unnar. Ekki varö þó úr aö nema einn færi og var þaö Guömundur Sívertsen, sonur Bjama „riddara” Sívertsen. Guömundi sóttist námiö vel og komst hann í mikla hylli hjá Gaimard og öðrum höfðingjum. Hann komst og til metorða í hernum en endalok hans uröu sorgleg. Áriö 1888 kom út á Frakklandi bókin L’Islande et l’archipel des Færæer eftir franska landfræðinginn Henry Labonne og þar segir hann meðal annars frá Núorðið eru vísindarannsóknir Gaimard-leiðangursins vitaskuld úreltar með öllu en myndirnar sem Auguste Mayer (og fleiri) teiknuðu eru ómetanlegar heimildir um þjóðhætti á íslandi á fyrri hluta 19. aldar. Þessi mynd úr bók Gaimards sýnir Aðalstræti árið 1836. dauða Guömundar Sívertsen. Kaflinn um þaö fer hér á eftir í lauslegri þýö- ingu. Sorgleg endalok ís- lendings „Hann lagaöi sig á skömmum tímum aö siövenjum Parísarbúa, talaði tungu þeirra eins og innfæddur og varö sannkallaöur uppeldissonur herra Gaimards, sem geröi hann aö aðstoöarskurölækni í hernum. Hann var svo einn virtasti liösforingi vor í Afríku, þar til velgjörðarmaður hans sendi á ný eftir honum. Þá gat hann tilkynnt velgjöröarmanni sinum aö hann heföi verið hækkaöur í tign og geröur aö majór og þeir ákváöu að halda upp á þessi gleðitíöindi meö reisu til Italiu. En þegar til Napólí kom batt þessi óhamingjusami sonur Noröursins enda á líf sitt meö því að varpa sér út um glugga. Hvers vegna veit enginn.” Labonne varpar fram þeirri kenningu að Guðmundur hafi þjáöst af heimþrá en Benedikt Gröndal telur sig hafa betri upplýsingar. Hann segir í ævisögu sinni: „Ég hef heyrt að Guömundur hafi orðið mjög hneigður til drykks (absint), og þaö held ég hafi verið orsökin.” Altént urðu þessi hörmulegu enda- lok Guömundar Sívertsen Paul Gaimard mikil vonbrigöi. Sjálfur dó þessi góökunni Islandsvinur í París 10. desember 1858. (-IJ. tóksaman). Mynd úr eldhúsinu á prestssetrinu i Heydölum í Breiðdal frá 1836. Kona við þvott í stóru keraldi og barn að sulla í vatninu. Frönsku i myndlistarmennirnir teiknuðu mik- ið af svona myndum i leiðangri Gaimards. Akureyringar voru brautryðjendur i trjárækt hér á landi og sést það m.a. hér á myndinni. Þessi mynd átti eftir að birtast víða og var sögð sýna eina tréð á íslandi. Það var hér um bil rétt. Marmier segir frá eina trénu í Reykjavík, reynivið sem landstjórinn lét gróðursetja. „Hann gróðursetti tré þetta fyrir fimm árum, og er það nú tvö fet á hæð. Sérhver hnappur er vex á greinum þess er heill viðburður. En ef reyniviðurinn vex upp yfir vegg- inn, sem veitir honum skjól, mun hann deyja." r V M ;1|§

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.